Þjóðviljinn - 15.05.1959, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.05.1959, Blaðsíða 7
Föstudagur -í5. maí 1959 — ÞJÓÐVILJINN — (7 1). ' Um aldaraðir hafa tvö stórj veldi, Frakkland og Bretland, talið Pýreneaskagann svo mik- ilvægan á taflborði evrópskra stjómmála, að þau hafa ekki 1 leyft hvort öðru að verða þar alls ráðamdi, hvað þá heldur í að önnur ríki álfunnar fengi ' að hreiðra þar um sig til 1 valda og áhrifa. Þegar Loðvík 1 14. ætlaði með sinni konung- legu hendi að þurrka burt * Pýreneafjöllin í byrjun 18. aldar, linnti England ekki 1 látum fyrr en það hafði kúg- 1 að Frakkland til undanhalds. 1 Við það tækifæri hremmdi England vígið óvinnandi. Gi- braltar, og úr þessu virki hef- ur England jafnan síðan stjómað sjóleiðinni inn í Mið- '■ jarðaihaf. Árið 1870 lét Frakkland teyma sig út í styrjöid við Prússland þegar horfur voru á að atvinnulaus smáprins af Hohenzollemætt mundí setjast í hið valta há- ' sæti Spánar. Landfræðileg víg- staða Spánar liggur um líf- æðakerfi Bretlands og Frakk- ' lands: sá sem stjómar þessu ' landi getur stöðvað eamgöng- ur Frakklands við AfríkunýJ lendur þess og neytt hverja brezka fleytu á leið til ný- ' lendnanna, til að sigla suður fyrir Afríku. Svo mikið var í húfi þegar Þjóðverjar og Ital- 1 ir reistu vígbúna heri og sendu á land á Spáni í borg- arastyrjöldinni 1936—1939. 1 Engir gerðu sér þetta eins ; Ijóst og þeir menn, sem voru þá sem óðast að búa sig undir ' nýja heimsstyrjöld: þýzku 1 herforingjamir. Einn af kunn- 1 ustu hershöfðingjum Þjóð- ■ verja í síðustu heimsstyrjöld, 1 von Keichenau, sagði í ræðu, ! sem hann flutti á fundi naz- ! istaieiðtoganna 1938, að Spán- arstyrjöldin hefði ekki aðeins verið Þjóðverjum dýrmæt her- ‘ fræðiieg reynsla, heldur hefði íhlutunin veitt þeim kost á að ' búast um á mikilvægustu sam- gönguleiðum Bretlands og Frakklands, hvort sem litið ’ væri á þær frá sjónarmiði ’ verzlunar eða hernaðar. Það skorti heldur ekki vam- aðarorð í hópi þeirra Eng- lendinga, sem höfðu ekki með öllu gleymt herstöðulegum staðreyndum. Winston Chur- chill skrifaði grein í enska blaðið Evening Standard, 5. 1 apríl 1938, og varaði England ' og Frakkland við þeirri hættu, 1 sem þeim væri búin, ef Spánn ! yrði ofurseldur áhrifavaldi 1 nazista. Hann ráðlagði brezku 1 og frönsku ríkisstjórninni að 1 manna sig upp gegn þessum 1 háska, „ef á annað borð væri ’ nokkur töggur í þeim til at- ’ hafna", bætti hann við, beizk- ur og vondaufur í senn. f Það duldist því engum, að mikið Var í húfi fyrir Bret- land og Frakkland. Hitt var öllu furðulegra, að bæði þessi ríki virtust hafa týnt orku 1 og vilja til að verja augljósa ’ stórveldishagsmuni sína. •— 1 Margir spánskir lýðveldissinn- ’ ar bjuggust við því, að fyrr ‘ eða síðar myndu þessi evr- ópsku stórveldi sjá að sér, skilja hvað í húfi var og leggjast á sveif með lýðveld- inu, ekki af ást til lýðræðis og lýðveldis, ekki af hollustu við þau mannréttindi og fé- lagskgu verðmæti, sem í háska voru stödd, heldur af einskærum eérhagsmtinum. Söm hefði verið þeirra gerðin. En þessi von brást. Vestrænt lýðræði beggja megin Atlanz- hafsins veitti spánska lýðveld- inu banahöggið, og raunar úr launsátri. 2). Það hefur verið bæði fyrr og síðar aðall borgaralegs lýð- Blum 'ásamt Delbos, utanrík- isráðherra sínum, til Lund- úna, tíl að ráðgast við brezku stjórnina, og þar tældi hinn slóttugi Bretí Blum tíl að gerast hvatamaður að „af- skiptaleysi" um mál Spánar. Baldwin taldi heppilegra að frumkvæðið kæmi frá leið- toga alþýðufylkmgarinnar frönsku, það mundi deyfa eggjar stjómarandstöðunnar í enska þinginu. Hinn 25. júlí uðp Bandaríkin ræðismanns- skrifstofu í Malaga á um- ráðasvæði Francós , og 17. nóvember sama ár sendi Bret- land stjómarfulltrúa til Bur- gos, stjómaraðseturs Francós. Þannig kepptu lýðræðisríkin við fasistana um að veita Francó diplómatíska viður- kenningu. En í sama mund voru bönd- in hert að spánska lýðveldinu. í janúar 1937 bannaði brezka FYRIR 20 ÁRUM Sverrir Kristjánsson, sagnfræðingur : MINNISBLÖÐ CR SÖGU ALDARINNAR SPANN IV. ræðis — að minnsta kosti í orði kveðnu — að gæta hins formlega réttar og standa við gerða samninga. Ef þessum borgaralegu réttarreglum hefði verið beitt í borgara- styrjöldinni á Spáni, þá hefðu lok hennar orðið öll önnur en raun varð á. Francó og fylgilýður hans vom upp- reisnarmenn, er risið höfðu gegn löglegri stjóm lands síns, og það var skylda hvers erlends ríkis að leyfa henni að afla sér vopna og gagna til að kæfa uppreisnina. Það var einnig augljóst réttarbrot að styðja samblástursmennina á nokkum hátt. I desember- mánuði 1935 hafði Frakkland gert samning við þáverandi stjórn spánska lýðveldisins um vopnakaup, var Spáni samkvæmt honum heimdt að kaupa vopn i Frakklandi á ári hverju fyrir 100 milljónir franka. I septembermánuði 1936 kyrrsetti franska stjórn- in járnbrautarlest hlaðna hergögnum, sem spánska stjórnin ætlaði að senda lýð- veldishernum, er varði borg- ina Irun á landamærum Frakklands og Spánar. Fyrir þá sök eina tókst Francó að hernema þessa borg og breyta allri vígstöðu uppreisnar- manna og lýðveldissinna í norðurhéruðum Spánar. Með þessu þrælábragði Frakklands hófst sú stefna „að hlutast ekki til um“ borgarastyrjöld- ina á Spáni. Þessi stefna gerði uppreisnarmenn réttarlega jafngilda löglegri stjórn lands- ins, en í reynd var lýðveldis- stjórnin gerð óvig, en hlutur uppreisnarmanna efldur og styrktur. Um þessar mundir sat hin gæfulausa stjórn ihaldsflokks- in brezka að völdum á Eng- landi undir fomstu Baldwins, en á Frakklandi var stjórn alþýðufylkingarinnar frönsku við völd með Léon Blum, leið- toga sósíaldemókrata, í for- sæti. Hinh 23. júlí fór Léon lagði franska stjómin bann við útflutningi vopna til Spánar, og náði bannið einn- ig til þeirra vopna, sem spánska stjórnin hafði þegar pantað. I ágústmánuði sendi Frakk- land ríkisstjómum flestra ríkja Evrópu orðsendingu um að láta borgarastyrjöldina á Spáni afskiptalausa, og eftir miklar umræður var nefnd sett á laggimar í Lundúnum til að framkvæma þessa hug- ■ mynd og hafa eftirlit með því að henni yrði hlýtt. Hinn 9. september 1936 hóf Lundúna- nefndin störf sín og áttu sæti í henni 23 ríki í Evrópu, þar á meðal ítalía, Þýzkalar.d og Ráðstjórnarríkin. Bandaríki Norður-Ameríku áttu ekkí sæti í þessari Lundúnanefnd, en bandaríska þingið sam- þykkt hlutleysislög er bönn- uðu vopnasendingar til Spán- ar. Og nú var settur á svið einn hörmulegasti skrípaleik- ur, sem um getur í diplómat- ískri sögu aldar okkar. Fulltrúar Italíu og Þýzka- lands, þeirra ríkja, sem höfðu lyft Francó í söðulinn og sent honum óvigan her og ógrynni hergagna, sátu steigurlætisleg- ir í „afskiptaleysisnefndinni“ í Lundúnum og lögðu á ráðin um það, hvernig afstýra skyldi vopnasendingum til Spánar. Þegar svo hafði geng- ið um stur.d lýsti fulltrúi Ráð- stjórnarríkjanna því yfir, að stjórn sín teldi sig ekki frem- ur bundna við fyrirmælin um vopnasendingar en önnur ríki, sem ættu fulltrúa í nefndinni. Ráðstjómin sendi öðmm rikj- um tilkynningar um þetta 23. október 1936 og frá þeirri stundu sendu Ráðstjómarrík- in spánska lýðveldinu vopn og matvæli eftir föngum og nokkra herfræðilega ráðu- naiuta. Litlu síðar viðurkenndu fasiStaveldin, Italía og Þýzka- land, stjóm Francós sem hina einu löglegu stjóm landsins. 1 febrúarmánuði 1937 stofn- stjómin brezkum borgurum að fara ejálfboðaliðar til Spánar, stuttu síðar fetaði franska þingið í fótspor henn- ar og bandaríska stjómin hótaði sviptingu borgararéttar hverjum þeim Ameríkumanni, er færi sjálfboðaliði til Spán- ar, þ.e. til spánska lýðveldis- ins, því að engir gerðust sjálf- boðaliðar hjá Francó, nema örfáir vesælir írar. En ekkert lát var á vopnasendingum til Francós. Bandarísk vopn smugu auðveldlega gegnum möskva bandarískra hlutleys- islaga til umráðasvæðis úpp* reisnarmanna. — Roosevelt Bandaríkjaforseti játaði það á blaðamannafundi 1937, að vopn væru flutt frá Banda- ríkjuuum til Francós um Holland, Belgíu, England og Portúgal. I marzmánuði kom Lund- únanefndin á eftirlitskerfi til að afstýra því, að vopn og sjálfboðaliðar kæmust til spánska lýðveldisins. En í sama mánuði voru sannanirn- ar lagðar á borðið um íhlutun Þjóðverja. Enn einu shmi - reyndi Francó að xunlykja Madrid og sótti að henni með mikinn her úr norðausturátt, frá Guadaljara. Lýðveldisher- inn gerði gagnárás og sigraði her Francós, tók þúsundir: manna höndum og ógrynni hergagna. Fangarnir voru flestír ítalir og vopnin ítölsk og þýzk. Fréttaritari New York Times, hins bandaríska stórblaðs, sendi blaði sínu skýrslu um þetta ásamt nöfn- um og heimilisfangi hinna ítölsku fanga, sem hann hafði talað við, en símskeyti hans var aldrei prentað í þessu málgagni prentfrelsisins. Er Franco tókst ekki að her- nema Madrid sneri hann sókn sinni gegn iðnaðar- og náma- héruðum Baskalands og Norð- unSpánar. Flugvélar hinnar þýzku Kondorhersveitar lögðu þorp og bæi í rústir, hinn 31. marz lágu hundruð ka- þólskra kirkjugesta dauð í kirkjurústum smábæjarins Durango, og 26. apríl máðu flugmenn Hitlers hina helgu borg Baska, Guernica, af yfir- borð' jarðarinnar. Þetta var forleikurinn að flugvélaárás- unum á Amsterdam og Lon- don síðar. En norður í Nor- egi orti skáldið Arnulf Över- land þetta ljóð um hetjudáðir þvzkra nazista yfir hinni varn- arlausu borg: Framhald á 10. síðu. >>• ■ "• w .. V N-v* i t Einræðisherra Spánar, Francisco Franco hershöfðingi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.