Þjóðviljinn - 04.03.1960, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 04.03.1960, Blaðsíða 5
Föstudagur 4. marz 1960 — ÞJÓÐf7IUINN — (5 Svertingjar í suðurríkjum Bandaríkjanna herö'a nú jafnréttisbaráttu sína. Ein af baráttuaðferðum þeirra verðúr að sniðganga veitingahús sem ekki veita þeldökk- um mönnum sömu þjónustu og hvítum. Þetta var ákveðið á fundi ,um 3.000 svertingja sem hald- inn var í Riclimond fyrir helg- ina, en dagana á undan liafði hvað eftir annað komið til átaka veg=na hinnar nýju her- ferðar svertingja gegn misrétt- inu. Hún hófst fyrir tæpum mánuði í litlu skyndiveitinga- húsi í bænum Greenbora i' NorðuiHXarolínu. Nokkrir þel- dökkir stúdentar komu inn í veitingahúsið, sem ekki ber mat á borð fyrir svertingja nema þeir standi við afgreiðslu borðið. Þeir tóku sér allir sæti, þegjandi og hljóðalaust, og sátu stundum saman. Þeir fengu engar veitingar og fóru síðan leiðar sinnar jafn þegj- andi og hljóðalaust og þeir höfðu komið. Svipaðir atburðir áttu sér stað vSðs vegar um suðurríkin næstu daga, en þeir leiddu oft til átaka. Þannig varð lögregla, vopnuð kylfum og slökkvi- slöngum, að dreifa stórum hópi evartra og hvitra manna sem flugust á í Chattanooga í Tennessee. Leiðtogar kynþáttahataranna þykjast vissir um að þessi nýja baráttuaðferð muni ekki bera árangur. Haft er eftir einum þeirra: — Svertingj- arnir virðast aldrei ætla að láta sér skiljast að þeir geta ekki þröngvað jafnrétti upp á okkur. Hér myndi vera ró og spekt ef annarleg öfl væru ekki að sletta sér inn í okkar einka- mál. Það er þó ekki víst að hann muni hafa á réttu að fctanda. Það kom þannig í ijós að ein af verzlunum Woohibrth- hringsins í Neiv York missti 90% af viðskiptunum þegar svertingjar settu á liana bann. ÖLL RAFVERK Vigfús Einarsson Nýlendugötu 19 B. Sími 18393. Agadir Að ofan: Agadir í rústum, myndin tekin úr flugvél; að neðan: hin friðsæla sólvermda ferðamannaborg áður en óskcipin dundu yfir. Framhald af 1. síðu. síðan óslökktu kalki yfir allt borgarstæðið. Ný hor.g á sama stað Marokkóstjórn tilkynnti sam. tímis að borgin yrði endurreist á sama stað og væri ætlunin að fyrstu_ nýbyggingarnar yrðu tilbúnar þegar á næsta ári. Háskólinn í 0x101x1 hefur á- kveðið að afnema þá kröfu sem frá upphafi skólans hefur ver- ið gerð til stúdenta sem þar vildu stunda nám: að þeir gengjust. undir sérstakt próf í grísku og latínu. Nú geta stærðfræðistúdentar komizt inn í háskólann ef þeir sýna við inntökupróf að þeir hafi nægilega þekkingu til að bera í stærðfræði og skyldum náms- greinum. Þess verður krafizt eftir sem áður af stúdentum sem ætla að leggja stund á húmanistiskar greinar að þeir standist lágmarkskröfur í fornmálunum. Þessi breyting var þó ekki gerð hljóðalaust. Miklar deil- ur hafa verið um hana síðan hugmyndinni ökaut upp, og endanleg ákvörðun var tekin i háskólaráðinu með 290 atkvæð- um gegn 111. Þar var farið eftir meðmælum nefndar einnar sem kynnt hefur sér málið og komst að þeirri niðurstöðu að fráleitt væri að krefjast þekk- ingar í fornmálunum af mönn- um sem aldrei myndu þurfa á þeim að halda á háskólaferli sínum. Sams konar nefnd hefur einn- ig lagt til að próf í grísku og latínu verði afnumið við inn- töku í Cambridge, en þar hafa húmanistamir enn þrjóskazt við, og kunnátta í fornmál- unum er þar enn skilyrði fyrir inntöku. Þúsundir slasaðra Auk þeirra þúsunda sem biðu bana í jarðskjálftanum voru aðrar þúsundir sem slösuðust og eru margir þeirra illa haldn. ir. Þeir hafa verið fluttir í búð- ír fyrir utan borgina og er þar reynt að gera að sárum þeirra eftir beztu getu, en skortur er bæði á læknum, hjúkrunarkonum og lyfjum. Læknar og hjúkrunarkonur eru á leið þangað frá ýmsum löndum, og lyf og matvæli ber- ast þangað með flugvélum. Hinn mikli harmleikur Engin orð fá lýst þeim harm- leik sem þarna hefur gerzt. Franskur sjóliði fann í gær- morgun þegar björgunarstarf- inu var u.þ.b. að Ijúka tveggja ára drenghnokka sem lá sem Málþófsumræður dag og néft á Bandaríkjaþingi Á mánudaginn hófst í öldunga- deild Bandaríkjaþings umræða um mannréttindafrumvarp. Frumvarpið heimilar bandarísku stjórninni að taka í taumana til að tryggja þeldökku fólki kosn- ingarétt, cnda þótt það geti þýtt að hún gangi á hefðbundin rétt- indi einstakra ríkja. Þingmenn níu suðurríkja, átján talsins, allir demókratar, hafa einsett sér að koma í veg fyrir að írumvarpið verði af- greitt. Til þess ætla þeir að beita gamalkunnu ráði: að tala í sí- fellu þangað til stuðningsmenn írumvarpsins gefast upp, en um- ræðum er slitið sjálfkrafa ef færri en 51 öldungardeildarmað- ur er viðstaddur. Hins vegar er þingmönnum heimilt að tala meðan þeir geta komið upp nokkru orði, og eru ekki einu jf sinni bundnir við það mál sem til umræðu er, heldur er heim- ilt að lesa upp úr bókum máli sínu til stuðnings; biblían þyk- ir góð í því skyni. Stuðningsmenn frumvarpsins hafa einnig viðbúnað, og hefur verið komið upp flatsængum í þinghúsinu svo að hægt verði að ná í þá með stuttum íyrirvara, ef nauðsyn rekur til. liðið l’ík í rústunum. En þegar hermaðurinn stuggaði við hon- um reyndist hann lifandi. Eng- inn veit hvað orðið hefur um foreldra hans. Mörg hundruð erlendir ferða. menn dvöldust í Agadir sem var vinsæll ferðamannabær. Hin stóru og glæsilegu gistihús hrundu flest sem spilaborgir og úr sumum komst enginn l’ífs af. Önnur stóðust betur jarð- skjálftann, þ.á.m. gistihúsið Mauritania, en þar voru meðal gesta góðkunningjar margra ls_ lendinga, sænsku skáldin Artur Lund'kvist og kona hans, Maria Wine. Hvorugt þeirra sakaði. Annar kippur í gær En í gær varð jarðskjálfta ■vart í Agadir; sá kippur var vægur, en nægði þó til þess að enn hrundu nokkrir hús- veggir. Kjarnorkusprengingu að kenna? Bæði í Marokkó og öðrum Afríkulöndum er því haldið fram, að kjamasprenging Frakka í Sahara á dögunum muni hafa verið orsök jarð- skjálftans. Annars staðar er því mótmælt, og á það bent að Agadir sé á því jarðkkjálfta. belti sem nær alla leið frá Njörvasundi austur til Indó- nesíu. Fjársöfntio Rauða krossius Rauði kross íslands ákvað á fundi sínum í gær að gang- ast fyrir hjálp til hins bág- stadda fólks á jarðskjálfía- svæðinu í Agadir eftir því, sem efni og ástæður leyfa, og mun skrifstofa Rauða krossins, Thorvaldsensstræti 6, veita fjárframlögum móttöku næstu daga frá kl. 1—5 til föstu- dagsins 11. þ.m. Fjölskylda fraas í hel Heil fjölskylda, hjón og sex börn þeirra, fjórar stúlkur á aldrinum 7-17 ára og tveir drengir 12 og 14 ára, fannst frosin í hel I síð- ustu viku á heimili sínu ná- lægt Toomson í Illinois í Bandaríkjunum. Þau höfðu látizt viku áður. Olíudunkur miðstöðvar- innar var tómur, en reynt hafði verið að halda kuldan- um úti með því að líma plastræmur á gluggana. Þar -:em inflúensa hafði verið á iieimilinu, hafði mönnum ikki dottið í hug að eitt- tivað væri við það Úigið, j.ð börnin komu ekki í skóla. Kaupi hreinar prjónatuskur á Baldursgötu 30. ÍÍÁFÞÖR ÓUPMUmSON V&íiufufdia, !7nm Sum 25970 ~ INNHEIMTA LÖ0PBÆQ/3TÖHF

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.