Þjóðviljinn - 04.03.1960, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 04.03.1960, Blaðsíða 12
Togarinn sigldi hverja neta- bJÓÐVILJINN trossuna af annarri niður rnm^mmmmmma^mmmmmmmi^mmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmm Sjópróf í Olafsvík vegna atburðanna í fyrramorgwu Föstudagur 4. marz 1960 25. árgangur 53. tölúblaö Laust fyrir hádegi í gær lauk sjóprófum í málum Ólafs- víkurbátanna þriggja, sem urðu fyrir miklu veiðarfæra- tjóni af völdum yfirgangs brezkra landhelgisbrjóta í íyrradag. Hófust sjóprófin um níu leytið í fyrrakvöld, strax og bátarnir komu að landi, og stóðu til klukkan rúmlega þrjú um nótt- ina. er hlé var gert til morguns. Réttarhöld hófust síðan að nýju kl. hálf 10 í gærmorgun og stóðu framundir hádegi. Náðu 2 netum og slitr- um af 5 Hinrik Jónsson sýslumaður Snæfeliinga stjórnaði sjóprófun- um og hafði Þjóðviljinn tal af honum í gærdag. Er eftirfarandi byggt á frásögn sýslumannsins. í>rír vélbátar frá Ólafsvík, þeir Jón Jónsson, Jökull og Glaður lögðu net sín í fyrrinótt 4.—6 sjómílur vestur af Öndverð- arnesi. Ætluðu þeir að draga netin kl. 10—11 að morgni næsta dags;- 2, marz. Skipverjar á Jóni Jónssyni byrjuðu að draga netin um 10 Ieytið og höfðu dregið 2 net af 13—14 neta trossu. þegar brezki togarinn Arsen- ai GY 48 sigldi þvert yfir trossuna. Náðu skipverjar á bátnum ekki nema þessum 2 netum og slitrum af 5. Sáu bátverjar togarann síðan sigla yfir netatrossur hinna bát- anna, Glaðs og Jökuls. Misstu öll netin Þegar skipverjar á vb. Jökli ætluðu að huga að net- um sínum um kl. 11 sáu þeir að sami togari, Arsenal frá Grimsby var búinn a& sigla yfír netatrossur þeirra 4 tals- i ins, 14 net í hverri. Náðuþeir nær engu af netunum nema slitrum en fjórum baujum og var á einni þeirra uppistaða og dreki eða plógur svonefnd- ur. Sameinfzt ti! átaka Húsavík. Frá fréttaritara Þjóðviljans. Á aðalfundi Verkakvennafé- lagsins Vonar á Húsavík, sem haldinn var fyrir skömmu, var samþykkt eftirfarandi ályktun: ,,Aðalfundur Verkakvennafé- lagsins Von, Húsavík, haldinn 24. febrúar 19G0 lýsir óánægju sinni yfir framkomnu og nú samþykktu frumvarpi rikisstjórnarinnar um efnahagsmál. .Fundurinn tclur að frumvarpið í lieild feli í sér beina skerðingu á lífskjörum og afkomu hinna ýmsu launastétta í Iandinu um leið og svo langt er grengið með samþykkt 23. gr. lag- anna að lögskipa afnám kaup- gjaldsvísitölunnar og hafa þann- ig að engu löggilda samninga hinna ýmsu launastétta. Heitir fundurinn á alla Iaunþega hvar í flokki sem þeir annars standa að sameinast til átaka uin að hrinda slíkum árásum af sér“. Reyndi að sigla á bátinn Vb. Glaður átti tvær trossur í sjó og var önnur lögð grynnra en hin. Var ætlun skipverja að fara fyrst að ytri enda dýpri trossunnar, en þegar þangað kom sigldi togarinn yfir tross- una bannig að ytri bauja og uppistaða færðust í kaf. Skipverjar á Glað ætluðu nú að innri enda trossunnar, ef unnt reyndist að ná þar heillegum netjum. Þegar báturinn var á leið þangað tók togarinn stefnu á hann. Urðu skipverjar á Glað að bakka til að forða árekstri. Togarinn sigldi síðan yfir trosuna og færði innri bauj- una í kaf. Sinntu engum merkjum Skipverar á Glað gerðu allt sem þeir gátu til að vekja at- hygli togaramanna á netjum sínum, veifuðu og bentu meðan þeir sigldu samsíða togaranum. En áhöfn togarans sinnti þeim merkjum ekki. Nú var vélbátnum stefnt að innri trossunni og byrjað að draga upp netin. Enn kom tog- arinn og sigldi yfir netin svo að átta sneiddust af, en 5 tókst bátsmönnum að ná. Þrír togarar aðrir munu hafa verið á sömu slóðum og Arsenal og sigldu þeir oft í kölfar hans. Skýrsla skipstjórans á Ægi Þá hefur Þjóðviljanum b eftirfarandi skýrsla: „Lausleg skýrsla skipstjórans á Ægi: Við vorum staddir á netasvæði Akranesbáta þegar Jökull kallaði og sagði að 4 tog- arar og sérstaklega 1 togari tog- aði þversum yfir net bátanna, sem voru ca VSV af Öndverðar- nesi 5—6 sjóm. undan. Báðum við flugvélina Rán, sem komin var, að fljúga yfir staðinn og reyna að bægja togurunum frá þar til við kæmum. Herskipið var á eftir okkur allan timann. Þegar við sáum net og baujur koma upp á hler- - -«• um togarans ARSENAL CY 48 og netakúlurnar rekandi allt í kring, báðum við herskipið koma og sjá þetta með okkur og lofuðu þeir að gefa skýrslu um þetta. Togarinn ætlaði að kasta á sama stað aftur. Skipuðum við togaranum að fara útíyrir. en hann sagði okkur að snúa okkur til herskipsins. Tókum við ofan af byssunni og gerðum okkur j líklega til að taka til okkar ráða, en höíðnm um leið sam- | band við herskipið og var þess Framhald á 10. siðu. Hermenn gapga til skips. — Ljósm.: Þjóðv. Herfliitxiingaskipið flutti 918 liðsmenn landhersins á hrotf í gærmorgun kom stórt bandarískt herflutningaskip hirigað til Reykjavíkur og síðdegis sigldi það brott áleiö- is til New York með 918 landhermenn úr hernámsliðinu. S!kip þetta heitir Randell og því notuð minni skip til að er um 20 þús. lestir að stærð, stærra en svo að það kæmist inn á Reykjavíkurhöfn. Voru b ojv izt flytja herliðið og búnað þess út í Randell. Bandaríska olíu- flutningaskipið Yog flutti her- mennina út í stóra skipið í nokkrum ferðum, en íslenzkt mótorskip, m.s-. Stra'umey, var höfð í flutningum hergagna og annars hafurtasks. Áður en Yog lagði frá bryggju í síðustu ferð sína út að Randell kom bandarlski sendiherrann Thompson um borð til að kveðja yfirmenn hersins. Einnig yfirmaður her- liðsins á KeflavíkUrflugvelli, Willis. Hafði hann komið í sér- stakri flugvél hingað til Reykjavíkur. Eins og áður var sagt, fóru 918 liðsmenn úr bandaríska. landhernum með flutningaskip- inu í gær. Um 300 höfðu verið fluttir áður með flugvélum, en fáeinir eru enn eftir. Munu þeir dveljast hér á landi enn nokkra daga og ganga frá því sem i talið er nauðsynlegt. Snjókoma, frost og ófærð á Akureyri og nærsveitum Akureyri í gær. Frá fréttaritara Þjóðvíljans. í gær og nótt snjóaði mikiö á Akureyri og í Eyjafiröi og er færð oröin mjög erfiö á vegum. Mjólk barst þó til bæjarins úr næstu sveitum. en víða er ó- fært með öhu. Unnið heiur ver- ið að því í dag að ryðja snjó af götum bæjarins, sem ílest- ar voru orðnar illfærar. ,,Pollurinn“ er allagður svo að hvergi sér í auðan sjó og nær l'ísinn talsvert út fyrir Oddeyri. Rannsókn frímerkjamálsins aó Má//ð fer til dómsmálaráSuneytisins Rannsókn frímerkjamálsins er nú aö veröa lokiö. í gær skýröi ÞórÖur Björnsson fulltrúi sakadómara frétta- mönnum frá síöustu rannsóknum í málinu og sagöi, að’ málinu yrði nú vísað til dómsmálaráðuneytisins til um- sagnar og ákvöröunar um meðferð þess. Balbomerkin Þórður skýrði svo frá, að 27. f.m. hefði borizt bréf frá endur- skoðunardeild fjármálaráðuneyt- isins um niðurstöðu rannsóknar á bókum frímerkjasölu póst- stjórnarinnar varðandi meinta sölu á 300 settum af Balbomerkj- unum, sem vantar í geymslu póststjórnarinnar og Egill Sand- holt skrifstofustjóri hafði borið að hefðu verið seld í frímerkja- sölunni á árunum 1935 eða 1936. Segir í bréfi endurskoðunar- deildarinnar. að engar sannanir hafi íundizt fyrir því í bókun- um, að salan hafi farið fram. Egill Sandholt heldur hins vegar fast við fyrri framburð sinn en segir þó, að merki muni hafa verið seld á þrem árum, 1936—8, 100 merki á hverju ári. Kveðst hann hafa athugað árs- reikninga póststjórnarinnar og komi þar skýrt íram sala 10 króna merkjanna. en sala 1 og 5 kr. merkjanna sé þar færð með sölu annarra frímerkjategunda af sama verðgildi og því gleggri. Hafa nú verið teknar mynclir af þessum tilgreindu færslum og verða þær rannsak- aðar nánar. Yfirprentun 35 aura með 5 aurum Þá er nú lokið rannsókn Framhald á 10 síðu. ísinn er þó ekki þykkur og ,hafa skip brotið sér leið að og frá Toríunesbryggju í dag. Vegna veðurs hal'a togbátarnir fyrir Norðurlandi flestir legið í höfn eða landvari um lengri tíma og munu yíirleitt ekki haía stundað veiði síðasta hálfan máuðinn. 1 hríðinni í nótt fennti í Laxá við Mývatn svo mikið að mjög dró úr rennsli hennar og hefur rafveita Akureyrar augiýst' að rafmagn verði skammtað í bænum i kvöld. í dag var unnið að því að sprengja stíflur i ánni svo að vonii; eru til að úr ræt- ist í nótt. Sýning Ponzi Bandaríski listmálarinn Frank °" Ponzi, sem sýnir 30 myndir frá íslandi í bogasalnum, hefur selt 7 myndir. Aðsókn að sýning- unni hefur verið allgóð. Mynd^ irnar eru frá Mývatnssveit, Mosfellssveit og Reykjavík auk kyrrlífsmynda. Nánar verður' sagt frá sýningunni í sunnudags- blaðinu, en sýniftgunni lýkur næsta mánudagskvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.