Þjóðviljinn - 10.03.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 10.03.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 10. marz 1960 — ÞJÓÐVILJINN (9 Krsg1* im; 853 15^ ss m H H =b sia 32* ^ I r SEffepeHu BSeTi5§3 BfS zsm s3£i r*«i caj Ritstjóri: Frímann Helgason Ríkarður þrekþjálfar lið sitt Sagt frá skyndiheimsókn á Akranesi Um síðustu helgi fór fréttarit- ari íþróttasíðunnar upp á Akra- nes, og lét þá ekki hjá líða, að koma í íþróttahúsið og horfa á aefingu hjá Ríkarði, á sunnu- d agsmorguninn. Æfingar eru fyrir nokkru byrj- aðar fyrir alvöru, sagði Ríkarð- ur, og hef ég lagt aðaláherziuna á þrekþjálfunina. í fyrsta iagi með yfir 30 staðæfingum á góifi. í öðru lagi höfum við tekið upp þrekþjálfun með sérstökum á- höldum, en að þessu sinni verð- ur æfingin „létt“. Síðan eru teknir fram þungir knettir, járn- slár, sem setja má í járnstykki til að þyngja eftir því sem þjálf- unin eykst. Skal jafnhatta þetta og taka hnébeygjur um leið. Þá voru notuð járnstykki, sem rétt voru upp á víxl og hoppað upp á bekk með þau og niður aftur, ,,sippu“bönd voru og notuð og við rimlana fengu þeir heldur ekki að sleppa. Voru þeír tveir " saman um hverja æfingu og tók ein við af annarri. Sýnilegt var að mgjin voru þegar komnir í allgóða þjálfun, það mikill hraði var í æfingunum, og kapp. Fóru þeir tvisvar í gegnum „þrek- raunir“ þessar, og kom það svit- anum út á mönnum. Æfingar þessar eru mjög góð- ar og líklegar til þess að koma þeim Skagamönnum í góða þjálf- un. Æíingaaðferð þessi er nú orðið notuð iRikið um allan heim og jafnt af knattspyrnumönnum og t.d. frjálsíþróttamönnum, sem notað hafa þær. hér um nokkurt skeið. Á eftir þessum æfingum léku menn sér um stund við innan- hússknattspyrnu, og það leyndi sér ekki að þeir hafa ekki gleymt góðum samleik og hröðum stað- setningum, og hinir ungu menn sem léku með virtust margir hafa auga fyrir samleiknum. Ríkarður alltaf á batavegi Ríkarður kvaðst alltaf vera heldur að styrkjast í fætinum. það, að gamalt meiðsli í ökla á sama fæti virtist nú koma fram og gerði það að verkum að hann ætti erfitt með að lyfta sér upp á tábeinið. Kvaðst hann vona að þetta lagaðist með vorinu. Hann kvaðst æfa íótinn eítir Ingvar Hallsteinsson kastaði spjóti 59,12 í fyrstu keppni Ingvar Hallsteinsson frá Hafn- arfirði stundar nám í Cal Poly- háskólanum í Kalífomiu. Legg- ur hann jafnframt stund á íþróttir í skólanum, en Ingvar er sem kunnugt er góður íþrótta- ífiaður og varð á sínum tíma Kaupmannahafnarmeistari í há- stökki á meistaramótinu þar. Ingvar hefur sent íþróttasíð- unni stutt bréf og segir þar ör- lítið af dvöl sinni þar og því sem er að gerast í íþróttamálum skólans. Hann segir meðal ann- ars: ' — Íþróttalífið hér í skólanum er með miklum blóma. Við höf- um æft sæmilega s.l. 3 mánuði og fyrsta keppnin fer fram bráð- lega og þá við Pamona College. Skólaliðið hér er ágætt, t.d. höfurn við spretthlauparann Vic Hall, sem er einn af beztu sprett- hlaupurum Bandarikjanna. Við héldum úrtökumót 22. febr, hér og náðist ágætur árangur í mörgurrv greinum. Vic keppti annarstaðar og því varð árangur í spretthlaupinu ekki eins góður. Ég kastaði spjótinu ' í fyrsta sinn á þessu ári 59,12 m, sem er ekki svo afleitt miðað við að keppnistímabilið er ekki haf- ið enn. í blaðaúrklippu sem fylgdi er talað um mót skólanna og getið árangurs Ingvars, sem ér talinn vera það góður að hann geti komið á óvart þegar tillit er tekið til þess hve snemma þetta er. beztu getu og 'að öðru leyti væri hann alltaf að styrkjast. Hann kvaðst taka þátt í æf- ingunum eftir því sem hann hei'ði þol til, og kvaðst vona að hann jrrði góður í vor. Ekki vildi hann þó slá neinu föstu um þátttöku í leikjum í sumar. Hann kvað æfingarnar ganga heldur vel, það sem af væri. Þórður Þórðarson ekki Fréttamaðurinn spurði Þórð Þórðarson, hvort hann mundi verða með í liðinu í sumar, og kvaðst hann ekki mundu æfa með það fyrir augum að keppa, það gæti verið að hann æfði sér til gamans, þegar hann mætti vera að. Er það vissulega skarð fyrir skildi, ef Þórður verður ekki með liðinu, því að hann hefur á öllum undanförnum árum, síð- an liðið fór að láta að sér kveða, verið glæsilegur miðherji, mark- sækinn og eríiður öllum varn- arleikmönnum. Það er líka skaði fyrir lands- liðið að missa svo færan og harð- snúinn miðherja ef sú verður raunin á að Þórður sé hættur, sem allt. virðist benda til. Annars séfa ailir þeir sém voru með í fyrrasumar af þeim eldri, og Donni kom í sjóara- peysunpi á æfitiguna og virtist litlu hafa gleymt, er í leikinn kom. Helgi Dan. svartsýnn Helgi Daníelsson kvaðst hafa æft sæmileg'a í vetur; en hann kvaðst .ekki vilja draga dul á það að hann væri heldur svart- sýnn með keppnina í sumar, hvað Akranes snerti. Hann kvaðst ekki haía verið ánægður með frammistöðuna í fyrrasum- ar hjá liðinu, og hann vildi álíta að það yrði sízt betra í sumar kemur. Ef til vill hafa það verið á- hyggjur hins ,,aldna“ manns sem hejáir i að horfa alvöru tilver- urinar. þvL. að hór thá'- sfejqta- ihn að Helgi var kosinn formaður Knattspymufélagsins Kára á Akranesi, einmitt þennan sáma dag. Því má bæta hér enn við, að alltaf kemur maður manns í stað, þvi að fullyrt var að Krist- inn Gunnlaugsson yrði með í sumar og að hann hefði aldrei æft eins vel og nú og áhugi hans hefði aldrei verið slikur, og sé Kristinn í góðri þjálfun þýðir það örugg'lega, að liðið styrkist til mikilla muna. Helgi Hannes- son hefur. líka aldrei verið eins góður og s.l. sumar og ætti vörn Akraness að styrkjast við þann liðsauka. Ástæðulaus ótti Ef dæma skal eftir æfingum Ríkarðar, það sem af er, og þeim áhuga sem ríkir á Akra- nesi, er ekki mikil ástæða til svartsýni. Ekki má heldur gleyma því að annar flokkurinn frá Akranesi sýndi mjög góða leiki s.l. sumar og' munu aðeins KR-ingar hafa unnið liðið þá. Þetta eru allt menn sem eru að koma og lofa mjög góðu og því ekki ástæða til að vantreysta því að þeir fylli ekki skörð sem kunna að koma í raðir hinna eldri, a.m.k. fljótlega. Hundrað og tuttugu ungir menn á fundi Það virðist lika sem áhuginn Ríkarður Jónsson meðal hinna yngri fyrir knatt- spyrnunni sé mjög mikill, því að á sunnudaginn efndi ung-» linganefnd knattspyrnuráðs Akraness til fundar með drengj- unum og' þangað komu um 120 drengir. Var þar rabbað um knattspyrnu og ýmislegt senit henni var viðkomandi. Það skemmtilega við fund þennar* var það hve virkan þátt dreng- irnir sjálfir tóku í skemmtiat- riðum sem fram komu. Þar komu tveir harmoniku- leikarar, sem léku dægurlög og einn drengjanna kom og söng fullum hálsi. Þá vakti það ekki minni hrifn- ingu, er stuttur snáði steig upp á stól og söng gamanvísur uití helztu strákana í yngri flokk- Framhald á 10. síðu. Meistaramót íslands í körfu- knattleik hefst í kvöld Meistaramót Islands í körfu- knattleik 1960 hefst að Háloga- landi í dag, fimmtudaginn 10. marz kl. 20.15. Að þessu sinni taka 26 lið frá 7 félögum þátt í kcppninni, þar af eru 6 kvenna- lið, og' verður þetta fjölmennasta körfuknattleiksmót sem fram hefur farið liér á landi. í meistaraflokki karla keppa 7 lið og varð því að skipta í riðla. í A-riðli leika ÍKF, ÍR, ÍS og KFR b lið, en í B-riðli Ár- mann, Iþróttabandalag Akureyr- ar og KFR a lið. Þetta er í fyrsta skipti sem körfuknatt- leiksmenn frá Akureyri taka þátt í íslandsmótinu, og' mun þátt- taka þeirra eflaust gera mótið tvísýnrta og skemmtilegra. Eins og áður segir, hefst mót ið í dag kl. 20.15. Þá íara fram tveir leikir í . meistaraílokki karla. Fyrst leika íþróttafélag Keflavíkurflugvallar gegn ÍR, og síðan íþróttafélag stúdenta og KFR b lið. Mánudaginn 14. marz kl. 20.15 heldur mótið áfram og keppa þá KR — Ármann i 2. fl. og KFR b gegn ÍKF í meistara- flokki. Leikirnir í 3. og 4. flokki og 2. fl. kvenna fara fram i íþrótta- sal Háskóla Islands. Keppnin í þeim flokkum hefst n.k. sunnu- dag 13. marz kl. 9.30 fyrir há- degi. Núverandi íslandsmeistarar I körfuknattleik eru, í karlaflokki. íþróttafélag stúdenta og £ kvennaflokki Ármann. Körfukn attleiksráð Reykja\- í k- ur sér um þetta íslandsmót, scvr» er hið níunda í röðinni. 111 ■ 11111111111111111111111 ■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111 i 11111111111111 u u i: Methlaup Cuthberts Fyrir tæpum hálfum máu- uði var kve n n am eistaramót 1S ýja Suður-Wales í Ástralíu liáð í Sydney. A síðasta ðegi inótsins setti ástralska stúlkan Betty Cutlibert nýtt heimsmet i GO metra hlaupi, þrátt fyrir óliagstætt veður o.g heldur slæmar að'stæðum. Hljóp hún vegalengdina á 7,2 sekúndum og er það 1/10 úr sek betri tími en eldra heimsinetið, sem komið var til ára sinna, sett árið 1933 af pólsku íþróttakonunni frægu Steiln Walsh. Betty Cuthbert var sem kunnugt er mjög sigursæl á olympíuleikunum í Melbourne fyrir tæpum fjóruin árum. ■— Myndin liér fyrir ofan var tekin, er Betty setti lieimsmetið á dögunum. Hún er til vinstri á myndinni; keppinautar hennar eru Marlene Mathews og Gloria Cooke. imiiimiiimiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiitmutuiiik ||||||lllllllllllli:illillli||llliiliil|n|li!l!i||ii!i|mmj!!!!!H!!;i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.