Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 19.03.1960, Blaðsíða 6
ÍO ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 19 marz 1960 nmnnunnutí VILJINN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. — RitstJórar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Slg- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson, Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar, prcntsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Bími 17-500 (5 línur). — Áskriftarverð kr. 35 á mán. — Lausasöluv. kr. 2. Prentsmiðja Þjóðviljans. Viðvörun «.BS iiu: Uvers vegna kýs alþýðufólk yfir sig afturhalds- stjórn? Svarið er ekki eitt eða einfalt en mikinn þátt í því á blekkingaáróður sem ætlað er að telja fólki trú um jafn fáránleg öfugmæli í stjórnmálum og að sagt væri að svart sé hvítt, afturhaldsflokkur sé framfaraflokkur, auðvalds- flokkur sé að minnsta kósti flokkur allra stétta, ef ekki hreint og beint verkalýðsflokkur. Stund- um er ekki gengið alveg svona langt í áróðrin- um, enda þótt nazistadeild Sjálfstæðisflokksins sé enn hugstæð sú kenning þýzku nazistanna að þeim mun hrikalegri sem áróðurslygi er, þeim mun fleiri trúi henni. T umræðunum á Alþingi fyrir. nokkrum dögum sýndi Einar Olgeirsson fram á með skýrum rökum að cfnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hlytu að leiða fátæktina yfir íslenzka alþýðu. Hann minnti á, að þetta er í raun og réttri viður- kennt af hagfræðingum þeim sem undirbúið hafa ráðstafanirnar ásamt ríkisstjórninni og í mál- flutningi ráðherranna. En þeir segðu ekki beint í athugunum sínum að það verði að koma á aftur fátækt hjá allri alþýðu á íslandi. í stað orðsins fátækt notuðu þeir fínni orð, orð sem ekki fælu eins í sér sár og þungbær hugsana- sambönd eins og orðið fátækt gerir enn fyrir mikinn hluta íslenzku þjóðarinnar. Með því að laga þetta í hendi sér er það ekki orðin fátæktin grimm og sár sem þessir sérfræðingar og ríkis- stjórnin vilja nú að stefnt sé að, heldur „kaup- getuleysi", „minnkandi kaupgeta almennings“ eða eitthvað sem lítur álíka fræðilega út. Á sama hátt er sérfræðingum ríkisstjórnarinnar og ráðherrunum alveg ljóst, að efnahagskerfi þeirra kallar á atvinnuleysi, að atvinnuleysi er óhjá- kvæmilegur þáttur í> slíku kerfi, en það er ekki nefnt þvf nafnj heldur talað varlega um sam- drát.t framkvæmda, minnkandi fjárfestingu, frjálsa verzlun, aðhald um lánveitingar og hækk- un vaxta. Tttt uu T7inar Olgeirsson varaði ríkisstjórnina við. Hann benti henni á að alþýða, sem tekizt hefði með harðri baráttu að bægja sárustu fátæktinni frá heimilurn sínum undanfarin átján ár, myndi ekki láta það yfir sig ganga án þess að verjast að ríkisstjórn landsins gerði.ráðstafanir til að koma á sárri fátækt og atvinnuleysi, eins og löngum var hlutskipti íslenzkrar alþýðu. Og hann var- aði ríkisstjórnina við því að sú barátta kynni að verða hörð. Einar minnti á fyrri árásir aftur- haldsins í Sjálfstæðisflokknum á kjör verka- manna eins og til dæmis hina níðingslegu árás á kaupið í atvinnubótavinnunni, sem verka- menn hrundu í bardaganum 9. nóvember 1932. Og nu væri íslenzk alþýða betur undir það búin að hrinda slíkum afturhaldsárásum. Oíkisstjórnin og blöð hennar kalla slík ummæli hótanir. En það eru þau ekki, heldur við- vörun til manna sem halda að hsegt sé að skipa þjóðfélagsmálum á íslandi eins og verkalýðs- hreyfingin sé ekki til. — s. tír landafræðikeiinshistund í sovézkum barnaskóla Hverjir læra hér? Einn vetrarmorgun heim- sækja nokkrir útlendingar, flestir blaðamenn, heimavist- arskóla nokkum í útjaðri Moskvu- Skólastjórinn, Alex- ander Pétrof, segir, að skólar sem þessir, þ.e.a.s. heimavist- arskólar í borgum, séu tiltölu- lega nýtt fyrirbæri, og hafi þeir yfirleitt verið stofnaðir um og eftir 1956. Séu þeir nú 60 talsins í Moskvu, en eigi þeim að fjölga mikið á næstu árum. Þetta er gagnmerkur skóli. Hér eru 400 nemendur í átta bekkjum, níunda og tí- unda bekk vantar enn sem komið er. Hálfan daginn læra þeir, hálfan daginn lesa þeir, eða sinna sínum hugðarefn- um. I hverjum bekk eru tveir leiðbeinendur, sem vinna fimm tíma hvor, annar sér um kennslu, hinn sér um heimavinnu, skemmtiferðir og fleira. Dagurinn líður sem hér seg'r: Kl. 7: farið á fætur, tekið til í herbergjum, morgunleik- fimi, síðan morgunverður. Kl- 8.30—1 e.h. kennslustundir. Síðan hádegisverður og úti- vist til kl. 4—5, þá er snætt, síðan lesið undir næsta dag. Hálfátta er kvöldverður, farið að sofa um tiuleytið. Annars ií.ða kvöldin á ýmsa vegu í þessu húsi: á m'ðvikudögúm eru kvikmyndasýningar, á föstudögum hreingerningar, önnur kvöld starfa frístunda- hópar. Þeir eru fjölmargir: hér eru ljósmjmdahópar, eðl- isfræðihópar, íþróttaflokkar, blómaræktunarhópar. Menn geta líka verið úti eftir kvöld- mat. Um hádegi á laugardög- um fer hver heim til sín og kemur aftur á mánudags- morgun, enda hefst kennsla þá nokkru síðar en venjulega. Þetta er auðsjáanlega strangur dagur- En krökkun- um ætti að minnsta kosti ekki að leiðast. Skólar sem þessir eru fyrst og fremst stofnaðir til þess að létta undir með heimil- um. Því eru umsækjendur frá barnmörgum heimilum látnir ganga fyrir. Og því fleiri sem börnin eru á heimilinu, því minna er borgað fj'rir nem- andann sem þangað kemur. Sumir borga 100 rúblur á mánuði eða meir, aðrir aðeins A0 rúblur. Fimmti hluti nem- endanna þarf ekkert að borga. Ilér fá börnin allt sem þau þarfnast, föt líka. Það er því eðlilegt, að aðsókn er mjög mikil að skólanum, og ekki hægt að fullnægja nema tæpum helmingi inntöku- . be:ðna- En þetta lagast von- • j andi, þegar fleiri heimavistar- skclar verða reistir, segir Pétrof. Uppeldismál Hvaða refsingu er beitt í ■ skólanum ? Pétrof svarar: Mesta r.éfs- T ingin (fyrir utan brottrekst- ur) er sú, að nemandinn er sendur heim eftir foreldrum sínum og síðan er skotið á alvarlegri ráðstefnu um hegð- un hans. Önnur refsing er sú, að nemandinn fær ekki að fara heim einhverja he'.gi- Annars eru smáyfirsjónir ■ ræddar . á bekkjarfundum og á píónerafundum. Auðvitað reynum við að beita refs'ng- um sem minnst. Það er irrklu áhrifameira að hrósa börnum fyrir það sem þau gera vel, TVEIR SKÓLAR I MOSKVA II. en refsa fyrir það sem miður fer. Fátt hefur jafn góð áhrif á börn og uppörvun. Gengið um skólann Okkar hlutverk er að laða fram alla þá góðu eiginieika, sem búa í hverjum ungling eða barni, þótt þeirra gæti máske lítið við fyrstu sýn. Hér mætti minnast á eitt at- riði. Við höfum sett upp svo- nefnda póstkassa í bekkjún- um. Ef nemandi tekur eftir einhverju ágætu í fari bekkj- arfélaga síns, skrifar hann allt slíkt á miða og lætur í kassann. Síðar. er svo kassinn opnaður og rætt um innihald- ið á bekkjarfundi. Við sáum Ijósmyndastofu, saumastofu, bókasafn og smíðastofu. í saumastofunni sátu f'mmtubekkjarstúlkur og voru að kynna sér galdra saumavélarinnar. í smíðastof- EFTIR ÁRNA BERGMANN Heimavistan 111II1111111m11111111111111■11111111:i]111111111111111111111> 1111II11M m I m 11111J111u1111111111111111■iII)11111n111i!i!11111miit m•11m11111 f...............................— -----------N 96. þáttur 19. niarz 1960 ISLENZK TUNGA Ritstjóri: Árni Böðvarsson. v____________________________________________y ORÐÁBELGUR Áður en kemur að aðalefni þáttarins í dag, verður að leiðrétta prentvillur sem urðu í síðasta þætti, en sjáifur hef ég ekki lesið próförk að þeim hingað til, heldur annast starfsmenn Þjóðviljans það. I þættinum stóð: „Nafnorðið mósa er í orðabók Sigfúsar“, en átti að vera mósta, því að mósta er samkvæmt henni til austur í Breiðdal og merkir þar „ryk í heyi“. Aðrar prentvillur skiptu litlu máli (dutlungakast fyrir duttl- unga, því að duttlungar er skylt so. að detta). Þess var því ekki að vænta að lesend- ur könnuðust við nafnorðið mósa, því að það er ekki til í þessari tilgreindu merkingu. Jóhannes Ásgeirsson ritar Jiættinum um þau orð sem ég minntist á síðast og segir m.a. að vestur í Dölum hafi verið ýmist sagt: „Þetta var mjög sjaldgæft“ eða: „Það kom skjaldan fyrir“- Hann segist og hafa heyrt eldra fólk tala um skjaldhalnarföt og sjaldhafnarföt- Og Þor- steinn Magnússon frá Gilhaga í Skagafirði segir m.a. um orðið slijaldgæft: „En orðið sjaldan sá ég fyrst í ljóðlínu M. J., Guðsmanns líf er sjald- an happ né hrös. Þá var ég kominn undir tvitugt. Ég spurði nokkra gamla og fróða menn hvort þetta væri ekki prentvilla, en þeim bar öllum saman um að það væri ekki prentviila, þó hitt væri al- gengara i talmáli eða mæltu máli. Eina vísu kann ég sem eftir a!>dri höf. ætú að vera um hundrað ára gömub Fyrri heimingur hennar hljóðar svo: Skurkar á söndum skjaldan seinn, skeifna bönd vill losa.“ Þorsteinn bendir á að stuðlarir eru á sk, en ann- ars þætti mér fengur að fá vísuna í heilu lagi og vitn- eskju um það hver talinn er höfundur hennar. — Enn minnist Þorsteinn á máltæk- ið: „Það er nýtt, sem skjald- an skeður“, en það er allgam- alt og skal ég ekki fullyrðá

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.