Þjóðviljinn - 20.03.1960, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.03.1960, Blaðsíða 10
10) — ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 20. marz 1960 Skákþátturinn Holrúm milli hugsananna Framhald af 4. síðu. son (í undanrásum) og Óiaí'ur Magnússon. Mótið fór vel fram og var Taílfélagi. Reykjavíkur til sóma. Að lokufri kemur hér skák Inga og Friðriks úr 5. umferð. Hvítt: Ingi R. Jóhannsson Svart: Friðrik Ólafsson. SIKILEYJARVÖRN 1. e4 c5 2. Rf3 dG 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 aG Najdorf-kerfið. 6. Be2 Hér hafa leikirnir 6. Bg5 eða 6. Bc4 (Fischer) verið allt eins algengir síðustu árin. Stundum er iika leikið 6. f4. Leikur Inga er þó hvorki óþekktur né siæmur. 6. -------------- eG Hér hefur 6. — — e5 verið öllu algengara. 7. 6e3 Rb—d7 8. f4 b5 9. Bf3 Bb7 10. e5 Ingi hefur tekið nokkuð mik- ið á sig með því að leika í'4 og á örðugt með að veita peð- inu a je4 fullnægjandi völdun. Effir 10. a3 , Re5 væri Ingi neyddur til að leika e5, en þá fengi svartur algjör yfir- ráð á d5 og gæti staðsett mann þar. Ingi tekur því þann kost að leika e5 strax, en það er aðeins sýndarpeðsíorn, ef rétt er að farið. 10. -------------Bxf3 11. Dxf3 dxe5 12. RcG Á þessu byggðist peðsleikurinn til e5. 12. ------------- Dc7 13. fxe5? Nú lendir Ingi í óyfirstígan- legum örðugleikum. Eftir 13. Rxe5 væri skákin nokkurnveg- inn í jafnvægi. _ ' 13. ------------ Hc8! Ingi hefur vanmetið áhrif þessa sterka leiks, sem er raunar sá eini sem Friðrik á tiltæk- an. Ilvítur virðist nú fá lak- ara tafl, hvernig sem að er farið. 14. exfG DxcG 15. Dg3 Eftir 15. fxg7 , Bxg7; 16. Dxc6 Hxc6 fengi hvítur ekki hindrað peðstap. Hann tekur því það ráð að íorðast drottningarkaup og gefa peðið af frjálsum vilja. 15. ------------ Rxfö 16. 0—0 Bd6 17. Dh4 Peðið á g7 er að sjálfsögðu baneitrað, eins og lesendur munu geta sanníært sig um. 17.------------- Dc4! Afburða þvingandi og sterkur leikur. sem neyðir hvítan í drottningakaup. 18. Df2 yrði svarað með 18. — — Bxh2-( en 18. Del með 18. — — Rg4. Við 18. Dh3 yrði svarið 18. — Dg4. 18. Bd4 eða Bf4 strand- ar á —----e5. Þá er bara eftir leikur sá, sem Ingi leikur. 18. Dg5 Dg4 19. Ha—dl Dxg5 20. Bxg5 Be5 Ingi heyr nú vonlausa bar- áttu, sem ekki getur endað nema á einn veg'. 21. Hd3 Bxc3 22. bxc3 Rd5 23. a4 23. Bd2 mundi ef til vill lengja dauðastríðið nokkuð, en væri vonlaust til lengdar. 23. Rxc3 24. axb5 axb5 25. Hal 0—0 Ingi hótaði Hxe3! 26. Ha7 Rd5 27. Hg3 Kh8 28. Hf3 f6 29. Bd2 Hxc2 30. Hg3 Hc7 Óhætt var að taka biskupinn. en Friðrik vill ekki leyfa neitt „sprikl”. 31. Ha6 He8 32. Hb3 b4 33. Hd6 Kg'8 34. Kfl Kf7 35. Hh3 hG 36. Hg3 og Ingi gafst hér upp. Trúlofunarhringir, Stein- hringir, Hálsmen, 14 og 18 kt. gull. Framhald . af 7. síðu ið um hið ósnertanlega sém „vakir í draumum þínum, / og fæðist, þegar gröf þín deyr; í Kyrrð „er eins og veröldin sé flug / af ósýni- legum ómi, / sem þræðir hjartað þögn“ I Birtu kemur þessi merkilega áttavilla skilningarvitanna þó ennþá skýrar ’í ljós; þar heyrir skáldið sem sé „ilm af ljósi“. Og enn: „Því að veröldin er ljóð, / sem allir gætu ort, / aðeins ef menn leyfðu draum- um sínum /að gera náunga sinn að veruleika"; „Og það hvarflar að mér, / hvort jörð- in sé vængur, / sem vopn mannanna hafa stýft“. Þá hefur herra Arnliði búið til orðasambandið að þjást til þagnar. Á 12. bls. ræðir hann um þá einmana þrá, „sem þjáist til þagnar / í hvert sinn og hún kennir / djúpan hljóm“. Það er altso neikvæð þjáning. Fjórum blaðsíðum aftar segir : „Ef þú þjáist til þagnar, / verður sál þín að söng“ — jákvæð þjáning. Og hvernig haldið þið að skáldið komi orðum að bláu fjöllunum sem ber við hvit- an jökulinn í fjarska? Hann segir að fjöllin séu „greipt blárri snerting / í hvíta firð Öræfajökulsins“. Þetta leyfi ég mér að kalla afvegaleidda póesíu. Nema það sé bara venjulegt íslenzkf torf. -Samt sem áður er lléDra Arnliða ' ekki alls Várnað 1-'i—' langt frá því. I mörgum ljóð- unum .markar fyrir sannri skáldlegri skynjun, og í fá- einum stuttu kvæðunum kemst hún jafnvel til skila. Eg nefni tvö lítil ástakvæði: Öreigi og Villa. Og þessa mynd kann ég vel að meta: „Nóttina leggur glæru skini tunglsins“. Ýmsar táknmynd- ir og hugmyndir skáldsins bera einmitt vitni fjörugri í- myndunargáfu; í þeim ljóðun- um, sem lausust eru í reipun- um, bregður tiðum fyrir vit manns ilmi af nýslegnum ská’dskap. Og þótt þau séu flest næsta ópersónuleg, verð- ur góðvild höfundarins ekkí dregin í efa. Hann er jafnvel friðarsinni — og segir: „Því að með sverði þinu, bróðir, / skaltu vega þitt eigið hatur. / Og spjót þitt skal ekki bana meðbróður þínum, / heldur stinga blinduna úr augum hans, / að þau afklæði þig brynju og hjálmi / og þú sjá- ir hann nakinn speglast í skildi þínum“. Ég hygg að skáldið bresti lieldur ögun en gáfp, hann sýnist fremur skorta virðingu fyrir gildi orðanna en inni- lega tilfinningu. Hann mætti þá ráða bót á þvi; og svo mikið er víst, að fyrr mun skáldskapur hans ekki sæta. verulegum tíðindum. — B.B. (11 m i i m (1111 i í i i í i i 11 m 1111111111111111111111 ■ m 1111111111 i 11111111 i 111 i 11111:111111 m 1111111111111111111 m 111 m 1111111111111111111111111111111 i 11111111111111 ■ 1111111111 i i > 111111 > 1111111 f 111111111111111111111 ■ 11111 m i m 11111 n m i m Farið vel með fæturna og hirðið þá vel. Ekkert er dá- samlegra en að svífa um á heilbrigðum og óþreyttum fót- um. Sem betur fer er ekki leng- ur í tízku að ganga í oflitl- um skóm — margar tízku- sýningardömur viðurkenna án þess að blikna að þær noti skó no. 40! Fótabað tilheyrir daglegri hirðingu fótanna. Fjöldi fólks fer í sturtubað og þvær fæt- urna aldrei sem sk^'ldi, sér- fræðingar segja að hver og einn ætti að fá sér 10 mín. fótabað á hverjum degi — stundum með baðsalti — það hjálpar til að mýkja harða húð. Burstið vel yfir tærnar, undir ilina og hælana með mjúkum naglabursta og látið síðan renna til skiptis heitt og kalt vatn yfir fæturna. He:t og. köld víxlböð eru sér- staklega . góð fyrir þá sem þjást af fótraka. Þurrkið fæturna rösklega á eftir með grófu frottéhand- klæði, béfið á þá handáburð og síðast talkúm áður en far- ið er í sokkana, Einstaka sinn úm getur verið gott að nudda fæturna með feitu kremi og fara þvínæst í bómullarsokka, svo kremið hafi tíma til að fara vel inn í húðina og mýkja hana. jafnvel og neglurnar á hönd- unum — en munið að sverfa þœr ekki í boga, heldur beint fyrir- Allir geta æft sig í að ganga um alla íbúðina á tán- um. Látið börnin einnig gera það og reynið síðan að taka hluti upp með tánum — á- gætt er að æfa sig á vasa- klútum og blýöntum. Ein af æfingum þeim, sem afslöppunarsérfræðingar fyr- irskipa er að veRa kefli fram og til baka undir ilinni. Byrj- ið á öðrum fætinum og veltið keflinu frá tá aftur að hæl um leið og þið stard ð af öll- um þunga á keflinu. Ef þið þurfið á þessari æfingu að halda, en það finnið þið strax ef þið finnið t:l sársauka við að standa á keflinu, og þá Verður að byr.ja mjög varlega og ekki standa fast á kefl- inu, heldur venja sig við Góð öklaæfing, sem hægt er aað gera hvenær sem er að- eins ef þið sitjið, er að setja tábroddana í gólfið og snúa síðan fætinum í öklaliðnum frá einni hlið til annarar. Ennþá ein æfing: Kross- leggið fæturna — fyrst hægri fct yfix þann vinstri. Takið með vinstri hönd um öklann, þannig að þumalfingurintt þrýsti fast á fótinn rétt yfir hæinum, um leið takið þ:ð með hægri hönd um tærnar cg hreyfið fct’nn í hringi. Gerið það sama við liinn fót- inn. Þetfea ;r mjög góð æfing fyrir þrútna ökla og eykur velliðanina. Táneglurnar á að hirða i■ mmim■ 1111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111■ 1111111111111111111111>111111f ............................................................................................................... að standa smám saman með meiri þunga á því. Þetta er mjög góð æfing fyrir ristar- beinin og fótvöðvana. Að liggja á gólfinu í 10-15 mínútur með höfuðið lægra en fæturna, þannig að blóðið renni til höfuðsins, er mjög góð hvíldaraðferð fyrir .þreytta fætur. Einmitt yegna þess að þreyttir og aumir fætur valda þreytudráttum í andlitinu. og er nauðynlegt að vernda fæt- urna vel og viðhalda æskublóm. anum langt fram á efri ár- mmm HMmMTTURfig Heiíbngðir fœfur - biémlegf útiif

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.