Þjóðviljinn - 26.05.1960, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 26.05.1960, Blaðsíða 6
6) — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 26. maí 1960 Fimmtudagur 26. rftaí 1960 — ÞJÓÐVILJINN — (7 rrtx rts Uk: Útgefandl: Samelnlngarflokkur alþýffu — Sósíallstaflokkurlnn. — RitstJó^ar: Magnús Kjartansson (áb.), Magnús Torfi Ólafsson, Sig- urður Guðmundsson. — Fréttaritstjórar: ívar H. Jónsson. Jón Bjarnason. — Auglýsingastjóri: Guðgeir Magnússon. — RitstJórn, afgreiðsla auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustíg 19. — Bíml 17-500 (5 línur). - Áskriftarverð kr. 45 á mán. - Lausasöluv. kr. 3.00. PrentsmiðJa ÞJóðviljans. tzU mt ISB Rannsókn óhjákvæmileg U'yrir nokkru sendi Alþýðusamband Islands frá sér gögn, þar sem saman var borið verðlag fyrir fisk hér og í Noregi. Þessi gögn sönnuðu að sjómenn í Noregi fá tvöfalt til fimmfalt hærra verð fyrir þann fisk sem þeir afla en sjómenn hér á landi, og að verðið sem sjómenn fá í Noregi er einnig miklum mun hærra en það verð sem útvegsmenn fá hér hjá fiskvinnslustöðvunum. Svo að tekið sé dæmi af þorskinum, sem er helzta fisktegundin á vorvertíð bæði hér oq í Noregi, fá íslenzkir sjómenn kr- 1,66 fyrir kílóið, íslenzk- ir útvegsmenn kr. 2,53—2,63, en í N-oregi eru greiddar kr. 4,21—4,80 fyrir þorskkílóið til Sjó- manna. Norskir sjómenn fá þannig 154—189% hærra verð fyrir þorskinn en íslenzkir stéttar- bræður þeirra. Lægsta verð í Noregi kr. 2,55 hærra en skiptaverðið á íslandi. Jjessi samanburður verður ekki þaggaður nið- ur. Allir landsmenn hljóta að spyrja hvernig standi á þessum geysilega verðmun. Skýringin ~ getur ekki verið sú að ísland sé svona miklu verr fallið til útgerðar en Noregur; allir vita að því er öfugt farið. Aflamagn hér er miklu meira en í nokkru öðru landi, miðað við fjölda |g sjómanna og skipa og veiðidaga. Ef allt væri með felldu ætti því tilkostnaður að vera mun minni hér á hverja einingu og unnt að greiða hærra ^ verð en annarsstaðar. En hver er þá skýringin? 55 p Fflaust stafar verðmunurinn að nokkru af óhag- kvæmum og slæmum rekstri fiskvinnslu- S stöðv?. og útgerðarfyrirtækja hér á landi, fyrir- ^ hyggjuleysi og sóun; og blasa dæmi þess við jg hverjum manni. Vafalaust ber einnig að benda pjj á lélega meðferð aflans, sem lækkar hann 1 verði, eins og mjög hefur verið rætt um á síðustu ver- ; tíð. En skyldi meginskýringuna þó ekki vera að Jjf finna í skipulagi afurðasölumála? Afurðasalan er ss fyrst og fremst í höndum nokkurra voldugra jjfýg auðhringa, SÍF, SH og skreiðarframleiðenda. jfHj Þessir aðilar fara með þau mál að eigin geðþótta, yá og með þeim er lítið sem ekkert eftirlit haft. jrp Fyrir nokkrum árum sannaðist óvéfengjanlega að fjjí aðalleiðtogar saltfiskhringsins höfðu notað það kerfi á óheiðarlegan hátt til ábata fyrir sig er- lendis, og bentu líkur til þess að þeir hefðu stol- jjjj- ið undan tugum milljóna króna á alllöngu tíma- wt; bili. Nú síðustu árin hefur sannazt að Sölumið- jjjtj stöð hraðfrystihúsanna hefur notað tugi milljóna króna af andvirði útflutningsins til fiárfestingar erlendis í trássi við íslenzk lög, og kunna stór- fttu felldar fjárhæðir, að hafa „misfarizt“ á annan Ög hátt- Með þessu móti hefur miklum fjárhæðum verið rænt, ekki aðeins frá sjómönnum heldur frá pjif þjóðinni allri. ( S'i ITm þessar skýringar hefur verið deilt, og um j.jjg ^ þær verður eflaust deilt áfram. Hitt ætti vart að geta orðið deiluatriði að samanburðurinn á jtít: fiskverðinu gefur tilefni til þess að sérfróðum og m óháðum mömXum verði falið að framkvœma ris gagngera rannsókn a því hvernig á því stendur að fiskverð hér er miklu lœgra en í Noregi. Al- þingi eða ríkisstjórn ber að skipa slíka rann- sóknarnefnd án tafar. — m m Ekki fást Bú’garar til að bera utan á sér þá kúgun og það harðrétti, sem morgun- blaðsmenn Vesturlanda hafa úthlutað þeirn. Og s.vo þrjózk- ir reynast menn austur^þar, að j V'nvel hungrið virð:st gefa hraustlegt ,-og gott út- lit og hafa fremur fitandi áhrif því hér sýnd:st mér fólk öllu feitlagnara en hjá okkur gerist. Lítinn mun sá ég á klæðn- aði fólks í búlgörskum borg- um og því, sem maður á að venjast hér heima. Þjóðbún- ingur virtist ekki mik'ð not- aður J ví í leikhúsunum og v'ð aðrar opinberar skemmt- anir var fólk búið rétt eins og hér tíðkast við sams- konar tækifæri- Úti á laris- byggðinni mátti þó stundum sjá eldri menn í búningi, sem eitthvað virtist þess legur að um þjóðbúning gæti verið að ræða, og ýmsar eldri konur gengu þar í dagtreyjum og víðum pilsum eins og tiðkað- ist hér á landi áður fyrr. Auk þess rakst ég einstöku Hún tínir rósir á rósaekrum Búlgaríu þægiiegri ró og hlý’.eik frá þessum stílhreinu austrænu bændabýlum með tóbaksbiöð og spanskan pipar hangandi til þerris um þil og veggi. Og gott er eftir langan góðviðris- dag að njóta kyrrðar og frið- ar í einhverju sveitaþorpinu, þar sem eldra fólkið hefur ast á rósir, þá rifjast upp fyr- ir mér dálítið atvilc, er.túlk- urinn sagði mér frá eitt sinn er við vorum á gangi um götur Sofíi^þorgar. Á tvi- stefnuakvegum borgarinnar hafði rósabeðtum verið komið fyrir á skilgm m:Ui akbraút- anna, Bráðlega urðu mc’nn Sigurðsir Gmtturmssun: Austan tjalds í landi rósa og vínviðar sinnum á eldra fólk, sem notaði skó mjög svipaða gömlu ís'enzku leðurskónum. Strax fyrsta kvöldið mitt í Sofía, þegar við, ég og gest- gjafar mínir, höfðum skipzt á nokkrum upplýsingum um lönd okkar og þjóðir, var til þess mælzt við mig, að ég ákvæði sem fyrst hvernig ég vildi haga ferðum mínum um landið, hvað ég óskaði að sjá og hverju að kynnast. Þegar ég svo hafði samið ferðaáætlunina og dvalizt þrjá daga í höfuðborginni, og skoðað þar margt, var mér fengin til umráða bifreið með bifreiðarstjóra, ög til fylgdar og leiðbeiningar túlkur 22 ára gamall listmálari, dansk- ur í móðurætt, Georg Stoyan- off að nafni. Reyrudist hann mér hinn bezti fé'agi, léttur í lund og fær um að ieysa hverja þraut, er að höndum bar. I Búlgaríu er náttúrufegurð m'kil, enda er landið hið ákjcsanlegasta ferðamanna- land. Þar skiptast á há fjöll og fagr'r, gróðursælir dalir. Þar eru gcð gistihús og hið elskulegasta fólk. Á þjóðvegunum verða fyr- ir okkur jöfnum höndum bif- reiðar, uxakerrur, mótorhjól eða riðandi fólk á ösnum, en sitt hvoru megin vegarins ber fyrir til sk'ptis hjarðmenn með fjárhópa sína, smáhýsi bíf’.ugnabúanna, hauga af ávöxtum, sem búið er að tína en ekki að koma í hús og svo það, sem helzt einkennir þenn- an árstíma, fólk við uppskeru- vinnu á vínekrunum. Það stafar eitthvað svo fyrir sið, að færa með sér stóla og önnur setgögn út á stéttirnar framan við hús sín og spjalla saman í veðurblíð- unni, konur með tóvinnu eða aðra handavinnu, en karlar með pípur sínar. I landinu eru auk vínsins ræktaðar margar tegundir korns, tóbak, baðmull, ýmis- konar grænmeti, perur, epli, aprikósur, ferskjur, plómur og margt annarra ávaxta, sem ég ekki kann að nefna- Eitt af þvi sem menn fram- leiða í þessu landi er rósa- olía- Var mér sagt, að til þess að framleiða einn lítra af þessum vökva þyrfti um liundrað þúsund rósir, og mætti ætla að þetta væri dýr sopi. Þegar ég fer hér að minn- þess þó varir, að rósirnar hurfu af runnunum jafnóð- um og þær sprungu út. Þeg- ar þessu hafði fram farið nokkura liríð var |)að tekið til bragðs, að setja fólk til að gæta beðanna. Þetta bar árangur því brátt voru nckkr- ir staðnir að verki. Ekki vóru þó sökudólgarnir látn:r sæta venju’egum refsingum fyrir tiltektir sínar, en nöfn sín fengu þeir birt í blöðum og útvarpi fyrir vikið. — Þetta varð til þess, að borgarbúar fengu að hafa rósir sínar í friði fyrir spellvirlcjum. Einu s'nni voru hér í Reykjavík settar upp körfur þar sem ætlazt var til að al- menningur gæti fleygt frá sér pappír og öðru rusli, en skemmdarvargar eyðilögðu þennan menningarnýgræðing, sem ekki hefur síðan verið reynt áð .. koma upp aftur. Ættum við ekki heldur að g taka upp baráttuaðferðir S Búlgaramiá :gógn spellvirkjun- , um en að láta þá hrósa full- um sigri? v Nú vilja sjálfsagt einhverj- ir ’spyrja, en livað með fanga- búðirnar þarna austurfrá ? Og vérð ég þá að viðurkenna að þær gieymdj ég alveg að skoða. Það liefur einhver vitur maður sagt, að glejmska sé ekki annað en vöntun á áhuga og má það vel vera. Og kannske hafa þeir þarna eystra ekki haft neitt meiri áhuga á að sýna mér fanga- búðir sinar en ráðamenn hér heima hafa á því að sýna út- lendum gestum sínum kjallar- ann PóstliúSstrfeti eða betrunarhúsið að Skólavörðu- stíg 9, éig’andi þáW á hættú að á heimsóknarfíma ' væru vistmenn enn ókomnir heim frá síðasta innbroti. Og þó aldrei nema ég hefði verið leiddúr á milli allra fangeJsa þeirra Búlgaranna þá er mér nær að halda, að einlaverjum af mínum ágætu landsmönnum, hægramegin við hið pólitíska hagsmuna- tjald, hefði dottið í hug að skjóta þvi inn á milli sviga í hugskoti sínu: „O! Honum hefur auðvitað bara verið sýnt það skársta“- En þó ég nú þannig missti af ,,þrælabúðunum“ þá sá ég samt þræla, — þræla, sem því miður eru til hérumbil um allan heim. Þessir þrælar eru klæddir einkennisbúningi her- manna. Allsstaðar varð ég þess þó var að jafnt ráða- menn sem alþýða manna höfðu brennandi áhuga á að gefa þessu fóllci freisl að fullu og öllu svo fljótt sem auðið væri, því mjög áberandi var áhugi fólks um frið á jörðu og var ég kvaddur með cskum um það, að fólk í minu landi mætti njóta friðar cg fram- fara og að okkur mætti auðn- ast að ná sigri í baráttu okk- ar við Breta út af landhelgis- deilunni, en um þetta mál hafði verið skrifað í blöðin þar eystra og eindregið studd- ur okkar málstaður. En svo aftur sé vikið að því ógæfusama fólki, sem af illri nauðsyn verður að taka .. enn um stund á sig ok her- Þær eru lireyknar af berjaklösumun af vínviðaam sínum þessar búlgörsku stúlkur. þjónustunnar, þá skal þess get ð, að mjög oft sá ég her- menn vinna bæði við vegagerð- og eins við landbúnaðarstörf, en slíkt mun ó.þekkt á Vestur- löndum. ' Stundum. hefur yerið látið í það skína, í dagb’.öðum hér- lend's, að í löndum Austur- Evrópu leituðu menn sér mjög huggunar á vegum kirkjunnar vegum ofríkis bolsévika. Á ferð minni um Búlgaríu sótti ég allmikið guðsþjónust- ur enda þótt slik samkvæmi sæki ég ekki í mínu föður- landi. Það mátti til undantekning- ar teljast ef mannfundi þessa sóttu aðrir en örfáar háa’dr- aðar hræður. En kannske hefur hér bara verið um eitt- hvað tímabundið útfiri að ræða i trúaráhuganum. Þó Búlgarar séu á eftir í sumum greinum þá eru þeir á undan okkur í öðrum. Þeir . hafa réist vinnandi fólki stór ,ög glæsileg hvíldarhehnili á hinum fegurstu stöðum lands- ins. Ungu fólki hefur verið auðveldað að koma sér þaki yfir höfuðið. Nýgiftum hjón- um, er bæði unnu úti, gat á einu ári tekizt að safna sér 10.000 levum, en það nægði sem framlag til íbúðarkaupa- Það sem upp á vantaði lánaði ríkið til langs tíma með væg- um vöxtum. Og samskonar kjör stóðu öllum til boða. Æskulýðnum hafa ýmist verið reistar eða fengnar til umráða hinar fullkomnustu menningarhallir cg er mér ungherjahöllin í Sofia sérstak- lega minnisstæð fyrir margra hluta sakir. Margt annað mætti benda á til frekari sönnunar þó hér verði staðar numið. íslenzkir ráðamenn eru stórlátir í krafti stjórnvizku sinnar. Þeir viðurkenna ekki tilveru þessa kotríkis slav- anna austur á Balkanskaga, enda ekki að furða þar sem fólk þetta hefur sýnt af sér það fáheyrða ofbeldi að klippa aflaklærnar, og þar með fram- takssemina af auðvaldi síns heimalands. Mætti helzt ætla að Búlgarar hafi misst sjón- ar af þeirri tegund frelsis, sem hér geislar hvað mest af boðberum einstaklings- framtaksins, er það hafa helzt fyrir stafni, að be'zla framtak annarra manna sér til fjárhagslegs velfarnaðar. Vel má svo fara, að hin hagræna fréttaþjónusta Hins frjálsa heims eigi enn eftir drjúgan skammt af hryllings- sögum um ófarnað manna og hörmungar í alþýðulýðveldun- um, enla hafa sögur þessar í sér fólginn þann eina lækning- armátt, sem ásamt trúgirni fólks gæti dugað ellihrumum auðvaldsheimi til vaxandi spillingar og ,,siðvæðingar“ enn um nokkur ár. Á Tslandi mættu ,,fréttir“ af þessu tagi sem bezt þjóna því ljóðræna menningarhlut- verki, að vei-ða nokkurskonar „Ró, ró og ramba.......“ við eyru alþýðunnar á meðán verið er að losa um grund- völlinn undir fjárhagslegri af- . komu hennar og fullkomna viðreisnina á kúgunarkerfi kaupmanna- og atvinnurek- endavaldsins. Lcmdfó^eti, biskup. ritstjóri og skóld ■ i. ■ 'U. ...JV, ;• : * 'i' . ív' -i j, ■> i,- ' ' • f . M fe- F",' " .. cí ' ’ | viiC'U kettna fólki oð rcekio garðinn sinn Plinn 26. maí 1960 eru lið- in 75 ár frá stofnun Garð- yrkjufélags Íslands. Þann dag fyrir þremur aldarfjórð- ingum komu 11 áhugamenn saman í barnaskólahúsinu í Reykjavík — stofnuðu félag- ið ,,Hið íslenzka garðyrkjufé- !ag“ og settu því lög. Menn- irnir voru þessir: Schierbeck landlæknir, Árni Thorsteins- son landfógeti, Pétur Péturs-, son biskup, Magnús Stephen- sen assessor, Theódór Jónas- son bæjarfógeti, Sigurður Melsted prestaskólaforstöðu- maður, Þórarinn Böðvarsson Schierbeck landlæknir, gekkst fyrir stofnun (iarðyrkju- féiagsins prófastur, Halldór Friðriksson yfirkennari, Steingrímur Thor steinsson skólakennari og skáld, Björn Jónsson ritstjóri og HaUgrímur Sveinsson dóm- kirkjuprestur- Má eegja, að höfðingjar Reykjavíkur, bæði hið andlega og veraldlega vald, hafði sameinazt um stofnun félagsins. Aðalhvata- maður var Schierbeck land- læknir og með honum Árni landfógeti. Voru þeir land- læknirinn og landfógetinn mjög samhentir í því að efla garðræktina og skipa henni það rúm, er henni ber meðal áhugamála þjóðarinnar. Báðir skrifuðu í Garðyrkjuritið (sem Schierbeck stofnaði árið 1895) hugvekjur og leiðbein- ingar. Vakti m.a. fyrir Schier- beck að bæta mataræði manna með því að stuðla að ræktun og að efla garðyrkjuna í land- inu. Það hefur jafnan veitt margvíslegar leiðbeiningar í garðrækt. Á fyrri árum út- vegaði það einnig matjurta- fræ o.fl. sem að garðyrkju lýtur, og gerði tilraunir í mat- jurtarækt og blómarækt. Síð- ar hafa ýmsir nýir aðilar komið til sögunnar. Garð- yrkjuskólinn, Sölufé’ag garð- yrkjumanna, Grænmetisverzl- un landbúnaðarins, tilrauna- stöðvarnar, Búnaðarfélag Is- lands, blómaverzlanir o- fl. hafa tekið við ýmsum verk- efnum gamla garðyrkjufélags- ins. En félagið hefur að veru- legu leyti rutt brautina. Árið 1935, á 50 ára afmæli félags- ins, rekur Metúsalem Stefáns- son sögu þess í Frey og segir m. a., að ekki lvafi að jafn- aði borið ýkja mik'ð á Garð- yrkjufélaginu, enda hafi það aldrei haft neitt starfsfé. En þrátt fyrir þetta muni þó svo fara, við nánari athugun, að flestar þær breytingar, sem orðið liafi í garðyrkju- má’unum s.l. há’fa öld, megi rekja til félagsins cg starfs- manna þess. Garðyrkjufélagið hefur starfað í tveimur áföngum — fyrst til 1901. Þá hætti það starfsemi um skeið og mun hafa verið l'tið svo á, að Bún- aðarfélag Islarils, sem stofn- að var um þær mundir, tæki við verkefnum þess. En liinn 1. desember 1918 hefst starf- semi félagsins að nýju- Var Einar Helgason garðyrkju- stjóri síðan Mfið og sálin í félag'nu og vann mikil nyt- semdarstörf. Mun hans lengi minnzt í íslenzkri garðyrkju- sögu. Eftir lát Einars 1935 var dálítið hlé á störfum fé- lagsins, en síðan í ársbyrjun 1937 hefur það starfað óslit- ið og margir nýir áliugamenn bætzt i hópinn. Hin síðari ár hefur fé’.agið haldið uppi hagnýtri fræðslu- starfsemi í garðyrkju með fræðslufundum, útvarpserind- um og Garðyrkjuritinu. Það vill stuðla að því, að settur verði á stofn sem fyrst gras- garður í Reykjavík, þar sem ræktaðar verði sem flestar ís- lenzkar jurtir og einnig helztu skrautjurtir, tré og runnar. Grasgarðurinn yrði borginni míkiLl menningarauki og mjög til styrktar grasafræðinámi í skólunum. Garðeigendur geta séð þar hvað þrífst og valið eftir því tegundir í garða sína. Garðyrkjusýningar hafa verið veigamikíll þáttur í starfsemi félagsins. Al’s munu hafa ver'ð lialdnar 16 garðyrkjusýningar hér á landi, sú fyrsta 1919. (Sjá Garðyrkjuritin 1955—1959). Hefur Garðyrkjufélagið geng- izt fyrir eða tekið þátt í 8 þessara sýninga, þ.á.m- þaim stærstu. Ennfremur var fé- lagið þátttakandi í stóru nor- rænu garðyrkjusýningunum í Kaupmannahöfn 1937 og í Helsingfprs 1949. Garðyrkju- sýnmgin í Reykjavík haus.tið .1941 var fjölsóttasta sýning, scm haldin liefur verið á ís- landi til þess tíma. Sóttu hana um 22 þúsur.dir manna. Ársrit félagsins, Garðyrkju- ritið, liefur lcomið út frá 1885—1901 og síðan flest ár frá og með 1920. Sum árin hafa verið gefin út sérstök Ls'ðbe'ningarrit í þess stað, þ. e. Hvannir, Rósir, Matjurta- bókin, Gróðurhúsabókin og síðast Matjurtabókin 2. út- gáfa aukin og endurbætt ár- ið 1958. Er þar lýst ræktun allra he’ztu matiurta hérlend- is og leiðbeiningar um áburð og jarðveg, vermireiti og ræktun ýmissa jurta í þe:m, ræktun berjarunna, varnir gegn jurtasjúkdómum o.s-frv. Er Matjurtabókin hin gagn- legasta handbók öl'.um garð- ræktarheimilum og jafnframt kennslubók á bændaskólunum. I Garðyrkjuritinu er jafnan margskonar fræðsla um ýmsa þætti garðyrkjunnar. (Skrá um rit útgefin af félaginu er birt í Garðyrkjuritinu 1959 og saga þess rakin í ritinu ár'ð 1955). Garðyrkjufélag íslands er fé’ag áhugamanna í garð- yrkju jafnt og garðvrkju- fræðinga. Stjórn félagsins skipa nú: Fcrmaður: Bjöm Kristófers- son garðj'rkjumaður, vara- form.: Jóhann Jónasson for- stjóri Grænmetisverzl. land- búnaðarins, ritari: Ingóífur Davíðsson grasafr., gjaldkeri: Eyjólfur Kristjánsson verk- stjóri Brúarósi, Fossvogi og meðstjórnandi: Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunaut- ur. Fé’agið hefur jafnan skort starfsfé og starfar stjórn og aðrir starfsmenn fé'.agsins endurgjaldslaust. - • ; Einar Hé’gason, endurvakti vélagið og vann því nianna mest GarByrkjufélag Islands 75ára

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.