Þjóðviljinn - 26.05.1960, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 26.05.1960, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 26. mai 1960 — ÞJÓÐVILJINN (9 Aðalmót ársins í knáttspyrnu, íslandsmótið, hefst í dag með leik Keflavíkur og Vals, og fer sá leikur fram á Laugardalsvell- inum. Mun í ráði að allir leikir íslandsmótsins, sem fram fara í Reykjavík, fari þar fram. Er þá svo komið, að nú eru íslend- ingar farnir að leika aðalmót sitt eingöngu á grasi. Leikirn- ir í Keflavík, Akureyri og Akra- nesi munu líka fara - fram á grasi. Hinsvegar hafa hvorki KSÍ eða KRR gefið Íþróttasíð- unni neinar upplýsingar um væntanlegt mót eða bikar-keppni eða önnur mót sumarsins, og virðast útbreiðslu- eða áróðurs- ráðuneytin ekki vera sem bezt vakandi. Valur líklegri sigurvegari Fréttir sem borizt hafa af Keflvíkingum benda til þess að þeir séu ekki enn komnir í eins góða þjálfun og í fyrra, og vafa- laust munu þeir sakna Guðmund- ar Guðmundssonar og Hauks Jakobssonar, sem voru með beztu mönnum þeirra í fyrra. Þeir hafa yfirleitt tapað fyrir iiðum, sem þeir hafa leikið við i æfingaleikjum en þó ekki með mikiurn mun. Þó svo hafi gengið til er ekki að vita nema að þeir Suðurnesjamenn komi á ó- vart, og í leiknum milli Vals og Keflvíkinga, sem líka var fyrsti leikur mótsins í fyrra, ef rétt er munað, mátti ekki á milli sjá, hvor fengi 2 stig. Valsmenn hafa verið misjafnir í Reykjavíkur- mótinu. Byrjuðu vel á móti KR, en náðu ekki góðum leikjum eft- ir það, og það þó þeir sigruðu Þrótt 10:0. Eigi að síður á Valur að hafa mei.ri sigurmöguleika í þessum leik. Leikið á grasi Nú virðist sá draumur ís- lenzkra knattspyrnumanna, að leika á grasi, vera að rætast. Það eru komnir grasvellir á alla þá staði sem leikir íslandsmóts- ins fara fram á. Því hefur um langan tíma verið^haldið fram að það stæði íslenzkri knatt- spy.rnu fyrir þrifum að hafa ekki' grasvelli til að leika á. Nú er svo komið að flest félög- in í fyrstu deild haía aðstöðu til að æfa á grasi meira og minna og hafa sum haft það um nokk- urra ára skeið, eins og KR, Val- ur, Keflavík og Akureyri. Knatt- spyrnan sem sýnd hefur verið í vor bendir ekki til þess að það hafi aðeins verið grasvallaleysið sem stóð knattspyrnunni fyrir þrifum. Það þarf meira en að hafa grænt gras undir fótum til þess að verða góður knattspyrnu- maður. Það þarf að æfa undir- stöðuatriðin í leiknum, en þau eru sýnilega vanrækt af öllum fjöldanum. Knattleiknina vantar, Það er ekki iögð áherzla á hana. = Þetta nafn hefur miðherji E Real Madrid fengið hjá = knattspyrnuáhugamönnum á S Spáni, Það gefur til kynna S hvílíkt dálæti menn þar hafa § á di Stefano. E Það mun vera almenn = skoðun að di Stefano sé E frægasti knattspyrnumaður = heimsins í augnablikinu, og = komi framar en sjálfur Pus- ~ kas, sem skoraði fjögur = mörkin í leiknum við Ein- tracht, en di Stefano „að- eins“ þrjú. Fyrir þessa sniili sína hefur hann verið kall- aður, eins og fyr segir „Konungur knattspyrnu- kónganna“, og hann hefur einnig hlotið nafnið: „Hvíta örin“, og er það ef til vill það sem hentar honum bezt; ýms fleiri nöfn hefur hann hlotið. Di Stefano er þreklegur maður, snar í snúningum, og eins og hann hafi allsstaðat menn ráða ekki við knöttinn eða .það er undantekning ef svo er. Menn stunda heldur ekki nægi- lega úthalds- eða þoiæfingar til þess að geta leikið með forsvar- anlegum hraða 2x45 mín. Þetta verður að æfa, þó að gras sé til að keppa á. Þá kemur spurningin um það hvaða afsökun verði næst fyrir því að hér sé ekki leikin góð knattspyrna? Hvað sem því líður er það rnikið gleðiefni að farið er að ieika knattspyrnu hér á grasi. Það er almennt viðurkennt að hún verði miklu skemmtilegri íþrótt, eí' kunnátta er annars fyr- ir hendi að leika vel. Verður vonandi hægt að segja nánar frá knattspyrnumótum sumarsins áður en langt um lið- ur. augu, og sérstakt knatt-E spyrnuskilningarvit. Hann er= orðinn þunnhærður og hefur= hann sagt í gamni og alvöru= að sendingar hans með= skallanum verði því ná-= kvæmari sem hann missiE fleiri hár! E Hann er skipuleggjandi iE liði Real, og hann er líka sáE sem skorar þegar þess erE þörf eða mikið liggur við.E Hann hefur því verið mjögE marksækinn og í mörg ár= hefur hann verið marka-= hæsti maður spönsku keppn-= innar. Di Stefano er inn-= fluttur til Spánar frá Arg-E entínu og gerðist fljóttE spánskur ríkisborgari ogE hafa spunnizt um hannE margar undrasagnir ogE vafalaust verður hann þeg-E ar fram líða stundir tekinn íE knattspyrnudýrlingatölu- Di Stefano hefur verið = Framhald á 10. síðu. Di Stefano (livítklæddur til hægri) skorar fyrsta mark Reai Madrid í leiknum við Eintracht. Loy þýzki markvörðurinn, steini lostinn yfir hraða Spánverjanna. ptonungur knattspyrnukóngannai Real Hadrld sterkasta uil Vann Evrópubikarinn í fimmta sinn Zarraga, fyrirliði Real Madrid, heldur Evrópubikarnum hátt á loft eftir úrslitaleikinn. Eins og frá var sagt kepptu til úrslita í Evrópubikar- keppninni í knattspyrnu þýzka liðið Eintracht og spánska at- vinnumannaliðið Real Madrid. Urðu úrslit þau að Real vann 7:3 og þar með titilinn bezta knatt- spyrnulið Evrópu 1960. Var þetta í fimmta sinn sem liðið hlýtur þennan titil, og sýnir það ágæti liðsins. Leikurinn fór fram á Hamd- en-leikvanginum í Glasgow, og var gifurlegur áhugi fyrir hon- um; 135 þúsund áho.rfenda sáu leikinn. Til að byrja með stóðu Þjóð- verjarnir mjög í Spánver.iunum, og það kom ekki lítið á óvart að það urðu Þjóðverjarnir- sem skoruðu fyrsta markið. Þetta kom eins og demba yfir hinar spönsku stjörnur á 18. mínútu, en áður en hálfleiknum lauk höfðu Spánverjarnir skorað 3 mörk. I síðari hálfleik skemmtu ó- horfendur sér frábærlega vel við listir Real-liðsins, og sem dæmi um ókafa og skothríð þeirra skoruðu þeir 4 mörk ó 6 mín- útum. Það orkar því ekki tvimælis að með sigri þessum hefur Real enn sýnt að það er bezta knatt- spyrnulið Evrópu, og þá senni- lega heimsins líka, því að líklega munu lið Suður-Ameríku ekki fá við róðið leikni og öllu heldur hörku þeirra. Eintracht lék mjög vel fyrsta hólftímann og veitti harða mót- spyrnu. Fyrsta markið skoraði hægri útherjinn Richard Kress. Þjóðverjar höfðu sent 8 flugvél- ar hlaðnar áhorfendum til leiks- ins og vakti markið ákafa hrifn- ingu þeirra^ Þarna voru líka ó- horfendur víðsvegar að úr Englandi og létu þeir einnig í ljósi hrifningu sína yfir þessari ágætu byrjun. Markið kom eftir frábæran ieik Þjóðverjanna, innherjans Pi'aff og miðherjans Stein. En gleðin stóð ekki lengi því nú fór Real-vélin að hitna og komast verulega í gang. Á 27. mín fékk Real 4 horn í röð og þessi sókn endaði með því að di Stefano jafnaði eftir góða sendingu frá hægri útherja, Canario. Eftir aðeins 2 mín. skoraði di Stefano annað mark. og mínútu fyrir hlé er það Púskas sem skorar þriðja markið. Annað markið sem di Stefano sko.raði kom eftir horn sem Gento tók mjög vel og di Stefano sendi knöttinn með þrumuskoH í netið. Spánverjarnir bættu enn við á 8. min., og var það Púskcs sem það gerði, og tvö önnr r skoraði hann með nokkru milli- bili, og vakti það mikla aðdáun. Hafði hann þá skorað 4 mörk. Þjóðverjar tóku allgóðan endn- sprett og á 70. mín. skorar mið- herjinn Stein og aftur 5 mín. síð- ar. Di Stefano skoraði 3 mark sitt á 73. mínútunni. Þó Þjóðverjarnir gætu ekki staðizt þessa spönsku snillingo er almennt talið að frammistaða þeirra hafi verið mjög góð, þar sem um áhugamenn er að ræða. Eftir að dómarinn hafði blístr- að til leiksloka voru hinir 22 leikmenn ókaft hylltir af áhori'- endum, sem þökkuðu fyrir góðan og skemmtilegan leik. Um leikinn: Real Madrid-EintrasÉS Úrslitaleikurinn í Evropu- bikarkeppninni gaf meiri tekj- ur en nokkur annar knatt- spyrnukappleikur liefur gert á Bretlandseyjum til þessa- Sá sem komst næst því var leikur Breta og Þjóðverja 1955. Hann gaf 51.000£ en þessi gaf 55.000£. ★ Það var næstum ótrúleg sýn- ing sem þessi sóknarsnillirigár sýivlu, segir Glasgow Herald. Hver einasti maður Real’iðs- ins var fljótari en mótherjar í- ir, knötturinn var þræll þeirra, segir Daily Record. Knattspyrnan talaði á Hamp- den-leikvanginum í gær skrifar Framhald á 10. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.