Þjóðviljinn - 10.04.1962, Síða 4

Þjóðviljinn - 10.04.1962, Síða 4
 Á sl. ári sýndi ég fram á það með óhrekjandi tölum að íslenzka togaraútgerðin hefði ekki þurft að búa við tap- rekstur á árinu 1960 ef tog- ararnir hefðu fengið greitt á- líka fyrir fiskinn og greitt var það ár á næst lægsta verðlagssvæði Noregs fyrir togarafisk. Þessu hefur ekki verið mótmælt, enda væri auðvelt :að slá slík mótmæli niður ef þau kæmu fram. Taprekstur íslenzkrar togara. útgerðar er því að stórum hluta því að kenna, að út- gerðinni hefur ekki verið reiknað hráefnisverð í sam- ræmi við verðgildi aflans. Þar við bætist að gengis- lækkanir þær sem fram- kvæmdar hafa verið í tíð nú- verandi ríkisstjórnar, hafa verkað öfugt við það, sem sagt var að þær myndu gera, hvað togaraútgerðinni við kemur. Gott dæmi um þetta, eru síðustu togarakaupin í Þýzka- landi. Fyrir gengisfellingam- Togaraútgerð í þrengingum • Sannleikurinn um rekstur togara- útgerðarinnar Reksturshalla togaraútgerð- arinnar er hægt oð flokka í þrennt: í fyrsta lagi of háa vexti af reksturslánum ásamt alltof háum útflutningstollum. í öðru lagi of lágt hráefn- isverð þegar afli er lagður hér á land. vegna lægra hráefnisverðs, þar sem framkvæmdirnar eru greiddar með hluta af hrá- efnisverðinu. Hér hefur verið farið inn á mjög svo viðsjárverða braut. Og mér vitanlega hefur eng- in önnur fiskveiðiþjóð farið inn á sama svið og íslend- ingar. Þessi innrás íslendinga á neytendamarkaði Bretiands og Bandaríkjanna er hliðstæð því, að útlendingar legðu kapp á að leggja undir sig Isaður reiði á togara nýkomnum af miðunum. ar mundu þessi skip hafa verið rekin með sæmilegri af- komu í meðal ári. En eftir gengisfeliinguna er útgerð þessara skipa dauðadæmd. Hér eru ÖU mótmæli einskis nýt, því að rekstur þessara skipa sannar að hér er farið með rétt mál. Togarinn Sig- urður, sem er skráður eign hins glögga fjáraflamanns Einars Sigurðssonar, er hér óhrekjandi vitni um mis- heppnaða tilraun ríkisstjórn- arinnar til viðreisnar togara- ' útgerðinni. Og í þriðja lagi: Þegar við- komandi togaraútgerð verkar sjálf aflann, þá fær hún ekki greitt sannvirði, að minnsta kosti hvað við kemur frosna fiskinum, því að svimandi há- ar upphæðir eru dregnar út fjárfestingu í framandi landi, samanber hvernig Sölumið- stöð hraðfrystihús-anna hefur lagt í hundrað milljóna fjár- festiiigu bæði í Bandaríkj- unum og Bretlandi, á sölu- mörkuðunum bar. Slík fjár- festing sem átt hefur sér stað þarna var -aðeins möguleg neytendamarkaðinn hér, bæði í heildsölu og smásölu. En það eru ekki bara íslending- ar sem hafa þjóðernismetnað, og því getum við búizt við, að þurfa að standa í eilífu stríði á næstu árum, út af þessum framkvæmdum Sölu- míðstöðvarinnar og SÍS, sem ásamt Sölumiðstöðinni hefur- sett á stofn vinnsluverk smíðju fyrir frosinn fisk í Bandaríkjunum. • Öll útgerðin hefur verið skattlögð En það er ekki bara tog- araútgerðin sem hefur verií skattlögð vegna framkvæmda söluaðilanna á frosnum fiski og okurs bankanna í lána- starfseminni heldur he.fur bátaútgerðin fengið að greiða sinn hluta af þessum kostn- -aði. Hinsvegar er það stað- reynd að bátaútvegurinn hef- ur risið betur undir þessu, heldur en togaraútgerðin, og tægur þar talsvert, að um margra ára skeið var þess- um útvegj reiknað hærra hrá- efnisverð, heldur en togara- útgerðinni. Þá verður það einnig þungt á metum í þessu tilefni, að aðstaða togaraút- gerðar hefur stórum versn- að hér á heimamiðum eftir út- færslu fiskveiðilandhelginnar, en á sama tíma hafa skilyrði bátaflotans batnað að sama skapi. Um það má svo deíl-a og færa fram rök bæði með og móti, hvort veiðar báta flotans i landhelginni, stund- að-ar að stærsta hluta með netum, geri minni skaða á grunnmiðunum, heldur en ís- lenzki to.garaflotinn gerði þar á sínum tíma, með togveið- um. í ‘ þessum efnum sem fleirum, hygg ég að mikið sé ennþá ólært hjá okkur ís- lendingum, á sviði útgerðar, og mun framtíðin sjálfsagt leiða það enn betur í ljós en orðið er. • Viðreisn útgerð- arinnar hefur mistekizt En þegar nú staðreynd er dregin fram, sem lítið hefur verið flaggað með að undanr förnu, að eitt höfuðviðfangs- efní núverandi ríkisstjórnar v-ar samkvæmt eigin loforði, að reisa við hag útgerðarinn- ar, svo að hún yrði fær um að standa á eigin fótum, þá verður sá dómur að kveðast upp nú, í samræmi við þreng- ingar togaraútgerðarinnar, að þetta hafi algerlega mistek- izt. En máske hefur þetta lof- orð aðeins verið sett fram eins og mörg önnur, til að draga að kjósendur, eða svo gæti maður freistazt tii að halda, þegar litið er yfir far- inn veg í þessum efnum. En hver svo sem ástæðan er, sem þessu veldur, þá skiptir það minna máli, því að í þessu efni sem flestum öðrum, eru það staðreyndirnar sem úr- slitum ráða. Og staðreyndim- -ar eru þessar, að hagur tog- araútgerðar á íslandi, þess atvinnurekstrar sem staðið hefur undir megin uppbygg- ingu á landi hér um rúmlega hálfrar aldar skeið, hann hef- ur stórum versnað í tíð þess- arar rikisstjórn&r, sem hefur gefið sjálfrí sér nafnið ,,við- reísnarstjórn“, og sem lofaði við fæðingu, -að bjarga sér- staklega þessum atvinnuvegi frá taprekstri og þrengingum. Ekki er því ólíklegt að þegar málfræðingar seinni tíma' fara að rannsaka nafngiftina „viðreisn“ í sambandi við það tímabil sem við upplifum nú, að þeir komist þá að þeirri niðurstöðu, að með orðinu „viðreisn“ í þessu samb-andi, hafi verið framin ein stærsta hugtakafölsun íslandssögunn- ar. • Óreisn skal það heita Nú þegar togaraflota ís- lendinga hefur verið lagt sökum þess að útgerðin treyst- ir sér ekki að greiða sjó- mönnum þau laun sem þeir geta lifað af, og þetta gerist á hávertíðinni, þá sjá allir sem vilja sjá, að hér er ekki víðreisnarstefna í málefnum togaraútgerðarinnar á ferð- inni, heldur eitthvað annað og verra, sem erfitt er að finna rétt nafn á í íslenzku máli. Ég held að við komumst næst sannleikanum með því að kalla þetta óreisn, og er þá orðið hugsað og myndað á sama hátt og óveður, ótíð, ólög og óstjórn. Miimingarorð •í 1 dag fer fram útför Guðrún- ®r í Ma»ehpsierf„eiös jpg .flestr ir vinir hennar munu hafa kallað hana, en í verzluninni Manchester starfaði hún í yfir *!0 ár. ! Ég átti því láni að fagna, : fyrst þegar ég kom til Reykja- víkur, að vinna með þessari hjartahlýju konu. Ætíð mun ég minnast hennar eins og hún kom mér fyrst fyrir sjónir* glöð og sviphrein. ' Hér verður hvorki minnzt á aettir eða ártöl, enda skiptir '! það minnstu máli. Guðrún ' andaðist úr afleiðingum inflú- enzunnar, og fékk þá ósk sína uppfyllta að hverfa héðan án , þess að verða öðrum til byrði, Guðrún fór ung að árum á- samt móður sinni til Winnipeg og vann þar við afgreiðslustörf í einu stærsta verzlunarhúsi borgaiínnar um árabil. Fyrir rúmum 30 árum kom hún heim til íslands, en móðir hennar hafði þá flutzt heim einu ári áður. Móðir sína annaðist hún af þeirri ástúð og samvizku- semi að slíks munu fá dæmi. Guðrún mun vera flestum sem henni kynntust minnis- stæð. Hún var fríð kona og upplitsdjörf, músíkölsk og hafði næman fegurðarsmekk. Guðrún eignaðist ekki börn, en stór var sá barnahópur sem hún gladdi með gjöfum og góðu viðmóti, og mörg þeirra munu sakna jólaböggulsins frá Gu.ðrúnu í Manchester um næstu jól .%zn að endingu þakka LmjJ sjóninni okkar kynni. I.G. SAMÚÐAR- KORT Slysavarnafélags íslanðs kaupa flestir, Fást hjá slyst vamadeiidum um land allt. Reykjavík í hannyrðaverzlur inni Bankastræti 6, Verzlun Gunnþórunnar Halldórsdóttui Bókaverzluninni Sögu, Lang holtsvegi og í skrifstofu fé lagsins í Nausti á Granda garði. Afgreidd í síma 1-48-9' MIMINGAR- SPJÖLD DAS Minningarspjöldin fást hjí Happdrætti DAS, Vesturveri sími 1-77-57. — Veiðarfærav. Verðandi, sími 1-37-87 — Sjó- -mannafél. Reykjavíkur,., súrú 1-19-15 — Guðmundi Apdrés- syni gullsmið, Laugavegi 5C sími 1-37-69. Hafnarfirði: / pósthúsinu, sími 5-02-67. ÍR vann 3. fl. karla í gærkvöld fóru fram þrír leikir í íslandsmótinu í körfu- knattleik og urðu úrslit þeirra sem hér segir: Þriðji flokkur karla, úrslit ÍR: KR-,„39:24. og. urðu ÍR-insar .har með íslandsmeistarar í þessum flokki. Meistaraflokkur karla ÍS:ÍFK 36:32 og ÍR KR 80:41. Kvannadeild MfR Fundur verður haldinn á Hverfisgötu 21 miðvikudaginn 11. apríl og hefst kl 8.30 stundvíslega. Fclagsvist. Góð verðlaun. Kaffiveitingar. STJÓRNIN. gj — ÞJÖÐVILJINN — Þriðjudagur 10. apríl 1962

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.