Þjóðviljinn - 10.04.1962, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 10.04.1962, Blaðsíða 11
I >w $ .• •.*, 1 Svo ókum við af stað. „Kannski þú vilj'ir nú segja mér hvert við erum að fara“, sagði ég. „Fyrirgefðu, Marteinn, ég er ekki sérlega háttvis þessa dag- ana. Og þetta finnst mér fráleit vitleysa. En ég er tilneyddur“. Ég sk.ildi ekki neitt Ég ho.rfði á hann frá hlið. Horfði á ljóst, stórgert og þrjózkulegt andlitið. Mér datt allt í einu í hug, að ég hefði (kannski alls ekki gert mér Ijóst hversu ósæll Eiríkur • var. Hann hafði talað um það. Og það var ómögulegt að vita hvað var að gerast bak við þetta breiða enni. „Við erum á leið í sendiráð Chile“, sagði hann. „Ég ætla að sækja mér orðu. Það er fráleit vitleysa. . . já, ég er víst búinn að segja það. En þú veizt hvern- ig það er. . .“ Ég vissi alls ekki hvernig það var. „.. .maður er tilneyddur að þiggja svona þakklætisvott. . „Af hverju í ósköpunum tek- urðu mig með þér? Af hverju fórstu ekki heldur með Kar- enu?“ „Ég veit það varla sjálfur. Það er ekki sérlega gott á milli okk- ar Karenar. senv stendur, — við erum í eilífri taugaspennu, skil- urðu. Það -kemur fram á svo marga vegu. Það er róandi að hafa þig með sér.“ Harin hugsaði sig svolítið um. „Kannski er ég að reyna að hefja mig yfir Karenu,“ sagði hann. „Gefa skít í að það hand- ir á mér orða, ge.fa skít í að taka hana með mér. Ég hlýt að vera enn uppfyllri af komplex- um en ég veit sjálfur." Enn einu sinni hlaut ég að dást að honum fyrir hina hlífð- arlausu sjálfsgagnrýni sem hann gat sýnt. Hann ók áfram þegj- andi, „Jæja,“ sagði ég. „Mér þyk- ir að minnsta ko.sti gaman að þú skyldir vilja hafa mig með. Og ég hef ekki komið í sendi- Fastir liðir eins og venjulega. 13.00 „Við vinnuna“. 18.00 Tónlistartími barnanna (Jrunn Viðar kynnir vísna- lög með aðstoð Þuríðar Pálsdóttur. 20.00 Armensk þjóðlög: Erívan þjóðlagaflokkurinn syngur og leikur. 20.20 Erindi: íslenzk stofnun í Afríku (Ólafur Ólafsson kristniboði). 20.45 Amerísk tónlist: Leifur Þórarinsson • tónskáld 'flytUr erindi með tóndæmum; II. 21.15 Erindi: Ævintýrið frá Hall- dórsstöðum (Jónas Þor- bergsson fyrrum útvarps- stjóri). 21.40 Tónleikar: Rómansa fyrir fiðlu og hljómsveit op. 26 eftir Johan Svendsen. 21.50 Formáli að fimmtudagstón- leikum Sinfóníuhljómsveit- ar íslands (Dr Hallgrímur Helgason). 22.20 Lög unga lólksins (Jakob Þ. Möller). 23.10 Dagskrárlok. ráð Chile, síðan Nansen gamli útgerðarmaður átti húsið, — manstu ekki að við vorum á balli hjá barnabörnum hans? Það verður gaman að sjá það aftur.“ • • • Húsið lá langt inn; í lóðinni við Drammensveg, en það var ekki lengur eins hátignarlegt og það hafði virzt í augum mín- um sem tíu ára snáða. „Hermansen konsúll á líka að fá orðu,“ sagði Eiríkur. „Hann er trúlega með alla fjölskylduna með sér. Það hefði ég líka gert undir venjulegum kringumstæð- um.“ „Fjandans hiti er í dag,“ sagði hann allt í eimu. „Það er notalegt,“ sagði ég. „Það mætti gjaman haldast svona til jóla.“ „Mér finnst alltof heitt,“ sagði hann. Ég leit á hann. Andlit hans var fölt og þreytulegt. En sem snöggvast varð hann aftur líkur sjálfum sér þegar við vorum að fara inn í húsið. Tröppurnar voru tvískiptar neð- an við útidyrnar. Þess vegna gerð- um við það sama og við höfðum gert fyrir næstum tuttugu og fimm árum, — við gengum upp sitt hvorar tröppur og hneigðum okkur hátíðlega hvor fyrir öðr- um þegar við mættumst fyrir framan dyrnar. Eiríkur brosti. Og seinna átti ég eftir að muna, að það var í síðasta sinn sem ég sá hann brosa. • • • Sendiherrann stóð í stóru stof- unni fyrir innan anddyrið ásamt konu sinni. Hann var lítill og grannur og dökkur yfirlitum með örmjótt yfirskegg, — og leit alveg eins út og sendiherrar frá Chile eru sýndir í kvikmyndum og annars staðar. Innar í stof- unn.i heilsuðum við heilli röð af systrum eða mágkonum og hóp af riturum eða mágum eða bræðrum. Síðan heilsuðum við Her- mansen konsúl, sem reyndar hafði haft með sér alla fjöl- skylduna. Stofan var alveg eins og ég mundi eftir henni, nema hvað hún hafði minnkað í augum mínum. Húsgögnin voru litið breytt frá því að við Eirikur vorum þarna á dansleik. Hið eina sem hafði áreiðanlega ekki verið þarna, þegar við Eiríkur vorum tíu ára, var stór ljós- mynd í silfurramma af forseta Chile. Hann starði beint á mig. í bókaherberginu fyrir innan stofuna gat ég séð bækur Han- sens gamla í -skinnbandi. Þetta var allt furðulega lítið breytt. Ég komst í betra skap við þessa óvæntu endurfundi við bernsku- mína. Ég fór að hugsa um að það væri í rauninni synd og skömm að öll þessi gömlu her- skapshús skyldu komast í hend- ur sendiráða og fyrlrtækja. „Það er eiginlega synd og skömm...“ sagði ég við Eirík, sem var við hliðina á mér. En ég lauk aldrei við setninguna. Eiríkur sýndist fárveikur. Hann hafði kvartað yfir hita. En þhð var ekki heitt. Allra sízt hér inni í stóra steinhúsinu. „Ertu veikur, Eiríkur?“ sagði ég. Hann svaraði ekki. Augun í honum voru galopin og starandi. Hann hristi bara höfuðið. Þá fór sendiráðsritarinn að tala. Allir þögnuðu meðan hlust- að var á hann. Ritarinn las langa romsu upp af blaðí. Hann talaði lélega frönsku. Svo steig hann tvö skref aftur á. bak og sendiherr- ann tók við og talaði ensku. Hann hrósaði Eiríki fyrir dugn- að og lifandi áhuga á samvinn- unni milli Chile og Noregs, tal- aði um þýðingu norskra skipa fyrir Chile o.s.frv. o.s.frv. og nú veittist honum sú mikla gleði að festa A1 Merito-orðuna á Ei- rík Holm-Svensen útgerðarmann. Sendiherrann sneri sér að rit- aranum-og tók við orðunni sem hékk í fjólubláu silkibandi. Svo teygði hann upp handleggina til að hengja það um hálsinn á Eiríki. Ég tók eftir höndunum á Ei- ríki. Þær skulfu. Og allt í einu varð ég ofsa- lega hræddur. Ég færði mig dálítið til, svo að ég sæi betur andlitið á Ei- ÚR öíVMÍiyM í m! Sparið peningana SJÖSTAKKAR (smá-gallaðir) og fleiri regnflíkur af eldri gerðum, þar á með- al síldarpils. — Rúmlega hálft verð og fæst enn í VOPNI AÖALSTRÆTI 16. Allir eiga leið um Haínarstræti Móttaka og afgreiðsla á skóm til viðgerðar hjá Efnalaugin Lindin, Hafn- arstræti 18. Sigurbjörn Þorgeirsson, skósmíðameistari. N Outdor y GIRL T T costmestik N Ý T T Þetta eru snyrtivörurnar sem náð hafa mestri útbreiðslu í Englandi árið 1961: Girl varalitur í 8 litum Girl naglalakk í 8 litum Girl Make-up Girl Cream-puff, 5 litir , Girl L/anol cream | Girl hreinsunar-cream Girl nætur-cream Girl hárlakk Girl augnabrúnalitur K Girl augnabrúnablýantar Girl Remover. LVörur þessar fást í öllum helztu f snyrtivöruverzlunum og apótekum. É EINKAUMBOÐ: ) Heildverzlun PÉTURS PtíTURSSOMR Hafnarstræti 4. Símar 19062 11219. V élritunar stúlka Óskum að ráða stúlku til vélritunar og annarra skrif- stofusiarfa Umsóknir er greini aldur, menntun og fyrri stönf, sendist í pósthólf 1297 fyrir 15. þ.m. Osta og smíörsalan si. Þriðjudagur 10. apríl 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (} |1 -'■J'-V t'.' c.íi ‘h r-tiz --- >h'..UV'VjLJ ■ (|i4|

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.