Þjóðviljinn - 25.04.1962, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.04.1962, Blaðsíða 12
 Myndin var tekin skömmu eftir komu Karlsefnistil Reykjavíkjir á skírdag. Lengst til vinstri: Hilm- ar Jónsson stárfsmaður Sjómannafélags Reykjavikur. Annar frá hægri: Jón Sigurðsson og Tómas hátsmaður næst honum. (Ljósm. Þjóðv. A. K.). „Heldurðu að pú takir þig ekki vel út i fjósi Dóri? þlÓÐVILIINH Miðvikíitíagur 25.~.opríÍ 19C2 — 27. árgangur — 91. tölublað MOSKVU 24 4. I clag var Nikita Krústjoff endur- kosinn forsætisráðherra Sovét- ríkjanna næstu fjögur árin. Gerð- ist þetta á sameinuðum fundi æðsta ráðsins. Var Krústjaff falið að mynda nýja ríkisstjðrn. Leonid Breijenev sem verið ið hefur forseti Sovétríkjanna frá 1960 var sömuleiðis endurkjörinn. Vorosjiiov var kjörinn í forsæt- isnefnd æðsta ráðsins. n Verkfallsbrjóturinn Karlsefni kom til Reykja- víkur úr sinni miklu reisu laust eftir hádegi á skír- dag. Mikill fjöldi fólks var á bryggjunni og bjóst það við stórtíðindum, því mikill völlur hafði ver- ið á stjórnarmönnum Sjómannafélagsins meðan skipið var enn ókomið. Á bakkanum voru mættir meðal annarra Jón Sigurðsson formaður Sjó- mannasambandsins og Pétur Sigurðsson stýrimað- ur, alþingismaður, formaður Sjómannadagsráðs og íleira. Karlsefnj lagðist utaná þrjá togara og var ekki greitt um þorð. Garparnír Jón og Pétur lögðu samt í’ann og komust alla Jeið. Þótti mönnum þeir heykj- ast þyí meir,, sem þeir lögðu lleiri skip að baki og þegar um borð var komið var rétt að þeir ihefðu í sér uppburði til að láta bátsmanninn hlæja svolítið að sér. Bátsmaðurinn, Tómas að nafni, «r jafnframt trúnaðarmaður fé- Jágsins og tjáði han'n stjórnar- mönnum að þeir Karlsefnismenn hefðu verið beðnir að fremja þetta verkfallsbrot og að sjálf- sögðu hefðu þe:r orðið víð þeirri Sprenging á morgun? WASHINGTON 24/4. Undir- búningur undir hinar nýju til- raunir Bandaríkjamanna með kjamavopn er nú lokið og er búizt við að sprengingarnar hefjist hvenær sem vera skal líklega innan tveggja daga. Kjarnorkukafbáturinn Ethan Allen er nú staddur á Kyrra- hafi og er útbúinn með pólar- iseldílaugar en rætt hefur ver- ið um að tilraunirnar við Jólaey muni hefjast með því að slíkri eldflaug hlaðinni kjarnorkusprengju verðl sko.t- ið á loft. ósk. Hann hló við og fór að sinna sínum vírum. Heyrðist það til hans að hann sagði við nær- staddan að vel hefði verið hægt að reyna þetta aftur og raunar sjálfsagt. Þegar skipið renndi að var kallað til skipstjórans, Halldórs Ingimarssonar, félaga nr. 1573 í S.R.: „Heldurðu að þú takir þig ekkj vel út sem fjósamaður, Dóri?“ Pór kallinn niður við þessa kveðju og við stigann héldu vörð blaðamaður og ljós- myndari Mqrgunblaðsins. Að- spurðir kváðust þeir Jón og Pétur ekkj vilja tala við skip- stjórann að sinni, en hröðuðu för sinni aftur á bátadekk að skoða hinn fræga fyrirslátf, gúm- björgunarbátinn. Blaðamaður Þjóðviljans náði augnablik tal; af einum skip- verja og sagðist hann ekki hafa haft hugmynd um neitt fyrr en út var komið frá Bremerhaven. Nokkur ólga hafði verið í mönn- um fyrst í stað en brátt hjaðn- að og allt gengið sinn vanagang við veiðarnar. Blaðið átti svo tal við Jón Sigurðsson síðdegis í gær og kvað hann ekkert hafa gerzt í málum verkfallsbrjótanna; þó yrði haldinn félagsfundur bráð- lega um húsakaupamál og yrði þá væntanlega fjallað um mál þeirra um leið, hefði stjórnin á prjónunum ákveðnar tillögur um það. Friðrík sigraði 1 gærkvöld laúk Skákþingi ís- lands 1962 og varð Friðrik Ólafs- son stórmeistari íslandsmeistari í annað sinn í röð, hlaut 10 vinn- inga af 11, gerði aðeins tvö jafn- tefli. Annar varð Björn Þorsteins- son með 8 v., 3. Ingvar Ásmunds- son með 7 og 4.—5. Ingi R. Jó- hannsson og Jónas Þorvaldsson með 6V2 hvor. Gromiko utjanríkisráðherra flutti á fundinum skýrslu um utanrík- ismál. Sagði hann að ekki væri með cllu vonlaust að samkomu- lag næðist milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um Berlínar- málið. s Þ;óðvil;ans Harður árekstur Laust fyrir kl. 22 í gærkvöld varð mjög harður bifreiðaárekst- ur á Reykjanesbraut hjá Þór- oddstöðum og meiddust þrjár manrieskjur, er voru farþegar í annarri bifreiðinni, Ö-594) nokk- uð en engin þó alvarlega. Bil- arnir skemmdust hips vegar mjög mikið báðir tveir, Aðalfund- ur ÆFR Aðalfundur ÆFR verður haldinn laugardaginn 28. apríl kl. 3 í félagsheimilinu að Tjarnargötu 20. DAGSKRÁ: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Heimsmót æskunnar í Helsinkj. 4. Önnur mál. Stjórnin. Kvenfélag sósíalista heldur félagsfund n.k. föstudags- kvöld. Til umræðn verða BÆJARMÁLIN. -+r Afmælishappdrætti Þ.jóð- viljans Iýkur 6. maí. Drætt- inum 6. marz vair frestáð, þess vegna er dregið um tvo Volks- wagen bíla nú, að verðmæti f,4 milljón króna. Einnig cru um 300 aukavinningar eftir, sem dregnir voru út fyrirfram og clr númerið í lokaða enda miðans. + Happdrættismiðarnir verða nú sendir í pósti til viðkom- andi, ásamt bréfi og vinninga- 1 skrá yfir aukavinningana. I Nú eru 12 dagar til loka happdrættisins og árangurinn vcltur á því hve vcl hvcr og einn notar tímann til starfa fyrir Þjóðviljann. Margir hafa þegar gcrt mjög vel og eiga Sbeztu þakkir skilið, en vcgna hinna kosnaðarsömu fram framkvæmda við vélakost og húsnæði Þjóðviljans, sem hvortveggja cru skilyrði fyrir. betra og áhrifameira blaði 11 verður enn á ný að Icita til < allra velunnara blaðsins um , aukinn stuðning. , ý Og á morgun sýnum við árangurinn að markinu og síð- an dag hvern til loka. ' -^Umboðsmenn, sem vanta > kunna fleiri miða láti vita 1, sem fyrst. Skrifstofa happ- . drættisins er opin írá kl. 10 til kl. 7. Afmælishappdrætti Þjóðvilj- ’ ans Þórsgötu 1, simi 22396. 1 Pólýfónkórinn held- ur tónleika í kvöld og næstu daga efnir Pólýfónkórinn til 5 samsöngva í Kristskirkju að Landakoti. Verður þar m.a. flutt nýtt verk eftir ungt reykvískt té|nkkálcL Stjórnandi cr Ingólfur Guð- bramlsson. innbrot og um pdskano Um páskana var mikið af inn- brotum og þjófnuðum framið hér í Reykjavík. Um bænadagana var brotizt inn í geymsluhús við Suður- landsbraut og stölið þaðan tals- verðu af koparkrönum, blýrör- um og koparskálum úr klósett- kössum. Aðfaranótt skírdags var brotizt inn í Borgarþvottahúsið en litlu mun hafa verið stolið. Sömu nótt var brotizt inn í í- þróttahúsið að Hálogalandi og stolið þar 1600 kr. í peningum og 6—700 kr. virði af sælgæti. Þá var um bænadagana brotizt inn í 3 sumarbústaði, í Selási, litlu stolið, en mikið brotið og eyðilagt. Á páskadagskvöld var stolið kventösku úr skinnlíki í ólæstri forstofu í húsi einu hér í bæ og var í töskunni m.a. sígarettu- veski úr gulli. Aðfaranótt ann- ars í páskum var stolið trans- istorferðatæki úr bifreiðinni R-5527, er stóð á Hótel Islands- stæðinu. í fyrrinótt var brotizt inn í Naustið, farið um allt húsið, brotnir upp skápar og öllu um- snúið. Þá settust þjófarnir að mat og drykk og höfðu loks á brott með sér 10 flöskur af víni og 8—900 kr. í penlngum. Sömu nótt var brotin rúða í rakara- stofu að Laugavegi 10 og stolið úr glugganum um 1000 kr. virði af snyrtivörum. Sömu nótt var sams konar þjórnaður framinn í rakarastofu að Bankastræti 12 og stolið þaðan snyrtivörum fyr- ir um 600 kr. Þá var og brot- izt inn í Þjóðleikhúskjallarann þá nótt og stolið þar um 800 kr. í peningum. Ennfremur var þá einnig brotizt inn í bifreiða- verkstæði að Sætúni 4 en engu stolið, brotizt inn í mjólkurbúð að Garðastræti 17 og loks brotizt inn í verksmiðjuna Ópal en ekki mun íullrannsakað hverju þar hefur verið stolið. Þá voru og ' um páskana brotnar 39 stórar rúður í leik- fimihúsi Gagnfi’æðaskóla Aust- urbæjar með steinkasti. Óskar lögreglan eftir upplýsingum, ef einhverjir hel'ðu orðið varir við þetta. , ___,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.