Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 15.05.1962, Blaðsíða 6
tMÓÐVIUINN •tMuidli B»m«tolní»rflokkmr »Mn -■ B«»i»IUt»noltk»rtnn. - KltatlðTan K»múi K3»rtan*»on (ib.>, M»Knð* Torfl Olafsson. BlsurSur OuBmundsaon. — rríttarltatlórar: íy»r H. Jónsson, Jón BJarnason. — AuglýslnKastJórl: OuBksU Kasnússon. — Rltstjórn, afKrelBsla. auKlýslncar. prsntsmiBJa: SkólavBrBust. 1». «|»« 17-600 (i llnur). AskriftaryerS kr. 55.00 A mán. — LausasðluysrB kr. 3.00. rr»nt»ml8J» PjóBTtlJans h.1. Skemmdarverk íhaldsins j^að er verkfall í járniðnaðinum vorið 1962, vegna þess að tveir stjórnmálaflokkar, Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa bannað atvinnurekendum að imdirskrifa samninga, sem gerðir höfðu verið við járn- iðnaðarmenn um lagfæringar á kaupi og kjörum. Það er verkfall í járnsmiðjunum vegna þess, að ríkisstjórn þessara tveggja stjórnmálaflokka telur sig eiga í stríði við alþýðu landsins, og verði að afstýra því að nokkr- ar vinnustéttir fái leiðréttingar á kaup og kjarasamn- ingum. Það er verkfall í járnsmiðjunum vegna þess, að sama auðstéttarklíkan ræður Sjálfstæðisflokknum, ríkisstjórninni og hinu svonefnda Vinnuveitendasam- bandi íslands, og bannar í ofstæki sínu gegn verkalýðs- hreyfingunni samninga aðila í þessari mikilvægu at- vinnugrein. T»etta eru staðreyndirnar um járnsmiðaverkfallið, og * engar myndabirtingar í Morgunblaðinu né vand- ræðalegir útúrsnúningar geta haggað þessum stað- reyndum né komið í veg fyrir að alþjóð viti, hverjir eiga sök á vinnustöðvuninni í járniðnaðinum. Atvinnu- rekendur og stéttarfélag járnsmiðanna höfðu komizt að samkomulagi, félög beggja aðila samþykkt að fallast á það samkomulag, þegar ríkisstjórnin og stjórnar- klíka Vinnuveitendasambandsins greip inn í og bann- aði atvinnurekendum að standa við samkomulagið. i>annig hefur togaraflotinn legið í Reykjavíkurhöfn í tvo mánuði. Aiiir nema togaraeigendur viðurken ingu á bætlum kjörum. Ríkisstjórnin, sem þóttist ætla að koma rekstri sjávarútvegsins á tryggan og virðist Játa sig stöðvun stórvirkustu framleiðslutækja þjóðarinnar engu skipta. Rceða Jóns Tímóteussonar togarasjé- manns á útifundi verkatýðsins 1. maí Tlér var búið að ná heiðarlegu sapikomulagi réttra ** aðila í vinnudeilu, sættast á leiðréttingu samninga á þann hátt, að sá mun ekki til sem telji þar óhóf- lega farið í sakirnar af hálfu járniðnaðarmanna. Þess- ir samningar eru eyðilagðir með framkomu ríkisstjórn- arinnar og Vinnuveitendasambandsins, og sú fram- koma er augljóst skemmdarverk gegn atvinnulífinu í landinu. Og það er hægt að sýna þeim flokkum, Sjálf- stæðisflokknum og Alþýðuflokknum, sem nú hafa valdið gersamlega óþarfri vinnustöðvun í járniðnaðin- um, hvert álit menn haía á slífcu ofstækisframferði, segja það þessum flokkum á því máli sem þeir skilja, máli kjörseðilsins í borgarstjómar- og bæjarstjórnar- kosningunum 27. maí. Ihaldshækjan Alþýðuflokkurínn ll/forgunblaðið getur ekki að sér gert að hæðast svo- lítið að elsku vinum sínum við Alþýðublaðið. Til- efnið er, að stjórnarflokkadeildin við Alþýðublaðið virtist farin að ömænta um að nokkuð yrði á Alþýðu- flokkinn minnzt í kosningabaráttunni, og sendi neyð- aróp til starfsmannanna við Morgunblaðið með beiðni um svolitlar skammir á Alþýðuflokkinn, svo einhver mætti ætla að hann væri enn í. áttina .yið ,'það,' sem. nafnið bendir til. ,. ritthvað virðist Morgunblaðið ætla að sjá aurrtur á *"* samstarfsmönnunum og láta sem það haldi að einhver dugur til íhaldsandstöðu sé enn í samstarfs- mönnunum. En einmitt- á síðasta kjörtímabili hefur Alþýðuflokkurinn í bæjarstjórn og borgarstjórn, á Al- þingi og í ríkisstjóm, klesst sér svo fast að íhaldinu, að vart hefur verið hægt að greina að þar væru tveir flokkar en ekki einn. Þar hafa toppkratar látið hafa sig til hvers konar árása á lífskjör fólksins og samn- inga verkalýðsfélaganna, og beinlínis haft um þær úrslitaatkvæði vegna þess að meirihluti Sjálfstæðis- flokksins til árásanna á alþýðu landsins byggist . á þingmönnum Alþýðuflokksins. Hins vegar er ólíklegt, að alþýðumenn sem fylgt hafa Alþýðuflokknum í þeirri trú, að hann ætlaði ekki að kafna undir nafni, fari með toppkrötunum yfir í herbúðir svartasta aft- urhaldsins, heldur haldi þeir áfram að vinna alþýðu- málstaðnum. Þá áminningu er hægt að gefa topp- krötunum í kosningunum sem hú éru framundan. — s. , 1 dag eru liðnir 50 dagar frá því að verkfall íslenzkra togarasjómanna hófst. Það hef- ir verið einkennilega hljótt um þetta verkfall. íslenzk stjórnar- völd og aðrir ráðamenn þjóðfé- lagsins virðast ekki hafa áhuga fyrir því að athygli þjóðarinn- Stuðningur við spánska verka- menn KAUPMANNAHÖFN — Um síð- ustu helgi hélt nefnd sú er fjall- ar um samvinnu verkalýðshreyf- inganna á Norðurlöndum fund í Kaupmannahöfn. Á fundinum sátu fulltrúar frá verkalýðssam- böndunum og sósíaldemókratisku flokkunum í Finnlandi, Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Fundurinn gerði samþykkt þar sem segir að samvinnunefndin lýsi andúð sinni á þeim fasist- ísku aðferðum sem Franco- stjórnin beitir gegn spænskum véfkámönnúrfi í þaráttu þeirfa fyfir mannsæmándi lffk<' Nefndin vottar samúð sina með baráttu verkamanna fyrir lýðræðislegu frelsi og tjáir sig viljuga til að veita þeim siðferð- islegan og fjárhagslegan stuðn- ing. 12 þúsund ára dýrgripir finnast Honkong 10/5 — Kínverskir forn- minjafræðingar hafa fnndið 12000 ára gamla menningardýr- gripi við uppgröft konungsarfi Tang-konungsættarinnar. Hér er um að ræða 1000 muni, sem fundist hafa í útjaðri Sian, höf- uðborgarinnar í Spensi-héraði í norðurhiuta Kína. ar beinist að því, hvernig við- reisnarstefna núverandi ríkis- stjómar hefir leikið þessa at- vinnugrein og fleiri raddir heyrast nú um það að togar- amir hafi nú lokið hinu sögu- lega hlutverki sínu í atvinnu- uppbyggingu íslenzku þjóðar- innar og það beri að leggja þá niðirr. Þó eru ekki nema fáein ár síðan togararnir og þeir menn, sem á þeim vinna voru drýgstir við að mala það gull, sem var undirstaða þeirr- ar uppbyggingar og ævintýra- legu framfara sem átt hafa sér staö hjá þjóðinni á umliðnum áratugum. Það virðist eiga hér við hið gamla máltæki: „Gleymt er, þá gleypt er.“ En þó að hljótt hafi verið um togaraverkfallið er iþað þó tvennt sem það hefur ýtt við mönnum. í fyrsta lagi er hin ósviífna og fruntalega krafa togaraeigenda um breytingar á vökulögunum. Þar er ráðizt að mannréttindamáli sem kostaði áratugabaráttu að fá lögfest og ætti að vera stolt íslenzku oþjóðarinnár ^ð hafa í löggjöf- inni,. kjósi hún að tteljast í hópi sjðmejTntaðra þjöða. Með árásinni á vökulögin/ vinnurckendur sýnt okkur gam- alkunnugt andlit frá bemsku- ámm verkalýðshreyfingarinnar, andlit hins grímulausa ofstæk- is peningavaldsins, sem virðir að vettugi mannréttindi og sjálfsákvörðunarrétt hins vinn- andi manns. Þessi arás ætti að vera heit hvatning til alþýðu manna um það að fylkjast sam- an til varnar unnum réttindum og til nýrrar sóknar fyrir bætt- um lífskjörum. Jón Túnóteusson flytur ræðu sina. Snögg viðbrögð togarasjó- manni og annarra góðra manna, hafa bjargað vökulögunum nú, en fullkomin ástæða er að halda vöku sinni. Hitt atriðið er verkfallsbrot togarans Karls- efnis. Það er mjög hættulegt íslenzkri verkalýðshreyfingu, ef slíkir átburðir g-eta endurtekið Þess var getið í eldhúsdags- umræðum frá AJAngi nú íyrir sto.ttu, að rök Ólafs Thors fyr- ir gengislækkuninni seinustu, hefðu verið þau, að hagfræð- ingár nokkrir hefðu sýnt hon- u.m í radar, þar sem frarotíðin í efnahagsmálum landsmanna blasti við. Hinir hagspöku hafa trúlega verið þeir tveir topp- spámenn stjómarinnar, sem hún hefur mest beitt fyrir sig og orðið hafa mest til athlægjs b.já almenningi, enda þótt þeir beri báöir víðfræg spámanna- nöfn. En Ólafur kvaðst hafa trúað þeim eins og nýju neti, — og fór flatt ”á, sem kunnugt er. Um: þessa radarsýn, sem að vísu lýsti aftur fyrir en ekki 0) — ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 15. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.