Þjóðviljinn - 23.05.1962, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 23.05.1962, Blaðsíða 14
Húmorlaust komast menn ekki langt Framhald af 7. síðu. — Það var vissulega nauð- synlegt að ganga úr skugga um sjóhæfni flekans. En satt að segja langaði m:g helzt til þess að menn færu loksins að iesa bækur mínar. Ég vildi kasta smá „atómbombu“ inn í hin traustlegu híbýli vísind- anna. Og margir menn, har á meðal forset: sovézku vísinda- akademíunnar, Keldísj, hafa tjáð mér að þeir séu mjög fylgjandi siálfri hugmyndinni að „modellera“ liðna atburði í tilraunaskyni. Og hvað er það annars ekki sem menn verða' að fást við, þégar rannsákað er svo flókið vandamál og for- tíð Kyrrahafseyja: fornleifa- gröft, skrásetningu þjóðsagna. samanburð á tugum tungu- mála, samanburð á hýsjurtum. Menn verða lika að leggja á sig siglingar sem koma no.kk- uð spánskt fyrir sjónir á atóm- öld. Það var spurt um afstöðu vís.'ndamannsins til kenninga um að geimfar frá öðrum hnöttum hafi komið til jarðar- innar, og um tilveru Atlántis. — Ég sé ekki að það sé nein nauðsyn að útskýra ieifar ým- issa fornra menninga með því að þar hafi j?sstir frá öðrum hnöttum verið að verki. Enn höfum við ekki rannsakað til hlítar allar jarðneskar skýr- Ingar. Eí menn eru þeirrar skoðunar, að „frumstæðir villi- menn“ hafi sjálfir ekki getað t.d. lyft margra tonna stein- blökk upp á höfuð hárrar styttu, nú þá geta menn sjálf- ságt ekki komizt af án hjálp- ar geimfara. En hvað kemur þetta annars visindunum við? Hvað við kemur því sokkna landi Atlantis, þá kýs ég helzt að halda mig á yfirborðinu. En ekki skulum við samt jarða þessa tilgátu fyrr en búið er að kanna hafsbotninn sem iskyldi. Thor sagði frá því hvað fé- lagarnir frá Kon-tiki hefðu fyr.'r stafni; þeir kæmu stund- um saman í safni sínu settust á þennan fræga fleka ef eng- ir aðrir væru við; þá erum við gjarnan tilfinningasamir og strjúkum og k’.öppum hverju tré. Næstu verkefnl; að ljúka við þriggja binda verk um Páska- eyjuna, en síðan ætla ég að leita sem rækilegast að menj- um hinnar elztu menningar á Markgreifaeyjum. Aftur þarf ég í ferðalög. Sá sem fæst við sögu þarf nauðsynlega að búá sjálfur góða stund í landinu sem rannsakað skal: tala mál fólks'ns, éta fæðu þess, klæð- ast fötum þess, sigla á, skipum þess. Og þá mun mafgt nýtt koma í ljós. Thor Heyerdahl talaði margt þennan dag: um það að menn verði að leita raunverulegra verðmæta í lífinu, ■ helga sig göfugri o.g óeiglngiarnri leit. Um það, að hann hefur áhyggj- ur af örlösum æskunnar, eink- um í stórborgum nútímans, sem ekki aðeins spilla heil- brigði hennar heldur ræna hana he'lbrígðri, mannlegri af- stöðu til hlutanna, áhujra á merkilegum viðfangsefnum, taka jafnvel frá henni þá gam- ansemi sem er flestra meina bót . . . Gamansemi. . . Líklega hefur hún verið áttundi þátttakand' Kon-tiki leiðangursins, og einn af höfundum ágætra bóka. Húmorlaust komast menn ekki langt, svaraði Heyerdahl þegar hann var spurður hvort forn'r sæfarendur hefðu þekkt til gamansemi. En hvort beir gömlu siglingamenn þekktu húmor—það fáum við kannski að vita þegar búið er að lesa úr „Kohau rongo-rongo“ . .. Svikin við smœlingjana Framhald á-i 3. síðu. voru tekin undan heimilinu cg leigð einstaklingi, heimilinu var aðeins ætlaður húskjallarinn með mjög takmarkaðri heim- keyrslulóð. Þar sem bömin eru á þennan hátt svipt öllu starfs- sviði úti, skyldi maður ætla að vel sé séð fyrir starfsþörf barnanna inni, en það er öðru nær en svo sé. f húsinu er engin vinnustofa sem börnun- um er ætluð utan mjög óvist- leg lítil kompa í kjallara, sem að nokkru leyti er reiðhjóla- geymsla. Á heimilinu er ekkei't hljóðfæri, engin kvikmyndavél og engin aðstaða til að kenna stúlkubörnunum að þjóna sér þótt þær dvelji þarna til sex tán ára. Svefnherbergin eru illa búin húsgögnum, til dæmis er ekki einu sinni fataskápur í þeim, svo börnin geti lært að hii'ða föt sín; persónulega hefur hvert barn yfir að ráða einni kommóðuskúffu, stól og rúm- inu sínu. Börnin fá að vísu nægan mat og föt til að skýla með nekt sinni en fátt annað er þeim veitt, manni verður því á að álykta að íhaldsmeirihluti bæjarstjórnarinnar hafi að leið- arljósi í þessum málum gamla máltækið: j Flest er fátækum Auslijct 7, sendiferðabiíreið. Fljótur í öllum snúningum. Öruggur í akstri. Sparsamur og íyriríerðalítill. Hentugur fyrir allan minni rekstur. GARÐAR GÍSLASON H.F. Reykjavík. fullgott". Þótt heimili þessi hafi nú sem stendur góðar forstöðukon- ur, geta þær lítt nctið sín, því allar þai'fir heimilanna vei’ða þær að sækja'í járngreipar í- haldsins, sem bæði seint og illa bætir úr því sem undan er kvartað. Barnaverndarnefnd Reykja- víkur á að I^afa þarna eftirlit og tillögu rétt, en hún hefur ekki fi-arnkvæmdarvald, enda ekki einlit pólitískt séð. Þess vegng er fi-amkvæmdai'valdið haft í höndum herra Jónasar B. Jónssonar fræðslumálastjóra bæjarins, hann á að meta til- lögur nefndarinnar og sjá um framkvæmd þess hluta þeirra sem hlotið hafa náð fyrir aug- um hans. Með öðrum orðum Jónas á að kvarta fyrir Jón- asi, og þessi sami Jónas á að setja ofan í við Jónas, ef hann e-kki gerir skyldu sína. Þar sem svona er að verki staðið, þarf engan að undra þótt á þessum heimilum blasi við manni hver ómyndin annarri argari. Nú fer að líða að kosning- um, og satt er það að sök bít- ur sekan, svo jafnvel samvizka íhaldsins verður óró um tíma; þá er rokið til að lagfæra eitt í dag og annað á morgun, allt fyrirhyggjulaust fálm; nú hef ég heyrt að Reykjahíðarheimil- ið eigi að fá lóðablett kring- u.m húshjallinn ti afnota fyrir börnin. Góðir Reykvíkingar, nú eig- ei.gum við að kjósa í borgar- stjórn í fyrsta sinn, þá veitist OkkUr dýrmætt tækilæri til að láta íhaldið gjalda verka sinna. Minnumst smæiingjanna. sem það hefur svikið. Það getum við aðeins með því að kjósa Alþýðubandalagi ð. Geller tekur for- ustuna í Curacao í 12. umferð á áskorendamót- inu í Curacao fóru leikar svo, að Fischer vann Kort-snoj og er það fýrsta skákin, sem Kortsnoj hefur tapað á mótinu. Filip vann Tal en Keres og Geller, Petrosjan og Benkö gerðu jafntefli. Þá vann Fischer biðskák sína á móti Tal og er það 7. skákin, sem Tal tapar. Eru þeir Geller og Petrosjan þeir einu, sem ekki hafa tapað skák á mótinu. Fisch- er hefur unnið flestar skákir eða /imm en hins vegar tapað fjórum. Staðan eftir 12 umferðir er þá þessi: 1. Geller 7^2 vinn- ing, 2.—4. Keres, Kortsnoj og Petrosjan 7, 5. Fischer 6V2 *>• Benkö 5V2, 7. Filip 4 og 8. Tal 3% Handa yngri og eldri, og ekki er hægt að afgreiða til verzlana, fást á hag- stæðu verði í AElALSTRÆTI 16. Sölubörn! ■k Komið og seljið Þjóðvilj- ann. Afgreiðslan er á Skólavörðustíg 21. — ÞJÓÐVILJINN Orðsending frá stjórn Kvenfé- lags sósíalista Stuðningskonur Alþýðubanda- lagsins cru hvattar til ★ að gefa kaffibrauð handa ★ starfsfólki G-listans á kjör- ★ degi. Upplýsingar gefnar í ★ símum 32132, 17808 og 33586. Volið á milli Framhald af 1. siðu. ástandið orðið. „Framundan er að öllu óbreyttu ekki aðeins stór- felldur og vaxandi húsnæðis- skórtur heldur og stórkostleg hækkun húsaleigunnar, sem er föst fylgja minnkandi hygginga og húsnæðisskorts,“ sagði Guð- mundur. „Það er bjargföst sannfæring okkar Alþýðubandalagsmanna, að nú verði því ekki lengur fi'estað að taka húsnæðismálin inýjum tökum og stefna mark- visst að félagslegri lausn þeirra,"' hélt Guðmundur áfram. Rakti hann síðan tillögur Alþýðubanda- lagsins í þessu máli. Fórust hon- um m.a. orð á þessa leið: „Það eru félagssamtök almenn- ings, þeirra sem íbúðanna eiga að njóta, sem eiga að annast byggingar íbúðai'húsnæðis í langtum ríkara mæli en verið hefur. Og hvað Reykjavík snert- ir á borgarstjórnin að beita sér fyrir slíkum samtökum og styðja þau með ráðum og dáð. Það er einnig hlutverk borgarstjórnar- innar að beita sér fyrir því af dugnaði og festu að slíiku al- mennu byggingarfélagi verði af hálfu í'íkisvaldsins - séð fyrir •nauðsynlegu fjármagni á lágum vöxtum til þess að annast bygg- ingarstarfsemina. Bezta leiðin til þess væri að efla Bygginga- sjóð ríkisins með árlegum lánum frá Seðlabanka Islands, óendur- kræfu árlegu framlagi ríkissjóðs, ríflegum hluta af árlegri spari- fjáraukningu bankanna og að skylda atvinnurekendur til að greiða til sjóðsins ákveðið tillag, t.d. 1—2% á öll útboi'guð vinnu- laun. Lán Byggingasjóðs út á hverja íbúð hinna félagslegu íbúðabyggmga þyrftu að nema a.m.k. 75% byggingarkostnaðar, vera veitt til langs tíma og að nokkrum hluta afborgunarlaus.“ Nægir ekki þeim verst settu Guðmundur taldi, að tekju- stofnar byggingarsjóðsins þyrftu að nema allt að 200 millj. kr. á ári fyrstu árin. Með þessu yrði mikil framför frá núverandi vandræðaástandi, þar sem aðeins eru mögleikar á 20—25% að láni af byggingarkostnaði meðalíbúð- ar. Eigi að síður (væri ljóst, að þessi lánakjör nægðu ekki þeim, sem væru verst settir fjái'hags- lega. Þess vegna vildi Alþýðu- bandalagið, að bæjarfélagið sjálft hefði forgöngu um að reistar verði og í'eknar af almennu byggingarfélagi hagkvæmar íbúð- ir, sem ieigðar verði efnalitlu fólki, fólki, sem býr í heilsu- spillandi húsnæði, ungu fólki, sem er að stofna heimili, öryrkj- um og gamalmennum. Mega ár- legar greiðslur fyrir afnotarétt þessai'a íbúða ekki fara fram úr greiðslugetu notenda, t.d. 10—15% af tekjum. Sendíbill 1202 Stotionbíll 1202 FEUCIA SportbtU CKTAVIA Fólksblll Kaupmenn - Heildsalar Tek að mér að mála utanhúss-auglýsingar í sumar. Mála einnig skilti og auglýsingar á bíla. MATTHÍAS ÓLAFSSON málari Skipholti 25. Símar 2G988 — 10098. 5H0M ® TRAUST BODYSTÁL - ORKUMIKLAR OS VIÐURKENNDAR VÉLAR-HENTUGAR ISLENZKUM AÐSTÆDUM - LÁGT VERO FÓSTSENDUM UPPLÝSINGAR TÉKKNESKA BIFREIDAUMBODIO IAUGAVEGI 176 . SÍMI 57881 Bazar Ilvítabandsins í G.T.-húsinu á morgun klukkan 2 e.h. Margt góðra muna. NEFNDIN. J2'4) — ÞJÓÐVILJINN — Miðvikudagur 23. maí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.