Þjóðviljinn - 18.07.1962, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 18.07.1962, Blaðsíða 10
r i. s. í. K. S. !. LANDSLIÐ keppa á Laugarcfalsvellinum í kvöld og heíst leikurinn kl. 8.30 — Dómari: Valur Benediktsson. — Verð aðgöngumiða: Stúkusæti ':r. 30.00 — Stæði kr. 20.00 — Barnamiðar kr. 5 00. KOMIÐ OG SJÁJÐ 22 BEZTU KNATTSPYRNUMENN ISLANDS. — Knattspyrnusamband íslands. LANDSLIÐ Ráf herror tsknir að sverja Framhald af 1. síðu. þeirra eru efnislega samhljóða skeytum NTB fréttastoiunnar itorsku, sem hefur sínar upplýs- ingar frá Rauter, og einnig dönsku fréttastofunnar Ritzaus Bureau, sem fékk sínar heimild- or frá AEP fréttastofunni, en hin sícast taida er að nokkru. í eigu íranska rfkisins og því hálfopin- ber. Yfirlýsing AP fréttastof- v.nnar um að Adenauer hafi ekki vikið að Islandi í ræðu sinni er 'því harla léttvæg gagnvart þess- tim heimildum. Þess ber einnig að gæta, að oft mun koma fyrir að ræðumenn víkja að vild frá binum opinberu útdráttum, sem írétta:toíurnar fá í hendur af ræðttm þeirra. • Stefnt að aukaaðild Sforgunblaðið birtir einnig við- tal við Ólaf Thors, forsætisráð- iherra, um þetta mál. Þar er ekki víkið einu orði, að ummælum Adenauers, en að sjálfsögðu hefði íorsætisráöherranum borið skylda til þess að bera þau til baka, hafi þau ekki. við rök að styðj- ast. Forsætisráðherra telur fulla aðild ekki koma til greina nú, en segir síðan: . . . „um aukaaðild liggur enn ekki skýrt fyrir ihverjar skuldbindingarnar eru“. (þ.e. við inngöngu í EBE). Aí þessu verður því helzt ráðið, að áform ríkisstjórnarinnar sé að tengja íslanci Efnahagsbandalag- inu. með aukaaðiid, en í sáttmála banda'agsins er skýrt tekið íram, að það sé aðeins fyrsta spor í átt til fullrar samciningar. En á þessu sti.gi máloins heldur rik- isstjcrnin því vitanlega fram, að full aðild k;mi ekki til greina! (Man nú nokkur yfirlýsingar þernámsílokkanna við inngöng- una í Atlanzhafsbandalagið, að íherseta hér á friðartímum kæmi ekki til greina?). • Ilreinskilnir við erlenda valdhafa Ríkisstjórnin hefur eins og kunnugt er verið í stöðugu makki við forráðamenn EBE í lengri tíma. Þeir Gylfi Þ. Gíslason og Gunnar Thoroddsen fóru til við- ræðu við Bonn-stjórnina á s.l. ári. Gylfi heíur einnig heimsótt París og Róm í sömu erinda- gjörðum ásamt meðreiðarsvein- um; I síðustu utanför sinni ræddi Gylfi svo við ráðherra í Hol- landi, Belgíu. og Luxemburg og lauk yfirreið sinni með því að fara aftur til Bcnn til viðræðna við Ludwig Erhard. Og enda þótt ríkisstjórnin hafi ekki sótt form- lega um aðild að Efnahagsbanda- laginu, leynir sér ekki, að stefna þennar er sú. Þetta hafa ráðhcrr- arnir látið uppi við forráðamenn Efnahagsbandalagsins. Þeir hafa skilið viðræðurnar við íslenzku ráöherrana á þann veg, að ís- Jenzka ríkisstjórnin hefði ákveð- ið afl sækja um aðild að Efna- hagsbandalaginu, strax og samið hefur vcrið um inngöngu Dret- lands, enda kemur þetta gleggst fram í ummælum Adcnauers kanzlara. • Ríkisstjórnin teflir málstað íslands í hættu Þessi aístaða ríkisstjórnarinn- ar er mjög hættuleg lyrir Island og getur stórspillt fyrir öllum samningum um venjuleg við- skiptatengsl við Efnahagsbanda- lagið. Forráðamenn bandalagsins stefna að sem víðtækustu efna- hagslegu og pólitísku valdi þess í framtíðinni, og þeir munu ekki hika við að notfæra sér veik- leika íslenzkra ráðamanna til þess að ná þeim tökum einnig hér. Allir eru sammála um, að hér. Allir eru sammála um, aö okkur ber að fylgjast með þróun markaðsmála landanna í Vestur- Evrópu og hafa við þau scm bezt viðskiptatengsl. En íslendingar vilja ckki kaupa þau svo dýru verði, að fórna fyrir þau sjálf- stæði sínu og tilverurétti. Ríkisstjóninni var í Iófa lagið að óska eftir umræðum um við- skiptasamning við Efnahags- bandalagið á sama hátt og sænska stjórnin hcl'ur gert og kanna þannig, hvaða kjörum væri unnt að ná. En með stefnu sinni hcfur ríkisstjórnin torveld- að mjög þcssa leið, ef ekki lck- að ihenni 'alveg, icins og bent er á hér að ofan. Hún heíur rétt for- ráðamönnum Efnahagsbandalags- ins litla fingurinn. Ef íslcnding- ár vilja bjarga málstað sínum, er því óhjákvæmilegt að svipta nú- verandi valdhafa því umboði, sem þeir nú hafa til að stjórna málum landsins. Það ber þjóð- inni að gera í næstu Alþingis- kosninguin. Afvopnunin Framhald af 7. síðu. vestrænum áhrifum. Ekki sagði Krústjoff hvort eða hvenær Sovétríkin myndu hefja til- raunir með kjarnorkuvopn sem svar við bandarísku tilraunun- um; hann sagði: „Við getum ekki annað en hugsað um ráð- stafanir til að efla varnarmátt Sovétríkjanna cg sótíalistísku ríkjanna". Krúsljoíf endurtók fyrri til- lcgur Sovétríkjanna um af- vopnun, sem hann taldi fram- kvæmanlega á fjórum árum, og ræddi ýtarlega um þann auð sem endalok vígbúnaðarkapp- hlaupsins færðu þjóðunum þeim til betra lífs. Hann minntist ennfremur á orð Russells, sem hvatti vestræna stjórnmála- menn til að lýsa því yfir að þeir vildu heldur sigur komm- únismans en kjarnorkustyrjöld, og austræna stjórnmálamenn til að lýsa því yfir að þeir vildu heldur kapítalisma en styrjöld. Við lýsum því yfir, sagði Krústjofí í þessu sambandi, að það er ekki okkar stefna að hefja styrjöld í nafni sigurs kommúnismans. Fulltrúar hafa skipt sér í nefndi.r: mu.n ein ræða um tæknileg vandamál afvopnunar, önnur um efnahagsleg vanda- mál hennar, hin þriðja um sjálfstæði þjóða og afvopnun, hin fjórða um siðferðileg, lög- fræðileg cg menningarleg vandamál tengd afvopnun. Ráð- stefnunni lýkur þann 14. júlí. Árni. Gert er ráð fyrir, að þýzka sæsíimaskipið „Neptun“ leggi úr höfn í Þýzkalandi 23. ágúst n.k. og hefji lagningu sæsímans frá Nýfundnaiandi 2. september, Fyrst tíl Grænlands og svo það- an til Vestmannaeyja, og Ijúki verkinu í !ok septemibermánaðar, Trésmiðaíélag Reykjavíkur Áríðandi félagsfundur verður í Breiðfirð- ingabúð í kvöld kl. 8.30. Fundarefni: Auglýsing kauptaxta. STJÓRNIN. Háteigshverfi Nýr útsölustaður Þjóðviljans í biðskýlinu við Háaleitisbraut. , • i*l • • mn ■nL: Sennilega heíur margur bridge- spilarinn orðið var við það, að í keppni þar sem spi’.in eru geíin fyrirfram, koma oft fyrir spil með óvenju mikilli skiptingu. Síðasta heimsmeist- arakeppni í tvímenning var enginn eftirbátur hvað það snerti. Eftirfarandi spil er frá opna ílokknum. S: í) H: Á-K-D-10-9-8-3 T: ekkert L: Á-K-6-5-4 S: D-7-5-3 H: ekkert T: D-10-6-5-4 L: G-10-8-3 S: Á-K-8 H: 2 T: Á-K-G-9-8-7-3-2 L: 9 S: G-10-6-4-2 H: G-7-6-5-4 T: ekkert L: D-7-2 Bandaríkjamennirnir Jordan og R binson héldu. á a-v spilunum gegn Holldendingunum Keiser- Kokkes. Þar gengu sagnir eftir- farandi: Vestur pass pass pass Norður 2 tíglar 6 hjörtu pass Austur 5 tíglar dobl. Suður 5 hjörtu pass Au.stur spilaði út spaðakóng og síðan spaðaás. Norður trompaði og átti. restina. N-s fengu því 1210, sem var afbragðsskor. Bezti árangur á a-v línuna var hins vegar hjá Bandaríkja- mönnunum Feldesman og Mil- es. Við þeirra borð gengu sagnir þannig: Vestur pass 7 tíglar pass Norður 2 tíglar dobl Austur 5 tíglar pass Suður pass pass Feldesman (vestur) hélt að hann væri að dreyma, þegar hann heyrði fyrstu sagnumferð- ina og dreymandi sagði hann 7 tígla. Suður tók sér góðan u.mhugsunartima áður en hann lét út. Síðan spilaði hann út eina spili.nu., sem gat gefið al- slemmuna — spaðagosanum. Sagnhafi drap heima og tók nokkrum si.nnum trcmp, sv.ona til þess að íu.llvissa sig um, að hann og félagi hans hefðu átt 13 tromp í upphafi. Síðan tók hann spaðaásinn og spaðasvín- inguna. Laufam'an fór niður í spaðadrottninguna og spilið var u.nni.ð. A-v fengu 1630, sem var náttúrlega toppskorin á þá línu. Öryggismá! sjémcnna Framhald af 4. síðu. mannaskólans MEIRA en um- hugsunarefni. Brjóstviti manna ber ég virðingu fyrir og eðlis- lægir hæfileikar í ákveðnar átt- ir geta verið stórkostlega hríf- andi. En slíkar guðsgjafir ættu vissulega að fullkomnast við raunhæfa, vísindalega þekkingu, og er ég skipaskoðunarstjóra fyllilega sammála um allt það, er hann segir í sambandi við áhrif þekkingar skipstjórnar- manna til eflingar meðfæddum hæfileikum þeirra. Hér skal nú látið staðar num- ið. Mér þykir að sumu leyti heldur fyrir því að vera e. t. v. að hrella jafn ágætan mann.og skipaskoðunarstjóra nú í há- sumarblíðunni með athuga- semdum mínum að nokkru varðandi virðulegt embætti hans. En það er nú oft þannig, að hafi manni á annað borð orðið það á að segja A, verður maður einnig að segja B — og stundum meira. Ég bið hann án tilefnis að líta nú sem í fyrra skiptið á hugleiðingar mínar um þessi mál sem vilja til þátttöku í vekjandi umræð- um og gagnlegum aðgerðum til úrbóta. Þetta slysavarnamál laðar ekki til hlédrægni. En þótt það sé rætt hér allmjög í spurnarformi, ætlast ég engan veginn til mín vegna, að skipa- skoðunarstjóri svari þeim frek- ar en honum sjálfum sýnist, enda sumum spurninganna alls ekki sérstaklega beint til hans. Hi.tt er aðalatriði þessa máls, að GERT SÉ það, sem GERA ÞARF, og vil ég treysta honum til þess að eiga þar góðan hlut í æskilegri lausn mála. Til þess ihefur hann bæði þekkingu og valda-aðstöðu. Góðvilja hans efast ég ekki um. Reykjavík, 12. júlí 1962. Baldvin Þ. Kristjánsson. Mk'ic' KHflKI M 110) — ÞJÖÐVILJTNN — Miðvikudagur 18. júlí 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.