Þjóðviljinn - 25.08.1962, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 25.08.1962, Blaðsíða 3
Gullfoss í vefur Hátíð í Moskvu Það hefur verið mikið um dýrðir í Sovétríkjunum að undanförnu öll landsins börn hafa samfagnað sovézku gcimförunum og skín ánægj- an úr svip fólksins hér á myndinni sem tekim var í Moskvu. OSLÓ 24/8. —■. Á ráðstefnu æsku- Jýðsfulltrúa fra Afríku og Norð- urlöndum scm stcndur' nú yfir í Osló var í kvöid samliykkt álykt- un har sem fordæmd eru afskipti heimsvaldasinna af Sáincinuðu þjóCunum og misnctkun þeirra á samtökunum. Segir í álýktuninni sem sam- þykkt var. með öllúm greiddunr atkvæðum, en fúlltrúai' íhalds- stúdenta af Norðurlcndum sátu hjá, að nýlenduveldin béiti SÞ fyrir sig til íhlutunar í málefni landa sem nýlega hafa fengið sjálfstæði, eða sem enn eru öðr- um háð. Þá er lýst ábyrgð á hendur nýlenduveldanna fyrir morðið á Patrfce LúmúTnBa og fyrir fangelsun eftirmanns hans, Antoine Gizenga. Þingið gagnrýridi einnig mjög hárðlega að kínverska alþýðulýð- veldið Skyldi enn ekki hafa íeng- ið aðild að SÞ og þess krafizt að úr þyí verði bætt þegar í stað. Þá' krefet' þingiö þess að skipu- iagi. samtakanna verði breytt þannig að það samsvari hin.um raunverulégu póiitísku valdahlut- föllum í herminum og má skilja þann kafla ályktunarinnar á þann Veg að þingið taki undir kröfu Sovétríkjanna um þrí- skipta stjórn SÞ. I annarri áiyktun sem þingið samþykkíi líka mótatkvæðalaust er kynþáttakúgun og mismunun í hvaða formi sem er fcrdæmd harðlega, ennfremu.r öll ný- lendú.kúgún, bæði gamalkunn og sú sem nú er að ryðja sér rúms. Þi.ngið' íýsti fu.llu samþykki sínu við starf Heimsfriðarráðsins og baráttu þess fyrir afnámi her- stöðva á erlendri grund, móti hernaðarbandalögum og kjarn- orkuvopnum. Miklar umrœður ó fundum hernómsandstœðinga • í fyrrakvöld voru haldnir fundir hernáms- andstæðinga á Laugum í Reykjadal og Hrolllaugs- stöðum í Suðursveit. Miklar umræður urðu á báð- um fundunum og voru menn á einu máli um að krefjast þess að allur erlendur her yrði á brott úr landinu. Þráinn Þórisson kennari frá Baldursheimi var fundarstjóri á fundinum á Lauguin. Framsögu- menn voru: Þóroddur Guð- mundsson skáld frá Sandi, Ari Jósefsson skáld og Björn Hall- dórsson lögfræðingur. Aðrir ræðumenn: Tryggvi Stefánsson bómdi á Hallgilsstöðum i Fnjóskadál. Ingi Tryggvason Kárhóli Reykjadal^ Olgeir Lút- hersson, Veisuseli Fnjóskadal, Þorgrímur Starri Björg\dnsson Garði Mývatnssveit, Páll Gunn- laugsson, Veisuseli Fnjóskadal, Hermóður Guðmundsson Árnesi og Þráinn Þórisson Baldurs- heimi. Allir ræðumenn studdu kröf- una um brottför hersins og ríkti mikill einhugur á fundinum. Á fundinum á Hrolliaugsstöð- um í Suðursveit voru framsögu- menn Kjartan Ólafsson og Rögn. valdur Hannesson. Fundarstjóri var Halldór Vilhjólmsso.n Garði. Aðrir ræðumenn voru: Steinþór Þórðarson Hala, Benedikt Þórð- arson Kálfafelli, Sigurjón Ein- arsson oddviti Árbæ Mýrum, séra Skarpihéðinn Pétursson Bjarnarnesi, séra Sváfnir Svein- bjarnarson prófastur Kálfafells- stað, Torfi Steinþórsson skóla- stjóri Hrolllaugsstöðum o2 Vil- hjálmur Guðmundsson bóndi Garði. Allir ræðumenn studdu mál- stað samtakanna. Að loknum báðum fundunurrB voru 'héraðsnefndir kQsnar. LONON 24 8 — Yfirréttur stað- ' festi í dag þann úrskurð undir- rcttar að fyrirmæli brezka inn-1 anríkisráðhcrrans um að dr. Roberí Soblen skuli fluttur nauð- j ugnr úr Iandi hafi verið lögum samkvæmt og liafnaði líka þeim j (ilmælum Soblens að hann yrði látinn laus úr fangelsinu. Þetta er í fjórða sinn sem mál. hans kemui' fyrir brezka dóm - stóla, en þó ekki það síðasta. Hann er að reyna að fá hrund-1 ið brottvísunarfyrirmælum inn- anríkisráðuneytisins á þeirri for- sendu m.a. að hann sé pólitískur flóttamaður sem eigi kröfu á griðastað, Soblen var dæmdur i ævilangt fangelsi í Bandaríkjun- um fyrir njósnir í þágu Sovét- ríkjanna Hann þj'áist af b'.óð- krabba og læknar ihans telja að 'hann muni lifa eitt ár enn. Lögmenn hans sögðu eftir að úrskurður hafði verið kveðinn upp, að þeir myndu áfrýja hon- um og fara með máiið allt til lávarðadeiidarinnar sem er æðsta dómstig í Bret'andi. Ef úrskurð- inum fengist ekki haggað myndi dr. Soblen biðja Kennedy um náðun. Soblen hefur aldrei ját- að si.g sekan um þau afbrot sem hann var dæmdur fyrir. í vetur fitjar Eim- skipafélag íslands upp á nýjung, sem vafa- laust á eftir að njóta almennra vinsælda, en það eru sérlega ódýrar skemmtiferðir til út- landa með m.s. Gull- fossi. Þetta eru 16 daga ferðir og búa far- þegar um borð í skip- inu sem á hóteli með- an staðið er við í er- lendum höfnum, Leith, Kaupmannahöfn og e. t.v. víðar, en fargjald- ið er 5100 krónur. Öttar Möller, forstjóri Eim- Skipafé’.ags íslands. Kristján Aðalsteinsson skipstjóri á Gu’.Ifossi, Sigur'augur Þor- ke’.sson o. fl. starfsmenn Eim- skips skýrðu fréttamönnum frá þessum ferðum í gær. Gáfu þeir eftirfarandi upp- Ijísingar; Fyrirhugað er að á tíma- bi’inu nóvembcr til marz í vetur verði einungis I. far- rými skipsins opið fyrir far- þega og þannig aðeins boðið upp á hin fullkomnustu þæg- indi. Hinsvegar verða far- gjii’.din lækkuð stórlega á þessu farrými, frá því sem er á sumrin, svo að Þau verða ekki hærri en II. far- rýmis-fargjöldin eru venju- lega, í erlendum höínum verður skipið opið sem gisti- staður fyrir þá farþega, er ferðast með því fram og til baka. Þar fá þeir gistingu, fæði og þjónustu, allt inni- falið í fargjaldinu. Sérstak- lega skal vakin á því athygli, að I engu verður rýrð þau þægindi, matur og drykkur, sem bezt eru yfir sumartím- ann. Ferðunum verður þannig hagað, að brottför verður frá Reykjavík síðdegis á föstu-. degi og siglt til Kaupmanna- hafnar. Sú siglingaleið er 3—4 sólarhringar. Skipið dvelur nálega viku í Kaupmanna- höfn. Oftast er það þó svo, að skipið ke.mur við í annarri er’endri höfp á leið sinni til Kaupmannahafnar (venjuleg- ast Hamborg) og mun það þá að sjálfsögðu stytta dval- artímann í Kaupmanna'höfn. Frá Kaupmannahöfn verður siðan sig’.t á þriðjudegi tii Leith í Skotlandi og komið þangað snemma á fimmtu- daigsmorgni. Þaðan verður svo sig.t að kvöldi sama dags og komið til Reykjavíkur á sunnudegi. Hver ferð tekur þannig 16 daga og kostar 5100 krónur. Það er von Eimskipafélags- ins, að með því að bjóða þessar ódýru og hagkvæmu ferðir í vetur, gefist mörg- um, sem ekki hafa átt þess ko.st áður. tækifæri tii þess að heimsækja Kaupmanna- höfn, höfuðborg Norðurlanda, sem oft er nefnd borg gleð- innar. þar sem opin eru leik- hús, óperur og ýmsir aðrir skemmtistaðir, sem lokaðir eru yfir sumartímann. Þá gefst og tækifæri til þess að heimsækja Edinborg, þá fögru og söguríku bor.g Skot- lands. Og að lokum má ekki gleyma vistinni um borð í Gullfossi, þar sem farþegar njóta þeirra þæginda, Iþjón- ustu, matar og drykkjar, sem stærsta ís’.enzka hótelið bezt getur bo.ðið gestum sínum. Samkvæmt áætiun m.s. Gullfoss verður farið í fyrstu feroina á tímabilinu sem um ræðir 2. r.óvember, aðra ferð- ina 23. nóvember, þriðju ferð- ina 26. desember, f jórðu ferð- ina 18. janúar og fimmtu ferðina 8 febrúar. Sjötta ferðin verður svo farin 1. marz frá Reykjavik, en eftir komn skipsins til Kaupmh. fer skinið í þurrkví til flokk- unarviðgerðar. Laugardagur 25. ágúst 1962 — ÞJÓÐVILJINN — (3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.