Þjóðviljinn - 25.08.1962, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 25.08.1962, Blaðsíða 4
Baráttan við kaupgetuna Hin svokallaða „viðreisnar- steína“ er í eðli sínu bölsýnis- stefna, sem á rætur sínar í van- trú á gæði landsins og getu þjóðarinnar. Ein helzta trúar- játning þessarar stefnu er sú, að velferð og framtíðarheill þjóðarinnar sé undir því komin, að tekizt geti að skerða kjör hennar og draga svo úr kaup- getu hennar, að hún geti helzt ekkert veitt sér umfram brýn- ustu nauðsynjar. í samræmi við þessa trúar- játningu hefur ríkisstjórnin frá öndverðu lagt á það ofurkapp, að rýra lífskjörin og drepa í dróma framkvæmdavilja þjóð- arinnar. Af þeim toga er t.d. söluskatturinn, sem leiddi til mikillar almennrar verðhækk- unar, gengisfellingar 1960 og 1961, sem leiddu til margfalt geigvænlegri verðhækkana, frysting sparifjárins og vaxta- okrið, sem verkar eins og hem- ill á allar framkvæmdir og rekstur. Af þessum rótum er líka sprottin hin ofstækisfulla barátta rkisstjórnarinnar gegn öllum kauphækkunum hversu lítilfjörlegar og sanngjarnar sem þær eru. Eitt af því, sem ríkisstjórnin hefur gumað mest af, er hin „frjálsa verzlun". Þetta verzlun- arfrelsi er í beinum voða, ef lífskjör almennings batna svo, að hann geti aukið vörukaup sín til muna. Þá yrði ríkis- stjórnin til þess neydd, að tak- marka innflutninginn og missti hún þá eina helztu skrautfjöðr- ina úr hatti sínum. Játa verður, að ríkisstjórnin hefur ekki farið dult með þá fyrirætlun sína, að þrengja kosti alþýðu. En hún hefur reynt að fela eðli þeirrar stefnu með áferðarfallegum nöfnum cg skrúðmælgi. Eftir að búið var að rýra kjörin svo og svo mikið, gátu menn vænzt þess, að aftur birti í lofti og að kjör- in gætu aftur farið að batna. Viðreisnin átti sem sé að vera nokkurskonar hreinsunareldur sem þjóðin varð að ganga í gegnum til að öðlast betri kjör, í líkingu við þann hreinsunar- eld, sem menn hafa trúað að sálir framliðinna yrðu að kvelj- ast í til að geta gera sér von um eilífa Paradísarsælu. Ríkisstjórnin, málgögn henn- ar og séríræðingar hafa talað opinskátt um þann voða, sem af því stafaði, ef almenningur gæti veitt sér eitthvað ofurlítið umfram brýnustu lífsnauðsynj- ar. Og vissulega hefur ekki verið látið sitja við orðin tóm. Bar- áttan gegn kaupgetunni hefur verið látlaus og hatröm, og í þeirri baráttu hefur ríkisstjórn- inni vissulega orðið mikið á- gengt. Kaupgeta venjulegra launa er nú miklu 'minni en verið hefur um iangt skeið. Að- eins með auknum þrældómi hefur vinnandi mönnum tekizt að varðveita nokkra kaupgetu umfram brýnustu þarfir. En á vegi ríkisstjórnarinnar hefur orðið einn þröskuldur, sem orðið hefur sérstaklega erf- iður viðureignar, en það er góð- æri það frá náttúrunnar hendi sem ríkt hefur í landinu. Sér- staklega hafa síldveiðarnar gengið vel og ógnað kjaraskerð- ingarstefnu ríkisstjórnarinnar og hefur hún neyðzt til að grípa til sérstakra ráðstafana til að koma í veg fyrir, að hallær- isstefna sú, sem sæmd hefur verið hinu fagra heiti „viðreisn“ færi út í veður og vind. Bann ríkisstjómarinnar við því, að atvinnurekendur í járn- iðnaði semdu við járniðnaðar- menn um smávægilegar kjara- bætur, var fyrst og fremst hugs- uð sem hemil á síldveiðarnar, enda tafði það mjög allan und- irbúning síldarmóttöku, einkum á Austfjörðum og þá sér í lagi á Seyðisfirði og Reyðarfirði. Þjóðarbúið skaðaðist um tugi milljóna króna, síldveiðisjó- menn og útgerðarmenn sköðuð- ust stórlega — en „viðreisnin“ heldur enn velli. Bráðabirgðalög ríkisstjómar- innar um kjör á síldveiðum, en þau voru sett eftir að útgerð- armenn höfðu tapað deilu þeirri, er þeir höfðu stofnað til við sjómenn, voru m.a. sett til að draga úr kaupgetu síldveiði- sjómanna. Sjómenn geta fyrir bragðið lagt minna til heimila sinna, til skuldagreiðslu, hús- bygginga og annarra þarflegra hluta — en það er stoð undir viðreisnina, cg geta þeir sjó- menn, sem geð hafa til, huggað sig við það. Söltunarbannið, sem sett var á miðri síldarvcrtíð, þjónar sama markmiði. Síldveiðimenn, síldarverkunaríólk og söltunar- stöðvar verða fyrir stórkostleg- urn hnekki vegna bannsins, en með því hefur dregið til muna úr kaupgetu þessa fólks. Því er það vatn á myllu „viðreisnar- innar“. Um miðjan júlímánuð, þegar sýnt þótti að síldveiðarnar myndu ganga vel, sá ríkis- stjórnin, að mikill voði steðjaði að „viðreisninni“ og að þær ráðstafanir, sem þegar voru geröarv myndu ekki reypast fullriæ'gjandi ;iil að’ halda uðóvininum — kaupgetunni —• í skefjum. Var þá gripið til þess ráðs, að banna bönkunum að veita nokkurt lán fram til 1. september, önnur en brýn- ustu rekstrarlán. Með þessu átti að draga úr framkvæmdagetu manna og leggja framfaravilj- ann í fjötra. Sjálfsagt hefur sá tilgangur náðst með lánabann- inu. Minna má á, að allur togara- flotinn lá í höfn vegna kaup- deilu um fjögurra mánaða skeið. Að því er bezt varð séð, lét ríkisstjórnin sér þetta vel Framhald á 11. síðu. Dr. BJORN K. Þ0R0LFSS0N skjalavörður, sjötugur AUt frá því að Björn K. Þór- ólfsson varð stúdent árið 1915 og hóf norrænunám í Kaup- mannhafnarháskóla hafa skjala- söfnin verið heimur hans. Á Hafnarárum sínum dvaldi hann ■langvistum á safni Árna Magn- ússonar, Ríkisskjalasafni Dana og borgarskjMasafni Kaup- mannaháfnar, enda einn í hópi margra frægra og ágætra fs- lendinga, er voru styrkþegar Áma Magnússonar sjóðsins. Vísindarit hans og ritgerðir eru þá og flest byggð á frumrann- sóknum í skjalasöfnum, svo sem Um íslcnzkar orðmyndir á 14. og 15. öld Qg breytingar þcirra úr fornmálinu og doktorsrit hans, Rímur fyrir 1600. Á ár- unum 1926—1928 vann hann -mikið rannsóknarstarf í Ríkis- skjalasafni Dana. er skjalaskipti fóru fram milli Danmerkur og íslands, og í borgarskjalasafni Kaupmannahafnar kannaði hann heimildir um verzlunar- sögu íslands og skrifaði merka ritgerð á dönsku um það efni. Björn Karel vann að skjala- rannsóknum i Kaupmannahöfn í um það bil 22 ár. En 1938 vera hór Tvcir Fraltkar sem farið iiafa f könnunarflug yfir suðvestur- hluta Venczuela, hafa uppgötvað hæsta foss í heimi. Segja þeir fossinn vera um 1000 metra á hæð. Stjórnarvöld í Venczuela trafa í hyggju að fá staðfestingu á fullyrðingu Frakkanna mcð því að senda leiðangur á þær slóðir sem fossinn er sagður vcra. honum fómir. Samkvæmt trú i fara í flugvél yfir þelta svæði. • Gömul saga vifjast upp Árið 1933 komst svipuð saga á kreik og vakti mikla athygli í fréttaheiminum. Staðurinn þar sem Frakkarnir sáu fossinn er torgengilegt frumskógasvæði i hitabeltinu. Brezki landkönnuð- urinn Angel var að rannsaka líf indíána á þessum slóðum fyrir 29 árum þegar hann komst í kynni við „þrumuguðinn”. /J ngel lagði kapp á að kynna sér þróun og mál indíánaþjóð- flokkanna, og hann komst að því að þeir óttuðust þrumuguð einn mikinn, en báru jafnframt stóra virðingu fyrir honum og færðu indíána átti guð þessi aö..hafu aðsetur sitt í fjöllunum laagt inni í frumskóginum. • Óttinn við „þrumuguðinn“ Tilraunir Angels til að komast til guðsfjallsins fóru ,þó út um þúfur vegna ofsalegrar hjátrúar indíánanna. Þeir fylgdu honum að vísu í áttina til hins mikla þrumuguðs. Þegar komið var nokkuð áleiðis, töku fjarlægar drunur að berast að eyrum Ang- els, og þær jukust eftir því sem lengra var gengið í áttina. Könn- uðurinn gerðist æ forvitnari en skyndilega varð honum Ijóst, að hann var aleinn í frumskóginum. Indíánamir höfðu laumazt á brott og flúið af ótta við þrumu- guðinn. Englendingurinn sá ekki annan kost en að snúa við. En hann gat þess til, að „þrumurvnarV stöfuðu frá stórum fossi. Angel ákvað að reyna að kom- 'ast að hinu sanna með því að Hann lagði af stað í leit að leyndardóminum eftir margra vikna undirbúning — en hann kbm aldrei aftur. • Nýr foss Árið 1949 gerði ríkisstjórnin í Caracás út leiðangur til að halda könnun Angels áfram. í grennd við landamæri Brasilíu fundu leiðangursmenn hæsta foss sem þekktur er í heiminum. Hann reyndist 963 metrar á hæð. Á f jallstindi í grenndinni fundu þeir flakið af flugvél Angels. Fossinn var skírður eftir könnuðinum sem lét líf sitt í leitinni að hon- um. Ýmsir halda að Frakkamir tveir hafi séð Angel-fossinn, en aðrir telja að þeir hljóti að hafa uppgötvað áður óþekktan foss. Á þessum slóðum eru víðáttu- anikil svæðt, sem enn eru alger- (lcga ókönnuð, og því . er ekki tal- fð óhugsandi að ýmis furðuverk náttúrunnar dyljist mönnum enn- þá. i gerðist hann skjalavörður á Þjóðskjalasafninu í Reykjavík og hefur nú starfað þar tveimur árum betur. Heimur skjalasafn- anna, heimur Björns Karels, minnir mig alltaf á eilífðina: hann virðist aldrei verða fuil- kannaður og störfin, sem þar eru unnin verða ekki unnin á handahlaupum. Þar fer heldur ekki fram neitt Maraþonhlaup. Þar ríkir hin daglega, kyrrláta, óðagotslausa önn, og þeir kostir, sem þeir menn, er þarna vinna, verða að vera gæddir, eru þol- inmæði, samvizkusemi og vand- virkni. Alla þessa kosti hefur Björn Karel Þórólfsson til að ibera í ríkum mæli, svo sem rit hans, stór og smá, bera ljósast vitni. Iðja hans við skjöl og skilríki skrifuð hefur mótað alla persónu hans og framkomu: rólegur og fumlaus og settlegur gengur hann enn í dag að starfa sínum, sem hann gerði ungur að sínu lífsverki. Björn Karel Þórólfsson er Hafnarstúdent, var og formað- ur Félags íslenzkra Hafnarstúd- enta í Kaupmannahöfn í þrjár rennur, ef ég man rétt. Meðal íslenzkra Hafnarstúdenta síð- ustu áratuga mun enginn fræg- ari Birni Karel. Mjög snemma á Hafnarferli hans hóf þjóð- sagan að spinna um hann sinn þráð. Ekki verður tölu komið á sögurnar, sem af honum gengu á Hafnarslóð, af tilsvör- um hans og spakmælum. Marg- ar voru sögur þessar sannar, en þó sennilega fleiri ilognar. En það þótti sjálfsagt að kenna honum allt, sem með nokkrum hætti þótti afbrigðilegtog frum- legt. Þótt Björn Karel væri á Hafnarárum sínum jafnan önn- um kafinn í hinum kyrrláta heimi skjalasafnanna, þá fór því fjarri, að hann sneri baki við hinni léttlyndu tilveru, er ríkti utan hans. Við íslenzku stúdentarnir nutum oft sam- vista hans á fundum okkar. I mörg ár man ég eftir honum við borð íslenzkra stúdenta í mötuneytinu hjá Nörregade. Hann kom þangað venjulega réttstundis kl. 12 á hádegi, hæglátur og hugsandi, og brá þá oftar en ekki fyrir kímni- glampa í augum hans. Þá var hann að hugsa um eitthvað skemmtilegt. Aldrei voru borð- ræður okkar stúdentanna fjör- ugri en þegar Björn Karel neytti matar síns með okkur. Stundum ræddum við um sögu íslands, einkum þótti honum gaman að ræða þrátefli Heima- stjórnar og Sjálfstæðismanna á öndverðum árum aldar okkar. Engan mann veit ég fróðari um það efni en hann, og oft hefur mér síðar dottið í hug hver nauðsyn væri á að Björn Kar- el festi á blað eitthvað af því sem hann vissi um þetta um- deilda tímabil. Kannski á hann eftir að gera það í sínu otium. En Bjöm Karel hafði áhuga á fleiru en hinum andaða tíma sögunnar. Hann hugaði einnig að þeim grösum, sem voru að vaxa í kringum hann. Hann bar mjög hag okkar- íslenzku stúdentanna fyrir brjósti, ekki sízt sálarheill okkar og tilfinn- ingar. Hann gaf okkur þá oft góð ráð í vegarnesti, ef honum sýndist við vera eitthyað dap- urlegir á svipinn eða miður okkar. Oft ræddi hann við okk- ur um ástina, kunni þar á góð skil — ekki sízt á teoretísku hliðinni — svo sem skáldið komst að orði, og nutum við margir góðs af túlkun hans og ræðum í því efni. öll var kennsla Björns Karels gædd miklum og sérstæðum húmor, þeirrar tegundar, er ég hef ekki fundið í öðrum mönnum. Og nú er þessi margvísi fræðimaður orðinn sjötugur, og þótt hann sé nú hættur að segja ungum stúdentum til veg- ar um þymirunna lífsins, þá mun hann enn sem fyrr verða hjálparhella hverjum þeim, sem leitar ráða hans um þau vanda- mál, sem eru af þeim heimi, er hann hefur helgað allt líf sitt. Ég vona, að við megum enn um mör.g ár eiga kost á að sækja fund ihans. Heill þér sjötugum! Sverrir Kristjánsson. g) — ÞJÓÐVILJINN — Laugardagur 25. ágúst 1962

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.