Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 14. -le'bfQar 19(53 ÞJ«ÐVILJINN SlÐA 3 Myndin er tekin í Hughes-flugvélaverksmiðjunum í Kaliforníu, sem smíðuðu hið nýja bandaríska endurvarpstungl, Syncom, en nafn þess er dregið af „synchronous communication satellite", sem gefur til kynna að umferðartími gervitunglsins sé sá sami og jarð- arinnar. Á myndinni er verið að Ieggja síðustu hönd á gervi- (Mynd frá USIS). er tunglið og fullprófa tæki þess. Hefur sama umferðartíma og jörðin Nýtt bandarískt endurvarpstungl CANAVERALHÖFÐA 13/2 — í kvöld luku vísindamenn og aðrir starfsmenn í tilraunastöðinni á Canaveralhöfða við allan undirbúning undir tilraun til að koma nýju end- urvarpstungli, Syncom, á braut unihverfis jörðina, sem á að verða slík að umferðartími þess verði sá sami og jarð- arinnar, 24 klukkustundir. Ætlunin var að tunglinu yrði skotið á loft skömmu eftir miðnætti. Til þess að gervitungl hafi sama umferðartíma og jörðin þarf það að snúast umhveríis hana í 35.700 km hæð. Þetta verður fjarlægð Syncoms frá jörðu, ef tilraunin gengur að óskum. Tunglið mun þó ekki alltaf verða yfir sama stað á jörðinni, því að braut þess á að halla um 30 gráður frá mið- baug, og það mun því séð frá jörðu flytjast á milli 30 gráða suðurbreiddar og 30 gráða norð- urbreiddar . Þetta Syncom-tungl er aðeins það fyrsta af mörgum slíkum sem ætlað er að skjóta á loft á næstunni. En þegar full reynsla er fengin er ætlunin að þrjú slík tungl a.m.k. verði á stöðugum brautum umhverfis jörðina og mun þá hægt að eiga um þau hvers konar fjarskipti milli hvaða staða sem er á jörðinni. Þetta fyrsta Syncom-tungl er 90 kíló á þyngd og líkast tunnu í laginu. Það er búið ýmsum tækjum og þó fyrst og fremst endurvarpstækjum fyrir tal- og ritsíma. Hins vegar hefur það ekki endurvarpstæki fyrir sjón- varp, en síðari tungl þessarar gerðar verða að sjálfsögðu búin þeim. Takist að skjóta Syncom- tunglinu á rétta braut með Thor- Delta eldflauginni verður ein- hvern næstu daga byrjað á til- raunum með endurvarp um það frá New Jersey í Bandaríkjun- um til Lagos í Nígeríu, en í höfninni þar liggja nú bandrísk herskip sem búin eru tækjum til að taka við sendingunum. Bylfingin í írak Mótspyrna enn í flestum borgum BAGDAD og TEHERAN 13/2 — Allt bendir til þess að byltinganmönnum í írak sé enn veitt mótspyrna í flestum borgum landsins nema í höfuðborginni Bagdad, þar sem svo virðist sem Aref ofursti og félagar hans hafi bælt nið- ur alla andstöðu. Fréttir sem frá landinu berast eru mjög mótsagnakenndar, en haft er eftir flóttamönnum sem komu í dag til Teheran að þá hefði enn verið barizt í bæjum eins og t.d. Basra og Kazemein. Að sögn er byltingarmönnum einkum veitt andstaða í síðar- nefnda bænum og svo virðist sem andstæðingar þeirra leggi allt kapp á að verjast þar, en þar er sagt höfuðvígi kommún- ista í landinu. Aref ofursti, forseti bylting- arstjómarinnar, sagði í dag í við- tali við egypzku fréttastofuna, að markmið byltingarinnar væri eining þjóðarinnar, frelsi og fé- lagslegt réttlæti innan þeirra marka sem múhameðstrú setur. Utanríkisráðherrapn, Shabib, sagði á fundi með blaðamönnum í Bagdad að byltingarstjómin myndi ekki þola neins konar er- lenda íhlutun í innanríkismál Ir- aks. Stjómin myndi gera allt sem í hennar valdi stæði til að efla einingu arabaþjóðanna og hann taldi að hægt væri að komast að málamiðlun í deilu Iraks og Ku- waits. Hann staðfesti að bylt- ingarstjómin ætlaði ekki að hrófla við gerðum samningum við hin erlendu olíufélög. Samband íraskra stúdenta er- lendis, sem hefur aðalstöðvar sínar í London, sagði í dag að meira en 5.000 manns hefðu lát- ið lífið í byltingunni og gaf hinni nýju stjóm einkunnina „blóðþyrst einveldi'. Sambandið skoraði á menn í öllum löndum að beita Kommuiiistar í Indlandi for- dæma stefnu Kína NÝJU DELHI 13/2 — Kommún- istaflokkur Indlands fordæmdi í dag í langri yfirlýsingu stefnu kínverskra kommúnista sem voru sakaðir um að hafa brotið gegn lögmálum marx-lenínismans og hafa bakað framfaraöflunum í Indlandi óbætanlegt tjón með hemaðaraðgerðum sínum. Lýst er á hinn bóginn yfir fullum stuðningi við utanríkisstefnu Sovétríkjanna. Nambúdiripad, leiðtogi komrn- únista í Kerala, sem verið hef- ur framkvæmdastjóri indverska flokksins hefur sagt því starfi lausu. Ekki hefur ástæða verið tilgreind, en talið að hann sé á öndverðum meið við meiri- hluta miðstjómar flokksins í af- stöðunni til Kína. MannskæÓ Asíuinflúensa vestan hafs 1 austurfylkjum Banda- ríkjanna gengur nú far- aldur mannskæðrar inflú- ensu af því tagi sem kennd hefur verið við Asíu og hafa a.m.k. 20 manns látið lífið. Loka hef- ur orðið fjölda skóla vegna mikilla fjárvista bæði nem- enda og kennara. Þannig höfðu 7.200 nemendur og kennarar í skólum í Louis- ville í Kentucky tekið veik- ina á mánudag. Annað hvert bam deyr á fyrsta ári NEW YORK 13/2 — Helmingur allra bama sem fæðast í heim- inum deyr úr hungri þegar á fyrsta ári. Þessi ógnarlega stað- reynd var kunngcrð í aðalstöðv- um SÞ í New York í dag i til- efni þess að hafin er svonefnd „vika frelsis frá hungri“. í boðskap frá framkvæmda- stjórn matvælastofnunar SÞ (FAO) og bamahjálparsjóði sam- takanna (UNICEF) er skorað á þær þjóðir sem vel eru stæðar að leggja meira af mörkum til baráttunnar gegn sultinum i . °iminum. I boðskapnum segir að af öll- um þeim hörmungum sem stafi af hungri og næringarskorfi sé sú hryggilegust sem komi niður á milljónum og aftur milljónum bama, sem verði fórnarlömb fá- tæktar og jafnframt fáfræði. I vissum hlutum heims deyr ann- að hvert barn rétt eftir fæðing- una. Af um 800 milljónum bama í hitabeltinu og á nálægum svæð- um jarðar þjáist helmingurinn af skorti á eggjahvítuefnum og öðr- um mikilvægum næringarefnum. Óteljandi eru þau börn sem kom- ast á legg en bera alla ævina merki næringarskorts í uppvext- inum. sér gegn því að enn fleiri ír- askir borgarar yrðu teknir af lífi af hinum nýju valdhöfum. Hlutlaus ríki bera saman ráð GENF 13/2 — Fulltrúar hlut- lausu ríkjanna á afvopnunarráð- stefnunni í Genf komu í dag á fund til að bera saman ráð sín og komu þeir sér saman um að bíða enn um sinn áður en þeir legðu fram ákveðnar tillögur á ráðstefnunni um bann við kjarna- sprengingum. Vitað er að hlut- lausu ríkin leggja meginkapp á að fá stórveldin til að semja um slíkt bann, þar sem vitað er að nú ber lítið á milli þeirra í því máli. Minnzt afmælis vináttusamnings Sovét og Kína MOSKVU 13/2 — í dag var minnzt í Moskvuútvarpinu og einnig í Isvestía, málgagni sov- vétstjómarinnar, að þrettán ár voru liðin frá því að vin- áttusamningur Sovétríkjanna og Kína var undirritaður. Hvorki í útvarpinu né blaðinu var minnzt einu orði á þann ágrein- ing sem kominn er upp milli forystumanna ríkjanna, en það er ekki lengra síðan en á mánu- dag að Pravda, málgagn Komm- únistaflokks Sovétríkjanna, ræddi það mál í forystugrein. Afmæl- isins var einnig minnzt í Pek- ing, en þar veittist formaður kínversk-sovézka félagsins mjög harðlega gegn júgóslavneskum kommúnistum og öðrum endur- skoðunarsinnum. i i Kreppa í landi sem erík/ónumó erlendu fjórmagni \ Furðulega lítið hefur verið rætt um atburðina í Kan- ada að undanfömu. Það væri kannski réttara að segja að það sem um þá hefur verið sagt hafi verið orðað af furðu- legri varfærni og tvístíganda. Því hvaða skoðanir sem menn kunna að hafa á innanríkis- pólitíkinni þar í landi og þeirri baráttu um völdin sem nú á sér stað milli íhalds- manna Diefenbakers og frjáls- Ijmdra Pearsons, þá benda til- drög hinnar skyndilegu stjóm- arkreppu langt út fyrir þau mörk. Það sem þama hefur gerzt er einfaldlega að Kanada- stjórn féll vegna yfirlýsingar frá Washington þar sem skýrt var frá leynisamningum milli stjóma Kanada og Banda- ríkjanna um hemaðarmál. Að- eins tveimur dögum eftir að utanríkisráðuneyti Bandaríkj- anna hafði gefið út yfirlýs- ingu sína, var komin stjómar- kreppa í nágrannalandinu. Þetta var íhlutun í innan- landsmál nágrannaríkis og ná- ins bandamanns, sem bæði er einstæð og uggvekjandi. Tildrög þess að stjóm Kan- ada sagði af sér og að nýjar kosningar fara fram í apríl eru þau að Bandaríkja- menn vilja neyða Kanada til að nota kjamavopn í land- vömum sínum. Diefenbaker forsætisráðherra og meiri- hluti stjómar hans eru á móti því. Ihlutun Bandaríkjanna var ögrandi. Orðalag yfirlýs- ingarinnar var slík, að Kan- adamenn hlutu að bregðast hm*t við. Það má segja að yf- irlýsingin hafi beinlínis valdið þvi, að ósjálfstæði Kanada gagnvart hinum volduga ná- granna verði eitt meginatriði kosningabaráttunnar. Jafn- framt hefur efnahagsítökum þeim sem bandarískt fjármagn hefur aflað sér í Kanada ver- ið beitt í baráttunni. Sú ógn- un að efnahagslegum refsiað- gerðum verði beitt hefur einn- ig greinilega haft sín áhrif á kanadísku stjómina og al- menningsálitið í landinu. Auk landvama- og varalandvama- ráðherra hefur nú einnig við- skiptamálaráðherrann sagt sig úr stjóm Diefenbakers. Það er ekki auðvelt að eiga að bera ábyrgð á efnahagslífinu gagnvart þinginu í landi sem er í klónum á erlendu fjár- magni. B andaríkin svífast nú einsk- greinilega að á því séu engin tvímæli, hver ráði og eigi að hennar áliti að ráða fyrir samtökum vesturlanda. Innan sviga mætti minna á að þær afleiðingar sem nú bitna á Kanadamönnum af því að opna land sitt fyrir erlendu fjármagni gætu verið ýmsum til aðvörunar. Við eigum einn- ig að læra af því sem gerist handan Atlanzhafsins. ★ M' önnum kann að koma á ó- dálkum skuli aftur vikið að stjómarkreppunni í Kanada og það mjög á sama hátt og þegar hefur verið gert (s.L föstudag). En ummælin hér að ofan eru meginkaflamir úr forystugrein norska borgara- blaðsins Dagbladet frá því á mánudag og þaðan er fyrir- sögnin einnig komin. Þeir eru birtir hér sem sýnishom af því hvemig borgaralegir blaðamenn skrifa sem enn kunna að hugsa sjálfir, en gleypa ekki ómeltan þann á- róður sem tilreiddur er í Was- hington. Slík skrif eru þvi miður orðin með fádæmum f málgögnum íslenzkra borgara. Eða hver myndi eiga von á að lesa í íslenzku borgarablaði eftirfarandi lokaorð forystu- greinarinnar í Dagbladet: „Það fer orðið lítið fyrir sjálf- stæði og lýðræði í löndum (Nato)-bandamanna, ef þeir verða að horfa upp á að rík- isstjómum þeirra sé kollvarp- að með yfirlýsingu frá stjóm- arskrifstofu í Washington"? ás. -<5>l Ölga á vinnumarkaðinum í Finnlandi Opinberir starfsmenn boSa verkfall frá mánaðamótum HELSINKI 13/2 — Hin mikla ólga sem verið hefur á vinnumarkaðinum í Finnlandi allt frá byrjun þessa árs færist í aukana með hverjum degi og í dag boðuðu sam- tök opinberra starfsmanna verkfall í ýmsum helztu starfs- greinum frá næstu mánaðamótum. Jámbrautarstarfsmenn, póst- menn, tollþjónar, fangelsisverðir og starfsmenn á geðveikrahælum munu þannig leggja niður vinnu 1. marz, ef ekki hefur samizt um kjör þeirra fyrir þann tíma. Verkfallið nær til 23.000 manna, en áður höfðu kennarar og lög- regluþjónar boðað verkfall frá sama tíma. Samband verkamanna í bygg- PARlS 13/2 — Franska stjórn- in bannaði sjónvarpinu að senda út dagskrá sem tekin hafði ver- ið saman til að minnast orust- unnar um Stalíngrad, sem olli þáttaskilum í síðari heimsstyrj- öldinni .Einn fulltrúa í öldunga- deild franska þingsins telur sig hafa heimildir fyrir því að sjón- varpsdagskráin hafi verið bönn- uð samkvæmt ósk vesturþýzku stjórnarinnar. ingariðnaðinum ákvað í dag að verkfall þess sem hingað til hefur verið takmarkað við Hel- sinki og fjóra aðra stærri bæi skyldi einnig ná til verkamanna sem starfa að hitaeinangrun hvar sem er í landinu, en þeir munu vera eitthvað á sjötta hundrað. Vinnustöðvun þeirra getur að sjálfsögðu orðið áhrifa- rík í þeim miklu kuldum sem nú eru í landinu. Áður hafði sambandið hafnað tilboði frá vinnuveitendum um 5 prósent kauphækkun. Verkfall strætisvagnastjóra Engar horfur virðast á því að skjótur endi verði bundinn á verkfall strætis- og sporvagna- stjóra í Helsinki, en það hefur nú staðið í þrjár vikur. Byrj- að er að segja upp verkamönn- um í viðgerðarverkstæðum vagn- anna. Lyf jafræðingar í verkfalli í dag strönduðu einnig samn- ingaviðræður milli lyfsala og lyfjafræðinga og hafa hinir síð- amefndu boðað verkfall frá mánaðamótum. Hins vegar hefur náðst sam- komulag um kjör verkamanna og kvenna í vefnaðariðnaðin- um. Helztu atriði þess eru al- menn fimm prósent kauphækk- un og launajafnrétti fyrir kven- fólkið sem mun fyrir lok árs- ins 1965 fá sama kaup og karl- mennimir. Brezkir biaða- menn í fangelsi LONDON 13/2 — Tveir brezkir blaðamenn, frá íhaldsblöðunum Daily Mail og Daily Sketch voru í dag dæmdir í sex og þriggja mánaða fangelsi fyrir að neita að gefa upp heimildarmenn að greinum sem þeir höfðu skrifað í blöð sín um Vassall-njósna- málið.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.