Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.02.1963, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 14. iebrúar 1963 ÞJÓÐVILJINN SÍÐA 7 Skúli Guðjónsson á Ljótunnarstöðum skrifar um útvarpið Götuslóöinn og hlibargötur Veturinn líður. Það er kom- ið fram í aðra viku Þorra. Dagskrá Útvarpsins þokast á- fram viku eftir viku og minn- ir næstum á þungfært, hæg- fara dýr, sem þokast áfram sama götuslóðann, viku eftir viku og ár eftir ár. Þennan götuslóða sáum við það ganga í fyrra, hittiðfyrra og árið þar áður. Og þó, kannske misminnir okkur um sumt. Ef til vill fer skepnan ekki alltaf sömu slóðina. Ef til vill þræðir hún sfundum hliðargötur, sem ligg.ia utan við slóðina frá því í fyrra á stöku stað. Dálítið leiðinlegur í fyrra var t.d. mikið fjallað um trú í miðdegiserindum sunnudaganna, stundum heim- speki, stjörnufræði og jafnvel sögu. En nú er það tækni og verkmenning, allt frá vetur- nóttum og til þessa dags. og nú síðast um gatnagerð. Lítið hefur maður heyrt af þessum erindum. En hið litla sem hlustað var á finnst manni yfirleitt. að verið hafi frekar þurrt og strembið og frekar leiðinlegt áheyrnar. En líklega er ekki hægt að tala um tækni og verkmenningu, nema vera dálítið leiðinlegur. Mér hefur alltaf fundjzt. að þeir menn, sem búa yfir mik- illi þekkingu, geti aldrei miðl- að öðrum af þekkingu sinni nema vera dálítið leiðinlegir, meðan þeir eru að útdeila þekkingunni, þótt þeir gefi kannske verið allra manna skemmtilegastir. þegar þeir mæla ekki í nafnj hennar. Það er engu líkara en að þeir haldi, að þekkingin muni bíða álitshnekki í augum hinna þekkingarsnauðu, sé hún færð í þokkalegan og aðlaðandi bún- ing. Þá muni enginn taka mark á henni, og að hún muni verða skoðuð sem hvert annað grín. Bókvitið í askana í fyrra vorum við frædd um listir. Nú hafa listirnar verið lagðar á hilluna, en í þeirra stað fáum við mjög yfirgrips- mikla fræðslu um ríki Ránar. Þetta tvennt, tæknin og fisk- arnir í sjónum. sem forsjár- menn Útvarpsins virðast hafa hejllazt svo af í haust er ieið, er þeir efndu til vetrardag- skrár. gæti bent til þess að þeir hinir vísu menn myndu hafa viljað láta þjóð'nni^ i té fyrst og fremst það bókvit. sem i aska yrði látjð. Skyldi þetta hafa verið hugs- að, sem einn liðurinn í því að búa þjóðina undir væntaniega inngöngu í Efnahagsbandalag- ið. sem virtjst vera svo ná’.æg einmitt í þann mund, sem vetrardagskráin var í uppsigl- ingu? Það var einmitt um svip- að leyti sem útvarpið var allt af að fræða okkur um þann mikla skilning, sem við ættum að fagna hjá forráðamönnum þessa bandalags. Hefði átt að sleppa o,<ýrslunni En nú hafa Bretar verið hraktjr öfijgir frá samnjngun- um um sína inngöngu í banda- lagið og útvarpið hafði það eftir vorum ágæta Gylfa ein- hvern daginn. að hann ætlaði að gefa skýrslu, og er senni- iega búinn að því nú, þótt far- ið hafi fram hjá mér, því ég heyri sjaldan kvöldfréttir hinar fyrri. En skynsamlegast hefði samt verið fyrir ráðherrann, að gefa enga skýrslu. Þegar menn hlaupa á sig, eiga þeir ekki að bæta gráu ofan á svart með því að gefa skýrslu. Gefi þeir enga skýrslu, fyrnist með tím- anum yfir flónskuna. Fræðilegt efni skemmtilegt Svo vikið sé aftur að erinda- flokkunum um tækni og verfc- menningu og úr ríki Ránar. eru þeir með öllu góðra gjalda verðir og sjálfsagt að fyrirgefa, þótt sumir fliytjendanna séu meiri fræðimenn en rithöfund- ar. Þórbergur Þórðarson Sem dæmi upp á, hvernig hægt er að fjalla um fræðjleg efni á skemmtilegan hátt, mætti nefna Búnaðarþátt Guð- mundar Jósafatssonar á Brands- stöðum, er fluttur var 4. þ.m. Þó að viðfangsefnið væri að- eins byggingar í svehum og auk þess morandi í tölum og út- reikningum, tókst Guðmundi að segja það sem hann vildi sagt hafa á mjög skemmtilegan hátt, á kjarnmiklu og mynd- ríku sveitamáli, og stundum næsta fornu. Guðmundur óhreinkaðj að vísu ekkj sitt ágæta málfar með því að taka sér í munn orðið við- reisn. Eígi að síður var er- indi hans einn óvefengjanlegur áfellisdómur. studdur tölum Framkvæmdabankans. yfir við- reisninni, eða þeirri hlið henn- sem veit að byggingamálum sveitanna. Minnisvarðinn sem reisa ætti strax Þættirnir um daginn og veg- inn hafa verið mjög hversdags- legir, síðustu vikurnar. Veður- far og aftur vaðurfar, gamalt og nýtt veðurfar hefur verið upphaf þeirra allra. Andrés Kristjánsson bar fram þakkir til bandarískra flugmanna fyr- ir ötula aðstoð við sjúkra- flutninga. En hinsvegar taldi hann ekkert athugavert við það að við skulum vera svo fátækir mitt í allsnægtunum sem svo oft er minnzt á að við höfum ekki enn getað afl- að okkur þeirra tækja, sem til þarf til þess að koma sjúku fólki úr afskekktum byggðum undir læknishendur. Fyrir þessi afrek hi-nna bandarísku vildi Andrés láta reisa þeim minnisvarða, er sú stund rynni upp. að þeir hyrfu af landi brott. Út af fyrir sig, er ekki nema gott eitt um það að segja, að maðurinn skuli þó geta látið sér detta 2 hug, að sú stund kunni einhvern tíma upp að renna, að hinir erlendu menn hverfi brott af landinu. En værj nú ekki ráð að reisa þeim bandarisku minnisvarð- ann strax, með því að kaupa þyrlur og annast okkar sjúkra. flutninga sjálfir og leysa gesti okkar frá þeim háska. sem þessu starfi kvað vera sam- fara? Áheyrileg eða bragðdauf Þáttur Axels Thorsteinssonar var sérstaklega bragðdaufur og fjallaði að því er mig minnir um erlenda ferðamenn. Nú síðast kom Sigvaldi Hjálmars- son með mjög frómar og í rauninni vel meintar hugleið- ingar um jöfnun lífskjara og góðleik í garð náungans. Var þetta í rauninni hin snotrasta hugvekja. Erindi Guðna Þórðarsonar, Umhverfis jörðina, eru einkar áheyrileg, enda fjallað um efni, sem er okkur yfirleitt fjarlæg- ara og ókunnara en t. d. Norð- urlönd, eða Ítalía og Grikk- land. Af erindum. sem verða að teljast merkileg sökum þess hve þau hafa verið leiðinleg, má sem dæmi nefna erindi Auðar Eir Vilhjálmsdóttur um kirkjuna og þjóðfélagið. Eng- um dylst þó, að kona þessi er mjög vel þenkjandi og bezta sál. En það var slíkur mæðu- og uppgjafartónn í höfundi þessa erjndis, að hlustandinn hlaut að fyllast samúð og óska þess með sjálfum sér, að höf- undur mætti ná sér meir á strik og gera viðfangsefni sínu betri skil, þá er fram gengi erindið. En sú von brást. Les- arinn náði sér aldrei á strik. Þetta var allt svo óendanlega vonlaust. En eftirminnilegast er þó, hve kona þessi gerði mikið að því að tjá hlustendum þá elsku. er hún hafði á Kristi. var sú elska slík, að hún minnti einna helzt á móðurást. Fleira1 mætti til tína til sönn- unar því að dagskrá síðustu vikna hefur verið venju frem- ur flatneskjuleg, en skal þó ógert látið að sinni. Gnæfir upp yfir hversdagsleikann En upp yfir hversdagsleik- ann i öllu sínu umkomuleysj gnæfir Þórbergur, eins og foldgnátt fjall. Maður greip andann á lofti og hélt sér hefði misheyrzt, þegar það var tilkynnt í dag- skránni, að Þórbergur ætti að lesa íslenzkan aðal. Gat þetta verið rétt? Og kannske höfðu hinir visu feður í útvarpinu einmitt haft dagskrána venjufremur lélega, svo að yfirburðir Þórbergs nytu sítn þeim mun betur. En slík nærgætni við Þórberg hefði þó verið með öllu á- stæðulaus. Þó að meðalmennsk- an hefði orðið svol'ítið ofan við meðallag, myndi hún ekki hafa orðið þess umkomin að varpa skugga á Þórberg. Og í kvöld, 4. febrúar, hefur Hrútafjörðurinn. þetta þýðing- arlausa pláss, allt í einu og fyrirvaralaust hafizt upp í að vera miðdepill tilverunnar. Þór- bergur hefur leitt okkur á vit Elskunnar sinnar, ýmist upp í herbergi, eða út í lautirnar í Túninu í Bæ. Hann hefur sagt okkur frá því hvemig hinir visu menn þeirra tílma rök- ræddu um stöðulögjn og hann hefur rökrætt við Kristínu á Fjarðarhorni um það, hvort guð væri í syndinni. Og meðan við eigum von á því, að Þórbergur komi til okk- ar á vegum útvarpsins, tvisvar í viku. munum við reyna að í- klæðast gervi kærleikans og trúa öllu, vona allt, umbera allt. og fyrirgefa allt. En þótt við kunnum stund- um að gleyma þessum góða á- setningi, mun óhætt að treysta því, að meðan íslenzkur aðall endist, mun hann reynast okku mikil og giftudrjúg hjálp til að gleyma því sem okkur kann að finnast leiðinlegt og þreytandi útvarpsefni, miklu fyrr, en ella mynd’, nyti ha"= ekki vi' Skúli Guðjonsson \ Eru tvisvar tveir f jórir? \ \ i i Nútímaþjóöfélag er vissuiega oröið allflókiö fyrirbæri, enda þótt með mismunandi hætti sé í hinum ýmsu löndum jarðarinnar. Jafnvel okkar pínulitla íslenzka þjó'öfélag viröist oröiö gestaþraut sem ó- framúrráöanleg er hinum sprenglæröustu sérfræö- ingum, hvaö þá sauösvört- um almúganum. Alltaf er einhver fjárinn á seyöi sem vefst fyrir speking- unum aö útlista og lækna, ef ekki einhvers- konar kreppa, þá ein- hverskonar bólga — eins og til dæmis veröbólgan sæla sem nú er aö gera oss að spaugilegu viö- undri mitt í allri viöreisn- inni. Nú skyldi maöur þó ætla að í voru hámennt- aöa lýöræöisþjóöfélagi legöu ríkisleiðtogar og stjórnlistarmenn feikna- legt kapp á aö gera þegn- unum — háttvirtum kjós- endum sínum — sem ljósasta grein fyrir eöli og samsetningu og til- gangi þessa merkilega fyrirtækis sem þeim hef- ur verið trúað fyrir aö beina til farsældar. Manni gæti meira aö segja virzt að eitt af brýnustu námsefnum barna og unglinga ætti aö vera það að kryfjg, ekki einungis">'uppruna þess og þróun til mergj- ar, heldur umfram allt núverandi ástand þess og framtíöarmöguleika. En hvaö segja staö- reyndirnar? — Jú jú — æskulýöurinn lærir sína átthagafræöi, sína hriflu- jónasarsögu, kannski eitthvert ágrip af svokall- aöri félagsfræð'i og ég veit ekki hvaö og hvaö. Hann veit upp á sína tíu fingur aö Egill inn af- renndi skyldi fara á hring meö víkingum og að Gunnar bóndi laust frú sína kinnhest einn mik- inn út af hvítmeti — kannski grunar hann líka sitthvað um svarta- dauða og móðuharðindi. En smeykur er ég um að hann viti næsta smátt um þaö hvaðan kreppa kemur, af hverju verö- bólga stafar, hvernig stendur á erlendri her- setu í landinu, hverjir það eru sem raunveru- lega sníöa þjóöfélagi hans örlögin í dag, hvaöa aö- ferðum þeir beita og aö hvaða marki þeir stefna. Nei takk, elskuleg börn og unglingar — slík þekking tilheyrir ekki al- OKKAR Á MILLI mennri menntun nútíma- þegns í lýðræðisþjóðfé- lagi, heldur heyrir hún undir pólitík, eiginlega kommúnisma, og er frá hinum vonda! En getur þá ekki reikn- ingslistin bjargaö? Æsku- lýöurinn lærir þó alla daga aö tvisvar tveir séu fjórir, hami lærir meira að segja prósentureikn- ing, jöfnur og jafn- vel kannski algebru. Er ekki einsætt aö hin algilda og óskeikula tainafræöivVéröi 'afkvæm- um vorum öruggur styrk- ur á þroskaárunum, þeg- ar þau þurfa aö fara að reikna út efnaliagsástand þjóöfélagsins meö tilliti til þess aö geta nú notað hinn heilaga kosningarétt sem skynsamlegast? Gott og vel. Hér erum viö einmitt komnir að meginfræðslulind full- oröna þegnsins — hins háttvirta kjósanda. Hon- um er sem sé aöallega innrættur hinn pólitíski galdur meö óþrotlegum tölustöfum. Öll vor stjórnmálablöö og allar vorar þingræður eru út- úrflóandi af háleitri reikningslist. Og tölurn- ar hækka alltaf og hækka. Milljarðurinn er aö veröa vort evangelí- um. En þaö eru einhverjir maökar í mysunni. í gær sannaöi stjómarliöið þaö meö óyggjandi tölum að aldrei heföi þjóöfélaginu veriö eins dásamlega stjórnaö og nú. Síðastlið- iö ár hefði meira sparifé safnast en öll hin árin síöan land vort byggöist. í dag sannar stjórnarand- staðan þaö meö enn staðfastari tölum að aldrei hafi þjóöfélaginu veriö stjómaö eins hrak- smánarlega og nú og að eftir kosningarnar á kom- anda sumri verði ný gengisfelling látin gera spariféö mikla aö engu. Og þannig endalaus talnaslagur ár eftir ár. Útkoman af þessum und- ursamlegu reikningsdæm- um leiðtoganna veröur svo smátt og smátt þessi: háttvirtur kjósandi og þegn, hvaö þá barniö eða unglingurinn, hættir að treysta á sinn prósentu- reikning — jafnvel sjálfa algebruna. Að lokum tek- ur hann aö efast um aö tvisvar tveir séu fjórir. Hann steinhættir að reyna að gera sér grein fyrir efnahagsástandi þjóðarinnar og reynir bara þess í stað aö hrifsa til sín sem hæstar tölur sjálfur. Milljónir, helzt milljarö í eigin vasa — þaö er þaö síðasta sem hann skilur og þorir að treysta á. Þannig kemst almenn- ingur í einskonar stærð- fræöilega andstööu við þetta blessað þjóðfélag sem hann hefur raun- ar aldrei haft neinar sannar spurnir af. Hann hugsar sem svo: þessir stjórnmálamenn em ekkert annað en ým- ist kreppusjúkir eða verö- bólgnir talnaloddarar sem fjandinn má hiröa í minn stað. Og aumingja fólkið glatar þannig lýöræöinu sínu sem hreyfiafli fé- lagslegrar framvindu. Þaö kýs bara þann sem slyngastur er aö hagræöa háu tölunum. l/ _ Leshefti handa byrjendum Sílaveiðin nefnist leshefti sem Ríkisútgáfa námsbóka hefur nýlega gefið út eftir Björn Dan- íelsson skólastjóra á Sauðár- króki. Það er ætlað bömum sem lært hafa undirstöðuatriðj í lestri, en ekki náð þeirri leiknj •?m barf til að lesa þyngra r ’T rti betta er með «"•' ■ t'au. sem mikið . u noiuú .1' lestrarnám víða erlendis, t.d. á Norðurlöndum. Það er 32 bls. og í því ein saga. sem miðuð er við áhuga og skilning yngri barna. Sagan er skrifuð á léttu máli og hefur höfundar varazt að nota löng og erfið orð. Gerð bókarinnar er með nokkuð öðrum hætti en algengast er um bamabækur Til að auðvelda lesturinn er.; línur stuttar og á hverri blaó- síðu er mynd, sem á við efni hennar. Myndimar hefur Hall- dór Pétursson listmálari teikn- að. Þær eru stórar og skýrar og er gert ráð fyrir. að bömin geti litað þær. Setningu heftisins annaðist Mþýðuprentsmiðjan h/f, én 'rent-un ri'ffset.prentsmiðjan Lit- brá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.