Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.03.1963, Blaðsíða 6
g SÍÐA ÞIÓÐVILÍINN Sunnudagur 31. marz 1963 Maður Fonieyns handtekinn fyrir smygl Eiginmaður hinnar frægu orezku dansmeyjar Margot Fonteyn, dr. Roberto Arias, tyrrum sendiherra Panama í Bretlandi, var handtekinn um síðustu helgi á Tocumen- flugvelli 1 Panama, grunaður um að vera viðriðinn stór- fellt smygl. Tveimur dögum áður höfðu 300-1000 kassar af viskí fund- izt á Kyrrahafsströnd Pan- ama. Bátur sem flytja átti viskíið í land strandaði og einn af vörubííunum sem flytja átti kassana frá strönd- inni festist í ófæru á leiðinni til strandarinnar svo að hirnr bílarnir komust ekki að. Rannsókn málsins leiddi til handtöku dr. Arias. Veruleg verðhækkun á hvu/lýsi LONDON 27/3 — Frá því var skýrt í London í dag að mjög veruleg hækkun hefði orðið á hval’.ýsi að undanförnu og hefði þann- ig Unilever-hringurinn keypt 80.000 lestir aí þessa árs framleiðslu á 1,300 sterlingspund iestina, en verðið í fyrra var aðeins 1.100 steriingspund lestin. Ein meginorsök verðhækk- unarinnar mun vera að vejði bláhve’a hefur minnkað um fjórðung frá því í fyrra. en önnur er hátt verð á jurtafeiti sem keppir við hvallýsið á markaðnum. Sugtuðbein Leifsheppnu séu fundin Sovézki mannfræðingurinn dr. M. Ger i imoff er þekktur fyrir eftirmyndir þær sem hann hefur gert af andlitum látinna manna eftir höfuðkúp- um þeirra. Nú hafa danskir fræðimenn snúið sér til hans og beðið hann að vera til taks og gera andlitsmyndir af Leifi heppna. 1 30 ár hafa danskir fom- minjafr. unnið að uppgreftri á Grænlandi. Bæjarrústimar í Brattahlíð grófu þeir upp ár- ið 1932. En kirkjan og kirkju- garðurinn. þar sem talið er að bein Leifs sé að finna, komu ekki í ljós fyrr en í fyrra. Þar fundust um 100 haus- kúpur. Fomminjafræðingarnir telja að ein beirra tilheyri Leifi Eirfkssyni. en ekki hafa beir enp treyst sér til að á- kveða hver þeirra bað er. Þeg- ar það hefur verið ákveðið á að fá dr. Gerasimoff til að gera eftirmynd af andlitinu. Ekki fyigir bað sögunni á hvem hátt höfuðkúpa Leifs er frábrugðin höfuðskeljum ann- ^-ra manna. Bátasala: Fastei^”asala: Slrioasala: vftrvrmingar: "'^-'‘^skiptl: ión Ö. Hjörleifsson, vi ðsk i ptaf ræðin gur. Sími 20610 — 17270. Tryggvagötu 8, 3. hæð Heimasimi 32869. Kúgararnir í Suður-Afríku boða frekari ofsóknarlög Dómsmálaráðherra S-Afríku, Balthazar Vorster, iýstl því yfir í ræðu fyrir skömmu að „fjandinn yrði laus“ ef dóms- máiaráðuneytið fengi ekki um- boð til að bcita enn strangari aðgcrðum gcgn bæði hvítum og svörtum andstæðingum kyn- þáttamisrcttisins. Ræðu sina héit dómsmála- ráðherrann í þinginu. Hann sagði að iögreglan hefði með vaskiegri framgöngu sinni að undanförnu bjargað Suður- Afriku frá blóðbaði — að minnsta kosti um stundarsakjr. „Þöggum niður í þeim án dóms“ Dómsmálaráðherrann sagði að ekki yrði við neitt ráðið ef stjómarvöldin tækju sér ekki rétt til að „þagga niður í hvít- um og svörtum andstæðingum án dóms”. Slíkt umboð verða stjómarvöldin að fá, sagði Vorster, og lýsti því yfir að hin svonefndu „skemmdar- ! verkalög" sem þingið sam- þykkti í fyrra nægðu ekki lena : ur til að „halda röð og reglu“. | Samkvæmt. „skemmdarverka- lögunum" er unnt að dæma rntmn til dauða fyrir minnstu , tilraun til mótþróa við stjóm- ' arvöldin. Þau voru samþykkt eftir margítrekuð mótmæli bæði i Afriku og Evrópu þar sem þau voru talin ómannúð- leg og ólýðræðisleg. Mörg hundruð í fangelsum — Okkur heppnaðist að lægja storminn í þetta sinn og mörg hundruð Poqo-hermdarverka- menn og aðrir sitja í strangri gæzlu í fangelsum okkar fyrir að hafa reynt að sleppa fjand- anum lausum í Suður-Afríku á þessu ári, sagði Vorster, scm sakaði þjóðemisstefnu Afriku- búa um skipulögð skemmdar- verk. — Þar til við höfum fcngiö frekara umboð mnnum við nota núverandi aðferðir, sagði ráð- herrann. Dómsmálaráðherrann réðist harkalega á hinn frjálslynda ritstjóra Patric Duncan sem j orðjð hefur fyrir barðinu á ..Andkommúnistalögunum“ og dvelst nú í Basutolandi. — Duncan er kommúnisti o ; ofbéldismaður og hefur marg- sannað það, fullvrti Vorster. I fönn í 50 daga —matarlaus í 33 Maðnr og kona voru fyrir t’áeinum dögum sótt tji cyöi- svæðanna í Yukon-héraði á iandamærum Alaska. Þar höfðu þau hafzt við í 50 daga eftir að flugvcl þeirra rakst á fjalls- hlíð og hrapaði. Bæði voru þau slösuð og höfðu verlð mat- V-Evrópa fsarf á Franco að halda ## — Við lítum á unisókn Spán- ar um aukaaðild að Efnahags- bandalaginu með mikilli samúó. sagði vestur-þýzki stjórnmála- maðurinn og fyrrum ráðherm Hans Joachim von Merkatz > fundi um málefni Vestur-Evr ópu sem nýlcga var haldinn í Madrid. Merkatz kvaðst vera mjöy frábitinn þeirri andstöðu sem umsökn Spánar hefur mætt og sagði hana byggða á hugmynda- fræðiiegum fordómum. Auk þess yrði að telja slíkt íhlut- un í innanlandsmál annars^ ríkis. —■ í framtíðinni mun Evrópa þarfnast hlutdeildar Spánar. sagði von Merkatz. Hann átti viðræður við marga stjórnar- meðiími í Madrid. Fáir erlend- ir stjórnmálamenn eru svo vin- sælir í höfuðborg Spánar sem hann. Hans Joarhim von Merkatz eegnir mikilvægu stiómmála- hlutverki í Bonn og engin á- stæða er til að ætla að hann brjóti með ummælum sínum í bága við stefnu vestur-þýzkra stjórnarvalda. Hann lét aí emb- ætti fylkismálaráðþerra eftir ílpiegelmálið. Hann hefur að '. ndanfömu verið nokkurs kon- ir umferða-varautanríkisráð- hcrra. Nú vonast von Merkatz eftir að vera gerður að sendiherra í Madrid og Spánverjunum finnst sannarlega að það sé skínandi hugmynd. arlaus í meira en mánuð. Flugmaðurinn Ralph Flores frá Kalifomíu, og stúlkan. j Helen Klaben frá New York, voru tekin um borð í litla eins hreyfils flugvél og flutt tit Watson Lake. Flugvél þeirra hvarf 4. fe- brúar er hún var á leiðinni frá Whitehorse í Yukon-héraðinu til St. John í Brezku Columbiu. Flugmenn frá Watson Lake uppgötvuðu flakið og bókstaf- ina SOS sem letraðir voru i snjóinn. Bæði slösuð Flugmaðurinn sem aðstoðaði við björgun þeirra hefur skýrt frá því að ungtrú Klaben haf: brotið hægri Iiandlegg og" vinstri fót. Flores var rifbrot- 'nn. Þau höföu verið algjörlega ii matae frá því þon snæddu ávexti úr tveim dósum og -okkrar sard’nur siö dögum • rtir flugslysið. Þau urðu að nræða snjó til að ná í drykki- r.rvatn. Flugmaðurinn sagði að þan ’■ 'fðu ekki haft neina svefn- ooka og engin nauðsynleg á- höld. Þau grófti sig í fönn, en mjög kalt var f veðri. Þau eru nú á sjúkrahúsi í Wfdson Lake. Verk eftir Rembrandt í A-Þýzkalandi Olíumálverk merkt Rem- brandt 1633' var nýlega dregið fram i dagsljósið í smábænum Muskau i Austur-Þýzkalandi. Málverkið sem undanfarið hef- ur legið uppi á hanabjálka ein- um var óskemmt. Einn bæjarbúanna fann það grafið í garði sínum árið 1945, en það kom ekki fram í dags- Ijósið fyrr en nú íyrir skömmn er yfirvöldin skoruðu á fólk »ð gefa muni á nýstofnað sögu- safn. Sérfræðingar í Dresden munu rannsaka verkið og gonga úr skugga um hvort það er ósvik- ið. Menn telja að hugsazt geti að það hafi hangið uppi f hðll einni sem lögð var í rústir f heimsstyrjöldirml. Ritgerðarsöfn eru eftirlætislestur þeirra sem hafa áhuga á samtíðarsögu. Munið eftir þessum bók- um færustu ritgerðahöfunda vorra: Gunnar Benediktsson: Skriffamál upp- gjafaprests — kr. 180 og 210. Einar Olgeirsson: Vort land er í dögun — kr. 200 og 240. Sverrir Kristjánsson: Ræður og riss kr. 200 og 240. Jónas Ámason: Sprengjan og pyngjan kr. 140 og 170. Brennandi spumingar samtimans eru ræddar f þessum bókum. Þá viljum vér sérstaklega bendá á að Rit- gerðir Þórbergs Þórðarsonar, sem komu út fyrir nokkrum árum í 'tveim bindum, sam- tals um 680 bls. eru enn fáanlegar á upp haflegu verði, kr. 450 íb. og 520 í skinr bandi. HEIMSKRINGLA Má ég sjá ökiskírteiDÍi 71 að kvtikmynda „Strífl og frlð“ cftir Tolstoj austur í Sovétrikj- unum. Hinir virðulegu lífvarðarbúningar koma ekkl að gagnl gagnvart umfcrðarlögreglunnl. Dýrt er að berjast gegn frelsissinnum Nýlega sendi öldungadeildin bandaríska frá sér skýrslu um vandamálin varðandi hcrnaðar- Icg og stjórnmálaleg afskipti Bandarikjanna af málcfnum Austurlanda f jær. í skýrslunni segir að allar líkur bendi til þess að Banda- ríkin muni enn hlutast til um gang mála í Suðaustur-Asíu um langan tíma. Stuðningur Bandaríkjanna við ýmis riki á þessu svæði og „baráttan gegn kommúnÍ5ananum“ hefur kostað Bandaríkjamenn 5.000.000.090 dollára frá þvi árið 1950. Ein- ræðisstjóm Diems í S-Víetnam og baráttan gegn frelsishreyf- ingunni þar í landi hefur kost- nð þá 2.000.000.000 dollara síð- astliðin sjö ár. Samt sem áður húast hinlr vísu öldungadeildarmenn við að „baráttan gegn kommún- ismanum“ í Suður-Víetnam muni standa enn í mörg ár osr harðna frá því sem verið hef- ur. Ekki er að efa að þeir hafa rctt fyrir scr að þessu leyti. Hinsvegar er vafasamt að Diem qinræðisherra sigrist á sinni eigin þjóð þrátt fyrir alla doll- arana, hergögnin og „sérfræð- ingana“ sem til hans streyma frá Bandaríkjum Norður-Amer- íku. Farið til mánans í náinni framtíð? Orðrómur er nú á kreiki ■ Moskvu um að sovézkir geim- farar hugsi sér til hreyfings á næstunni og sé ferðinni heitið til tunglsins. Gcimfarinn K. sem cnn er ókunnur almcnningi ritaði ný- lega grdin í AVIATSIA KOS- MONAVTIKA og scgir að nú fari að iíða að þvi að sovézkir geimfarar hætti að sveima um-^ hverfis jörðina en snúi sér að ferðum til annarra hnatta. Rannsóknarstofnun vísinda- akademíunnar í Pulkovo hefur skýrt frá því að 750 ljósmynd- ir af tunglinu séu um þcssar mundir rannsakaðar gaumgæfi- lega. Meira en helmingur mynd- anna er tekin með nýjum taekj- um serrt ætluð eru til að Ijós- mynda stjömur. Ljósmyndimar voru teknar frá háíjallastöð í nánd við Kislovodsk. Máninn var myndaður i ýms- um afstöðum til stjamanna. Niðurstöður rannsóknanna munu verða mjög mikilsverðar. Upp- lýsingar munu fást um hreyf- ingar tunglsins, lögun þess og snúning, auk þess sem búast má við að sitthvað nýtt komi á daginn um óregluna í dagleg- um snúningi jarðaripnar um öxul sinn. LISSABON 27/3 — Georges Bid- ault, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, sem stjómað hefur baráttu OAS-manna gegn de Gaulle, var í dag tilkynnt að hann fengi ekki landvistarleyfi í Portúgal og yrði hann að koma sér burt úr landinu sem fyrst. Hann kom til Lissabon í gær frá Vestur-Þýzkalandi. Líklegt þykir að hann fari til einhver* lands í Suður-Ameríku.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.