Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 7
r • Miðvikudagur 17. apríl 1963 HðamiiNN SÍÐA 7 ANNA BORG leikkona IN MEMORIAM Okkur fslendinga setti hljóða er við fréttum andlát Önnu Borg, hinnar margfrægu og dáðu listakonu, langt fyrir aldur fram — aldrei eru strandhögg dauðans eins ó- bærileg, óskiljanleg og sár og þegar hann beitir ljánum með skjótum og sviplegum hætti. Önnu Borg auðnaðist að bregða_ sikírum Ijóma yfir nafn íslands á framandi slóð- um, hún er löndum sínum mikill harmdauði. Þó að frægðarsaga hinnar iátnu leikkonu sé öllum kunn, skal uppruna hennar, listferils og ævi stuttlega minnzt, en raunar af algerum vanefnum. Anna Borg fæddist í' Reykjavík þann 30. júlí 1903, dóttir Borg- þórs Jóseíssonar bæjargjald- kera og konu hans brautryðj- andans Stefaníu Guðmunds- dóttur, mikilhœfustu leikkonu sem fslarid hefur alið, og mun kornung hafa strengt Þess heit að feta dyggilega í fót- spor móður sinnar, verða mikjl listakona eins og hún; eignað- ist snemma þá köliun sem hún aldrei brást. Það er vart í frásögur færandi þótt hún vendist sviðinu allt frá fyrstu bernsku og léki smábörn í frægum sjónleikjum og verk- um við barna hæfi — hún var ósvjkið leikhússbarn allt frá upphafi. þrátt fyrir fá- tækt og fábreytni íslenzkra leikmennta þeirra tíma. Hvort nokkur hefuí trúað því að hin' * fallega og gáfaða smámey ætti eftir að vinna fágæta leiksigra og stóra veit ég ekki, en vorið 1925 var danski leik- arinn frægi Adam Poulsen gestur Leikfélags Reykjavikur, hann lék kóngssoninn í ,.Einu sinni var —“ og skipaði Önnu Borg í sæti kóngsdótturinnar, og þá varð það lýðum ljóst að hin unga töfrandi stúlka væri auðugum leikgáfum búin, þótt ekki dyldist eðlilegur skortur hennar á listrænum þroska og reynslu. Það var meðal annars fyrir atbeina Adams Poulsen að hún réðst skömmu síðar til náms í skóla Konunglega leik- hússins í Kaupmannahöfn sem átti eftir að verða starfssvið hennar og annað heimili lengst ævinnar; annar fslendingur stundaði þar leiknám um sama leyti, Haraldur Björnsson. Námsárin í hinni erlendu stór- borg urðu henni tími baráttu og beiskrar en hollrar reynslu. hún mun tæpast hafa litið björtum augum á framtíðina á , þeim árum. Torveldast þótti henni að læra til nægrar hlít- ar framandi og gerólíkt mál- far og losna undan ofurvaldi móðurmálsins, en svo mavk- viss og sigursæl var barátta hinnar ísilenzku námsmeyjar að framsögn henpar oig fram- burður á danskri tungu varð víðkunnur að glæsileika og lif- andi þrótti og öðrum til sannr- ar fyrirmyndar. Hugurinn leit- aði heim til fslnnds, en henni var vonum hráðar boðin föst staða við þjóðleikhúsið dauska og tók því boði. Frumraun sína taldi hún jafnan Maríu í „Gálgamanninum" eftir Run- ar Schildt þann 22. marz 1929, en innilegri. fagurri og hreinni túlkun hennar á sálarstriði hinnar urigu ráðskonu fengum við fslendingar að kynnast góðu heilli; og sízt skal því gleymt að meðleikari hennar var enginn annar en s'nilling- urinn Poul Reumert sem ver- ið hafði kennari hennar um aðra fram. Sigurganga Önnu Borg var hafin, en fullnaðar- sigur vanri hún sem ógleyman- leg Gréta í ,,Fást“ árið 1931, en í því stóra en lítt leik- ræna meistaraverki þótti hún bera af þjóðkunnum og marg- reyndum samleikurum sínum, búin ómótstæðilegri æskufeg- urð og kvenlegum yndisþokka, verulega stórbrotjn bæði í gleði og harmi, túlkunin hóg- lát, þelhlý og jnnileg. Ári áður hafði hún unnið mikið afrek heima í ættborg sinni og þá leit ég Önnu Borg í íyrsta sinn á sviði, en hún lék Höl’u í hátíðarsýningunni á „Fjalla- Eyvindi“ og hreif allra hugi, glæsileg og stórmannleg í hin- um fyrri þáttum, átakanleg og sönn í hinum harmi þrungna lokaþætti; hún lék þá sem gestur i heimalandi sínu og jafnan síðan. Hún giftist Poul Reumert sumarið 1932, þvi stórmenni sem ber höfuð .vfir leikara og raunar alla lista- menn í landi sínu, enda löngu orðinn dönsk þjóðhetja. Einka- líf og langt hjónaband hinna ástsælu listamanna þekki ég ekki, en þori að fullyrða að það hafi verið óvenjulega far- sælt og einkenni þess gagn- kvæm aðdáun og ást, virðing og traust; Reumcrtshjónin hafa reynzt hvort öðru ómiss- andi, stutt hvort annað með ráðum og dáð. Eins ber að geta: Anna Borg var svo sér- stæð og mikil listakona að hún þurfti ekki um of að treysta á leiðsögn manns síns og því siður standa í skugga • hana. . hún> leit ýafnan. á hlut- ilia eigin aMjgtimv var hún sjálf í fyllsta skilningi orðs- mt afNt m vtt, /m rtffiwi amm Það yrði fánýtt verk og hé- gómlegt af minni hálfu að telja upp mikil og margvísleg hlut- verk önnu Borg í Danmörku og reyna að vega þau og meta, afrek sem ég íékk aldrei aug- um litið; í annan stað eru þau orðin snar þáttur danskrar leik- sögu. Hún starfaði urn skeið ut- an Konunglega leikhússins, en hvarf þangað aftur til fulls ár- ið 1938, og vakti verðskuldaða athygli hvar sem hún fór. Þó er mér næst að halda að henni hafi verið fengin of svipiík hlutverk fyrsta áratuginn eða lengur, og af þeim sökum virzt stórum einhæfari leikkona en hún var í raun og veru, en það er annað en fátítt að virðuleg leikhús og fræg vilji ekki leggja neitt á hættu. Sann- gildi og glæsileika kvenlýsinga hennar hlutu allir að viður- kenna, djúpa skarpskyggni leik- konunnar, óvenjulega hlýju og ástúð og næman sálfræðilegan skilning, en viðíangsefnin voru að jafnaði saklausar, indælar og gæfusnauðar stúlkur sem verða fyrir æmu ranglæti og beisk- um ástarraunum, eigi sízt í rómantískum söguleikjum þjóð- skáldsins gamla Adams Oehl- enschláger, og verða hén ekki talin; en oft tókst henni með sannri innlifun og snilli að gæða þau furðulegu lífi. Á örfá merk hlutverk úr meist- aralegum nútímaverkum hlýt ég að minna, stórbrotnar og frumlegar kvenlýsingar sem færðu leikkonunni annálsverða sigra. Á meðal þeirra er dóttir Indra í „Draumleik" Strind- bergs, sönn guðsdóttir og draumkona og talin. snjöllust túlkun leikendanna allra. Og hún var ómótstæðileg og töfr- andi' Hilda í „Sólness húsa- meistara" eftir Ibsen, ógleym- anlega tilkomumikil Klytaimn- estra í „Flugunum" eftir Jean- Paul Sartre, og vann einn af stórsigrum sínum sem ástar- gyðjan Afdródíta í „Dögum á skýi“ eftir Kjell Abell árið 1947 Þegar þá var komið sögu hafði Anna Borg reyndar að fullu rofið þann þrönga hring sem áður var getið — mikilli fjöl- hæfni og listrænu víöfeðmi hinnar snjöllu listakonu fengu íslenzkir áhorfendur ljóslega að kynnast á kærkomnum gest- komum hennar til móðurlands- ins á síðari árum. Anna Borg og Poul Reumert fluttu reykvískum leikgesturn meðal annars háa list sína vor- ið 1938 og hlutu að sjálfsögðu almannalof; ég dvaldi erlendis um þær mundir. Tiu árum síð- ar komu þau enn færandi hendi, og þeirrar heimsóknar hljóta allir sem nutu að minn- Þjóðlcikhúsið sýndi leikrit Bernhards Shaws „Heilaga Jóhönnu" árið 1951 og lék fni Anna Borg aðalhlutverkið. Sjðtta skák Hver skák í keppninni geymir í samþjöppuðu formi skákreynslu margra kynslóða. Stöðurnar endurtaka sig ekki, og í þeim skilningi á skák sér engin takmörk, en hliðstæðar hugmyndir koma ósjald- an fram í skákum sem tefld- ar eru með áratuga millibili. 1 sjöttu skák tókst Petrosjan að koma upp stöðu sem Capa- blanca notaði oft með góðum árangri. Hann kom peðum sínum fyrir á svörtum reitum og setti þannig úr leik svart- Hnubiskup hvíts. Og þegar um 20. leik álitu sérfræðingar að staða Botvinniks væri háska- ,leg. Botvinnik hafði lelkið ridd- ara óvarlega og leyft Petros- jan að ráðast á þennan ridd- ara með peðum sínum og skapa „girðingu" kringum hvíta biskupinn. Petrosjan fylgdi nákvæm- lega eftir áætlun sinni um að efla menn sína og ráðast á hvítu peðin — en rakst á vel hugsaða vöm heimsmeistar- ans. Með nokkrum leikjum, sem óumdeilanlegir hljóta að telj- ast, hratt Botvinnik af sér beinum ógnunum og bjó um leið allt undir að flytja bisk- up sinn úr umsátri svartra peða. Þegar Petrosjan hafði sannfæzt um að hann hefði engin tök á því að styrkja stöðu sína bauð hann jafn- tefli og Botvinnik sá enga á- stæðu að hafna því boði. DROTTNINGARGAMBÍTUR Botvinnik Petrosjan 1. d4 d5 2. c4 dxc 3. Rf3 Rf6 4. e3 e6 5. Bxc4 c5 6. 0—0 a6 7. a4 Rc6 8. De2 Be7 (Fram að þessum leik endur- tóku keppinautarnir nákvæm- lega aðra skák sína — en þö náði Botvinnik greinilegum stöðumun. Þá lék Petrosjan 8. -----cxd4 og eftir 9. Hdl Be7 10. exd 0—0 11. Bg5 og lenti í nokkrum vandræðum. Þess vegna hafnar hann þeirri hugmynd að láta hvít eignast einangrað peð í miðju en kýs heldur að missa „tempó“ til að opna hróknum ekki e-lín- una og biskupnum línuna cl— h6). 9. dxc Bxc5 10. e4 Rg4! 11. Bf4 DÍ6 (Svartur hindrar hreyfingu e4—e5). ast með einlægu þakklæti og djúpri hrifningu. Þá fengum við að kynnast Poul Reumert sem Edgar höfuðsmanni i „Dauðadansi" Strindbergs, einu af snilldarlegustu afrekum hins- mikla listamanns og mögnuðu nærri yfirnáttúrulegri kynngi Túlkun önnu Borg á hlutverki Regínu Giddens í „Refunum" hinni beinskeyttu ádeilu Lilli- an Hellman, var líka ofar mínu lofi — illmennska, taumlaus á- girnd, klækir og síngimi hinn- ar tígulegu og fögru eitur- nöðru varð svo áhrifamikil og afli þrungin að ekki gleymist þeim sem heyrðu og sáu. Hafi nökkur áður dregið sanna snilli leikkonunnar i vafa, hlgtu þær efasemdir að hverfa sem dögg fyrir sólu. Loks var Anna Borg gestur Islendinga árið 1951 og í það skipti ein síns liðs, hún túlk- aði tvö mikil og gerólík hlut- verk sem frægt er orðið. Heil- aga Jóhönnu Bemards Shaw og Toinette i „lmyndunar\'eiki“ Moliére, og lék á íslenzku sem hafði ekki verið sviðsmál henn- ar frá því í æsku. Þeim minnis- verðu afrekum hef ég áður 12. Bg3 Rge5 13. Rxe5 Rxe5 14. Rd2 (Það hefði verið betra að láta biskupinn ganga til c3 — eftir að hafa fært biskup- inn áður af c4). 14.------0—0 15. Hadl b6 16. Dh5 Rxc4 17. Rxc4 a5 18. Re5 (1 anda stöðunnar hefði verið bgtra að leika 18. Be5 De7 19. Bd6 Bxd6 20. Rxd6 og varðveitist , þá enn nokkur reynt að lýsa að nokkru og ætla ekki að endurtaka hér, hárri list sem varð Þjóðleik- húsinu nýja ómetanleg stoð á örðugu bemzkuskeiði, en sum- ir Reykvíkingar virtust því miður ekki kunna að meta að verðleikum. Ég frétti ekkj fyrr en síðar að leikkonan hefði túlkað hin kröfuhörðu hlutverk sárþjáð mörg kvöldin, haldin illvígum sjúkdómi, en svo mik- il var skyldurækni hennar, at- orka og fómfýsi að hún lét enga sýningu niður falla, leik- kvöldin urðu þvert á móti nokkm fleiri en urn var sam- ið í fyrstu vegna óvenju mik- illar aðsóknar. Á næstu árum ; átti Anna Borg við langvinn og mjög þungbær veikindi að stríða, en komst aftur til heilsu að nokkru, og tók þeg- ar til óspilltra málanna, vann stóran leiksigur sem Elísabet drottning i „Maríu Stúart“, hinu stórbrotna drama Schill- ers, var ráðin kennari við skóla Konunglega leikhússins og fastur leikstjóri og setti á svið ófáar óperur og sjónleiki við ærinn orðstír og sæmd; í hinum nýju störfum birtust enn sjálfsagi hennar og vilja- þrek, auðugar og fjölhæfar gáf- ur, listræn einbeitni og snilli. Við sem að blaði þessu stönd- um vottum eiginmanni önnu Borg, sonum og systkinum djúpa samúð á sorgarstundu. Anna Borg vann háleitt lífs- starf sitt í öðru landi og var sú kona íslenzk sem með glæsi- legustum hætti hefur haldið á lofti hróðri þjóðar sinnar fyrr og síðar. Hún vildi jafnan veg Islands sem mestan og gengi og þroska íslenzkrar leiklistar, hún var tengd ættborg sinni og fósturmold böndum svo sterkum að ekkert fékk slitið nema dauðinn einn. Á.Hj, Tónleikar Sameiginlegur kórsöngur Kór Kvennadeildar Slysa- vamafélagsins í Rvík. og Karlakór Keflavíkur efndu til samsöngs nú um mánaðamótin. Efnisskrá var nokkuð óvenjuleg, sem sé ejngöngu þættir úr óperum og óperettum, og má segja, að hún hafi að því leyti verið nokkuð einhæf, þó að annars sé ekki nema gott um það að segja, að tilraun sé gerð með slíka söngskrá á svo sena ein- um tónleikum. Herbert Hriberschek Ágústs- son stjórnar báðum kórunum og er þvi einkar eðlilegt, að efint sé til samvinnu þeirra og gerður úr þeim samkór, þó að á því séu annars talsverðir fram- kvæmdaörðugleikar, þar sem annar kórinn á heima í Reykja- vík, en hinn í Keflavik. Sá góðj árangur, sem náðst hefur og fram kom á söngskemmtun þessarj, ber ljóst vitni um elju og áhuga kórfólksins og hins ágæta stjómanda Herberts Ágústssonar. Með kómum komu fram nokkrir kunnir einsöngvarar, þau Eygló Viktorsdóttir, Þórunn Ólafsdóttir, Erlingur Vigfússon, Vincenzo Demetz og Hjálmar Kjartansson, og fóru þau öll prýðisvel með sín hlutverk, svo Sem vænta mátti. Þórunn Ólafs- dóttir hljóp hér j skarðið fyrir Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, sem hafði forfallazt, Þórunn mun ekki hafa komið fram op- inberlega á tónleikum nema einu sinni áður, og gaf söngur hennar þá ágæt fyrirheit. Eftir frammistöðu hennar að þessu sinni ætti að mega spá henni mikilli framtíð sem söngkonu. Tveir félagar karlakórsins, Böðvar Pálsson og Haukur Þórðarson, fóru vel með minni háttar einsöngshlutverk. Framhald á 10. síðu. þrýstingur á stöðu svarts). 18. — — De7 19. Hd2 Í8 20. Rd3 e5 21. Rxc5 Dxc5 22. Ddl Be6 23. Hel Hac8 24. h3. Db4 25. He 3 Hc4 26. b3 Hc6 27, Kh2 b5. (Hvítur hefði get- að leikið f2 — f3 og biskup- inn fengið möguleika til að ganga í leikinn — en það styrkir enn jöfnuð keppinaut- anna). — Jafntefli. Sjöunda skák Petrosjan tekur forystuna Áður var mikið um skákir í einvigjum um heimsmeist- aratitilinn sem byrjuöu á þvi að kóngspeði var leikið. En nú er það ekki fátítt að fyrír komi ný meðferð á byrjunum. Ég á við þá nútímaaðferð þeg- ar mennirnir eru virktir ró- lega, þegar hver andstæðing- anna byggir virki um kóng sinn án þess að leggja beint til atlögu við lið andstæðings- ins. Þetta gerðist einmitt í sjöundu skákinni — eftir 13. leik skipti „einskis manns land“ liðum hvíts og svarts: á fjórðu og fimmtu línu var aðeins eitt peð. Petrosjan byggði vandlega upp nokkra yfirburði og not- aði sér ágætlega auðn og tóm á drottningararmi svarts og gerði afdrifaríka peðaárás. Botvinnik vildi forðast að opna línur og fórnaði peði, en hefur ekki tekið eftir snyrtilegri taktískri atlögu sem á eftir kom og neyddi hann til að láta hrók fyrir biskup. ENSK BYRJUN Petrosjan Botvinnik 1. c4 g6 2. Rf3 Bg7 3. Rc3 e5 4. g3 Re7 5. Bg2 0—0 6. d4 exd. 7, Rxd4 Rbc6 8. Rxc6 Rxc6. 9. 0—0 d6 10, Bd2 (Það hefði verið hægt að koma hróknum betur fyrir á löngu skálínunni með því að leika Dd2, b3 og Bb2). 10 — — Bg4 11. h3 Be6 12 b3 Dd7 13. Kh2 Hae8 14. Hcl f5. 5. Rd5 Kh8 16, Be3 Bg8 17, Dd2. (Hvítur hefur allt reiðubúið — Hcl Rd5 Bg2 og Be3 — til að hefja sókn á drottningararm). 17.-----Rd8 18. Hfdl Re6 19. Rf4 Rxf4 20. Bxf4 Dc8 21. h4 He7 22. Bf3 Bf7 23. Da5 Be8 24. c5 d5 25. Bd6 Dd7 26. Bxe7 Dxe7 27. Hxd5. 27, -----f4 28, Dd2 Bc6. 29. Hd3 Bb5 30. Hd4 fxg6t fxg6 Bxd4 32. Dxd4t 33. Dxg7t Kxg7 34. Hc2 He8 35. Kg2 Kf6 36. Kf2 Bc6 37. Bxc6 bxc6 38. Hc4 Ke5 39. Ha4 Ha8 40. Ha6 Kd5. Hér fór skákin í þið. Petrosjan notfærði sér möguleika sína eins og bezt varð á kosið — hann reyndi ekki að ná nýjurp yfirburðum í mannskap heldur kom sér upp frípeði í nokkurri fjar- lægð og hlaut Botvinnik að gefast upp: 41. b4 Kc4 42 a3 Kb5 43. || Ha5t Kc4 44. Ke3 a6 45. Kf4 1 Kd5 46. Kg5 He8 47. Hxa6 Hxe2 48, Ha7 He5t 49. Kf4 He7 50. Hb7 Ke6 51, a4 Kd7 52. Hb8. Svartur gafst upp. ! ! i é 0

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.