Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.04.1963, Blaðsíða 10
2Q SlÐA H6ÐVILIINN Miðvikudagur 17. apríl 1963 GWEN BRISTOW: í HAMINGJU LEIT Garnetu á sama hátt og Flor- inda hafði áður gert. —> Ágætt, sagði hún. þegar hann. var búinn að ger® það nokkrum sinnum. —• Á fimm mínútna fresti, ekki oítar. — Já, já. Reyndu nú að sofa dálítið. Florinda f6r inn í sto'funa og lagðist á ullarteppin sem harin haíði áður notað. Gametu var að dreyma. Hana dreymdi læki og burkna sem uxu á milii steina, fallega burkna með glitrandi vatnsdrop- m Hún kraup við vatnið til að dreklka það. en það hvarf. Han,a dreymdi auðnina. T>au riðu í steikjaridi sólarhita. Þau komu að vatnsbóli en þar var ekkert vatn og mennirnir urðu að grafa Þeir biðu og biðu Qg loks kom vatnið, en þegar hún réttl fram bollann sinn, seig vatnið aftur undir yfirborðið og hún var Jafnþyrst og áður. Hún var svo þyrst að hún vakn- aði. Það var vont að vakna. Háls- inn var logheitur, tungan bólgin og varirnar sprungnar. Strax og hún vaknaði mundi hún eftir harmsögu Carmelitu og hinum skelfilegu endalokum Olivers. Og hún mundi að hún Hárgreiðslon P E R M A. Garðsenda 21, slmi 33968. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Dömur, hárgreiðsla við allra hæfi. TJARNARSTOFAN, Tjamargötu 10. Vonarstræt- ismegin Sími 14662. Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINl) OG DÓDÓ. Laugavegi 11. sími 24616. Hárgreiðslustofan S Ó L E Y Sólvallagötu 72. Sími 14853. Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (María Guðmundsc'óttir) Laugavegi 13 sími 14656. Nuddstofa á sama stað. átti von á bami. Hún varð gripin hræðilegri skelfingu þegar hún hugsaði um það sem biði sín. Hún opnaði augun. John sat við rúmið, óhreinn og órakað- ur eins og hann hafði verið í ferðinni. Hann hafði lokað gluggahlerunum, en það var svo bjart inni að hún sá að það var dagur. Hún mundi eftir því að hann og Florinda höfðu komið um miðja nótt. Henni leið strax betur þegar hún muridi að þau voru hjá henni. Henni Jeið líka betur í vörun- um. T>ær voru ekki eins sprungn- ar og áður. Hún reyndi að segja eitthvað við hann. — Þafcka þér fyrir að — Þú komst — aftur — John. Hvar er Florinda? — Reyndu ekki að tala, sagði John. — Ég skal snúa þér í rúm- iriu og svo sk-al ég sækja Flor- indu. Hann tók undir líkama henn- ar, lyfti henni upp og lagði hana á hliðina svo að hún gæti hvílt þreytta vöðvana. Þegar hann var búinn að breiða aftur ofaná hana, fór hann inn í hitt herbergið Qg eftir andartak kom Florinda inn. Hún bældi niður geispa. — Varstu — sqfandj? spurði Gamet. Hún átti bágt með að tala. — Nei. nei, mér líður ágæt- lega. sagði Florinda. Hún hnýtti að sér sloppinn strauk hárið frá enninu og tyllti þvi niður með nokkrum kömbum. — Nú skal ég búa um rúmið þitt. Hún tók af henni teppið og neri Garnetu með köldum, vot- um klút um allan kroppinn. Hún gerði það rösklega en með mjúkum handtökum. Garnet hefði gjarnan viljað segja henni hve þakklát hún var. Eftir nokkra stund sofnaði hún aftur. Hún vaknaði og sofn- aði hvað eftir annað. Þegar hún vaknaði sátu þau ævinlega hjá henni John eða Florinda, en þau gerðu henni ekkert. Mexí- könsku konurnar höfðu reynt að gefa hennj kjötsúpu með skeið, en hún hélt henni ekki niðri. John og Florinda neyddu hana ekki til að renna neinu niður, en smám saman minnkaði þurrk- urinn í munninum Qg sprung- urnar í vörunum fóru að gróa. Klukkan var þrjú um morg- uninn. John var í ytra herberg- inu og borðaðj kjöt og kaldar tortillur. Þau fóru aldrei með mat inn í svefnherbergið, svo að Garnetu yrði ekki óglatt af lyktlnni. Hann ýtti frá sér disk- unum og fór til Florindu tU að bjóðast til að leysa hana af hólmi. f lampaljósinu sýndist Florinda þreytuleg og tekin, en þegar hann kom inn, veifaði hún hendi til hans með ákafa. — John. hvíslaði hún og laut niður ti; að heyra betur. — John það er byrjað! — Hvað er byrjað? Er hún betri? — Já, sjáðu. Hún stakk skeiðinni í vatnið og bar hana yfir varir Garnet- ar. Þegar bún gerði það, bærði Garnet óafvitandi varnjrar og sleikti þær með tungunni til að ná í vætuna. — Hún er búin að gera þetta nokkrum sinnum, hvislaði Flor- inda. — Nú getum við haldið áfram, en við verðum að fara varlega. Ó, John, það verður að takast, — það verður að takast. Hún rétti út vinstrj höndina og hann greip um hana og þau héldust fast í hendur. Fimm mínútur snigluðust af stað. Loksins tók Florinda skeiðina aftur og í þetta sinn tæmdi hún hana ekki alveg. Hún hélt niðri í sér andanum meðan hún skildj vatnsdropa eftir á neðri vör Gametar. Hún rak úl úr sér tunguna og bragðaði á hon- um. John titraði af eftirvænt- ingu. Hann leit á Florindu. — Nú kenvur það sem erfið- ast er, sagði hún. — Mann lariigar til að herða sóknina en það má ékki. John kraup og tók um mitti hennar. Florinda hvíldi olnbog- ann á öxl hans. Þau horfðu þög- ul á sjúklinginn. Fimmtu hverja mínútu lagði Florinda nýjan dropa á varir Garrietar. Eftir nokkra stund varð John þess var að hönd hennar skalf af þreybu. Hann tók af henni skeiðina. Hún sleppti henni með sem- irigi. — Bara eirin dropa í einu, hvíslaði hún. —, A'gn:arlítinn dropa, John. Hún fór inn í hitt herhergið og sofnaði. Þegar hún vaknaði icom John með heitt k’jöt og tortillur beint úr eldhúsinu. Floririda hélt loforð sitt við Oharles, hún fór ekki út úr herbergjunum. John kom með vatn, svo að hún gæti þvegið sér og hún setli skólpfötuna út- fyrir, svo að einhver þjónustu- stúlkan gæti tekið hana. JVleðan Fiorinda þorðaði morg- unverð fór John inn til Garnet- ar. Hún opnaði augun. Florinda hafði sagt honum hvað hann ætti að gera ef Gam- et vaknaði. John hallaði sér yfir rúmið: — Garnet, þú ert mi'klu betri Skilurðu mig? Hún kinkaði kolli og horfði spyrjandi á hann. — Nú langar okkur til að láta Þig gera dálitla tilraun, sagði John. — Þú ert ósköp þyrst, er ekki svo? Hún kinkaði aftur kolli. — Florinda ætlar að gefa þér fáeina dropa af vatni. Bara agn- arlítið. Renndu því niður og liggðu grafkyrr. Augnaráð Garnetár varð hræðslulegt og hún hristj höf- uðið. — John ég get það ekki. — En þú ætlar að reyna. er það ekkj? spurði hann blíð- lega. Garnet reyndi að brosa tll hans. — Jæja, ég skal reyna. — Ágætt. Hann heyrði að dymar opnuðust. — Hér kem- ur Florjnda. Hann tók undir koddann og lyfti höfði hennar. Florinda brosti til Garnetar og bar skeið- ina að vörum hennar. Garnet kyngdi og John lagði hana út- af aftur. — Ekki að hreyfa þig, Garn- et, sagði Florinda. — Andaðu djúpt, mjög djúpt. Gamet gerði það og lokaði augunum. Florinda hélt á klukk- unni í hendinni. í þetta sinn beið hún kortér. — Nú skulum við reyna aft- ur, Gamét. Gamet renndi aftur niður teskeið af vatni. Florinda beið í annað kortér. Vatnið kom ekki upp aftur. Florinda sagði: — Farðu nú og leggðu þig, Johnny. Ég þarf á hjálp þinni að halda á eftir. Þegar hann vaknaði seinna um daginn, sagði Florinda hon- um sigri hrósandi að Garnet hefði haldið öllu niðri. Og gæti hún haldjð niðri vatni þá gæti hún líka drukkið mjólk. — Mjólk? endurtók John, hann fór að hlæja. — Hér í Kalifomíu? — Æ, nei, nei, því var ég bú- in að gleyma, sagði Florinda. Hún fór líka að hlæja. í hlíð- unum voru kýr í þúsundatali, en nautgripir í Kalifomíu tákn- uðu kjöt og leður og tólgar- kerti, það voru ekki margir sem notuðu mjólk. — En heldurðu ekki að bú getir útvegað dálitla mjólk, I John? spurði Florinda kvíðandi. — Jú, það get ég sjálfsagt, sagði John. — En það tekur þara sinn tíma. Harin fór. Hann skipaði nokkr- um vinnumönnum Charlesar að fara á stúfana og ná í nokkr- ar villikýr. Þeir komu drösl- andi með sex kýr áður en þeir fundu eina mjólkandi. Kýrin Tónleikar Framhald af 7. síðu. Undirleikur Ásgeirs Bein- teinssoriar var glöggur og lil- þrifamiki'll. Ljóðsöngur Sigurður Bjömsson sðng á vegum Tónlistarfélagsins 2. og 3. apríl. Að þessu sinni var efnjsskrá hans ljóðaflokkurinn „Malarastúlkan fagra“ eftir Schubert, vandasamt verkefni, sem gerir strangar kröfur til kunnáttu og skilnings söngvar- ans. Sigurður hafði auðheyri- lega undirbúið þennan flutning vel og rækilega, enda var söngur hans allur hinn vand- aðasti og trúr bæði tónlist og texta. Sumstaðar virtist að vfsu sem Sigurður nœði ekki alveg því, sem hann á bezt til. en þó var hvergi nærri um að ræða ávantanir, sem orð værj á ger- andi. Segja má, að píanóhlutverk þessara laga geri ekki miklu minni kröfur en hlutverk söngv- arans, en Guðrún Kristinsdótt- ir leysti þar allt af hendi með mestu ágætum Strengleikar Kammermúsíkklúbburinn efndi til IV. tónleika sinna i sam- komusal Melaskóla fimmtudag- inn 4. þ.m. Þar komu 'fram fjórir mætir hljóðfæraleikarar, þeir Bjöm Ólafsson, Jósep Felz- mann, Jón Sen og Einar Vig- fússon. Fluttu þeir tvö af önd- vegisverkum strengjaferleiks, sem sé kvartett í Ddúr, K 499, eftir Mozart, og annan eftir Beethoven, þann í c-moll, op. 18, nr. 4. Bæði voru verkin flutt af mikilli riákvæmni og vand- virkni. Var hin mesta ánægja að hlýða á leik þeirra fiór- Tperuninga, og var þeim hið bezta tekið af æðifjölmennum áheyrendahópi. B.F. SKOTTA Eg fer með þetta beint í Idósettið. _ —- Sími 24204 •S««^»BJÖRNSSON * co. ..0. ,0x1».. «.«.««< RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA kynnið YÐUR MODEL 1963 Ibúð óskast Óskum að taka á leigu 4—5 herbergja íbúð eða eln- býlishús. Fjórir fullorðnir í heimili. Upplýsingar í sima 3-7312 eftir kl. 6 í kvöld. Husnæði Ung, reglusöm hjón, meö mánaðargamalt bam óska eftir 2—3 herbergja leiguhúsnæði. Tilboð sendist blað- inu merkt: Strax fyrir 20. þ.m. + Eiginkona mín KARLOTTA KRISTJANSDÖTTIR andaðist í Landakotsspítala 15. apríl. a z o LO IXI Gf£ o z < HINGfe DOING ALL 'ORTH Ifathins’s VVORTH DOINS ATALL ITÍ5 WORTH DOINðWELL' © 1862 Writ Dlsnwr Prodnetíoni WoHit J'Jahto Eoservetl Gunnar Hestnes. Faðir okkar JÓN JÓNSSON, Stóra-Skipholti við Grandaveff andaðist miðvikudagirm 10. þ.m. Jarðsangið verður frá Neskirkju fimmtudaginn 18. apríl kl. 2 e.h. Blóm vinsamlega afþökkuð. Börn hins látna. Rigningarpúns. Hvernig er bað? Fyrst á að ná rigningar- vatni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.