Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.05.1963, Blaðsíða 4
4 SÍÐA ÞJÖÐVILJINN Fimmtudagurinn 23. maí 1963 Ðtcefandi: Sameíningarflokkur aiþýðu — Sósíalistaflokk- urinn. — Ritstjórar: ívar H. Jónsson. Magnús Kjartansson. Sigurð- ur Guðmundsson (áb) Fréttaritstjórar: Jón Bjamason. Sigurður V. Friðþjófsson. I au.f'iýsingar. orentsmiðja: Skólavörðust. 19 Sími Í7-500 (5 llnur). Áskriftarverð kr 65 á mánuði Sóknin er hafin Það dylst engum, að almenningur gerir sér í vaxandi mæli grein fyrir því, að „viðreisnar- :stefnan“, sem núverandi stjórnarflokkar hafa fylgt og segjast enn munu framfylgja eftir kosningar, ef þeir fá til þess aðstöðu, er ands'tæð hagsmun- um alls launafólks í landinu. „Viðreisnin“ hefur leitt síversnandi lífskjör yfir vinnandi fólk með „peningalegum aðgerðum11 ríkisvaldsins, svo not- að sé málfar sérfræðinga ríkisstjórnarinnar. Þess- ar aðgerðir hafa verið fólgnar í tvennum gengis- fellingum, meiri hækkun neyzluskatta en vitað er um í nokkru öðru landi, bein afskipti ríkis- valdsins til að auka á mismuninn í eigna- og tekjuskiptingu þjóðarinnar, lögleiðingu okurvaxta og lánsfjárhöftum og sparifjárfrystingu. Afleið- ingarnar eru óðaverðbólga og lengri vinnutími en nú þekkist í nokkru öðru landi Evrópu. Stjórnarflokkarnir eru líka komnir í algert þrot við að verja þessa stefnu. Einu úrræði þeirra eru að nefna hærri tölur, sem aðeins eru sláandi dæmi um verðbólguþróunina, sem þeir hafa leitt yfir þjóðina. Þeir birta töflur og Mnurit um aukna krónutölu til framkvæmda, en framkvæmdirnar hafa minnkað vegna dýrtíðábihnar. Og þeir birta töflur og Mnurit um hærri atvinnutekjur, sem menn fá fyrir 14—16 tíma strit daglega árið upa kring, en kaupmátturinn er samt margfalt minni en áður. Það er þessi geigvænlega þróun, sem al- menningur gerir sér nú grein fyrir að verður að stöðva, og jafnframt, að eina ráðið til þess er að kjósa málsvara vinnandi stétta á þing í komandi alþingiskosningum. Kosningabaráttan hefur líka einkennzt af því að sókn er hafin að þessu marki. Alþýðubandalagið og stuðningsmenn þenis hafa efnt til almennra kjósendafunda víða um land að undanförnu og hafa þeir hvarvetna verið mjög fjölsóttir. Auðvelt val Reykjavík var fyrsti almenni kjósendafundur- inn haldinn til stuðnings Alþýðubandalaginu g var hann með glæsilegustu fundum sem hér afa verið haldnir. Þá hefur það ekki síður vak- 5 athygli í kosningabarátfunni upp á síðkastið, ð Framsóknarflokkurinn hörfar nú í faðm stjórn- rflokkanna á flestum sviðum; í hemámsmálum, landhelgismálum og síðast en ekki sízt sanna rétíimar af „einvígisfundum“ frambjóðanda Al- ýðubandalagsins og Framsóknar í Norðurlands- :jördæmi vestra þetta ótvírætt, enda fær Björn 'álsson sérsfaka hólgrein um sig í Alþýðublaðinu gær, þar sem hann er kallaður „gætinn og hygg- an“ maður (!), og leiðari Morgunblaðsins vík- ir einnig góðu að þeim mönnum í Framsóknar- lokknum, sem blaðið segir að séu í einu og öMu ammála stjórnarflokkunum 1 velflestum málum. ^eir sem vilja tryggja framgang raunverulegrar stefnubreytingar eiga því auðvelt val: Eina eiðin til þess er að fylkja sér um hin sameigin- egu framboð Alþýðubandalagsins og Þjóðvamar- lokksins. '— b. ►►►► HUGLElDlNGAR QRVARQODS \Á FLAÐUR ★ Sjaldan hafa islenzk stjórn- arvöld lapzt svo lágt i auð- mjúkri framkomu gagnvart er- lendum valdhöfum sem i Mil- wood-málinu svonefnda. Kom þetta berlcgast fram eftir orð- sendingu brezku stjórnarinnar um að hún tæki á sig fulla ábyrgð á gerðura skipherrans á Palliser, en þar sem brezka stjórnin lýsir yfir að hún muni engar ráðstafanir gera gegn skipherranum,. jafngildir sú yfirlýsing að sjálfsögðu fullu samþykki við gerðir hans. 1 annan stað hælist svo brezka stjórnin yfir því að í raun og veru hafi það verið brezki sjóherinn, sem tók togarann, eða eins og segir í orðsending- unni: „Brezka ríkisstjórnin vill samt sem áður beina athygH íslcnzku ríkisstjómarinnar að þeirri staðrcynd að skipherr- ann á H.M.S. Palliser gerði sitt ýtrasta til þess að tryggja að óðiinn tæki togarann Milwood fastan með Smith skipstjóra um borð. Það er þessari sam- vinnu frá brezka sjóhcrnum að þakka að togarinn var í rauninni tekinn fastur“. Með þessu gefur brezka stjómin ótvirætt í skyn, að íslenzka landhelgisgæzlan hafi ekkert leyfi til þess að taka landhelgiisbrjóta, nema með „samvinnu frá brezka sjóhern- um“, — enda er það í sam- ræmi við Ieynisamninginn, sem íslenzka ríkisstjórnin hefur gert við þá brezku um landhelgis- gæzlu hér við land. Loks neitar brczka stjórnin að framselja Smith skipstjóra, þótt hún hafi viðurkennt á- byrgð sína í þessu máli, og reynír að skjóta sér bak við að Smith hafi verið fluttur um borð í togarann Juniper, sem siðan hafi neitað að fara með hann til lslands. En það var bara alls ekki sá togari, sem futti Smith skipstjóra til Skotlands, heldur brezki sjó- herinn, — H.M.S. Palliser, sem að sögn brezku stjómarinnar gerði því hvort tveggja í senn að .,taka“ togarann — og að koma þjófnum undan á ábyrgð brezku stjórnarinnar. ★ Alþýðublaðið lýsti þegar yfir fögnuði sínum, eftir hina „vinsamlegu" orðsendingu brezku stjómarinnar, þar sem brezka stjórnin tekur á sig á- byrgðina á undankomu Smith skipstjóra og neitar jafnframt að framsclja hann. Morgun- blaðið var þögult í einn dag, og hefur sýnilega þótt súrt i brotið að móttaka þessa kveðju Brctanna fyrir hönd húsbónda síns Bjarna Ben. En í gær rekur leiðarahöfundur blaðs- ins upp því meira vinargelt og dillar rófunni framan í Brcta af enn meiri ákafa en Alþýðu- blaðið. Og sérstaklega reynir blaðið að afsaka framkomu brezka sjóhersiins, en koma skömminni á togarann Juniper, sem ekki gcrði þó annað en að taka Smith skipst.ióra um stundarsakir. þegar herskips- foringinn ætlaði að lauma honum undan á þann hátt. ir Brezka stjórnin hefur lýst slg ábyrga í þessu máli, og þar með augljóslega rofið land- helgissamninginn frá 1961. En í stað þeirra eðlilegu og sjálf- sögðu vinnubragða að lýsa þennan nauðungarsamning þar með úr gildi falliinn, flaðrar íslenzka ríkisstjórnin fyrir þeirri brezku eins og tryggur rakki, sem þó hefur hlotið spark frá húbónda sínum. Auglýsing Borgarverkfræðingur óskar eftir að kaupa 4—5000 rúmmetra af ofaníburði í götur. Efnið skal vera hæfilega blandað grjóti, sandi og leir, og skilast í op mulningsvélar í Ártúnshöfða. Afhend- ing skal fara fram á vinnutíma og lýkur á 15—20 vironudögum, í byrjun júnímánaðar n.k. Til mála getur komið minna magn, til reynslu, frá mismunandi stöðum. Tilboðum sé skilað fyrir kl. 11 þann 31. þ.m. á skrif- stofu vora Vonarstræti 8. SKÓLASKIP Björgunarskipið Sæbjörg verður ger-t út sem skólaskip í sumar, og hafa þegar verið ákveðnar 2, 3ja vikna sjóferðir: 4. júní til 24. júní og 26. júní til 16. júlí. Farið verður umhverfis landið, og stundaðar hand- færa-, línu- og netaveiðar. Fastakaup verður kr. 1000,00, en auk þess hluti úr afla og frítt fæði. Umsóknir berist Ráðningaskrifstofu Reýkjavíkur- borgar í Hafnarbúðum, fyrir 28. maí n.k. Sjóvinnunefnd Æskulýðsráðs Reykjavíkur. | Sveinspróf í húsasmíði i ■ í Þeir meistarar, er ætla sér að láta nema ganga undir j sveinspróf á þessu vori, sendi umsókn ásamt nauð- i synlegum gögnum, fyrir 1. júni, til formanns próf- ! nefndar Gissurar Símonarsonar, Bólstaðarhlíð 34. j í . i INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAB. Prófnefndin. I Yfírbyggingar — Hvalbakar Nú þegar höfum við mikla reynslu í smíði yfir■ bygginga og hvalbaka á skip og báta af öllum stgzrðum og gerðum, hvort heldur er úr alúmín- ínum eða stáli. ■ \ Veitum verkfrasðilega aðstoð við teikniftgar og mælingar. 11 vj Mjög vönduð vinna og smekklegur frágangur. Leitið tilboða og nánari upplýsinga hj^ okkur. I- áí fj Vélsmiðja Bjöms Magrmssonar Keflavík — Sími 1175 og 1737.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.