Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 16 júlí 1963 HÓÐVILIINN SlÐA 3 Fyrsti fundurinn í dag Viðræður hafnar vi5 kjarnorkusprengingum bann MOSKVU 15/7. í dag komu saman til fundar í Moskvu fulltrúar frá Bretlandi, Sovétrík.iunum og Bandaríkjunum til að ræða um bann við til- raunum með kjarnavopn. Krústjoff forsætisráð- herra var viðstaddur þennan fyrsta fund. Frétta- mönnum ber saman um að andinn sem ríkti í fundarbyrjun hafi verið vinsamlegur og gefið góð- ar vonir um jákvæðan árangur. Fundurinn í dag hólst með því að Krústjoff spurði aðstoðarutan- ríkisráðherrann Averell Harri- man og brezka vísindamála- ráðherrann Haiilsham lávarð i gamansemi að því hvort ekki væri rétt að byrja á því að undirrita samninginn. Harriman brá þegar við og skákaði blaði og blýant til forsætisráðherrans. Sovézki utanrikisráðherrann Andrei Gromiko lét ekki á sér standa og sagði: Skrifið undir. Svo fyllum við hitt út á eftir. Blaðamenn beðnir að fara Á annan tug bandarískra , Klofningstilraun borin Kína á brýn MOSKVA 15/7. — FuIItrúar kommúnistaflokka Sovétríkj- anna og Kína komu í dag sam- an til fundar í Moskvu og ræddu um ágreining þann í hugmynda- fræðilegum efnum sem nú er uppi milli flokkanna. 1 Pravda, málgagmi sovézka kommúnista- flokksins, var í gær birt grein um deilurnar og eru Kínverjar sakaðir um að gera tilraun til að sundra sósíalistísku hreyf- ingunni í heiminum. Fundurinn í dag stóð í þrjár og hálfa klukkustund og var haldinn í fundarhúsinu á Len- ínhæð. Að fundinum loknurri héldu Kínverjamir til sendi- ráðs síns. Talið er líklegt að annar fundur verði haldinn á morgun. 1 opna bréfinu sem birtist i Pravda á sunnudaginn er farið hörðum orðum um sjónarmið Kínverja og þeir jafnvel sakaðir um að vera reiðyjaúntr til að Kynþátta- oeirð/r i New York NEW VORK 15/7. I dag efndu negrar f New York til mótmæla- aðgerða úti fyrir stjómarskrif- stofum, veitingahúsum og bygg- ingafyrirtækjum víðsvegar í borginni. Lögrcglan skarst í Ieik- inn og handtók 42 menn, þar á meðal 17 presta. Allan daginn sat fjöldi negra úti fyrir skrifstofu Roberts Wagners borgarstjóra og Neslons Rockefellers fylkisstjóra. Hinir 42 voru allir handteknir í Brooklyn-borgarhlutanum. Þeir höfðu lokað umferðaræð og létu í ljós mótmæli sín gegn kyn- þáttamisrétti þvi sem bygginga- fyrirtæki eitt við götu þessa hef- ur haft í frammi. Þeir voru handteknir fyrir uppþot á al- mannafæri en látnir lausir síðar um daginn gegn tryggingu. George Wallace, fylkisstjóri i Alabama lét svo ummælt í dag að nauðsynlegt verði að kalla heim allt herlið Bandaríkja- manna í öðrum löndum ef þingið samþykkti frumvarp Kennedys um ný þegnréttindalög. Wallace, sem á sínum tíma reyndi að hindra að tveir negra- stúdentar fengju aðgang að Ala- bama-háskóla, sagði að stefna stjórnarinnar í kynþáttamálum hefði leitt þjóðina fram á brún borgarastyrjaldar. fóma hundruðum milljóna mannslífa til að koma kommún- ismanum á um allan heim. 1 dag birti Pravda svo leiðara um deilumar auk greinar eftir þrjá þekkta höfunda sem segja að Kínverjarnir verjist allri gagn- rýni bals við götuvígi hlaðið úr tilvitnunum í Lenín. — Kínverjamir reyna blygð- unarlaust að gera þessar tilvitn- anir að vopnum sínum án þess að láta þá staðreynd hafa áhrif á sig að tíminn hefur breytzt og að aðstæðumar í heiminum eru. ekki..eins og þær voru,,Íy,r.-Lvjiyt og.hafa Sovétríkin ekki tal- ir hálfri öld, segir í greininni. ið sér fært að fallast á slíkt. brezkra og sovézkra blaða- manna voru viðstaddir er fund- urinn hófst. En þegar gaman- semin var úti og starfið var í þann veginn að hefjast voru þeir beðnir um að yfirgefa salinn. Fundurinn stóð í þrjár og hálfa klukkustund. Á ráðstefnuna mæta níu full- trúar af hálfu vesturveldanna en fimm frá Sovétríkjunum. 1 sovézku nefndinni eru meðal annarra þeir Andrei Gromiko utanríkisráðherra og Semjon Tsarapkin varautanríkisráðherra. Samkvæmt fréttum frá banda- riska sendiráðinu í Moskvu verð- ur Gromiko fyrir þeim Sovét- mönnum er viðræðumar hefjast aftur á morgun. Talið er senni- legt að ráðstefnan sitji í hálfa aðra viku. Griðasáttmáli ekki skilyrði Fregnir herma að skömmu áð- ur en formlegur fundur hófst hafi sovézkir embættismenn lát- ið svo ummælt að tillaga Krúst- joffs um griðasáttmála milli Varsjárbandalagsins og NATÓ væri ekki hugsuð sem skilyrði fyrir samningi um tilraunabann. Við sama tækifæri lýsti Krúst- joff því yfir að Sovétríkin væru reiðubúin til að semja um bann við kjamorkusprengingum í andrúmsloftinu, himingeimnum og undir yfirborði sjávar. Ekki er með öllu útilokað að vest- urveldin faUist á slíkt bann. Til þessa hefur stórveldin einkum greint á um neðanjarðarspreng- ingar. Vesturveldin hafa haldið því fram að mjög umfangsmik- ið eftirlit þurfi til að fylgjast með því að slíkt bann verði Uppreisnin á fangaeyjunni Eins og kunnugt er af fréttum gerðu fangar á eynni Pulau Senang skanunt frá Singapore upp- reisn á föstudaginn var. Þeir drápu yfirmann fangabúðanna og tvo menn aðra auk þess sem þeir misþyrmdu svo til öllum fangavörðunum. Síðan lögðu þeir eld að byggingum á staðnum og sjást verksummerki á myndinni bér fyrir ofan. Verkamenn neita að skipa upp suður-afrískum vörum STOKKHÓLMI 15/7. Hafnar- verkamenn í Gautaborg í Sví- þjóð neituðu í dag að skipa upp suður-afrískum varningi úr flutn- ingaskipinu Lommaren sem nú liggur I höfn þar í borg eftir að hafa farið fýluferð til Danmerk- ur Hinsvegar samþykktu verka- mennimir að flytja um borð pappír og bifreiðavarahluti sem skipið á að taka með sér í næstu ferð til Suður-Afríku. Einbeittir verkamenn Verkamennimir hafa þannig sýnt að þeir eru staðráðnir f áð Vestrænt frelsi í verki fara sínu fram enda þótt sam- band sænskra flutningaverka- manna hafi lýst yfir andstöðu sinni við aðgerðir þeirra og bæði sambandið og félag flutninga- verkamanna í Gautaborg hafi hvatt þá til að afferma skipið. Áður hafa hafnarverkamenn f Kaupmannahöfn og Árósum neit- að að afferma Lommaren. 1 morgun leit út fyrir að skip- ið yrði affermt. 22 verkamenn fóru um borð og hófu undirbún- ing undir uppskipunina. Á hafn- arbakkanum voru staddir með- limir úr sænska æskulýðssam- bandinu og báru spjöld með á- letrunum sem hvöttu verka- mennina að sýna samhug sinn með hafnarverkamönnunum dönsku og hinum kúguðu negr- um í Suður-Afríku. Kómmún- istafélag verkamanna í Gauta- borg hefur sömuleiðis dreift flugmiðum þar sem skorað er á verkamenn að neita að skipa upp vörunum. Til Hamborgfar? Er verkamennirnir 22 höfðu verið um stundarfjórðung um borð fóru þeir aftur í land. Þeir ræddu við formann verkalýðsfé- lags síns og ákváðu að skipa út pappírnum og varahlutunum. Hinsvegar neituðu þeir enn sem fyrr að afferma. Lommaren kom um helgina til Gautaborgar. Um borð eru 180 smálestir af niðursoðnum ávöxt- um frá Suður-Afríku. Ef vörun- um verður ekki skipað upp í Gautaborg er líklegt að eigend- umir.sendi skipið til Hamborgar og geri fjórðu tilraun sína til að losna við farminn sem fara á til Danmerkur. DJAKARTA 15/7. 21 maður lét lífið og 40 særðust alvarlega í jámbrautarslysi sem átti sér stað í nánd við þorpið Keting á vest- 1 urhluta Jövu í dag. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ Blaðamannafélag íslands: Allsherjarat- kvæðagreiðsla AHsherjaratkvæðagreiðsla um heimild félagsstjómar tíl að boða vinnustöðvun fer fram í skrifstofu félagsins, Vest- urgötu 25, og hefst kl. 15 miðvikudaginn 17. júlí 1963 en er lokið kl. 15 fimmtudaginn 18. júli. — Stjómin. Að undanförnu hefur hetimurinn orðið vitni að því hvernig bandarískir Iögreglumenn fara að þvi að halda upp „lögum og reglu“ þegar negrar og hvítir samherjar þeirra notfæra sér hið marg- rómaða og vestræna frelsi og krefjast jafnréttis kynþáttanna. Þegar yfirvöldin svara ekki slíkum kröfum með blóðhundum og vatnsdælum nota þau kylfur og kreppa hnefa eins og sést á þessari mynd. Hún var tekin í Newark þar sem negrar og nokkrir hvítir verkamenn efndu sameigin- lega til mótmælaaðgerða gegn kynþáttaréttinu I b yggingariðnaðinum. Stúlka éskast Stúlka óskast til starfa í Matstofu Flugfélag® íslands h.f. á Reykjavíkurflugvelli- Upplýsingar hjá yfirraatsveini í síma 16600 milli kl. 2—5 í dag. t*r//OCUlS /ölUS/tló //./? M CJEi-AJVDAin i >•

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.