Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.07.1963, Blaðsíða 10
w m I ! i Nátthrafnar á Norðurlandi Síldarleitin fyrir norðan og og austan hefur tvær flugvél- ar til afnota við síldarleit í sumar og eru báðar staðsettar á Akureyri. önnur flugvélin er frá Flugskólanum Þyt og hefur kallmerkið Bjami Alfreð Al- freð, en skólinn hefur leigt flugvélar til síldarleitar nú í tíu sumur. Hin flugvélin er á vegum Tryggva Helgasonar og er þetta þriðja sumarið hjá honum í sildarleit. Gagnrýni hefur verið uppi hjá sjómönn- um á leitarflug úr lofti og þykir mikilvægi þess hafa minnkað síðustu árin með aukinni veiðitækni hjá flotan- um, þegar síldin er nær ein- göngu veidd úr djúpunum með hjálp asdic-tækja, en flugvélar finna ekki annað en vaðandi síldartorfur á yfir- borðinu og, að því er mönn- um finnst, sjaldnar nú en fyrr á árum. Þungamiðjan hvflir á síldarleitarskipum og fylgjast þau með síldargöng- unum, en sumir telja flugvél- ar ómissandi til þess að fylla út í ramman því að þær eru fljótar að endasendast lands- homanna á milli og staðfesta fréttir frá einstökum skipum, og fljótar að skapa heildar- mynd af veiðisvæðum. I ofanverðri síðustu viku var norðaustan bræla á sfld- armiðunum og ís og kuldi og flotinn í vaii á Siglufirði og Raufarhöfn. Flugliðamir á Þytflugvél- inni sátu á fletum sínum og höfðust ekki að þá stundina. Þeir búa á Heimavist Mennta- skólans á Akureyri og inni í setustofunni las einn í bók og reykti pípu og tveir spiluðu borðtennis. Það hvíldi heim- spekileg ró yfir þeim félögum. Þannig bíða þeir löngum eftir kallinu; verða ætíð að vera til staðar og eru stundum kallað- ir út með tuttugu mínútna fyrirvara. Þeir hafa yfir sér svip orustuflugmanna úr stríðinu, og sýnast þetta vera klárir strákar. Tveir fljúga flugvélinni og eru annars kennarar hjá flug- skólanum, og heita þeir Gunn- ar Guðjónsson og Erlingur Einarsson, annar Reykviking- ur og hinn úr Mosfellssveit- inni. Hinsvegar er Sigurður Ágústsson í forsvari fyrir þeim af eigendum flugskólans og annast viðgerðir og við- hald á vélinni. Síldarbassinn í sumar er Bjami Jóhannes- son og var lengi skipstjóri á Snæfellinu, en vinnur nú á skrifstofu Útgeröarfélags KEA. Þeir segja kallinn stundum æstan, þegar sild sést annarsvegar eða þegar hann uppgötvar fugl eða hval. eða þessa dökku fleti á sjón- um, og er það lífshamingjan í systeminu. Þeir íélagar hóíu flugið 25. júní og hafa flogið fjörutíu stundir fram að þessu. Þeir haía leitað á svæðinu frá Gjögri til Langa- ness og fundu fyrstu síldina 51 sjómflu norðaustur af Rauðanúp. Það var mikil upplifun, sögðu flugmennimir, en þeir hafa ekki áður verið í síldarleitarflugi. Daginn áður flugu þeir 24 sjómílur norður af Kolbeinsey og stað- settu þar ís en enga síld, og erum við, ekkert hissa á þess- um kulda hér á Akureyri þessa daga með hafátt. Oftast fljúga þeir um lág- nættið og fara upp kl. 10 á kvöldin og fljúga til kl. 4 um morguninn og snúa þá heim á leið. — Við erum einskonar nátt- hrafnar hér á Norðurlandi, sögðu þeir. Minnisstæðast er þeim djúpar náttúrustemning- ar í hafís og miðnætursól og töluðu þeir sérstaklega um eitt flug við ísröndina á Húnaflóa fyrir nokkrum dög- um og komum við líklega betri menn í bæinn. — gm. Áhöfn annarrar síldarleitarflugvclarinnar, sem staðsett er á Akuroyri. Frá vinstri; Gunnar Guðjónsson flugmaður, Erlingur Einarsson flugmaður og Sigurður Ágústsson flugmaður og viðgerðarmaður, allir frá Flugskólanum Þyt. — Myndin er tekin í sctustofu heimavistar MA, þar er rekið sumarhótcl með yfir 40 gistiherbergjiun. — (Ljósm. Þjóðv. G.M.). 211 skiþ hafa aflað 435.994 mál & tn. Um síðustu helgi höfðu 211 síldveiðiskip fengið einhvern afla á síldarmiðunum fyrir norðan og austan. Eftirtalin síldveiðiskip höfðu fengið 3000 mál og tunnur eða meira um helgina. Akraborg Akureyri 4104 Akurey Höfn, Homafirði 3203 Anna Siglufirði 4335 Ami Geir Keflavík 3619 Ami Magnússon Sandgerði 3149 Askell Grenivik Auðunn Hafnarfirði Bára Keflavík Bjarmi Dalvík Búðafell Búðum Fáskrðf. Eldborg Hafnarfirði Garðar Garðahr. Gjafar Vestmannaeyjum 3261 4398 4116 3985 3451 5870 4166 5688 7 umferðum lokið og Friírik 4.-6. Eftir 7 umferðir á skákmótinu í Los Angeles er staðan að heita má óbreytt. Friðrik Ólafsson er í 4.—6. sæti með 3V2 vinning, en Gligoric hefur forystuna með einum vinningi betur. tjrslitin í sjöundu umferð Pjatigorsky-mótsins, sem tefld var um helgina urðu þau, að Faul Benkö vann Najdorf, en aðrar skákir urðu jafntefli, þ.e. skák þeirra Friðriks og Pannos, Petrosjans og Reshevskys, Gli- goric og Keres. 1 skák sinni lenti Friðrik Ólafsson í tímahraki og sömdu keppendur jafntefli er tefldir höfðu verið rúmlega 20 leikir. Eftir 7 umferðir var staðan 1. Gligoric 4Va vinn. 2.—3. Keres 4 vinn. Najdorf 4 vinn. 4.-6. Friðrik 31/, vinn. Petrosjan 3*/2 vinn. Reshevsky 3’/?. vinn. 7.-8. Benkö 21/?. vinn. Panno 2‘/s vinn. Áttunda umferð ykákmótsins var tefld í gær og hafði bó m.a. Friðrik Ólafsson svart gegn Gligoric, en fréttir um úrslit skákanna höfðu ekki borizt, er Þjóðviljinn fór í prentun. Grótta Reykjavík 7451 Guðmundur Þórðarson Rvík 6655 Guðrún Þorkelsdóttir Eskif. 3580 Gullfaxi Neskaupstað 3766 Gullver Seyðisfirði 5489 Gunnar Reyðarfirði 6597 Hafrún Bolungarvík 4224 Halkion Vestmannaeyjum 3000 Halldór Jónsson Ólafsvík 5475 Hannes Hafstein Dalvik 6596 Helgi Flóventsson Húsavík 5998 Héðinn Húsavík 4921 Hoffell Fáskrúðsfirði 5558 Huginn Vestmannaeyjum 3164 Höfrungur II Akranesi 4367 Jón Finnsson Garði 4207 Jón Garðar Garði 6500 Jón Jónsson Ólafsvík 3360 Kópur Keflavík 4620 Mánatindur Djúpavogi 4525 Margrét Siglufirði 3754 Náttfari Húsavík 3160 Oddgeir Grenivík 5232 Ólafur bekkur Ólafsfirði 3094 Ólafur Magnússon Akureyri 5908 Pétur Sigurðsson Reykjavík 3219 Sigurður Bjamas. Akureyri 7771 Sigurpáll Garði 10546 Skarðsvík Rifi 3042 Snæfell Akureyri 5115 Stefán Ben Neskaupstað 3334 Steingr. Trölli Eskifirði 3091 Stígandi Óilafsfirði 3822 Sunnutindur Djúpavog'' 3392 Sæfari Tálknafirði 7265 Sæfaxi Neskaupstað 3497 Sæúlfur Tálknafirði 4405 Valafell Ólafsfirði 4910 Vattames Eskifirði 5568 Víðir II Garði 5830 Víðir Eskifirði 4370 Von Keflavík 4938 Þorbjöm Grindavík 6620 *Þráinn Neskaupstað 3182 Þrjú efstu liðin eru með 9 stig Tveir kaþpleikir voru háðir í 1. deild Islandsmótsins i knattspymu sl. sunnudag. Á Akureyri kepptu Akureyring- ar og Fram og sigraði Fram með 2 mörkum gegn einu. 1 Reykjavík kepptu Akumes- ingar við KR og sigraði KR með 3 mörkum gegn einu. Staðan í 1. deild er þessi; L. U. J. T. M St. KR 7 4 12 13:11 9 Fram 7 4 12 9:10 9 ÍA 8 4 13 19:15 9 ÍBA 7 2 2 3 14:15 6 Valur 5 2 12 10:8 5 IBK 6 10 5 9:15 2 Nánar um íslandsmótið á íþróttasíðu — 6. síðu. Ungra barna ákaft leitað Um nónbiliS á sunnudag var þriggja barna saknaö frá Brúsastööum í Þing- vallasveit. Hafin var mikil leit og stóð hún fram eft- ir nóttu. Um kl. eitt fund- ust svo börnin. Höfðu þau tekið sér ferð á hendur og gengið í Stíflisdal, sem er eyðibýli nokkuð langt frá Brúsastöðum. Þegar bamanna var saknað var víðtæk leit haf- in. Tóku þátt í henni lög- regla og fólk af næstu bæj- um, einnig fjölmargt ferða- fólk. Þyrilvængja af Kefla- víkurvelli og sporhundur úr Hafnarfirði komu aust- ur, einnig hjálparsveitir skáta. Ekki varð börnunum meint af ævintýri sínu, þau voru kát og hress er þau fundust- Börnin em fús Kristinsson, 9 Birgir Ragnarsson, 6 og Anna Másdóttir, 5 Drengirnir eiga heima á Brúsastöðum, en Anna iitla er þar gestkomandi. Sig- ára, ára, ára. Húni II, 98. bátur smíSaður hjá KEA Akureyri 12/7 — Nýr bátur fór í reynsluför í fyrrakvöld, 98. bát- urinn sem smíðaður er í Skipa- smíðastöð KEA og ber hann nafnið Húni 2 og verður heima- nöfn hans Höfðakaupstaður. Eig- andi er Björn Pálsson og fer skipið til síldvciða um hclgina. Þetta er eikarbátur, 130 tonn brúttó að stærð. og hefur hol- lenzka Stork-vél, 450 h.a. — Tvö sjií'fritandi síiííarieitartæki, rad- ar og útvarp með innbyggðu segulbandstæki, sem tekur niður fréttir meðan skipstjóri sefur — bæði af bátabylgjum og útvarps- stöðvum. Þá er hátalarakerfi um allt skipið frá brúnni. Skipshöfnin 12 manns — flest- ir frá Skagaströnd. Skipstjóri heitir Hákon Magn- ússon frá Skagaströnd og lét svo ummælt við fréttamann Þjóðviljans, að þeir væru búnir góðum tækjum og hefðu þeir fé- lagar hug á að afla vel í sumar. Ingi í 4.-5. sæti eftir 12 umferðir Ingi R. Jóhannsson var í 4.—5. sæti á svæðismót- inu í Halle í Austur-Þýzkalandi, þegar lokið var 12 umferðum skákmótsins af nítján. f 11. umferð mótsjns gerði Ingi jafntefli við Kinnmark en í 12. umferðjnni vann hann Vesterinen. Eftir 12. umferðjr skákmóts- ins í Halle voru þessjr í efstu sætunum: 1.—2. Larsen sVz vinn. Maður drukknaði í Reyðarvatni 3. Portjsch 3. Robatsh -5. Ingi Ivkof -7. Melic Uhlmann 8 — 8 — 7% — 7% — 7 — 7 — Síðastliðinn laugardag varð það slys á Reyðarvatni, upp af Lundareykjardal. að amerískur maður Anthony Mercede að nafni. drukknaði. Mercede var ásamt íslenzkum manni, Niku- lási Vestmann, að veiðum á vatninu. Skyndilega hvolfdi bát þeirra félaga. Tókst Niku- lási að ha’.da sér í bátinn unz hjáip barst. en Ameríkumann- inum ekki. Báðir voru menn- irnir að heita má ósyndir. Þjóðviljinn áttj í gær stutt samtal við sýslumanninn í Borgarnesi og spurði hann frétta af slysinu. Kvað sýslu- maður slysið í rannsókn hann hefði farið og tekið lögreglu- skýrslu af mönnum þeim. er síðast höfðu tal af þeim fé- lögum. svo og veiðiverði Ekki kvað sýslumaður enn fundið lík Amertíkumannsins Væri það hald manna. að ’íki' lægi á miklu dýpi. allt að sextíu metrum, en einnig torveldaði það leitina, að botninn sé ójafn og stórgrýttur. Framhald á 2. síðu. Nýtt fyrirtæki, Síldarréttir s.f. Tekið er til starfa í Reykjc. vík nýtt fyrirtæki og nefnist það Síldarréttir s.f. Eins og nafnið bendir til er hér um nýjung að ræða í íslenzkum fiskiðnaði. Um er að ræða margvíslega rétti síldar í einkar smekklegum plastumbúðum. Fyrirtækið er til húsa að Súðavogi 7 í Reykjavík. For- ráðamenn fyrirtækisins sýndu fréttamönnum húsakynni og íramleiðslu í gær. Smökkuðust iéttirnir vel, og virðist einsætt, að þetta verði til þess að ís- lendingar taki nú að borða síld í ríkara mæli en verið hefur, en einnig mun verða framleitt fyrir erlendan markað. Forstjóri fyrirtækisins er Ágúst Sæmunds- son.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.