Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 23.07.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 23 júlí 1963 ÞiODfÍLi kwi* SÍÐA Vantrauststillaga vegna eins anga Profumohneykslisins Wilson ræðst gegn húsaleiguokrinu í spillingarbæli brezka íhaldsins LONDON 22/7 — Harcld Wilson, leiötogi Verkamanna- flokksins, brá Ijósi inn í eitt óþverralegasta skúmaskotiö í spillingarbseli brezka íhaldsins, þegar hann fylgdi úr hlaði á brezka þing;nu í dag tillögu um vantraust á ríkisstjórnina fyrir aðgeröarleysi hennar í húsnæðis- málunum, en það mái kemst nú á dagskrá vegna þeirra uppljóstrana sem siglt hafa í kjölfar Profumo- hneykslisins. Einn af lagsmönnum Christine Keelers var Peter Rachman, sem nefndur var Pólski Pétur. Hann lézt í fyrrahaust, eða svo hefur verið talið, þangað til einn af þingmönnum Verkamannaflokks- ins gaf í skyn á þingi að hann myndi vera enn á lífi. Peter þessi hafði á árunum frá 1957, þegar Ihaldsflokkurinn nam úr gildi ákvæði húsnæðislaganna sem áttu að tryggja rétt leigjenda, grætt milljónafúlgur (sumir segja 5 milljónir sterlingspunda) á því að kaupa íbúðahús í fátækra- hverfum Lundúna, sprengja upp leiguna með hvers kyns óþokka- brögðum, flæma leigjendur úr húsunum og leigja þau í staðinn fyrir okurfé Vestur-Indíumönn um sem annars gátu hvergi feng- ið inni eða þá vændiskonum. Vegna lagasetningar íhalds- fiokksins og slælegrar fram- kvæmdar gat hann komið fé sínu bæði undan skatti og úr landi og mun það nú geymt í sviss- neskum bönkum. Látið afskiptalaust Enda þótt á allra vitorði væri hvernig Rachman rakaði saman fé á ógæfu annarra létu ráðherr- ar brezka íhaldsins það afskipta- laust, enda hafði flokkur þeirra veitt mönnum af Rachmans tagi öll tækifærin til slíkrar auðsöfn- unar, sagði Wilson. Hefðu hús- næðismálaráðherrar íhaldsins, þeir Macmillan, Sandys, Brooke, Hill og Joseph, sem nú gegnir því embætti, kært sig um, hefðu þeir fyrir löngu getað krufið mál Rachmans til mergjar. En þeir kærðu sig ekki um það, því að þá hefði sú spilling sem íhalds- flokkurinn átti sök á komið ber- lega í Ijós, sagði hann. honum yrði tíðrætt um Rachman og moldvörpustarfsemi hans. þá færi því fjarri að hann væri nokkurt einsdæmi. Verkamanna- flokkurinn myndi, þegar hann kæmist til valda, nema úr gildi húsnæðislöggjöf íhaldsins ogsetja nýja, sem tryggði leigjendum sanngimi og réttlæti og kæmi í veg fyrir okrið og spillinguna. Vantrauststillaga Verkamanna- flokksins var felld með atkvæð- um íhaldsins gegn 232 atkvæðum V erkamannaflokksins. Wilson nefndi mörg dæmi um hvemig Rachman og bófaflokkur hans hefði hrakið fólk á götuna með hvers konar ofbeldi. Stjóm- arvöldin heíðu látið þetta fram- ferði afskiptalaust með öllu og ekki nóg með það: Bankar og aðrar lánastofnanir hefðu keppzt um að lána Rachman fé út á rottugreni hans, sem hann not- aði síðan til að standa undir kostnaði af kaupum nýrra húsa. Hann hefði aldrei greitt græn- an eyri í skatta. Því fé sem hann sveik undan skatti gat hann ráð- stafað í vændiskonur. Ekkcrt einsdæmi Wilson tók fram að enda þótt Réttarhöldin hafin yfir „dr." Ward Hundrað blaðamenn hlusta á samf arasögu ungf rú Keelers LONDON 22/7 — Um hundraö blaðamenn auk nokk- urra útvaldr?. gesta voru viðstaddir í hinum fræga véttarsal í Old Bailey í London þegar réttarhöld hófust ! dag í málinu gegn skottulækninum Stephen Ward sem ákærður er fyrir að hafa þegið fé af vændiskon- um og haft kynmök við ófullveðja stúlkur. Eina vitniö : dag var vinkona hans ungfrú Christine Keeler, sem agði réttinum skilmerkilega frá atburðaríku kynlífi ínu. Hún rejmdi ekki að neita því ð hún hefði haft holdlegt sam- eyti við fjölda manna, en ekkst ekki við að hún væri ændiskona. Ákæran á Ward er í fimm lið- im, þrjú atriðin fjalla um að '.ann hafi þegið fé af vændis- onum en tvö að hann hafi iálfur komizt yfir eða útvegað ðrum stúlkur innan 21 árs •ldurs. Hins vegar virðist á- cæruvaldið hafa fallið frá ákær- mni á hann fyrir að hafa átt ilut að fóstureyðingum, en það ar alvarlegasta ákæran á endur honum. Hann neitaði sig ekan. Standa út vikuna Ungfrú Keeler var sem áður ’egir eina vitnið sem leitt var dag en réttarhöldin munu úanda út vikuna, og er þess öeðið með mikilli eftirvæntingu hvaða vitni Ward mun kalla ryrir réttinn, en hann var sem kunnugt er einkavinur fjöl- margra helztu fyrirmanna Bret- lands og átti til að útvega þeim rekkjunauta þegar þannig stóð á. Óhrjáleg saga Það var óhrjáleg saga sem rifjuð var upp í réttinum i dag, begar saksóknarinn spurði ung- trú Keeler um sambúð hennar og Wards og líferni þeirra. Saksóknarinn spurði ungfrú Keeler nærgöngulla spuminga, svo að verjandi Wards mót- mælti þeim hvað eftir annað, en saksóknarinn sagðist spyrja þeirra í þeim tilgangi einum að fá úr því skorið fyrir réttinum hvort líta bæri á ungfrúna sem vændiskonu eða ekki og dómar- inn féllst á það sjónarmið. Þá greip ungfrúin fram í fyrir dómaranum og sagði: — Ég vil gjarnan fá að segja það skýrt ig skorinort að ég hef aldrei verið og er ekki nein vændis- kona. Löng yfirheyrsla Ungfrú Keeler var yfirheyrð f hálfa þriðju klukkustund. Hún sagði að hún hefði verið altek- in af Ward, en hún hefði samt aldrei legið hjá honum. — Hann er ákaflega geðþekkur maður og hann hafði algert vald yfir mér, sagði hún. Hún hefði flutt frá Ungfrú Christinc Keeler honum sjö eða átta sinnum, en alltaf snúið aftur. Hún gaf réttinum nákvæma skýrslu um líf sitt eftir að hún kom til London sextán ára göm- ul, en hún kynntist Ward skömmu eftir það. Hún fluttist heim til hans, sagði hún, en ítrekaði að hún hefði aldrei ■ haft nein mök við hann. Hann hefði lánað henni fé, en hún hefði greitt honum aftur af .•peningum sem aðrir menn hefðu gefið henni. Póiski Pétur, Profumo o.s.frv. Síðan rakti hún söguna. Einn þessara manna var milljónar- inn Peter Rachman sem gekk undir nafninu Pólski Pétur og varð forríkur maður á húsnæð- isokri. Hún var frilla hans og fékk hjá honum fé, og hann greiddi húsaleiguna fyrir þær stöllur, „Mandy“ Rice-Davies og hana, þegar þær bjuggu saman. Þá var það John Profumo sem hún svaf hjá. Af honum fékk hún peninga handa móður sinni. Sovézki sendiráðsfulltrúinn Ivanoff sængaði líka hjá henni, en greiddi henni ekkert fyrir. Hún svaf hjá manni að nafni Jim Eylan og hann lét hana fá mörg hundruð sterlingspund. Kún sagðist hins vegar líta á þá peninga sem gjöf en ekki greiðslu. Maður sem hún vissi aðeins um að hét Charles að fornafni borgaði 50 pund eftir eina nótt. Hún bjó með Persa einum í þrjá mánuði og hann greiddi þá fyrir þau húsaleiguna. Maður að nafni Michael Lambton hafði kostað ferðir hennar til Bandaríkjanna og Farísar, en þau höfðu aldrei sængað saman. Hún hefði sofið hjá Vestur- Indiumönnunum Gordon og Combe, sem báðir hafa verið dæmdir í fangelsi fyrir að hafa misþyrmt henni eða reynt að myrða hana, en þeir hefðu frem- ur þegið fé af henni en hún af þeim. AUtaf £ peningavandræðum Að lokinni yfirheyrslu sak- sóknarans spurði verjandinn ungfrú Keeler: — Hver sem sér yður veit að þér mynduð, ef þér vilduð, geta haft mikið upp úr að selja líkama yðar — ekki satt? Hún játaði því, en neitaði að hún hefði notað sér það. Hún og Ward hefðu ævinlega verið í mestu peningavandræðum. 250 svertingjar handteknir í N.Y. NEW YORK 22/7 — Ilarðvítug- ustu kynþáttaátök sem orðið hafa í New York síðan að upp úr sauð milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum í vor urðu þar í dag. Lyktaði þeim með að 250 blökkumenn voru teknir hönd- um. Um eitt þúsund þeirra höfðu safnazt saman við byggingu eina í Brooklyn sem verið er að smíða fyrir bæjaryfirvöldin. Þeir gerðu það til að mótmæla því að verk- takamir hafa neitað að ráða til sín þeldökka verkamenn og reyndu að hindra að unnið væri við bygginguna. Mjög fjölmennt lögreglulið kom á vettvang, en blökkumenn neituðu að víkja með góðu. Beittu lögreglumenn þá valdi og handtóku 250 þeirra, sem áður segir. HARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAHARlAMARÍAMARÍAMARlAMARÍAMARlA MARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAHARlAMARÍAMARÍAMARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARÍAMARlAHARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA HARlAMARÍ AMARlAMARlAMARÍAMARÍAMARlAHARlAMARl AMARlAMARlAMARlAMARlA HARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARÍAMARlA H ARIAM ARIAMARIA MARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARl A MARlAMARlAMARlA Nylonsokkar MARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlA MARÍAMARlAMARÍA MARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlA MARlAMARf AMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARÍAMARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARfAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARfAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARtAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARf AMARlAMARlAMARf AMARfAMARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARf AMARlAMARlAMARlA MARlAMARf AMARlAMARf AMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARÍAMARlAMARlAMARlA MARlAMARf AMARlAMARf AMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARlA 1 " MARlAMARlA MARlAMARlA HEILDSÖLUBIRGÐIR MARlAMARlA MARlAMARlA^ MARlAMARlA ’'ARi'MA'ii'Sslenzk-erlenda vsrzlunarfelagið MARlAMARl.A ... „ MARlAMARlA MARIAMARIA Tjarnargotu 18 - Simar 20-400 og 15-333. maríamarIa MARlAMARlA MARlAMARlA MARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARldMARlAMARfAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARfAMARlAMARlAMARlAMARlAMARl.A MARlAMARlAMARÍAMARlAMARÍAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARlAMARlAMARlAMARlAMARlA MARlAMARÍAMARfAMARlAMARlAMARlAMARlA :# kemur / verzlanir í dag G$ta~ et/ Am/ciáaám i ,

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.