Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 7
Föstudagur 17, apríl 1964 HÖÐVIUINN SIÐA 7 Ævarandi hlutleysi íslands í hernaði er traustur hornsteinn nýrrar utanríkisstefnu Rœða Alfreðs Gíslasonar í útvarpsum- rœðu fró Alþingi 10. apríl, um þingsólykt- unartillögu Alþýðubandalogsins varðandi utanríkisstefnu íslenzka lýðveldsins Herra forseti! Góðir hlust- endur! Island átti eitt sinn því láni að fagna að fá grund- völl lagðan að sjálfstæðri stefnu í utanríkismálum. Það gerðist, þegar lýst var yfir æ- varandi hlutleysi landsins. Þá var vel af stað farið og viturlega. Hlutleysi í hernaði hæfir betur en nokkuð annað vopnlausri þjóð, sem kýs að vera fullvalda og eiga ein- vörðungu friðsamleg skipti við allar aðrar þjóðir. Vopnlaus þjóð í hern- aðarbandalagi En Adam var ekki lengi i Paradís. Þegar ágengir ná- grannar sáu sér ekki hag í hlutleysi okkar fengu þeir á því illan bifur og þeim veittist það furðu auðvelt að ginna andvaralausa leiðtoga landsins til þess að farga hlutleysinu. Með þeirri ráðstöfun var end- anlega horfið frá íslenzkri stefnu í utanríkismálum og hefur þjóðarskútan síðan siglt þann sjó undir erlendum merkjum. Vopnlaus þjóð gengur í hernaðarbandalag. Þetta hljómar eins og þversögn. Enda er slík aðild fjarstæða. sé á annað borð átt við full- valda ríki. Síðan horfið var frá hlutleysinu, hafa íslenzk utanríkismál verið rekin í samræmi við stefnu sem mót- uð er á erlendum vettvangi, af erlendum mönnum í þágu er- lendra stórvelda. Þetta er bláköld staðreynd og ekki ann- að en bein afleiðing þess, að við vorum beygðir undir ok NATO-valdsins. Fyrstu árin eftir þau sam- skipti áttu ráðherrar okkar það til að ræða utanríkismál af sömu kokhreysti og önnur mál. Þá fullyrtu þeir eitt og annað, sem þeir síðar reynd- ust ekki menn til að standa við, svo sem það, að hér skyldu ekki vera herstöðvar né her á friðartímum. En þeir fengu fljótlega að þreifa á því, að valdið er ekki þeirra í þessum efnum og nú gæta þeir tungu sinnar betur. Nýlega var utanríkisráðherra spurður að því á þingi, hvort leyfð yrði meðferð kjama- vopna i landinu. Hann svaraði því einu tií, að fram á slíkt hefði ekki verið farið. Meira gat hann sem orðvar maður ekki sagt. Ósjálfstæðir valdamenn Það er tómt mál að tala um hug og vilja íslenzkra ráð- herra í utanríkismálum, því að svo sannarlega stýra þeir ekki NATO, þar ráða allt aðr- ir menn. Það er orðið svo um utanríkismál okkar sem um almenn stjómmál í einræðis- landi, að þau eru vart rædd annars staðar en innan hljóð- heldra veggja. Það var ekki haft hátt, þeg- ar Bandaríkjunum var leyfð útvarpsstarfsemi í landinu þvert ofan i ákvæði íslenzkr? laga. Og bó var enn laumu- legar að farið, þegar sama stórveldi var veitt einkaleyf’ til bess að reka hér sjónvarps- stöð. Erlend íhlutun um ís- Forscti Bandarikjanna fræddur um hug íslendinga til hernámsins. lenzk málefni er orðin daglegt brauð og ógnar jafnt efna- hagslífi þjóðarinnar sem tungu og menningu. Óholl áhrif her- setunnar færast ört í aukana og er þegar svo komið, að jafnvel ólíklegustu menn rísa upp til mótmæla. Tjón af missi hlut- leysis En ríkisstjórnin sit- ur föst í neti NATO og má sig livergi hræra. Því þegir hún þunnu hljóði eða svarar skæt- ing einum, þegar að er fundið. Engin leið er til þess að meta það geigvænlega tjón, sem þjóðin hlýtur af missi hlutleysisins og enginn veit, hvort það verður nokkru sinni bætt. Eitt örlítið dæmi um það tjón er landhelgissamningurinn við Breta 1961. Með honum var Islandi gert að afsala sér um aldur og ævi lögskráðum rétti til landgrunnsins. Þann nauðungarsamning getum við fyrst og fremst þakkað aðild- inni að Atlanzhafsbandalaginu, eins og forsætisráðherra benti réttilega á í blaði sínu fyrir tæpri viku. Hlutlausri þjóð hefði vart verið þröngvað til slíkra samningsgerða, en fóm- ina urðum við að færa á altari herguðsins. Er hlutleysi úrelt? Þegar friðarstefna íslendinga var að þoka fyrir hemaðar- andanum hófu stærstu stjóm- málafl. hatramman áróður gegn hlutleysinu og þeim á- róðri linnir ekki síðan. Er því fundið margt til forát|u og flest að ósekju. Það er að vísu rétt, að hlutleysi getur brugð- izt sem börn, en hitt er þó enn sannara, að í NATO-aðild- inni er alls enga vernd að finna. Þvert á móti er hún þjóðinni vísasta leiðin til glöt- unar í stórstyrjöld. Þá er klifað á því, að hlut- leysPí hemaði sé úrelt. Þetta tyggur hver eftir öðrum allt frá fákænum Varðbergs-pilt- um upp í hálærða lagaprófess- ora, án alls tillits til þess, að fullyrðingin stangast á við augljósar staðreyndir. Um all- an heim finnast hlutlausar þjóðir og tala þeirra fer meira að segja vaxandi. 1 Evrópu eru Svíþjóð og Finnland, Austur- ríki. írland og Sviss meðal hlutlausra landa og hafa síð- ur en svo hug á að farga hlut- leysi sínu. Þetta eru smáþjóð- ir, sem hafa ekki frekar en við Islendingar nein tök á að verja land sitt í stórstyrjöld. Samt og meðfram einmitt þess vegna forðast þær hern- aðarbandalög eins og sjálfa pestina, og halda fast í hlut- leysið. Hlutlaus ríki áhrifa mikil Þótt stórveldin leggi yfirleitt kapp á að ánetja smáþjóðir og gera þær sér háðar hemaðar- lega, neyöast þau stundum til að beita fyrir sér hlutleysi ríkja. Þetta er alkunna. Með því viðurkenna þær í verki ekki aðeins tilverurétt hlut- leysis, heldur og þýðingu þess í róstusömum heimi. Á al- þjóðaþingum gætir áhrifa hlut- lausu landanna svo mjög, að þau eru þar nefnd þriðja aflið. Þau hasla sér völl milli hinna stríðandi hervelda og bera klæði á vopnin. Þetta er göf- ugt verk og þessum þjóðum til sæmdar. Það er ekki tilvilj- un, að hins hlutlausa Indlands gætir meira á sviði heimsmála en Japans, að Svíum er sýndur meiri trúnaður á alþjóðavett- vangi en Dönum og Norðmönn- um og að Irland nýtur meiri virðingar hjá Sameinuð þjóð- unum en Island. Þannig er þá veruleikinn og hann blasir við augum. Hlut- lausu löndin eru mýmörg og þeim fjölgar og jafnvel her- skáar ríkisstjórnir afneita ekki Alfreð Gíslason. nauðsyn þeirra. En uppi á Is- landi halda NATO-postular á- fram að breiða þá falskenn- ingu út, að hlutleysi sé úrelt og aflóga hugtak. Og NATO- menn okkar láta sér þetta ekki nægja. heldur reyna þeir að telja hrekklausu fólki trú um, að hemaðarlegt hlutleysi sé löstur, þvf að það jafngildi af- skiptaleysi um heimsmál, ef ekki algeru skoðanaleysi. Einn- ig þessi fullyrðing fer í bága við staðreyndir. Eins og heims- fréttir herma, taka hlutlausu ríkin sannarlega afstöðu til mála á alþjóðaþingum, og láta að sér kveða þar. Ef ein- hver munur er, er hann einna helzt sá, að hlutlausu ríkin eru frjáls að þvi að mynda sér skoðun, á meðan lönd hemað- arbandalaganna eru bundin í báða skó. Hernaðarbandalög á fallanda fæti Meginþorri allra þjóða þráir frið og hlýtur þvi í hjarta sinu að óska hlutleysisstefnunni vaxandi gengis í heiminum. Af friðarþrá er einnig sprott- in sú von. að dýrðardagar hernaðarbandalaga verði ekki margir og að þau megi úreldast sem fyrst. Frá styrjaldarlok- um var allt kapp lagt á að skipta heiminum í tvær fjand- samlegar fylkingar og að sá tortryggni, hatri og ótta með- al þjóða. Forusturíki heims í austri og vestri kepptu hvort við annað um að ná á sín snæri sem stærstum hluta jarðkringlunnar og voru þá ekki ætið vönd að meðulum. Úr þessum eitraða jarðvegi spruttu Atlanzhafsbandalagið og önnur striðsbandalög og úr honum draga þau síðan lífs- næringuna. A meðan hemaðarandi ræð- ur ríkjum, dafna þessi banda- lög, og koðna niður jafnótt og stríðsæsingum linnir. Annað háir og þessum bandalögum eftirstríðsáranna, þegar til lengdar lætur. I mörgum við- kvæmum málum verða þjóð- irnar að lúta boði og banni þess stórveldis, sem ægishjálm- inn ber í bandalaginu. Þetta þola þsdr ekki til langframa. Fyrr eða síðar rís innbyrðis ágreiningur, sem síðan vex, unz bandalagið liðast sundur. í NATO eru einkenni þess- arar veilu þegar komin í Ijós. Þar er nú hver höndin upp á móti annarri. eins og alkunna er. Hemaðarbandalögin eru ömurleg fyrirbæri kalda striðs- ins og hættulegri heimsfriði en nokkuð annað. Þetta veit hver maður með óbrjálaða dóm- greind. Þeim mun sorglegra er, að íslenzkir ráðherrar, ég tala nú ekki um minni spá- menn, skuli í heyranda hljóði fá sig til að vegsama nokkurt þessara bandalaga. Vestrænt lýðræði vemdað með Portúgal og Tyrklandi! En þetta gera þeir því mið- ur. NATO er sungið lof og prís af sömu ákefð og ofstæki og hlutleysi er rangtúlkað og rægt. Þó er NATO ekki lofað svo mjög fyrir kjamasprengj- ur, kafbáta og flugskeyti, held- ur er það dásamað fyrir eig- inleika, sem það sízt hefur til að bera. Þess vegna neyðast lofsyngj- endur til að láta hlutina standa á höfði og snúa lofi i háð. Það er talað um vamir landsins og vemd þjóðarinnar með skírskotun til herbæki- stöðva, sem síður en svo yrðu fólkinu til vemdar í stríði og gætu í hæsta lagi orðið ein- hvers megnugar til árása eða gagnárása. Það er talað um verndun vestræns lýðræðis af miklum fjálgleik og um sam- vinnu við frjálsar þjóðir og er þá átt við hemaðarlega sam- ábyrgð Islands og landa á borð við einræðisríkið Portúgal á- samt Tyrklandi, Grikklandi, Frakklandi og Vestur-Þýzka- landi, þar sem menn eru hundeltir sakir stjómmála- skoðana sinna. Loks er tal- að um vinaþjóðir okkar í NATO án afláts, einnig þau misserin, er hin fremsta þeirra óð hingað með alvæpni og dólgslegri hótun um valdbeit- ingu, ef blakað yrði við viss- um veiðiþjófum í landhelg- inni. NATÓ undirrót spillingfar Þannig er allt á eina bók- ina lært. Hafður er uppi of- stækisfullur, forheimskandi á- róður í því skyni, að fá ís- lenzka menn til að sætta sig við þann skaða og þá skömm, sem leiðir af útlendri hernað- arstefnu á íslandi. Að vísu má sín mikils á- róður, sem studdur er af rík- isvaldinu, og auk þess nær ó- takmörkuðu fjármagni, en al- valdur er hann þó ekki. Þús- undir Islendinga hafa frá önd- verðu skilið hvaða glapræði var framið þegar hlutleysinu var á glæ kastað af glám- skyggnum eða hugdeigum for- ráðamönnum. Þessum þúsund- um er það einnig Ijóst, að vaxandi ágengni útlendinga, samfara þverrandi viðnámi hérlendra valdhafa á rót sína að rekja til NATO-aðildarinn- ar. Gagngerrar stefnu- breytingrar þörf En það eitt, að skilja og greina meinsemdina er ekki nægilegt. Það þarf einnig að taka til höndum um að upp- ræta hana. Gagnger stefnu- breyting er knýjandi nauðsyn, hverfa veriHir frá þcirri er- lcndu óhcillastefnu, sem nú er ákvarðandi um öll utanríkis- mál okkar, og marka í hennar Framhald á 9. síðu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.