Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 17.04.1964, Blaðsíða 10
JQ SlÐA HöÐVnraiN Föstudagur 17. apríl 1964 RAYMOND POSTGATE: .... og meðan ég beið eftir þvi, að Parkes læknir kæmi nið- ur aftur — því að hann hélt, að Philip væri ekkert veikur og ég gæti kannski tekið hann í tíma — fór ég að líta á bækumar, sem virtust ekki vera mikið lesn- ar, og fór að glugga í þær. Og í einni þeirra fann ég stóra blaða- úrklippu. Hann þagnaði. Ellen sagði til að koma honum aftur á sporið: — Hafði hún ver- ið þar lengi? — Hamingjan góða, hvemig ætti ég að vita það? Og þó, ég veit það. Þetta var skrýtin spuming. Hún hlýtur að hafa verið þama lengi, því að hún var búin að gera far í síðurnar báðum megin. En samt skil ég ekki hvað það táknar. Af hverju spyrðu? — Æ, ég veit það ekki. En hvað stóð á henni? — Tja. það er ekki svo gott að útskýra þetta. Mig langar til að biðja þig að líta aftur á frétt- ina í blaðinu okkar. Segðu mér hvað þér finnst eftirtektarverð- ast. í sambandi við dauða Phill- ips, á ég við. — Ég veit ekki almennilega hvað þú ert að fara. Eilen hrukkaði ennið og hugsaði djúpt til að mega verða til hjálpar. — Við skulum sjá. Jú, hann hafði látið ofani sig eitrað frjó- duft sem var þarna í garðinum. Enginn veit samt hvemig á því stóð að hann tók það inn; og það virtist einkennilegt að þetta skuli hafa verið óhapp. En það hlýtur að hafa verið óhapp, af því — — Af því hvað? — Jú, af þvf að enginn vissi að þetta duft var eitrað. Svo að enginn hefði getað gefið MÁor.ppjosi AN HársTeiðslu os snvrt?s»nfs> STFTNH oe nöTMð T.aneaveei IS ITI h flyfta) SflWI 24B16. P F R IW 4 Garðsenda 21 SfMT 23968, Hárgrelðslu- oe snyrtistofa nömur! Hárgrelðsla "ið allra hæfi. T.TARN ARSTOF 4N TJarnareötn 10 Vonarstraetis- megin. — SfMT 14662. HARGREIÐSL DSTOFA AUSTGRBÆJAR. (Maria Guðmundsdóttir) Laugavecri 13 — SfMI 14656. Nuddstofa S sama stað. honum það viljandi. Jafnvel læknarnir vissu það ekki og þessi frægi sérfræðingur sagði að það væru naumast nokkur fordæmi fyrir þessu. — Það er nú einmitt það. Það var einhver sem vissi það og einhver hafði haft fyrir því að klippa út auglýsingarnar, þar sem sagt var frá hve mikið magn þyrfti og hvenær þetta væri hættulegast og ég veit ekki hvað. Ég held að þessi úrklippa 23 hljóti að greina frá einu af þessum örfáu tilfellum sem læknirinn minntist á. Hún var úr sveitablaði 1 Austur Essex, ársgömul — ekki eitt af þeim blöðum sem maður rekst á af tilviljun. Það var frásögn af lífc- skoðun lítillar ellefu ára telpu. Og hún dó úr bergfléttueitrun. — öll frásögnin var þama og þetta gekk alveg eins fyrir sig og með yesalings Phillip. Einkennin voru alveg eins. En í því tilfelli-. var.-vitað hvemig bamið lét það ofaní sig, og það var reglulegt óhapp. — Ó! Ellen var orðin dálítið föl, en hún sagði ekki meira. Eðvarð hélt áfram: — Og þú sérð það, að einhver vissi nákvæmlega hvað var að gerást. Og sagði ekki orð. Lét bara Parkes gamla fálma i blindni. Og sjáðu til, það veit enginn til þess að Phillip hafi getað borðað þetta af vangá. Það virðist ekki auðvelt. Borð- stofuborðið er alltof langt í burtu, til þess að duftið hefði aetað fokið þangað. En einhver hefði getað gefið honum það inn. Og einhver hafði geymt þessa iirklippu í langan tíma, í ein- hverjum tilgangi. — En af hverju hefði einhver viljað vesalings Phillip feigan? — Ég veit það ekki. Eðvarð yppti öxlum. — Það eru víst peningar í fjölskyídunni. Ellen var mjög dauf í dálkinn. — Mikið er þetta andstyggilegt fvrir þig, sagði hún. — En auð- vitað verður bú að segja frá bessu. Hún hikaði andartak og tók eftir því að hann var ósköp niðurdreginn. svo að hún bætti við: — Viltu að ég komi með þér? Hann hefði innilega gjaman viljað það; en samt var tiliagan naumast virðingu hans samboð- in. — Nei, mikil ósköp, sagði hann. — Sem ég er lifandi, það þarf ekki að halda í höndina á mér. En ég er að velta fyrir mér hvemig ég á að bera mig að. Ég get ekki undið mér að lögreglunni og sagt „Hæ.“ Ætti ég að fara til Exeter og hitta æðsta prestinn eða eitthvað svo- leiðis? — Ekki æðsta prestinn, aulinn þinn; lögreglustjórann. Ég myndi fara til næstu borgar, sem er Wrackhampton og tala við yfir- manninn þar. Og svo er líka þessi Knowles fulltrúi .. Hann var við líkskoðunina. Því ekki að tala við hann? Og það varð úr. En Knowles fulltrúi hafði ekki heyrt nema nokkrar setningar þegar hann á- kvað að einhver æðri honum þyrfti að fást við þetta. Hann tók Eðvarð Gillingham með sér til lögreglustjórans í Wrack- hampton, herra Cooper Wills, sem var ekki uppgjafahermaður, var ekki rauður í framan og ruddalegur í framkomu og eng- inn auli. Hann hafði gengið í lögregluliðið fyrir þrjátíu og fimm árum; hann hafði hækkað í tign smátt og smátt. Herra Cooper Wills hafði hjá sér full- trúa sinn, Holly, sem var líkleg- ur eftirmaður hans; þeir tóku báðir kurteislega á móti Gilling- ham. Þeir létu ekki i ljós neina furðu yfir hnýsni hans og hrós- uðu honum fyrir hugsunarsem- ina. Eftir þrjátíu sekúndur leið honum ágætlega. Þeir spurðu hann aðeins einn- ar spumingar sem máli skipti; — Haldið þér að þér mynduð þekkja aftur bókina, sem þér funduð úrklippuna í, herra Gill- ingham? — Ég held það. Ég er ekki al- veg viss um það. Það var stór blá bók sem fjallaði um ferða- lög í gamla Devonshire; ég man nokkum veginn hvar hún var í skápnum. Ég gæti sennilega fundið hana aftur ef ég kæmi á staðinn. — Þakka yður fyrir. Þér hafið verið mjög hjálplegur, herra Gill- ingham. Ég mun íhuga þetta mál mjög gaumgæfilega. Ef til vill þarf ég að hafa samband við yð- ur seinna, en ég veit hvar ég get fundið ýðúr. Herra Cooper Wills rétti fram höndina. X — Jæja? sagði Cooper Wills og leit á fulltrúa sinn. — Eigum við að trúa þessum unga manni? Fulltrúinn var með úlfgrátt hár og liðlega fimmtugur að aldri. Hann krosslagði langa, magra fótleggi og blístraði hljóð- laust. — Ég held það. Það væri ttt- gangslaust fyrir hann að spinna upp þessa undarlegu sögu. Og svo vita svo fáir um þetta mál. Ég hafði ekki hugmynd um það fyrr en dr. Lammes sagði mér af því. Ég er hræddur um að hann hafi örugglega séð þessa úrklippu. Og hann var líka reiðubúinn til að benda okkur á hvar hún væri. Ég býst við að hún sé þar. Eða hafi verið? — Og ef svo er, hvað táknar það? Tilviljun? — Ekki þess háttar tilviljun sem mér er að skapi. — Nei. En við eigum langt í land. Fyrst verðum við að fá sögu hans staðfesta. Það er ó- sköp auðvelt fyrir lögregluþjón- inn að fara þangað og spyrjast fyrir um eitthvað og nota tæki- færið til að svipast eftir úrklipp- unni um leið. Þetta dauðsfaU er allavega dálítið dularfullt og það væri ekkert athugavert við það, þótt við segðum frú van Beer að við yrðum að athuga það nánar. En það er ekki eins auðvelt að taka Gillingham með okkur. Alla vega verðum við að gera einhverjar ráðstafanir. En ef við gerum þetta og Knowles lögregluþjónn finnur úrklipp- una? Hvar erum við þá staddir? Fulltrúinn hristi höfuðið. — Ekki miklu nær, sagði hann. Herra Cooper Wills hélt áfram að ræða þetta. — Við stöndum andspænis sömu vandamálum og áður. f fyrsta lagi höfum við enga hugmynd um hvemig eitr- ið hefur verið gefið inn. Bam- ið virðist ekkert hafa borðað, nema um hádegið. Enginn fær hederin eitrun af skemmdu kjöti og það var ekkert athuga- vert við salatið. Og jafnvel þótt við gætum sannað að einhver hafi vitað að bergfléttufrjóduft gæti orðið drengnum að bana og sá hinn sami haft þær upplýs- ingar tiltækar, þá veit ég ekki hvað við getum gert í því. Knowles lögregluþjónn gaf frá sér eitthvert uml og sýndi þess merki að hann vildi gjaman koma að orði. — Leysið frá skjóðunni, Knowfes: við þiggjum ráð hvað- an sem þau koma. — Já, herra minn. Ég hef ver- ið að velta þessu fyrir mér. Það var bæði tími og tækifæri til að fikta við salatið. Þetta var kald- ur hádegisverður, og þegar ég var að yfirheyra frú Rodd — sem sá ráðskonuna — þá kom á daginn að búið var að leggja á borðið. matinn og allt saman, meira en hálftíma áður en þau settust að snæðingi. Hver sem var hefði getað krukkað 1 mat- inn á meðan. Og Ada, hjálpar- stúlka, sagði við unga stúlku sem ég þekki (Lögregluþjónninn var fjarska ópersónulegur á svipinn) eftir h'kskoðunina, að frú Rodd hafi tekið munninn of fullann í vitnastúkunni, og að henni — sem sé ödu — hafi ekki þótt lögurinn á salatinu sér- lega tær þegar hún fleygði hon- um. En það þýddi ekkertaðand- mæla frú Rodd þegar hún var í þessum ham, það var um að gera að flýta sér að segja það sem hún ætlaðist til og Ijúka því af. Og hún bætti þvi líka við, að hún hefði horft á frú Rodd þvo kálið, svo að þetta væri kannski einhver vitleysa. — Þetta er ekki sérlega sann- færandi framburður. En trúlega hefur hún eitthvað fyrir sér í þessu. Minntist Ada nokkuð á hvemig lögurinn var? — Komóttur, sagði hún. Eins og einhver óhreinindi væru í honum. — Óhreinindi, Sem sé berg- fléttufrjóduft, næstum örugglega. — Hafi það verið frjóduft, þá var það sett í það, sagði Holly fulltrúi. — Frú Rodd sýndi fram á að það hefði ekki getað komið að tilviljun á grænmetið. Það er ræktað allt annars stað- ar í garðinum. Auk þess voru vitni að því að hún þvoði það. — Ja-á, sagði lögreglustjórinn. — Það gæti eitthvað verið gruggugt þama. En ef einhver hefur gert þetta, hver var það þá? Hver hafði ástæðu til þess? Is fecit cui prodest. — Afsakið? sagði lögreglu- þjónninn. — Ég held það sé enginn kvenmaður í spilinu, sagði fulltrúinn álíka ringlaður. — Fyrirgefið. Ég átti við, hver hafi haft hagnað af dauðsfall- inu? — Nú! Það liggur allt ljóst fyrir, herra minn. Það vita margir um erfðaskrá gamla sir Henrys. Það voru allmargar fjárupphæðir til sjúkrahúsa — þau koma ekki til greina. Frú van Beer fær meginhluta eign- anna, ef Phillip deyr á undan henni. Rod$ og kona hans fá tvö þúsund pund hvort. — Tvö þúsund! Það er feikna- fúlga fyrir þau. SKOTTA - Skrifstofustjórinn var í sínum versta ham í allan dag . . . A heim- leiðinni bilaði bíllinn . . . og svo er kvöldmaturinn ekki tilbúinn . . hvað kemur næst? Starf serfræðings í kvensjúkdóma- og fæðingarhjálp við Mæðradeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur er laust til um- sóknar. Laun samkvæmt samningi Læknafélags Reykja- víkur og Reykjavíkurborgar. Vikulegur vinnutími 6 stundir. Umsóknir sendist stjóm Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur fyrir 1. maí n.k. Reykjavík, 14. apríl 1964. Stjóm Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. STJÓRN UNARFÉLAG ÍSLANDS Fundur verður haldinn í Stjórnunarfélagi íslands laugardaginn 18. apríl kl. 14.00 í fundarsal Hótel Sögu. FUND AREFNI: Pétur Pétursson forstj. Innkaupastofnunar ríkisins flytur erindi, Innkaupastarfsemi fyrir- tækja. Félagsmönnum er heimilt að taka með sér gesti. Stjómin. SVEFNSÓFAR - SÓFASETT HNOTAN. húsgagnaverzlun Þórsgötu 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.