Þjóðviljinn - 26.05.1964, Qupperneq 4

Þjóðviljinn - 26.05.1964, Qupperneq 4
SÍÐA Otgefandi: Samelningarflokkur alþýöu — Sóslaiistaílokk- urinn. — Ritstjórar: Ivar H. Jónsson. Magnús Kjartansson (áb.), Sigurður Guðmundsson. Ritstjóri Sunnudagsins: Jón Bjamason. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Ritstjóm. afgreiðsla. auglýsingar. prentsmiðja. Skólavörðust. 19. Sími 17-500 (5 línur) Áskriftarverð kr. 90 á mánuði. íhaldsárás á bæjarátgerð ^lþýðuflokkurinn hefur látið velta sér upp úr ýmsu miður þokkalegu síðan hann gerðist í- haldshækja og íhaldshjú í núverandi stjórnarsam- vinnu. Samt hefur sjálfsagt þurft að beita Al- þýðuflokksmenn í Hafnarfirði talsvert hörðu til að stjórna Hafnarfjarðarbæ og fyrirtækjum hans með íhaldinu. En það virðist eiga að svínbeygja og auðmýkja Alþýðuflokkinn enn meir, hvað sem vakir fyrir samstarfsflokknum með því hátta- lagi. Þannig hefðu margir látið segja sér tvisvar, að Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði létu hafa sig íil jafn hneykslanlegrar framkomu og sölunnar á togaranum Júní, í innilegu félagi við það sama íhald sem illvígast hefur barizt gegn Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og hatazt við þetta fyrirtæki bæjar- búa. En nú virðist eiga að láta kné fylgja kviði, nota völdin sem Alþýðuflokkurinn gefur íhaldinu til að leggja Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í rúst. jpregnin um að fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins hygðust selja togarann Júní úr lándi fyrir 3,6 miljónir króna, og það með verð- miklum búnaði, hefur vakið almenna athygli og furðu manna. Vélbá’tar ganga hér kaupum og söl- um fyrir miklu hærri upphæðir, gott ef Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar hefur ekki sjálf keypt léleg- an vélbát hærra verði! Það er upplýst að sölu- verðið er ekki hærra en svo, að togarinn hefur í þremur söluferðum undanfarið aflað jafnmikilla verðmæta úr sjó. Engu að síður virðast trúnað- armenn þeir sem Hafnfirðingar hafa trúað fyrir þessum eignum sínum ætla að láta sig hafa að farga Júní úr landi fyrir þetta smánarverð. Til- lögum fulltrúa Alþýðubandalagsins um að leita leiða til að mæta erfiðleikum útgerðarinnar er ekki sinnt af fulltrúum stjórnarflokkanna. Þeir virðast báðir, líka Alþýðuflokkurinn, ráðnir í að greiða togaraútgerðinni og fólkinu í Hafnarfirði það högg, sem þessi gjafverðssala togarans Júní þýðir. MeS þessu smánarlega tiltæki er enn verið að ýta undir áróðurinn gegn togaraútgerð á íslandi. Mannlegra og skynsamlegra væri að snúast við erfiðleikum togarautgerðarinnar með því að end- urnýja togaraflotann, stórbæta kjör togarasjó- manna, skipuleggja gagngera fiskileit fyrir togar- ana og gera ráðstafanir til að létta af útgerðinni okri og óhóflegum álögum. Og sjálfsagt mætti athuga það háttalag að útgerðarmenn hirtu allan gróða þegar vel gengur og væru jafnvel all-stór- tækir til fjár þegar illa gengur, en ríkið teldi jafn- framt ráðið til hjálpar togaraútgerð að ausa miljón- um í styrkþega hins opinbera á borð við Tryggva Ófeigsson og Ingvar Vilhjálmsson. Viðreisn tog- araútgerðarinnar er mikið mál, það sem kemur fram í sölunni á Júní, ofsókn íhaldsins gegn bæj- arútgerð, er aðeins einn þáttur. En sú aðgerð er líkleg til að tefja þá viðreisn sem verða þarf, draga kjark úr fólki og verða einnig að því leyti tii ills. auk bess að vera hneykslanleg meðferð á almannaeign. — s. ÞlðÐVILJINN Þriðjudagur 26. mai 1964 ,Fossamir' komu 437 sinn- um tii 56 erlendra hafna hraðfrystum fiski, en þessi út- flutningur hefur farið síminnk- andi og var aðeins 14,200 tonn á síðasta ári. Eins og skýrt var frá á dögunum, sýndu reikn- ingar Eimskipafélags íslands, sem lagðir voru fram á aðalfundi félagsins 15. þ.m., 22,8 miljón króna halla á rekstrinum, en þá höfðu verið af- skrifaðar af eignum félagsins 26 miljónir röskar. 1 skýrslu félagsstjórnar seg- ir m.a.: Hagnaður af rekstri eigin skipa félagsins nam krónum 26.368.723,16 og er það kr. Útför Sigur- björns Sigur- jónssonar verka- manns gerð í dag 1 dag verður til moldar bor- inn frá Fossvogskirkjugarði Sigurbjöm Sigurjónsson verka- maður frá Krumshólum, til heimilis að Birkilaut við Vatns- enda. Sigurbjörn var fæddur 7. apríl 1909. en lézt af slysmör- um við vinnu sína í nýja vatnsgeyminum á Litluhlið sl. miðvikudag, 20. maí. Hann var ókvæntur og barnlaus. — Sig- urbjörn Sigurjónsson verður væntanlega nánar minnzt síðar hér í blaðinu. 3.256,547,94 minni hagnaður en árið 1962. Hins vegar varð tap á rekstri leiguskipa, en þau voru alls 8 er fóru tíu ferðir milli landa á árinu, 44,664,49. Bæði tekjur og gjöld skip- anna hafa hækkað töluvert á síðasta ári. en þess ber að gæta að á árinu bættust tvö skip við skipastól félagsins, m.s. „Mánafoss”, sem var í förum 11 mánuði af árinu, og m.s. „Bakkafoss” í tæpa 8 mánuði. Siglingar skipanna Arið 1963 voru alls 20 skip í förum á vegum félagsins og fóru þau samtals 124 ferðir milli Islands og útlanda og 86 ferðir frá Reykjavík út á land. Þar af voru 8 leiguskip (erlend) er fóru 10 ferðir milli landa. Skipin hafa farið 14 ferðum fleira árið 1963 en árið 1962 og 31 ferð fleira en árið 1961. Ferðum skipanna var að verulegu leyti hagað eins og árið áður. Þrjú skip voru í á- ætlunarferðum frá N. Y. til Reykjavíkur. þaðan til Rotter- dam og Hamborgar og til baka til Reykjavíkur, Dublin á Ir- landi og New York. I þessum áætlunarferðum voru m.s. ..Brúarfoss”, m.s. „Selfoss” og m.s. „Dettifoss”. M.s. „Gullfoss” var sem áð- ur í áætlunarferðum milli Reykjavíkur, Leith og Kaup- mannahafnar og fór alls 15 ferðir. Auk þess kom skipið 6 sinnum við í Hamborg á út- leið í vetrarferðum og einu sinni í Kristiansand á heimleið í desember. M.s. „Reykjafoss” hóf áætl- unarsiglingar til Antwerpen og Hull í október s.l. sem ákveðn- ar voru fyrst um sinn til reynslu. önnur skip félagsins voru í M.s. „Fjallfoss“ ferðir og var áætlun gerð um þær ferðir til árslóka. Reynsl- an af þessum áætlunarferðum hefur orðið á þann veg að ekki hefur verið ráðizt í að halda þeim áfram. V öruf Iutningar Árið 1963 urðu vöruflutning- ar með skipum félagsins og leiguskipum þess samtals 326,823 tonn. og er það 8 þús- und tonnum meira en árið 1962. Innflutningur hefur verið nálega 155 þúsund tonn en útflutningur 131 þúsund tonn. Árið 1960 fluttu skip fé- lagsins tæp 40.000 tonn af Skip félagsins, 12 að tölu, eru bókfærð á kr. 84.813.165.47, sem vitanlega er langt fyrir neðan sannvirði. Afgreiðsla í New York Arið 1946 setti félagið á stofn sjálfstæða skrifstofu i New York til að annast af_ greiðslu skipa félagsins og leiguskipa þess. Var stofnað hlutafélagið Thule Ship Agen- cy til þess að annast afgreiðsl- una. Hlutaféð var $ 25,000,00 og átti Eimskipafélagið $ 15 Framhald á 9. síðu. förum til ýmissa Evrópuhafna án áætlunar, eins og verið hef- ur undanfarin ár, og aðalá- herzlan lögð á að sinna flutn- ingaþörfinni. jafnt útflutningi sem innflutningi. Einkum var siglt til Bretlands, Norður- landa, Hollands. Belgíu, Þýzkalands, Rússlands og Pól- lands. Þú jukust strandsigling- ar allverulega eftir að félagið eignaðist m.s. „Mánafoss” og m.s. „Bakkafoss”. Alls komu skip félagsins og leiguskip 437 sinnum við í 56 erlendum höfnum í 16 löndum. 1 októb- er s.l. gerði félagið tilraun með að láta m.s. „Mánafoss” Tala farþega Farþegar, sem ferðuðust með skipum félagsins milli landa árið 1963, voru samtals 6,612 og er það 639 farþegum færra en árið 1962. Með m.s. „Gull- fossi” ferðuðust 5.987 farþegar og er það 672 farþegum færra en árið 1962. og 625 farþegar ferðuðust með öðrum skipum félagsins, sem er 33 farþeg- um fleira en árið 1962. Ástæðan fyrir fækkun far- þega með m.s. „Gullfoss” var sú að 5 ferðir féllu niður vegna flokkunarviðgerðar og tafa af völdum brunans, sem varð 1 skipinu í marz f. á. Efnahagur félagsins Samkvæmt rekstrarreikningi félagsins námu eignir þess um síðustu áramót 245.147,165,87 kr.. en skuldir 258,517,196,44, þannig að skuldir umfram eignir námu kr. 13,370.030,57. kr. Eins og efnahagsreikning- urinn ber með sér hefur hluta- fé félagsins verið hækkað um kr. 15,126,750,00 í kr. 16.807.- 500,00, enda þótt enn hafi hin nýju jöfnunarhlutabréf með tí- földu nafnverði ekki öll verið Odýr skófatnaöur KARLMANNASANDALAR úr leðri BARNASANDALAR úr leðri, stærðir: 9—V/z KARLMANNASKÓR úr leðri og rúskinni Verð: kr. 200.00 Verð:kr. 109,00 Verð frá kr. 221,00 ogkr. 216,00 og kr. 139,00 ER HÆGT AÐ GERA BETRI KAUP? Skóverzlun Péturs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2 í V I I

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.