Þjóðviljinn - 18.03.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.03.1967, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTLJINN — laugardagur 18. marz 1967. Otgeíandi: Sameiningarflokkur alþýdn — Sósíalistaflokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H- Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Siguröur Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V, Friðþjófsson- Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. EYamkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust- 19. Siml 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr. 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. '7.00- r Itrekun r 1 A stæða er til að ítreka það sjónarmið sem lögð var áherzla á hér í blaðinu fyrir skömmu, að stórbruninn.í Reykjavík í síðustu viku verður að verða mönnum víti til varnaðar. Augljóst er að stórhýsi Iðnaðarbankans varð eyðileggingunni að bráð vegna þess að gildandi reglur um eldvarnir voru þverbrotnar, og virðast þar bæði koma til undanþágur byggingarnefndar og hirðuleysi for- ráðamanna bankans. Af þeirri ráðsmennsku. hef- ur hlotizt tjón sem reikna má í tugum miljóna króna og bitnar að sjálfsögðu á þjóðarheildinni. Er óhjákvæmilegt að framkvæmd verði réttarrann- sókn til þess að sannreyna að fullu hvar og hvers- vegna reglurnar voru brotnar og gera jafnframt ráðstafanir til þess að tryggja að þvílíkir atburðir endurtaki sig ekki. Jafnframt ber að kanna gaum- gæfilega hvar veilur eru víðar í brunavamakerf- inu og láta bæta úr þeim án tafar. ¥^að er oft háttur íslendinga að hafa uppi stór orð * þegar að höndum ber ótíðindi sem unnt- hefði verið að koma í veg fyrir með nægri fyrirhyggju. En allt of oft er látið sitja við orðin ein, síðan fennir gleymskan yfir þau, en vanrækslur og veil- ur halda velli. Sú má ekki verða raunin að þessu sinni. * íþróttahátíð stúdenta: Mismunun TJramtaksleysi borgarstjórnarmeirihlutans í hita- veitumálum er mikið og vaxandi vandamál fyr- ir Reykvíkinga. Borgin heldur áfram að þenjast út, og í áætlunum er að sjálfsögðu til þess ætlazt að ný hverfi verði aðnjótandi hitaveitu þegar í upphafi. En fólk sem treyst hefúr slíkum fyrir- heitum íhaldsins verður í senn fyrir vonbrigðum og stórfelldum kostnaðarauka í einu hverfinu af öðru. i r k borgarstjómarfundi í fyrradag flufti Guðmund- ur Vigfússon tillögur Alþýðubandalagsins þess efnis að hitaveita Reykjavíkur annaðist fjarhit- un í nýjú hverfunum í Fossvogi og Breiðholts- hverfi, tengdi þær kyndistöðvar við hitaveituna þegar loksins væri búið að anna nauðsynlegum framkvæmdum, og seldi íbúunum í nýju hverf- unum þjónustu sína á sama verði og aðra fjarhit- un. Hér er um að ræða framkvæmdatilhögun sem ein er í samræmi við eðlileg og skynsamleg vinnu- brögð, auk þess sem það er sjálfsagt réftlætismál að fólk hvarvetna í höfuðborginni njóti sörnu þjónustu á sama verði. ipulltrúar Alþýðuflokksins og Framsóknarflokks- * ins féllust á þessar röksemdir Alþýðubanda- lagsins og greiddu tillögunum atkvæði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins slógu hins vegar allir sem einn skjaldborg um framtaksleysi sitt í hitaveitu- málum og sívaxandi mismunun borgaranna. — m. Stúdentar báru sigur af hólmi í öllum greinum sem í var kepptl > afmæli sínu efndi Iþróttafé- g?Sdu™íIini?;rðS5“ SfSÍÆ™ úllar íbróttahátíðar í íþrótta- TTvT-ir "Rpvkiavik konntn: 67t53 ■ í tilefni af 40 ára afmæli sínu efndi íþróttafé- lag stúdenta til mikillar íþróttahátíðar í íþrótta- höllinni á fimmtudagskvöld. Var keppt þar í knattspymu inni, handknattleik, boðhlaupi og körfuknattleik. Verður ekki annað sagt en að stúdentar hafi haldið eftinminnilega upp á þessi tímamót við þetta tækifæri þar sem þeir unnu með yfirburðum í öllum þeim greinum, sem keppt var í. Áður en keppnin hófst gengu allir keppehdur fylktu liði inn á gólfið undir íslenzkum fán- um, og þar var og fáni stúd- entanna. Göngu þessari stjórn- aði Benedikt Jakobsson, og setti þessi ganga svip á byrjun hátíðarinnar. Þá ’utti háskólarektor stutt og snjallt ávarp, þar sem hann ræddi um hlutverk íþróttafé- lags Háskólans, sem hann nefdi merkilegt hlutverk sem væri í því fólgið að leiða félagana til heilbrigðara lífs. Það hefði unnið að heilsurækt, og rekt- or sagðist álíta að iðkun íþrótta horfði til mannræktar og mann- bóta. Þá gat rektor þess að síðustu árin hefði íþróttalífið í skólanum aukizt og að sér virtist sem félaginu fertugu væri allt fært. Hann sagði að það væri ekki aðalatriðið að sigra í leikjum og mótum, aðalatriðið væri að iðkendurnir næðu þeirri fé- lagslegu samstöðu sem einstak- lingunum væri svo nauðsynleg í öllu starfi. Þá gat rektor þess að nú væru til athugunar ýmsar breytingar í starfi Háskólans, og í því sambandi minntist hann á að þá yrði einnig at- hugað á hvern hátt yæri hægt að efla starfsemi íþróttafélags Háskólans, sem svo miðaði að því að örva menn til meiri þátttöku í íþróttum innan þess. í ávarpi sínu þakkaði hann Benedikt Jakobssyni fyrir störf hans í þágu skólans, sem mið- uðu að líkamlegri velferð stúd- enta. Hann nefndi Benedikt höfuðsmann íþróttanna í Há- skólanum þar sem hann væri þar sverð þeirra og skjöldur,^ ávallt lifandi í starfinu og full- ur áhuga. Rektor gat þess enn- fremur að Benedikt ætti tvö- falt afmæli ,í ár þar i skólan- um, því hann hefði verið þar í 35 ár og fastráðinn í 25 ár við Háskólann. Að lokum hvatti rektor stúd- enta til að efla íþróttafélag sitt, Háskólanum til sæmdar, félaginu sjálfu til góða og þeim sjálfum til gagns og gleði. Var tekið undir ræðu rektors með dynjandi lófataki. Því mið- ur voru áhorfendur allt of fá- ir. Hinir akademisku borgarar hefðu átt að fjölmenna á þetta skemmtilega íþróttakvöld — Afmælishátíð íþróttafélags Há- skólans. Unnu Val — íslandsmeist- arana í knattspyrnu, 7:5 Fyrsta keppnin þetta kvöld var í knattspyrnu þar sem lið frá Í.S. keppti við Val. Var þetta nokkuð skemmtilegur leikur, og sízt ver leikinn en leikir þeir sem við fengum að sjá í vetur, þarna á sama stað. Það kom líka fljótt fram að ÍS átti liðtæka menn, og hafa margir þeirra sézt í kappleikj- um knattspyrnufélaganna, eins og t.d. Magnús Torfason úr Keflavík. Þórður Jónsson KR, Guðmundur Þórðarson Breiða- bliki og Sigurður Friðriksson úr Fram. Þeir náðu strax vel saman og komust í 2:0 áður en Valur fékk skorað, og í hálfleik stóðu leikar 4:2 fyrir ÍS. Val tókst aldrei að ná undirtökun- um í leiknum, þó síðari hálf- leikur væri jafn að mörkum, en úrslitin urðu 7:5. 10x200 m boðhlaup vann ÍS með yfirburðum Tíminn: ÍS 3,34,0, Úrvalslið Reykjavikur 3.40,2. Stúdentar höfðu fengið til keppni við sig í þessari nýstár- legu grein úrval úr Reykjavík og sá íþróttaráð Reykjavíkur um valið. Því miður komu ekki nema 8 til leiks þó lofað væri 10 mönnum, og má segja að það lofi ekki verulega góðu að ekki skyldi fást fullt lið til keppni frá félögunum í Reykja- vik. Þetta varð til þess að stúd- entar sem mættu með fullt lið urðu að fækka um tvo, svo aðeins átta menn kepptu frá hvorum. Hlaupið var í heild skemmti- legt og dálítið gaman að sjá tækni hlauparanna í beygjun- um, sem voru erfiðar fyrir margan. Ólafur Guðmundsson hljóp fyrsta sprettinn fyrir stúdenta, og gaf hann mjög gott forskot sem hélzt mikið til óbreytt allt hlaupið þar til Höskuldur á endaspretti jók verulega bilið. Þótt gaman væri að horfa á hlaupið var aldrei veruleg spenna í því, til þess var bilið of mikið allan tímann. Þeir sem kepptu fyrir Há- skólann voru: Ólafur Guðmundsson, Þórarinn Arnórsson, Gunnar Gunnars- son, Páll Eiriksson, Páll Ragn- arsson, Valtýr Sigurðsson og Höskuldur Þráinsson. Fyrir Reykjavík kepptu: Úlfar . Teitsson, Þórarinn Ragnarss., Jón Ö. Arness., Hall- dór Guðbjartsson, Þórarinn Sigurðsson, Einar Thoroddsen, Agnar Levy og Kjartan Guð- jónsson. Stúdentar höfðu yfirburði yfir KR og unnu 17:12 ' Þegar litið var yfir nöfn stúdentanna í handknattleiks- liðinu, voru þar margir sem standa mjög framarlega í hand- knattleik félaganna í dag og nokkrir hafa leikið í landslið- um unglinga og eldri. Má þar nefna Loga Kristjánsson í marki, Pál Eiríksson FH, Tóm- as Tómasson Fram, Berg Guðnason Val, • Jón Gest, F.H. og Sigurð Einarsson Fram. Spurningin var aðeins hvern- ig þetta lið félli saman. Til að byrja með voru liðin jöfn, og mátti ekki á milli sjá. ÍS byrj- ar að skora, en um skeið geng- ur það svo að þeir skora fyrst en KR-ingar jafna 1:1, 2:2, 3:3, 4:4, 5:5. og nú kemst KR i fyrsta skipti yfir 6:5, en ÍS jafna aftur og taka forustuna og halda henni það sem eftir var leiksins og í hálfleik stóðu leikar 10:8. Var greinilegt að þegar líða tók á hálfleikinn voru ÍS menn farnir að finna hver annan með góðum ár- angri, sem þó kopi miklu betur fram í síðari hálfleik, og þó átti KR heldur góðan leik. Það má því fullyrða að lið ÍS eins og það var skipað þetta kvöld mundi verða ofarlega í fyrstu deild í dag. Þetta voru allt léttir og leikandi menn og Magnús Torfason frá Keflavík, Sigurður Friðriksson og Stefán Svavarsson voru sannarlega lið- tækir leikmenn. Þeir sem skoruðu fyrir ÍS vorui Bergur 5, Páll 4, Sig. Einarsson 3, Tómas og Jón Gestur 2 hvor og Stefán 1. Fyrir KR skoruðu: Hilmar og Gísli 4 hvor, Karl 3 og 'Ævar Sigurðsson 1. Dómari var Björn Kristjánsson. Körfukeppnina vann ÍS einnig með yfirbnrðum 67fc53 Stúdentar tóku þegar í upp- hafi leikinn i sinar hendur cg komst úrval landsliðsnefndar nærri því að komast yfir í stig- um eða ógna liði stúdenta, og þó voru það menn sem sannar- lega eru ekki af lakari endan- um i körfuknattleik, og má þar nefna íþróttamann ársins Kol- bein Pálsson, sem að vanda átti góðan leik, Gunnar Gunnars- son og Birgir Öm Birgis, svo einhverjir séu nefndir. En það var eins og mönnum landsliðs- nefndar tækist aldrei að hindra þá Einar Bollason og Hjört Hansson í að skora, því þeir tveir skoruðu 33 stig, eða sama og stigafjöldi úrvalsliðsins var, Var leikur þessi oft fjörlega leikinn og töluverður hraði á köflum þó sendingar væru stundum dálítið ónákvæmar, en hvað um það, stúdentar gáfu aldrei eftir, í þessari síðustu keppni var aldrei ógnað. Unnu ÍS menn því allt sem unnið varð á þessari hátíð, og þeir unnu vafalaust hug áhorfenda, sem hefðu sannarlega mátt vera fleiri, með virðingu’fyrir ágætu iþróttastarfi í háskóla sínum. Þeir sem skoruðu stigin fyr- ir ÍS yoru Einar Bollason 29, Hjörtur Hansson 24, Guttormur Ólafsson og Hólmsteinn Sig- urðsson 4 hvor, og Agnar Frið- riksson, Hjörtur Hansson og Björn Ásmundsson 2 hver. Sérstök leikskrá var gefin út við þetta tækifæri, og var þar stutt ávarp og sögð saga ÍS í stuttu máli, og vil ég eð lokum takæ upp smákafla úr á- varpinu og gera það að mínum orðum: — „íþróttamenn þurfa að setja sér ákveðið takmark og keppa að því. En þeir þurfa líka að temja sér hinn bróður- Iega anda íþróttanna, læra að hafa hemil á skapi sínu, og kunna að taka ósigri, en gef- ast samt ekki upp þótt á móti blási, og stefna ótrauðir að meiri fullkomnun í íþrótt sinni. Reykjavíkurmeistaramótið í badminton hefst í daa 1 dag, kl. 2, hefst Reykja- víkurmeistaramót í badminton í íþróttahúsi Vals. Þátttakend- nr eru úr Tennis- og badmin- tonfélagi Reykjavíkur, Badmin- tondcild KR, Knattspyrnufélag- inu Val og Skandinavisk Bold- klub. Er þátttaka mjög góð, og mun óhætt að fullyrða, að þessi skemmtilega og holla íþrótt eigl sívaxandi vinsældum að fagna hér á landi. Að þessu sinni er keppnistil- högun með nokkuð öðrum hætti en á undanfömum árum, þar sem I. fl. og meistaraflokk- ur karla hafa keppt í einum flokki fyrir sig. Nú er hins vegar keppt til úrslita í hvorum filokki fyrir sig. Eykur þetta spennuna um úrslit í I. flokki, sem að þessu sinni eru mjög tvísýn, en með hinu eldrafyr- irkomulagi voru I. fl. keppend- umir alla jafna ofurliði bomir af meistaraflokksmönnum. 1 meistaraflokki kvenna verð- ur keppt í tvíliða- og einliða- leik og má búast við jafnri og harðri keppni, því ekki lætur kvenfóilkið sinn hlut fyrr en í fulla hnefana. 1 tvenndar- keppni eru skráð til þátttöku þrjú lið. 1 meistarafl. karla, tvíiiða- leik, má telja líklegasta sigur- vegara þá Jón Ámason ogVið- ar Guðjónsson, báða úr TBR. í einliðaleik karla í meist- araflokki hafa þeir Jón Áma- son og Óskar Guðmundsson úr KR marga hildi háð á liðnum árum. Hefur Jón nú að undan- fömu reynzt sterkari, en ef- laust mun Óskar hafa fullan hug á að rétta sinn hlut, í I. fl. er keppt í tvíliðaleik og einliðaleik karla. Eins og áður segir eru allar horfur á, að keppnin þar verði mjög jöfn og tvísýn. I einiliðaleik er lík- legt, að keppnin verði hörðust milli þeirra Gunnars Felixson- ar, Friðleifs Stefánssonar og Kolbeins Kristinssonar. Eru hinir tveir fyrstnefndu úr KR, en Kolbeinn úr TBR. Hafa ali- ir þessir menn talsverða keppn- isreynslu að baki. Aðrir geta þó hæglega komið til með að blanda sér í úrslitaátökin, svo að erfitt er að spá nokkru þar um. 1 I. fl., tvíliðaleik, eru sigur- stranglegastir þeir Gunnar Fet- ixson og Friðleifur Stefánsson úr KR og Bjöm Finnbjörnsson og Haraldur Komelíusson úr TBR. Má geta þess, að Harald- ur er yngstur þátttakenda, að- eins 16 ára gamall, en áhuga- samur og tekur örum framför- um í íþróttinni. Úrslitaleikirnir verða háðir í Valsheimilinu á sunnudag, og hefst sú keppni einnig kl. 2. Til nýlundu má telja, að komið verður fyrir hátalarakerfi í húsinu og ætti það að verða til mikils hagræðis fyrir móts- stjóm og áhorfendur. Áhugamenn um badminton og aðrir, sem áhuga hafa á að kynnast þessari vinsælu fþrótt, eru hvattir t'l að sækja mót þetta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.