Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 1
109.310 manns á kjörskrá ! vor Laugardagur 8. apríl 1967 — 32. árgangur — 79. tölublað Kjósendum á landinu hefur fjölgað um 9512 frá 1963 í gær barst Þjóðviljanum frétt frá Hagstofu íslands Vöggustofa Thorvaldsensfelagsins að Hlidarenda. — Ljósm. Þjoðv. A.K.). Vögqustofan aS HlíSarenda fil umrœðu í borgarsfjórn: íhaldið vill ekki hlutlausa rannsókn sérfróðra manna ■ Þau tíðindi gerðust á fundi borgarstjómar Reykjavíkur í fyrrakvöld, að Geir Hallgrímsson borgarstjóri og hinir íhaldsfulltrúamir sjö snemst öndverðir gegn tillögu um skipun nefndar sér- l>rÍKK,ja manna, sérmenntaðra i uppeldisfræði, sálarfræði og geðlækningum, til að rannsaka fyrirkomulag og uppeldisskil- yrði í vöggustofu Thorvaldsens- félagsins að Hlíðarenda. Skal nefndin skila skýrslu um nið- urstöður sínar til borgarráðs og borgarstjórnar, ásamt tillögum Frarrtbald á 7. síðu. 1 Reykjavik eru nú á kjörskrá 64.159 kjósendur en voru árið 1963 42.251. Nemur fjölgunin þvl 3908. 1 Reykjaneskjördæmi eru 17.096 kjósendur nú á móti 13.754 árið 1963. Hefur kjósendum þar þvi fjölgað um 3342. 1 Vesturlandskjördænri eru nú á kjörskrá 7.086 kjósendut en voru 6.630 árið 1963. Fjölgunin er 436. I Vestfjarðakjördæmi telja kjósendur nú 5.579 en þar voru 5.540 á kjörskrá árið 1963. Hefur kjósendum bar bví fjölgað um 39. Norðurlandskjördæmi vcstra er eina kjördæmið þar semkjós- endum á kjörskrá hefur fækkað frá 1963. Þá voru þeir 5.769, en eru nú 5.731. Fækkun 38. 1 Norðurlandskjördæmi eystra eru nú á kjörskrá 11.945, en voru 11.202 árið 1963. Hefur kjósend- um þar því fjölgað um 743. I Austurlandskjördæmi hefur kjósendum fjöigað um 369. Árið 1963 voru þeir 5.799, en eru nú 6.168. í Suðurlandskjördæmi eru kjós- endur nú 9.546, en voru érið 1963 8.853. Hefur því fjölgað þar á kjörskrá um 693. Byggingarkostn- aðurinn orðinn 225 miljónir kr. ★ Prentvillupúkinn skar heldur betur niður bygg- ingarkostnaðinn við borgar- sjúknahúsíð í Fossvogi í rammafyrirsögn hér á for- siðunni í gær. E5ns og kom greinilega fram í megm- máli fréttarinnar af borgar- s'tjómarfundinum í fyrra- kvöld var kostnaður við byggingarframkvæmdir við sjúkrahúsið kominn upp f 225 miljónir og 530 þúsund krónur um síðustu áramót. Eitt núH hafði fíaliið aftan- af kostnaðartölunni í fyr- irsögninni. Eru lesendur beðnir að hafla þetba fhuga. WASHINGTON 7/4 Bandarfkja- merm spnengdu i dag kjam- orkusprengju neðanjarðar- Þetta er IsjiqiHlða tilraun þedrra. á þessu ári. um tölu kjósenda á kjörskrá í einstökum kjördæmum og landinu öllu við alþingiskosningarnar í vor. Tölur þessar eru að vísu ekki endanlegar en munu vart breyt- ast mikið þegar endanlegar k'jörskrár liggja fyrir. ■ Heildartala kjósenda á öllu landinu er nú 109.310 en í alþingiskosningunum 1963 voru kjósendur alls 99.798. Hefur því fjölgað um hart nær 10 þúsund á kjörskrá. menntaðra manna til hlutlausrar rannsóknar á fyrirkomulagj og uppeldisskilyrðum í vöggustofu Thorvaldsensfélagsins að Hlíðarenda. „Framkvæmdaáætlun 1967" lögð fram síðustu daga þingsins Ríkisstjórnin selur sér sjálfdæmi um f járveitingar og óvirðir Albingi Eins og lesendum Þjóðviljans er kunnugt, gagnrýndi Sigurjón Björnsson þorgarfulltrúi starfs- fyrirkomulag vöggustofu þessar- Tónleikar Sinfón- íusveitarinnar Sinfóníuhljómsveit Isl. heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Borgarfjarðar í Bifröst, fimmtu- daginn 13. apríl klukkan 21,30. Stjómandi tónleikanna verður Bodhan Wodiczko, aðalhljóm- sveitarstjóri hljómsveitarinnar, og einsöngvari verður Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari. A þessum tónleikum, sem eru aðr- ir tónleikar Tónlistarfélags Borg- arfjarðar, flytur hljómsveitin verk eftir Grieg, Bizet, Haydn og Weber. Guðmundur Guðjónsson syngur með hljómsveitinni is- lenzk lög eftir Pál Isólfsson, Árna Thorsteinsson og Eyþór Stefánss. ar harðlega á borgarstjórnar- fundi hinn 2. marz sl. og urðu þá nokkur orðaskipti milli hans og borgarstjóra. Fyrirspurn og tillaga Þessi orðaskipti urðu til þess að Sigríður Thorlacius, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, bar fram eftirfarandi fyrirspurn til borgarstjóra á fundi borgar- stjórnarinnar í fyrradag: „Hef- ur farið fram rannsókn á því, hvort ummæli borgarfulltrúans (þ.e. Sigurjóns Björnssonar) um vöggustofu Thorvaldsensfélagsins að Hlíðarenda og fleiri barna- heimili hafa við rök að styðj- ast? Ef svo er, má þá ekki vænta, að borgarstjórn fái skýrslu um niðurstöður þeirrar rannsóknar?“ Á sama fundi íluttu borgar- fulltrúar Alþýðubandalagsins svofellda tillögu í málinu: „Borgarstjórnin ályktar að fela borgarráði að skipa nefnd Á síðdegisfundi sam- einaðs þings í gær flutti Magnús Jónsson fjár- málaráðherra „skýrslu um framkvæmda- og fjáröflunaráætlun ríkis- stjórnarinnar fyrir árið 1967“. jafnframt var lagt fram stjórnarfrumvarp um sérstaka fjáröflun til opinberra framkvæmda að upphæð 309 miljónir króna, þar á meðal 125 imiljón kr. skuldabréfa- lán. Lúðvík Jósepsson mót- mælti eindregið þeirri tilhneygingu ríkisstjóm- arinnar að draga raun- verulega fleiri og fleiri þætti þjóðarbúskaparins úr höndum Alþingis með þeim hætti á „fram- kvæmdaáætlun“ sem höfð hefur verið síðustu árin. Lúövík taldi að gefa þyrfci þingmönnum tækifæri til að . spyrja um fjölmörg atriði varð- ■ andi áætlanir rfkisstjórnarinnar : og koma að sjónarmiðum sínum : og tillögum. Nú vœri komið með j skýrslu fjármálaráðherrans a ■ síðustu dögum þingsins þegar [ margt væri eftir að starfa, svo : ekki yrðu heldur að þessu sinni j eðlilegar umræður um hana á | Alþingi. ■ Yfxrlit ráðherrans um fyrri ár | og ályktanir hans um efnahags- málin á liðnum tíma kvað Lúð- vik að gefast myndi tóm að ræða i almenrxum stjórnmátaum- ræðum á næstu dögum. Hxns vegar væri sérstök ástasða til að benda á, varðandi þann þáttsem fjallar um framkvæmdir ársins 1967 að ríkisstjómin drægi nú fleiri og fleiri þastti varðandi ríkisbúskapinn úr höndum Al- þingis og gæfi sér sjáifdæmi um hvemig ráðstafað væri miklum fjárfúlgum. Nú til dæmis sé þinginu kynnt framkvæmdaáaat’- un stjómarinnar rétt áður en þingið fer heim. ★ Sjálfdæmi ríkísstjórnarinnar Lúðvík nefndi sem dæmi að Alþingi sæti lengi yfir því að a- kveða fjárveitingar til einstakra hafna. En með þvi sé ekki sagt hvað gert verði í einstökum hafnargerðum á árinu. Hfkis- stjómin tefcur sig til og bætir við á framkvæmdaáætlun svo og svo miklu á þessa höfn en engu á aðra. Margt er þessu líkt um opinberar framkvæmdir. Og hér væri ekki um neinar smáupp- hæðir að ræða, sem ríkisstjórn- in ráðsfcar með, nú flytti hún framvarp um 125 míljón króna skuidabréfalán. ★ Hvar á að taka 180 miljónir? Lúðvík tók eitt dæmi sem væri óupplýst af ráðherra. Upp- lýst væri að Atvinnuleysistrygg- ingasjóður myndi lána 20 milj- ónir króna til framkvæmda á Byggingaráætlun ríkisms. En samið var við verkalýðsfélögin í Reykjavik að byggðar skyldu á fimm árum 1250 íbúðir meðaöt öðrum lánakjörum en aðrir njóita, rikið sæi til þess að lán fylgdi hverri fbúð með allt að 80%| af kostnaðarverði. Reiknað vœri með að á þessu ári yrðu byggðar 330 íbúðir sem fyrsti áfangi. 80 prósent af kostnaðarverði fbúða þessara yrði sjálfsagt nálægt200 miljónum. Hvar á að tafca 180 miljónir til þeirra lána, spurði Lúðvík. Því það væru hreinsvifc ef tafca ætti þá upphæð af öðx> um húsbýggjendum um land allt í hinu almenna húsnæðislánar kerfi. Umrasðunni um máilið var frestað að raeðu Lúðviks lokinm. Auk hans og ráðherrans talaði Helgi Bergs. Málið er aftur á dagskrá á furxdi sameinsðs þings í dag. ................ Alþýðubanda- j lagsmenn j í Kópavogi 1 kvöld kl. 20,30 heldur j Alþýðubandalagið í Kópa- j j vogi kynningar- og skemmti- • kvöld. ■ ■ Skemmtiatriði og dans til : j kl. 2 ejn. Fjölmennið og takið með ■ j ykkur gesti. — Skemmtinefndin. : ‘ i NimiiHiHHHinHmnnimniNHuuniii ■iinmHiMimiiiNimiiniinHiiiinnn,,,, A ðalfundur Alþýðubandalagsins iReykjavík Aðalfundur Alþýðubandalags- ins í Reykjavík verður haldinn n.k. mánudagskvöld, 10. april, í Tónabíói og hefst fundurinn kl. 20,30. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður á dagskrá fund- arins framboð Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík við alþing- iskosningamar í vor. Félagar eru minntir á að greiða félagsgjöld sín í skrifstofu Al- þýðubandalagsins í Lindarbæ fyrir fundinn. Alþýðubandalagsmenn, Reykja- vík, fjölmennið á fundinn. — Stjórnin. IIINIHHHHINIWIHin

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.