Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.04.1967, Blaðsíða 4
4 SÍDA — ÞJÖÐVTLJINN — Lasugardagur 8. aprfl 1967. OtgeEandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaílokk- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb). Magnús Kjartansson, Sigurður Guðmundsson. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.:Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj-: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðust. 19. Simi 17500 (5 línur) — Askriftarverð kr. 105,00 á mánuði, —• Lausasöluverð kr. 7.00. Rannsókn óhjákvæmileg JJvernig er háttað tollgæzlu á íslandi og gjaldeyr- iseftirliti þegar heildsalar eiga í hlut? Sú spurning hlýtur að verða næsta áleitin í sam- bandi við húsgagnamálið svokallaða, en það virð- ist bera með sér að íslenzkir heildsalar hafi ár- um saman flutt inn margskonar varning á fölsuð- um faktúrum í því skyni að svíkja ríkið um tollgjöld. Svo er að sjá sem eftirlitskerfi íslenzka ríkisins hafi ekki haft nokkum minnsta pata af þessari iðju, fyrr en danskur kaupsýslumaður komst undir manna hendur og danskir lögreglu- menn fluttu fréttirnar hingað. Var þá hafin rann- sókn hér, en öll hefur hún verið mildilegri en þegar farmenn eiga hlut að máli, og íslenzkir rannsóknarmenn hafa ekki enn fengizt til að segja neitt um málavexti. Hins vegar eru Danir ekki jafn svifaseinir; þegar er búið að dæma danska kaupsýslumanninn í fjögurra ára fangelsi, og danska rannsóknarlögreglan hefur greint frá því að þégar sé ljóst að íslenzkir viðskiptavinir hans hafi svikið íslenzka ríkið um 700.000 danskar krón- ur í tollgjöldum, eða 4,4 miljónir íslenzkra króna. Grunur leiki hins vegar á því að svik þessi séu mun stórfelldari og nemi miljónum danskra króna, enda sé nú kunnugt að hliðstæður háttur hafi verið hafður á viðskiptum íslenzkra kaupsýslu- manna við þýzka aðila. Y^æntanlega tekst íslenzkum rannsóknarmönnum að greiða sundur alla þessa svikaþræði þótt hægt miði og koma lögum yfir þá sem sekir kunna að reynast með aðstoð erlendra starfsbræðra sinna. En það alvarlegasta í þessu máli er það hvað gjaldeyriseftirlit bankanna og tollgæzlan virðast standa varnarlaus andspænis þvílíkri iðju. Kaupsýslumennirnir virðast hafa flutt inn allt aðrar vörur en þær sem tilgreindar voru á verzl- unarskjölum án þess að því væri veitt nokkur at- hygli af tollgæzlunni, og gjaldeyriseftirlit bank- anna gaf því engan gaum þótt fáránlegt verð væri skráð á faktúrum, jafnvel aðeins tíundi hluti af raunverulegu verði, að því er danskar heimildir telja. Mörg hliðstæð dæmi hafa komizt upp á und- anförnum árum, til að mynda gjaldeyrissvikamál Friðriks Jörgensens sem talið er vera mjög um fangsmikið. Og minna má á hið alræmda svika- mál Olíufélagsins h.f. sem frekar komst upp fyrir tilviljun en verðleika gjaldeyriseftirlitsins. Jjessar staðreyndir sýna að óhjákvæmilegí er að framkvæma gaumgæfilega rannsókn á öllu eftirlitskerfi hins opinbera á þessu sviði og gera ráðstafanir til þess að það kerfi dugi. Reynslan sannar að aeði margir íslenzkir kaupsýslumenn víla ekkert fyrir sér; framtak gróðahyggjunnar lætur hvorki hefta sig af siðgæðishugmyndum né lagabókstaf. — m. Alþjóðaheilbrigðsmálastofnunin varar við vandræðaástandi í hjúkrunarmálum í gaer, 7. aprfl, var alþjóðlega heilbrigðisdags- ins minnzt í þeim ríkjnm sem aðild eiga að Samein- nðn þjóðunum. Dagurinn var að þessu sinni helg- aður því fólki, sem legg- ur fram krafta sína í þágu heilbrigðismála, læknum, hjúkrunarkon- um, tannlæknum, dýra- læknum o.s.frv. í tilefni dagsins birtir Þjóðviljinn þýdda grein um hjúkrunarfólk — upp- lýsingaskrifstofa SÞ í Kaupmannahöfn sendi blaðinu þýðingu greinar- innar, en hún barst ekki nægilega tímanlega til að komast i föstudagsblaðið. Starf hjúkrunarkonunnar verður æ mikilvægara. Hjúkrunarstarfið stendur and- spaenis kreppu, sem er ekki síður alvarleg en kreppan í læknamálum og svipar að mörgu leyti til hennar. 1 van- þróuðum löndum er sjaldan kostur á menntun eða fjármun- um til nauðsynlegra kaup- greiðslna — oft er ekki einu sinni búið að koma é fót heil- brigðisiþjónustu, sem er þó grundvallaratriði. ■ A vissum svæðum í Asíu er aðeins ein hjúkrunarkona á hverja 8000 i- búa. í Afríku er hlutfallstalan breytileg, en fer sums staðar niður í eina hjúkrunarkonu á 12.000 fbúa. Þetta ástand veldur alvarleg- um vandamálum, sem krefjast skjótra úrlausna. Ein leið er nð notast við aðstoðarhjúkrunarli-5 í stórum stíl, þar til menntuðj hjúkrunarliði fjölgar. Kreppan er þó ekki aðeins bundin við vanþróuðu löndin. Meðal Evrópuþjóða hafa t.d. Frakkar eina hjúkrunarkonu á hverja 850 íbúa og Portúgal eina á hverja 1200 íbúa, og er það langt fyrir neðan það sem talið er viðunanlegt meðallag á alþjóðavettvangi, nefnilega ein hjúkrunarkona á hverja 350 íbúa. Enda þótt fjárskortur sé að- eins ein af orsökunum, eru störf hjúkrunarkvenna yfirleiit vangoldin þegar litið er á það mikla og erfiða starf sem þær inna af höndum. önnur óþæg- indi eru líka samfara starfinu. Vinnutíminn er annar en hjá öðrum meðlimum fjölskyldunn- ar, hjúkrunarkonur eiga sjald- an frí á sunnudögum — fransk- ar hjúkrunarkonur eiga nS jafnaði frí einn sunnudag ann- an hvem mánuð. Oft og tíðum geta þær ekki heldur farið i sumarleyfi á sama tíma og aðr- ir í fjölskyldunni. Hjúkrunar- starfið þarínast hærri launa, betri menntunar og betri starfs- mannabústaða, en einnig meiri möguleika á frama í starfi. —------------------< flskorun um hjálp vegna hungurs- neyðar Indverja GENF 6/4 — Alþjóða rauði krossinn hefur sent áskorun til allra aðildarríkjanna 106 um að senda þurrmjólk og fjörefn- istöflur til indversku fylkjanna Bihar og Uttar Pradesh þar sem nú ríkir hungursneyð. Beð- ið hefur verið um 2.300 lestir af þurrmjólk og mikið magn a£ fjörefnistÖflum." Melri ábyrgð En erfiðleikarnir eru meiri en margan grunar. Fyrir ekki alllöngu gerðu hjúkrunarkonur í New York verkfall — ekki til að fá hærri laun, heldur til að fá betri vinnuskilyrði. Þetta er einkennandi og bendir á kjama vandans. Samhliða þeim tækniframför- um, sem hafa gersamlega um- bylt læknavísindunum á síðustu 20-30 árum, hafa verkefni hjúkrunarkvenna orðið erfiðari og ábyrgðarmeiri. Þær verða nú að nota áhrifameiri og skjótvirkari lyf, sem jafnframt eru miklu hættulegri. Ein mis- tök geta orðið afdrifarík, að ekki sé minnzt á slys í sam- bandi við öndunartæki og ann- að þvíumlíkt. Hjúkrunarkon- unni er Ijóst. að starf hennar verður æ mikilvægara, og get- ur því hæglega látið hugfallast þegar hún sér að það er ekki metið að verðleikum. Hún er ekki lengur einungis meðhjálp- ari læknisins. Jafnvel þótt það sé ekki hún, sem framkvæmir sjálfa aðgerðina, er hún engu síður mikilsverð og nýtur ekki þeirrar viðurkenningar, sem hún verðskuldar. Hún getur ekki alltaf hagnýtt þekkingu sína til hins ýtrasta, jafnvél þótt henni sé ljóst, að verkefni hennar er ekki ein- ungis fólgið í því að gefa inn- spýtingar og lyf eftir tíma- töflu. Læknirinn sér sjúkling- inn aðeins nokkrar mínútur i senn, en hjúkrunarkonan er hjá honum dag og nótt og veit um hverja breytingu á líðan hans, en það getur hjálpað lækninum til að gera sjúkdómsgreiningu eða breyta meðferð sjúklings- ins. Mönnum er Ijóst, að tilfinn- ingaleg vandamál geta haft á-^ hrif á sóttarfarið. I mörgum til- vikum er þörf á sálfræðilegri hjálp til að sjúklingur hjami við. Hjúkrunarkonan verður að fylgjast með og ákveða hvaða þörf hver einstakur sjúklingur hefur fyrir umönnun, huggun og upplýsingar. Með því að hlusta á vandkvæði sjúklings- ins, sem stundum leiðir til að þau leysast, getur skilningsrí'k hjúkrunarkona verið sjúklingn- um jafn mikils virði og lyfja- gjöf. Það er ekki nægilegt að lækna sjúklinginn og senda hann heim til sín. Það verður að fræða hann um, hvernig hann fái várðveitt heilsu sjna með því að fara að ráðum læknisins, með réttu mataræði, með heilsubótaræfingum eða einfaldlega með því að vera varkárari í líferni sínu. Alltof oft er vanrækt að gera gaum þessari viðleitni t»l heilsubótar og hömlunar gegn sjúkdómum, sem er þó svo mikilvæg bæði frá efnahagslegu og mannúðar- legu sjónarmiði. Af ýmsum orsökum getur hjúknunarkonan að jafnaði ekki rækt nema eitt af þessum verk- efnum — hina beinu hjúkrun og lyfjagjöf. Vera má að henni séu ekki Ijósir þeir kostir sem fyrir hendi eru og láti sér nægjá að leysa þau verkefni, sem fyrir hana eru lögð, á raunhæfan og sómasamlegan hátt. Hún finnur kannski ekki hjá sér köllun . til . að. ganga... lengra. 1 hinni hefðbundnu menntun hjúkrunarkvenna er alls ekki lögð æskileg áherzla á það hlutverk að fræða sjúk- linga um heilsugæzlu í þvi skyni að koma í veg fyrir veik- indi. HÍútverk þeirra í þvi liði, sem starfar við heilbrgðisþjón- ustu og hjúkrun, er enn í mörgum tilvikum slælega skil- greint, og þær gera sér ekki alltaf ljóst, til hvers er ætlazt af þeim. Loks er ein meginástæða þess, að hjúkrunarkonan getur ekki raekt hin einstæðu verk- efni sín, sú að hún er ofhlaðin öðrum skyldustörfum, sem aðr- ir ættu að inna af hendi. Hún gæti losnað við eitthvað af skriftunum, ef hún hefði skrif- stofustúlkur sér til aðstoðar, og meðhjálparar gætu tekið að sér ýmis vandaminni dagleg störf. Breyting nauðsynleg Eins og yfirmaður hinnar al- þjóðlegu hjúkrunarkvennastofn- unar í Lyon hefur bent á, er vandamálið einfaldlega það, að rannsaka verður frá rótum hjúkrunarstarfið, þannig að menn fái raunhlíta yfirsýn yfir það. Gera verður fullkomnar og kerfisbundnar rannsóknir á starfi hjúkrunarkvenna í sjúkrahúsum, Gffurlegum tíma og orku er nú sóað í óþarfa, og bráðnauðsynleg þekking er ekki hagnýtt. Afleiðingin er tvíþætt: velmenntaðar hjúkrun- arkonur eru látnar gegna hversdagslegum smáverkefnum, og vanmenntaðar hjúkrunar- konur fá verkefni, sem einung- is velmenntaðar hjúkrunarkon- ur ættu að leysa. Hjúkrunarikonurnar verða að horfa „ferskum augum" á störf sín og géra á þeim nauðsynleg- ar breytingar. Til skamms tíma var þetta ógerlegt, þar eð ekki var fyrir hendi nægilega stór hópur hámenntaðna hjúkrimar- kvenna sem gætu rætt vanda- málin á jafnréttisgrundvelli við lækna og forráðamenn sjúkra- húsa. En ástandið er í þann veginn að breytast. Hjúkrunarkonur verða jafn- framt að eiga kost á frama i starfi þó þær haldi áfram beinum hjúkrunárstörfum. Eins og nú háttar, getur dugleg hjúkrunarkona einungis fengið betri stöðu, bæði fjárhagslega og félagslega, með því að snúa sér að kennslu eða skipulags- störfum. Með öðrum orðum orðum missir hún samband við sjuklingana — sem voru upp- haflega orsök þess að hún lagði út é þessa braut. Sem betur fer er driffjöður : hjúkrunarkvenna — löngunin til að hjálpa öðrum — sterk. Með betri starfsskilyrðum og ; möguleigum á frama í starfi : væri hægt að fá fleiri konur til að velja sér starfa, þar sem þær geta hagnýtt hæfileika sína til hins ýtrasta og jafn-' " framt orðið öðrum að ómetan- legu liði. Starfsstú/ka óskast Starfsstúlku, vana matreiðslu, vantar í . eldhús Landspítalans til sumarafleysinga. Upplýsingar gefur yfirmatráðskonan í síma 24160. Reykjavík, 6. apríl 1967. Skrifstofa ríkisspítalanna. Látið stilla bílinn fyrir vorið Önnumst hjóla-. Ijósa- og mótorstillingar. Skiptum um kerti. platínur. ijósasamlokur o.fl — Örugg þjónusta. BÍLASKOÐUN OG STILLING Skúlagötu 32, sími 13100. _ ... . ^

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.