Þjóðviljinn - 30.05.1967, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.05.1967, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 30. mai 1967 — ÞJÓÐVIL.TINN — SÍÐA g íslandsmótið í 1. deild Kefíwíkingar heppn- ir aS winna ÍBA 2:1 ■ Fyrsti leikurinn í 1. deildarkeppni íslandsmóts- ins í knattspyrnu var leikinn s.l. laugardag á grasvellinum í Njarðvík. Áttust þar við lið Akur- eyringa og Keflavíkur. Heimamenn sigruðu í - þessum jafna og skemmtilega leik með 2:1. Að mínum dómi hefði jafntefli verið sanngjarnari úrslit. Bngin setningarathöfn fór 'þarna íram eða- nokkuð annað, sem gæfi til liynna að íslands- mótið væri hafið. Finnst mér l það miður að sá siður skuli vera aflagður. En við því er víst ekikert að gera, og snúum okkur að leiknum sjálfum. Leikurinn var ekki nema sjö mínútna gamall, þegar Jón Jó- hannesson skoraði fyrsta mark- ið og um leið fyrsta mark móts- ins. Aðdragandinn var heldur sorgl’egur fyrir Akureyringa. Einn af varnarmönnum þeirra hugðist senda boltann til eigin * markvarðar, en sendingin var laus og Jón komst í milli og skoraði 1:0. Akureyringar hefja nú mikla sóknarlotu, sem endar með þvi að á 14. mín. jafnar Skúli Ág- ústsson með mjög góðu sicoti alls óverjandi fyrir Kjartan markvörð Keflvíkinga. Skúli fékk boltann á miðjum valllar- helmingi Keflvfkinga, lék á tvo varnarmenn og skaut af víta- teigsilínu, 1:1. Eftir þetta sóttu liðin á víxl og áttu bæði góð tækifæri: •Á 32. mín. er dæmd auka- spyrna á Akureyringa rétt fyrir utan vítateig þeirra. Högni, miðvörður Keflvíkinga spymti, boltinn lenti í varnarvegg Ák- ureyringa og hrökk þaðan í Ein- ar Magnússon og af honurn i mark, mjög óvænt, 2:l.F»annig lauk fyrri hálfleik. í seinni hálfleik var mikið barizt, þó hvorugum tækist að skora — þessi hálfleikur var heldur þóf- kenndari heldur en sá fyrri. Mun úthalldsleysi hafa sagt til Aðalfundur lR verður haHd- inn föstudaginn 2. júní kl. 9 e.h. Fundarefni: 1. Aðalfundar- störf. 2. Iþróttaþjálfari fyrir ÍR. 3. Iþróttasvæðið í Fossvogi. — Stjórnin. 2. deild: ÍBV-Kíkiíigur 4:8 Keppni í 2. deild íslandsmóts- ins hófst um helgina með Ieik milli Vestmannaeyinga og Vík- ings. Leikurinn fór fram í Vest- mannaeyjum og unnu heima- menn stóran sigur, 4:0. sín, einkum hjá Akureyringum. Enda var þetta þeirra fyrsti al- vöru-leikur, en Keflvikingar eru búnir að leika eina átta eða níu leiki í vor. Liðin. Sigurður Albertsson var eins og sivo oft áður hinn ster.Ki maður Keflvíkingia. Þetta er bezti leikur hans nú í vor, sem ég hef séð. Högni var líka mjög góður og virðist mér þessirmið- verðir í algjörum sérflokki hér á landi. Einhvem veginn finnst mér Kjartan markvörður aldrei traustvekjandi, hvað scm veld- ur. I framlínunni bar Karl Her- mannsson af. Það er hneyksli að hann sikyldi ekki vera valinn í Oandslið'ið að þessu sinni. Mcr finnst eins og svo mörgum öðr- um hrein firra að velja mið- herja i útherjastöðu, eins og svo oft heifur verið gert. Karl Hermannsson er útherji og sá langbezti sem við eigum í dag og þess vegna á hann skilyrðis- laust að vera í landsliðinu. Jón Jóhannsson og Einar Magnús- son áttu báðir ágætan dag sem og Magnús Torfason. I Akureyrar-liðinu var bezt- ur ungur leikmaður, Pétur Sig- urðsson, sem lék annan mið- vörð á móti hinni gömlu kempu Jóni Stefánssyni, sem. einnig átti mjög góðan leik. Guðni og Magnús Jónatansson vom ekki eins góðir -og orft áður. Þeir virðast ekki vera komnir í æfingu. Skúli Ágústs- son var bezti maður framlín- unnar ásamt Valsteini sem vantar aðeins meiri kraft tii að verða einn af okkar beztu knattspymumönnum. Samúel markvörður varði stórvel og virðist fufll ástæða fyrir lands- liðsnefnd að fylgjast með hon- um. Dómari var Grétar Norðfjörð. Grétar hefur vægast sagt dæmt illa nú í vor. Ösamræmið er svo mikið í dómum hans að hver sem er hlýtur að t.a:ka eft- ir því. Einnig virðist manni stundum að hann kunni alls ekki knattspyrnureglurnar. Mað- ur sem æki bíl jafn illa og Grétar dæmdi þennan leik yrði sviptur ökuleyfi samstundis. Það hlýtur að vera lágmarks- krafa að línuverðir hafi úthald f heilan leik og' sitji ekki eftir f hverri sókn eins og þarna gerðist. — S.dór. Uppboð Eftir ákvörðun skiptaréttar Reykjavíkur fer fram opinbert uppboð á hluta þrotabús Kára B. Helga^onar í Njálsgötu 49, hér í borg, föstudaginn 2. júní 1967, kl. 2 síðdegis. Leitað verður boða í eignina, svo sem hér segir: 1. Verzlunarpláss á 1. hæð í austurenda. 2. íbúð; á 2. hæð í austurenda. 3. íbúð á 3. hæð í austurenda. 4. 10 herbergi j risi í tvennu lagi. Þá verður einnig leitað boða í einu lagi í áðurgreinda eignarhluta. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. LAUS STAÐA VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK Forstöðumaður rafmagnsverkstæðis Tæknifræðingur eða rafvirki með reynslu við rekstur og viðhald háspennu- og lágspennuvirkja. Enskukunnátta nauðsynleg. Ráðning verður frá 1. september 1967, og starfið hefst með 6—8 mánaða námskeiði og starfsþjálfun erlendis. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði fyrir 15. júní n.k. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. LAUS STAÐA VIÐ ÁLVERIÐ í straumsvík Forstöðumaður vélsmiðfu Véltæknifræðingur eða meistari í yélvirkjun með reynslu í verkstjórii, viðhaldi mannvirkja og ný- smíði. Ensku- og/eða þýzkukunnátta nauðsynleg. Ráðning verður frá 1- .septemþer 1967, og starfið hefst með námskeiði og starfsþjálfun erlendis í 6—8 mánuði. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnar- firði. fyrir 15. júni n.k. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. LAUS STAÐA VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK • Forstöðumaður mælastöðvar Tæknifræðingur með kunnáttu í mælitækni og rafagnatækni. Enskukunnátta nauðsynleg. Ráðning verður frá 1. september 1967, og starfið hefst með námskeiði og síðan starfsþjálfun í sam- tals 8—10 mánuði, hvort tvegg'ja erlendis. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnar- firði, fyrir 15. júní n.k. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. LAIJS STABA VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK Forstöðumaður bifreiðaverkstæðis Meistari í bifvélavirkjun með reymslu 1 verkstjém og viðhaldi vélknúinna ökutækja. Ensku- og/eða þýzkykunnátta nauðsynleg. Ráðning verður frá 1. septemþer 1967, og starfið hefst með 6—8 mánaða námskeiði og starfsþjálfijn erlendis. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist f pósthólf 244, Hafnar- firði, fyrir 15. [júní. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. LAUS STAÐA VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK Starfsmamastjóri Háskólamenntun og reynsia í mannaráðningum og mannahaldi æskileg. Góð ensku- og þýzkukunnátta nauðsynleg. Ráðning verður frá 1. septemþer 1967, og starfið hefst með 6—8 mánaða þjálfun erlendis. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnar- firði, fyrir 15. júní. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. LAUSAR STÖÐUR VIЫ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK Waktformenn fyrir þrískiptar vaktir og verkstjórai- við álvinnslu og álsteypu. Reynsla í verkstjóm og nokkur ensku- og/eða þýzkukunnátta æskileg. Ráðning verður frá 1. september 1967, og starfið hefst með 6 mánaða námskeiði og síðan starfs- þjálfun í 7—10 mánuði, hvort tveggja erlendis. Skriflegar umsóknir með upplýsinghm um hæfni og fyrri störf sendist í pósthólf 244, Hafnarfirði, fyrir 15. júní. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. LAUS STAÐA VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK LAUS STAÐA VIÐ ÁLVERIÐ í STRAUMSVÍK Rafvirki Sö/umaður með háspennuréttindi. Enskukunnátta æskileg. Ráðning verður frá 1. september 1967, og starfið hefst með 3—4 mánaða námskeiði ,og starfsbiálf- un erlendis. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um hæfni og fyrri störf sendist í pósthólf 244. Hafnarfirði, fyrir 15. júní. ÍSLENZKA ÁLFÉLAGIÐ H.F. Tæknifræðingur með reynslu í byggingatækni og sölutækni. Enskukunnátta er nauðsynleg. Ráðning verður frá 1. september 1967. os starfið hefst með 6—8 mánaða þjálfun erlendis Skriflegar umsóknir með upplýsingum um mennt- un og fyrrr störf sendist í pósthólf 244. Hafnar- firði. fyrir 15. júní. fSLENZKA ÁLFÉL/VGIÐ H.F i í i I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.