Þjóðviljinn - 21.09.1967, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 21.09.1967, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÖÐVILJINN — Fimmtudagur 21. september JÆfíl. WÍNSTON GRAHAM: MARNIE ég heföi ekki bætt ráð mitt, síð- ur en svo, heldur hafði ég orð- ið útsmognari með árunum, svo að hún uppgötvaði ekki neitt. Allt í einu sagði hún: — Þetta er franskt silki, er það ekki, Marnie? Hann hlýtur að hafa kostað mikið. — Tólf gíneur, sagði ,ég þótt hann hefði kostað þrjátíu. — Ég féikk hann á útsölu. Finnst þér hann ekki fallegur? Hún svaraði ekki, heldur barði stafnum í gólfið og sneri sér til í stólnum. Ég fann að hún hafði ekki augun af mér. — Hvemig liður herra Pem- berton? spurði hún. — Ágætlega. — Hann er svei mér góður vinnuveitandi. Það segi ég líka oft við kunningja mína. Mamie er einkaritari hjá miljónamær- ingi, segi ég, og hann er við hana eins og sína eigin dóttur — og það er lika satt, er það ekki? Ég setti tehettuna yfir tepott- inn og setti tedósina afturáarin- hfflima. — Hann á enga dóttur, en hann er góður við mig og engin nánös — ef það er það sem þú átt við. — En hann á konu, er það ekki? Og hún er ekki naerri því elns mikið með honum og þú, eða hvað’ Ég sagði: — Við erum búnar að tala um þetta allt áður, mamma. Það er ekkert athuga- vert við sambandið milli mín og herra Pembertons. Ég er einka- ritari hans og hreint ekkert ann- að. Auk þess erum við aldrei ein á ferð, svo að þú getur ver- ið áihyggjulaus; mér er alveg óhætt. — Ég hugsa nú oft um<það að dóttir mín skuli vera á þessum ferðalögum um heiminn — og ég hef oft áhyggjur af ■ þér. Karl- menn reyna alltaf að koma manni í opna skjöldu, þegar maður á sízt von á. Maður verð- ur altttaf að vera á verði. Um leið kom Lucy Nye inn um dyrnar. Hún tísti eins og leðurblaka af fögnuði yfir að sjá mig og við kysstum hvor aðra og svo varð ég að afihenda þeim gjafimar. Þegar því var lokið, var teið orðið kalt og Lucy fór að búa til nýtt te. Ég skildi vel óþolinmæði mömmu gagnvart Hárgreiðslan Hárgreiðslu- og snyrtistoía Steinu og Dódó Laugav 18. £11. hæð (iyfta) Sími 24-6-16 PERMA Hárgreiðslu- og snyrtistof* Garðsenda 21 SlMI 33-968 henni, því að hún var svo lengi að tæma teketilinn, að það gat gert hvem mann brjálaðan að horfa á það. Mamma stóð fyrir framan spegilinn og mátaði nýja skinn- kragann sinn á ótal vegu — Finnst þér ég eiga að hafa hann alveg upp í háls eða láta hann liggja lausan á herðunum? Það er sjálfsagt nýtízkulegra að hafa hann lausan. Eh þú eyðir alltof mjklum peningum, Marnie. — Eru þeir ekki einmitt til þess? — Jú, ef þeir eru' notaðir á réttan hátt, notaðir skynsamlega. En það á h'ka að leggja þá fyrir. Þú verður líka að hugsa um það. Það stendur í biblíunni að. pen- ingar séu rót alls ills — það hef ég sagt þér áður. — Já, mamma — það hefurðu sagt mér áður. En sjáðu nú tii — ég gekk til hennar og togaði dálítið í skinnkragann að aftan — svoná hafa þær það í Birm- ingham. Og þetta fer þér reglu- lega vel. Skömmu seinna settumst við allar þrjár við teborðið. — Ég fékk langt bréf frá Stephen frænda þínum í vikunni sem leið. Hann er í Hong Kong. Hann hefur fengið ágæta vinnu þar. Ég rrtyndi nú ekki kæra mig um að vera innan um allt þetta gula fólk, en hann hefur nú allt- af verið hrifinn af öllu því sem var framandi og öðru vísi. Ég skal finna bréfið á eftir. Það var kveðja til þin f því. Stephen frsendi var bróðir mömmu. Hann var eini karl- maðurinn sem ég kærði mig um, en ég sá hann því miður alltof sjaldan. Mamma sagði: — Ég verð að segja, að faðir þinn dekraði aldr- ei eins mikið við mig og þú ger- ir — að kóma með skinnkraga handa mér og hvaðeina. Hún tók smábita af tébollu af diskinum sínum. Hún hélt hon- um milli þumals oé vísifingurs ■með furðulega þvinguðu lát- bragði eins og það væri eitthvað brothætt sem hún héldi á, og svo stakk hún bitanum í munn- inn og tuggði eins og hún væri hrædd við að bíta í hann. En þá tók ég eftir því að hnúarnir á henni voru bólgnir og fann allt í einu að það var iljótt af mér að vera að setja út á hana. — Hvemig líður þér af gigt- inni? — Ekki sérlega vel. Það er svo mikill raki hérna megin við götuna Marnie — það kemur atdrei sólarglæta hingað fyrr en eftir hádegi — það hugsuðum við ekki út í þegar við tókum húsið á leigu. Stundum er ég að velta því fyrir mér hvort við ættum að flytja. — Það verður ekki auðvelt að finna jafnódýrt húsnæði. — Kannski ekki — en það er nú líka undir því komið hvemig þú vilt að hún móðir þín búi. Það er yndislegt lítið raðhús í Cuthbett Avenue, rétt fyrir neð- an brekkuna hérna. Það er laust til fbúðar, vegna þess að maður- inn sem bjó þar dó úr hvítblæði. Hann var víst orðinn hvftur eins og lak áður en hann dó; hann var alveg vita bHóðlaus og miltað í honum tútnaði út. Það eru tvær stofur og eldhús, þrjú svefnherbergi og háloftsherbergi og öll venjuleg þægindi. Þetta væri gott fyrir okikur, er það ekki Lucy? Stærra augað f liiticy horSK á mig yfír rjákaniíH tebailaim, en hún sagði ekkert. — Er hægt að fá það leigt? Og hvað er leigan há? surði ég. — Ég tel víst að hægt sé að fá það leigt, en við gætum spurzt fyrir um það. Leigan er sjálfsagt hærri en hér, en þar er líka sól allan daginn- og það er svo huggulegt hverfi. Þetta hverfi héma hefur sett ofan síðan við fluttum inn. Þannig var það líka í Keytíam. En þú manst auðvitað ekki eftir því. Lucy man það hins vegar, er það ékki Lucy? — Mig dreymdi svo ilila í nótt, sagði Lucy Nye. — Mig dreymdi að það hefði farið illa fyrir Mamie. Þetta var undarlegt, því að hafi maður farið víða — og lif- að svona lífi eins og ég 1— bá þykist maður mjög svo reyndur og veraldarvanur; en samt sem áður fór um mig hrollur þegar ég heyrði raddhreim hennar, rétt eins og þegar ég var tólf ára og svaf hjá henni og hún vakti mig á morgnana og sagði: — Mig dreymdi svo illa í nótt. Og þá gerðist næstum alltaf eitthváð, annað hvort þann dag eða hinn næsta. — Hvað áttu við með þvi að það hefði farið illa fyrir Marnie? spurði móðir mín hvassri röddu. Höndin sem hélt á tebollubitan- um stanzaði miðja vegu upp að munninum. — Það veit ég ekki. Svo langt náði draumurinn ekki. En ég sá hana greiniilega koma innum dymar þarna — og kápan henn- ar var rifin í hengla — og hún var að gráta. — Ég hef auðvitað verið að hoppa í parís og dottið meitt mig, sagði ég . — Æ — þú með þessa bjálfa- legu drauma þína, sagði mamma. — Ætlarðu aldrei að vaxa upp úr þessum bamaskap. Þú verður bráðum sextíu og sex ára og samt talarðu eins og krakki. „Mig dreymdi svo illa.“ Hver heldurðu að nenni að hlusta á svona kerlingarraus. Það fóru viprur um munninn á Lucy. Hún hafði alltaf verið sérlega viðkvæm út af aldri sín- um, og það var rétt eins og stigið væri ofaná líkþornin hepnar að segja hversu gömul hún var. — Ég sagði bara að mig hefði ■ ctpeymt — og masðar gefcor Mk- Jega ekki gert að þvá hwað mað- ‘ur sér í svefni. Og svo er það •nú ekki aíltaf eintóm vitfleysa — þú manst hvað mig dreymdi nóttina áður en Frarrk kom heim — — Steinþegiðu, sagði mamma. — Þetta er kristið heimili og — — Heyrið mig nú, sagði ég, — ég er satt að segja ekki kom- in hingað heim til að hlusta á ykkur rífast. Má ég fá aðra bollu? — Eldhúsklukkan s-ló fimm. Hljóðið í henni var undarlegt, sterkt en furðulega hljómlaust, ég hef aldrei heyrt neina aðra klukku slá á sama hátt og síð- asta höggið var alltaf daufara eins og klukkan væri að stanza. — Fyrst við erum að tafla um gamla daga, sagði ég, — af hverju fleygirðu þessu skrifli ekki á haugana? — Hvaða skrifli, ’ elsku barn? — Þessari hálfdauðu klukku, sagði ég. — Ég fæ gæsaihúð í hvert sinn sem ég heyri hana slá. — Já, en hvers vegna í ósköp- unum, Marnie? Klukkan var brúðargjöf til ömmu þinnar. Það stendur 1898 á henni. Amma þín var mjög hreykin af bessari klukku. . — Já, en það er ég ek]*i, sagði ég. — Gefðu einhverjum hana. Ég skal kaupa handa þér nýja klukku. Og þá hættir bLucy kannski að dreyma. Hin stúlkan í miðasölunni í Roxy kvikmyndahúsinu hét Anne Wilson. Hún var um þrí- tugt, há og grönn, og hún var að skrifa leikrit í von um að verða ný Shelagh Delaney, býst ég við. Við unnum í vöktum, þannig að við vorum alltaf háð- ar að vinna þcgar mest var að gera — nema á sunnudögum. Aðeins önnur okkar tók á móli peningum, en hin hjáflpaði til við ýmislegt annað á meðan. Miðasalan var eins koinar kassi úr g.leri og krómuðu stáli sem stóð í miðju marmara- klæddu fordyrinu. Skrifstofa for- stjórans var vinstra megin við miðasöluna, við hliðina á „Vinstri" innganginum f salinn. Það var ekiki hægt að sjá hurð- ina að skrifstofunni úr miða- sölunni, en forstjórinn, sem hét King, gerði sér ótal ferðir um SKOTTA 1,5 miljóh Radionette-útvarps og sjónvarpsfæki eru seld í Noregi — og tugir þúsunda hér á landi. Radionette-tækin eru seld í yfir 60 löndum. Þetta eru hin beztu meðmæli með gæðum þeirra. BETRI HLJOMUR - TÆRARI MYNDIR KvUitctt Hi-Fi Stcreo Seksjon GÆÐI OG FEGURÐ - Ég skil ekki hvernig mamma getur sagt að ég taki ekki til. ég sem stafla öllu í hrúgur á herbergisgólfinu mínu. fiARPEX hreinsar gólfÉeppin á augabragói BÍLLINN Bílaþjónusta Höfðatúni 8. — Sími 17184. ið við bíia ykkar sjálf Við sköpum aðstöðuna. — BÍLALEIGA. bílaþjönustan Auðbrekku 53. Kópavogi — Sími 40145. Látið stilla bílinn Önnumst hjóla-. Ijósa og mótorstillingu. Skiptim um kerti, platinur, íjósasamlokur Örugg bjónusta. BÍLASKOÐIJN OG STILLING l Skúlagötu 32, sími 13100 Hemfaviðgerðir Rennum bremsuskálar. Slípum bremsudaélur. Límum á bremsuborða. Hemlastilling hf. Súðarvogi 14 — Sími 30135. Smurstöðin Sætúni 4 ’ Smyrjum þílinn fljótt og vel. — Höfum fjórar bílalyftur. — Seljum allar tegundir smurolíu. — Sími 16227. Ðreng/a- og teipnaúlpur Og gallabuxur í öllum stærðum — Athugið okkar lága verð. O. L. Laugavegi 71 Póstsendum- t

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.