Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 28.11.1967, Blaðsíða 4
í 4 SÍÐA — ÞJÓÐVXLJTNN — Þriðjudagtw 28. növember 1963. Otgeíandi: Sameiningarfloidair alþýðu — Sórialistaflofck- urinn. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson, (áb-9, Magnóe Kjartarœeon, Sigurdur Guðmundsscai. Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson. Auglýsingastj.: Sigurður T. Sigurðsson. Framkvstj.: Eiður Bergmann. Ritstjóm, afgreiðsla, auglýsingar. prentsmiðja Skólavörðustíg 19. Sími 17500 (5 linur) — Áskriftarverð kr- 105.00 á mánuði. — Lausasöluverð krónur 7.00. Tvö frumvörp þau fvö frumvörp, tengd gengislækkuninni, sem þegar hafa verið lögð fyrir alþingi veita mjög skýra vísbendingu um það hvers eðlis svokallað- ar hliðarráðstafanir ríkisstjómarinnar verða. J^yrra frumvarpið var samþykkt á laugardaginn var og hefur þegar hlotið staðfestingu íorseta. Það f jallaði um viðskipta- og gjaldeyrismál, og þar voru þau ákvæði að heildsalar og aðrir innflytj- endur mættu tafarlaust hækka verð á vörubirgð- um sínum ef þeir hefðu tekið lán erlendis til kaupa á þeim og ekki greitt þau. í annan stað voru á- kvæði um það að skipafélög mættu hækka farm- gjöld á vörum sem koimnar eru til landsins til þess að standa undir skuldum sínum erlendis. Hér er um að ræða alger nýmæli; í sambandi við fyrri gengislækkanir hefur aldrei verið leyft að hækka verð á birgðum sem komnar voru til landsins. Og hér er um býsna háar upphæðir að ræða; stutt vörukaupalán innflytjenda námu um 700 miljón- um króna þegar gengið var fellt. Þessi lán tóku innflytjendur erlendis vegna þess að þeir högn- uðust á því, vextir ytra voru miklu lægri en hér, t.d. aðeins örlítið brot af íslenzkum bankavöxtum í Sovétríkjunum þar sem olíufélögin hafa haft að- gang að verulegu Rússagulli. Þegar innflytjend- ur tóku þessi lán var þeim sagt að þeir yrðu sjálfir að bera alla ábyrgð, þeir iengju hvorki baktrygg- ingu ríkissjóðs né banka — þarna átti að koma til framkvæmda sú ábyrgð einstaklingsins sem er hluti af marglofuðu framtaki hans. Ef menn hafa frelsi til þess að græða á gjaldeyrisviðskiptum verða þeir einnig að taka á sig hættuna af töpun- um. En þá sjálfsvirðingu eiga íslenzkir kaupsýslu- menn ekki. Um leið og gengið var fellt fóru þeir fram á að fá að velta gengistapi sínu yfir á almenn- ing, og ríkisstjórnin varð þegar við þeirri mála- leitan. Þess vegna hækkuðu birgðirnar í verði þeg- ar í gær, og auðvitað verður þess enginn kostur að fylgjast með því að birgðir sem búið er að greiða erlendis hækki ekki einnig í verði. H“ frumvarpið mælir svo fyrir að eftir lsta des- ember skuli felld niður lagaákvæði um frekari vísitölubætur á kaup. Þær stórfelldu verðhækkan- ir sem fylgja gengislækkuninni eiga semsé að leggjast á launfólk bótalaust. Hér er um að ræða mjög stórfellda ,árás á lífskjör verkafólks, opin- berra starfsmanna, viðskiptamanna almanna- trygginganna og annarra sem eiga afkomu sína undir launagreiðslum. í margar vikur hafa full- trúar launamanna átt viðræður við ríkiss'tjómina, lagt áherzlu á að vísitölugreiðslur væru ófrávíkj- ánlegur réttur samtakanna og krafizt þess að efna- hagsráðstöfunum ríkisstjómarinnar væri hagað svo að sá réttur héldist óskertur. En öllum slíkum kröfum hefur verið hafnað — launafólk á að bera áhrif gengislækkunarinnar bótalaust, á meðan heildsalar og kaupsýslumenn fá að velta byrðun- , um af sér og hreppa auk þess ný tækifæri til gróða- söfnunar sem alltaf fylgja efnahagslegum koll- steypum. — m. ,Hvað dvelur Orminn fongu?* I Arið 1960 vom samfþykkt lög á Alþingi um ferskfiskeftiriit, þar sem sjö manna ráðd var falið það verkefni til bráöa- birgöa, að sjá um framkvæmd á ferskfiskmati, annast eða sjá um nauðsynlcga fræðslu í sam- bandi við fiskVerkun og með- ferð á fiski, að ógleymdu aðal- verkefni ráðsins, sem var það, að endurskoða gildandi reglu- gerðir og lög um fiskmat, og hafa lokið því á næstu tveim- ur ámm eftir gildistöku lag- anna. Þetta mikla verkefni er í fjórðu grein nefndra Jaga sem er svohljóðandi: 4. gr. „Verkefni Fisfcmatsráðs, auk þess, sem um getur í 3. gr. laga þessara, em: 1. að endurskoða á næstu tveimur ámm lög og reglu- gerðir um fiskmat. 2. að úrskurða um ágreining, er risa kann vegna fram- kvæmdar ferskfisksmat, meðan fyrmefnd lagaendurskoðun stendur yfir 3. að hlutast til um, að upp verði tekin hagnýt kennsla í Stýrimannaskólanum og öðrum framihaldsskólum Iandsins, þar sem það á við, um hvers konar fiskverkun, ennfremur að beita sér fyrir almennri fræðslu um fiskverkun og meðferð afila og skipuleggja og framkvæma hvers kyns áróður til þess að auka skilning á og tilfinningu fyrir vömvöndun. 4. að skipuleggja í samvinnu við rannsóknarstofu Fiskifé- lags Islands og láta framkvæma tilraunir og rannsóknir, er miða að bættri meðferð sjávarafla.“ Eins og fyx-sti liður fjórðu greinar þessara laga gefur til kynna, þá var höfuðverkefni Fiskmatsráðs að endurskoða á næstu tveimur ámm eftir setningu laganna, lög og reglu- gerðir um fisfcmat og þá nátt- úrlega að gera tillögur um breytingar á skipulagi og fram- kvæmd þessara mála, ef þurfá þætti. Nú, sjö áram eftir setn- ingu ilaganna, þá hefur mér vit- anlega hvergi komið fram op- inberlega hvað unnið hafi verið að framgangi þessa máls. Lögin bera það greinilega með sér að þeim er aðeins ætlað að greiða fram úr aðsteðjandi vanda á meðan heilarendurskoðun álög- um og reglugerðum um fiskmat stendur yfir, en ekki vera til frambúðar. Við eftirgrennslan hef ég kom- izt að því, að það er engan veg- inn sök þeirra manna sem skipaðir vom i Fiskmatsráð, að ekkert hefur ennþá komið fram opinberlega, hvað þeir leggja til að gert verði. Sann- leikurinn mun vera sá, að þeir hafa skilað tillögum sínum um heildarskipulag fiskmatsins í sjávarútvegsmálaráðuneytið fyr- ir rúmlega tveimur árum, eftir því sem ég hef fregnað. ,,Hvað dvelur Orminn langa?“ var spurt forðum. Nú spyr ég ásamt fleirum: Hvað dvelurtil- lögur Fiskmatsráðs í sjávarút- vegsmálaráðuneytinu? Stefni þessar tillögur til bóta og sam- ræmingar á iheildarlöggjöf um fiskmat og meðferð á fiski sem ég efast ekki ran að þær hljóti að gera, þó ég hafi ekiká séð þær, þá væri ekki vanþörf á, að málið flytti sig um set. tJr ráðuneytinu og niður á Alþingi. Ég tel ekki heppilegt að halda slíku máli sem heildarskipulagi fiskmatsins alltof lengi í milli- bilsástandi, því við það hljóta allir að tapa sem þama hafa hagsmuna að gæta. Það er 'ekki hægt að gera kröfu til þess, að Fiskmatsráð sem er algjör bráðabirgðastofn- un, að það komi fræðsJumólum fiskmats og fiskvinnslu í við- unandi horf. Fiskmatsráð mun að vísu hafa staðið fyrir þyí, að flutt hafa verið nokkur fræðslu- erindi við stýrimannaskólann og fyrir matsmenn í frystihús- um á þeim ámm sem ráðið er búið að starfa, en það verður að telja aðeins sem vísi að við- leitni á þessu sviði, lengra nær það ekki. Berum við okkur saman við Norðmenn, sem verður að telj- ast eðlilegt þar sem þeir em stærstu keppmautar okkar á mörkuðunum, þá sjáum við fyrst stöðu okkar í réttu ljósi. Þeir láta kenna meðferð á fiski við alla sína fiskimannaskóla, þeir reka fiskiðnaðarskóla, þeir hafa safnað og varðveitt margra áratuga reynslu á þessu sviði og skráð hana. Þeir eiga fullkomna kennslubók um allar greinar fiskvinnslu sinnar, þeir eru að stofnsetja útgerðar- og fiskvinnsluháskóla, og þeir gefa út árlega margskonar leiðbein- ingar um meðferð aflans og vinnslu hans. Við getum ekki borið okkur saman við neitt af þessu. Þetta er sorgleg staðreynd, sem búin er að valda okkur miklu tjóni og sem við sjáum ekki fyrir endann á, svo lengi sem þetta ástand varir. Því tel ég nú, að kominn sé tími tiil að tillögur Fiskmatsráðs sjái dags- ins Ijós í fmmvarps formi á Alþingi. Ég geri því ekki skóna, að tillögumar séu ekki fram- bærilegar, þar sem að þeim hafa unnið margir mætir pienn, þó því verði hinsvegar ekki neitað að sumir þessara góðú manna hafa máske litla fag- þekkingu á mati eða fiskverk- un, >ó þeir sóu vel lærðir á ýmsum öðmm sviðum. En þá em aðrir sem hafa bætt það upp. Það ætti öllum að vera ljóst, að allra hluta vegna er ekki heppiilegt að búa við milli- bilsástand í jafn þýðingarmikl- um atvinnuvegi sem fiskiðnaði landsins. Þess vegna er kom- inn tími til að tillögur Fisk- matSráös sjái dagsins ljós, og að þessum málum verðj mörk- uð sú leið frá löggjafans hendi sem hæfir nútímanum og nán- ustu framtíð. Enda hlýtur það að hafa verið tilgangur löggjaf- ans með fyrrgreindri lagasetn- ingu. að koma þessum málum í heild í betra form, heldur en notazt hefur verið við með litl- u:m breytingum frá því fiskiðn- aður og fiskmat hófst í núver- andi mynd. II Ég þykist hafa nokkum rétt til þess að vekja athygli á þessu máli, vegna forsögu þess. Og forsaga málsins er þessi: Ég vakti athygli Lúðvíks Jóseps- sonar, þegar hamn var sjávar- útvcgsmálaráðherra, á því, að þörf væri mikilla umbóta á sviði fiskiðnaðarmála okkar, sérstaklega hváð við kemur nýja fiskinum og meðferð hans. Þar taldi ég og tel mestu vera ábótavant í okkar fiskiðnaði. Þetta álit mitt byggðist á margra ára starfi mínu sem fiskimatsmanns, þar sem ég gat rakið ýmsa veigamikla galla hinnar fulilunnu fiskiðnaðar- vöm til upphafs síns, nýja fisksins. Lúðvik Jósepsson var tví- mælalaust athafnasamur sjáv- arútvegsmálaráðherra, sem vildi fcoma þessum mólum í beitra horf, og í samráði við fiskfram- leiðendur hófst .hapn handa um umtoætur. Ég var ráðinn á miðju ári 1958 til frekari rann- sókna á ástandinu, jafnhliða þvi sem ráðherra fól mér að koma leiðbeiningum á fraim- færi þar sem þorfin var mest aðkallandi. Um haustið skipaði svo sami ráðherra fjölmenna nefnd fiskfraimleiðenda og sölusamtaka ;þeirra ásamt for- stöðumamni Rannsóknarstofu Fiskifélagsins og fiskmatsstjóra tiil að athuga hvað tiltækilegt væri að gera til að koma af stað umbótum. Ég tók einnig þátt í störfum þessarar nefndar, svo að mér er allt þetta mál vel kunnugt frá. upphafi. Þessi nefnd hafði ekki lengi setið að störfum, þegar það var ákveðið að koma af stað -tilraunamati á nýjum fiski í verstöðvum hér við Faxaflóa og í Vestmanma- eyjum á vetrarvertíðinni 1959. Fiskframleiðendur buðust til að leggja frain fé sem til þessa þurfti, þegar ráðherra fór fram á það. Þetta tilraunamat á ver- tíðinni 1959 var því algjörlega kostað af framleiðendum, þegar undan er skilið kaup mitt sem greitt var af sjávarútvegsmála- ráðuneytinu. Ég vann svo að þessu tilraunamati á vertíðinni 1959 ásamt efnaverkfræðingi frá Rannsóknarstofu Fiskifé- lagsins og fiskmatsmönnum sem ráðnir vom til að annast matið í hinum ýmsu verstöðv- um. Jafnlhliða þessari vinnu, sem þó var ærið nóg starf, vann ég að margháttaðri leið- beiningastarfsemi: 1 fyrsta lagi í meðferð á nýja fiskinurn og í öðm lagi viðvíkjandi verkun aflans. Samstarf okkar allra sem að þe«u unnum á verfSð- inni 1959 reyndist ekki verr en það, að fulltrúum framleiðenda sem í óðumefndri nefnd vora, þótti sjálfsagt að þessi stairf- semi yrði aukin og henni haldið áfram. Þetta er forsaga þess að lögin um ferskfiskeftirilit vom sett. Þessu til viðbótar get ég svo bætt því við, að það var áreið- anlega meining þess ráðherra sem þessar umbætur setti af stað, að þetta yrði upphafið að stórfelldri sókn til meiri vöra- vöndunar á öllum sviðum í fiskframleiðslu okkar. Þá trú létu líka í ljósi við mig að það gæti orðið fyrst svo vel hefði tekizt með byrjunina, þeir Jó- hann heitinn Jósefsson sem þá var forvígismaðúr í samlagi skreiðarframleiðenda og Krisitj- án heitinn Einarsson forstjóri S.I.F. En báðir þessir menn vom fulilir af lifandi áhuga á framgangi þessa máls, og vil ég að það komi skýrt fram nú, því mér vitanlega hefur þess hvergi verið getið opinberlega. Með allt þetta í huga, þá er því ekki að leyna, að mér þyk- ir seinagangur þessa máls hafa orðið meiri en efni standa til, og miða ég þá við raunvemlegt ástand þessana mála í dag, þ.e. meðferðina á fiskhráefninu frá því það kemur um borð í veiði- skip og þar til fisfcurinn er kominn á vimnsluborð fisk- vinnslustöðvar. Það var álit þessara tveggja mætu manna, sem ég vitna til hér að fram- an, að ástandið í fiskfram- leiðslu okkar væri ekki nógu gott, en það væri hægt að stór- bæta það. Ég er þpim algjör- lega sammála í því. SNJÓHJÓLBARÐAR MEÐ NÖGLUM sem settir eru í, með okkar íull- komftu sjálívirku neglingarvél. veita fyllsta öryggi í snjó ög hálku. ■ / Nú er allra veðra von. — Bíðið ekki eftir óhöppum, en setjið C0NTINENTAL hjólbarðá, með eða án nágla, undir bílinn nú þegar. Vinnustofa vor er opin alla daga frá kl. 7,30 til kl. 22. Kappkostum að veita góða þjón- ustu með fullkomnustu vélum sem völ er á. GÚMMÍVINNUSTOFAN h.f. Skipholtí 3S — Sími 3-10-SS. BÓKARASTARF Starf bókara í skrifstofu sakadómara Reykjavíkur er laust til umsóknar. Umsóknir sendist skrifstofu dómsins að Borgartúni 7 fyrir 1. desember n.k.f þar sem gefnar eru nánari upplýsingar um stafið. YFIRSAKADÓMARI. \ r A \ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.