Þjóðviljinn - 06.06.1968, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 06.06.1968, Blaðsíða 3
Fimimfcudagui" 6. júní 1968 — ÞtfÖÐVTiLJIN'N — SlÐA J Sfldin er komin á djúpmiðin — segir Hjáimar Vilhjálmsson, fiskifræðingur □ Sfld er senn komin á djúpmiðin austur af landinu og ættu veiðiskip að fara út á miðin næstu daga, sagði Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðingur í viðtali við Þjóðvilj- anm í gær. □ Hjálmar kom í höfn annan hvítasunnudag á haf- rannsóknarskipinu Áma Friðrikssyni eftir fjögurra vikna leiðangur til þess að kanna hvernig sáldin muni haga sér í surnar. □ Hjálmar leggur upp í nýjan leiðangur á Áma Friðr- ikssyni á morgun. Tvö slkip tótou Þáifct í þassum teiðangri — Áwiii Firðrikssan og Haifþór og var leitairsvæðið aust- norðaustur af Lainiganesi — 400 mílur norður til suðurs og 330 rniílur austur til vesturs. Það er frá 8 gr. v.l. allt að 5 gr. a.l. og frá 63 gr 30 n. br. og norður fyr- ir 70 gr. n. br. Er þetta á finnimita hundrað mílur frá Langanesi norður í Duimlhs/hafi. Seánni hluta maí lóðuðu þeir á talsverða síld, en hún var í stölk- um og fremur smáum torfum á 150 til 200 faðma dýpi að degim- ■■■■■■■■■ í \ um — lyfti sér yfir lágnættið og fundu þá síld á alit að 50 faðma dýpi. Var þessi' síld á 50 mílna breiðu belti á 66 gr. 50‘ n. br. að 68 gr. norður og milli 2 gr 30‘ og 4 gr. austur.' ' Um máðjan maí lóðuðu þedr ennfremur á síld um 280 milur norðaustur af Færeyjum og reyndist það góður torfublettur. Færeyimigar höfðu verið að leita þama fyrri hluta mafimóiniaðar og veiddu þá kolmunna og makríj. Framan af maí urðum við líka varir við lóðningar og hefur það sennilega verið kolmunni frem- ur en síld. Vænita má síldar úr þessu á djúpmiðum austur af landinu og er stofnimn aðallega 7,8 og 9 ára sfld og hefur svona gömul sfld tilhneigingu til að ganga vestar þrátt fyrir óhagstætt hitastig i sjónum norður í hafi.' Ekiki höfum við orðið varir við ákveðna síldargöngu enmfþá og ffiá þó búast við slflku næstu daga á djúpmiðum fyrir Austur- landi. Seinniihluta maí hafa Faerey- ingar veitt síld norðaustu-r af Shetlandseyjum, en hún er frem- ur stygg þar. Þá hafa Norðmenn veitt stora millisfld undan Finn- mörku seinnihluta maí — 4 til fi síldar i kg. Þessi síld er horfin og má búast við bessari sfld á imiðim fyrir austan seinnihluifca sumars. Tvímælalaust ættu veiðiskip að fara að tygja sig og fara út .á miðin niæstu daga, sagði Hjálmar að lokuim. Virkjun SmyrSabjargarár í Suiursveit hafin í sumar HÖFN, Homafirði. — í sum- ar verður hafizt handa um virkjun Smyrlabjargarár í Suðursveit og er það fyrsta vatnsaflsstöðin sem Raf- magnsveitur ríkisins þyggja, eftir að þreyting varð á skipulagi þeirra með sam- þykkt Orkulaga. Virkjunin verður 1200 kw að stærð. Rafmagnsveitustjóri ríkisins Valgarð Thoroddsen og Gísiii Björtnisson rafveitustjóri í Höfin skýrðu frá þessu á fundi með fréttamanniuim á Höfln fyrir helg- ina. Mörg ár eru liðin síðan hugir manna tóku að beinast að Smyrlabjargará sem hugsanlegu vatnsfaili til rafodkuvininsilu fyr- ir héraðið og hafa héraðsbúar umidir ötulli forysitu Gísla Bjöms- sonar rafveiitusitjóra lagt siig fram um að hrinda þessu móli í fram- kvæmd. Raflmagnsveitur ríkisins hófu reikstur hér í hóraðinu. 1959. Hafði þá verið ákveðið að virkja Smyrlabjargará og vélar lceyptar. Þessum framlkvæmdum var firest- að þá, en þess í stað kieyptu Rafmiagnsrveiibumar dieseistöð sem hreppurinn átti á Höfn og hótfu að byggja upp Homafjarðarveitu með lagningu á rafmaigni um Mýrar, Nes og Suðursveit og end- urbyggin-gu á veitukerfinu i kaup- túninu, en.nfrem.ur var bygigð á Höfln ný og öfllug dieselrafstöð. Rafmagn frá Homafjarðarveitu nær því til 4 hreppa sýslumnar, að undanskildum nokkrum bæj- um í Suðursveit. öræfin og Lóns- sveit hafla aftur á mótd ekki raf- magn frá saimveituim. 1 greinargerð sem Valgarð Smyrlabjrgarfoss í Suðursveit. Thoroddsen fllutfci á fréttamanna- fundiiinum, sagði hann m.a. að uindirbúninigi undir fraimkvæmdir við virkjun Smyrlabjargaráv væri þegar lckið og byrjað yrði efti helgina að leggja háspennulín- una fá virkjuiniinni ti'l Homa- fjarðar. Á sama tíma verður auglýst efltir tilboðum í bygging- arframkvæmdir við vii’kjuinina og vegagerð upp að stífllugerð verð- ur þá einnig hafiin. Framfcvæmd- araðilar um aillt verkið verða .verktaikar, þ.e. við sjálf bygg- i ngarman nvirkin, stöðvarhúsið, þrýstivatnspípur og stífllu, en Raflmagnisveituir rfkisdns annast htosvegar sjálflar niiðursetningu alilra vóla, uppsetniinigu hásipennu- línu og tenigivirkjana. Vegagerð rfkisins ánnast vegalaigningu. Ætluniin er að vinna aillt verk- ið í tveimur áföngum, þanniig að sjálfri stffilugerðinni verði lokið næsta sumar. Þó or gert ráð fyrir að nokkur fraimilieiiðsila geti haflizt fyrri hlu.ta næsta árs, en það verður taikmarkað orkumagn, þar tdl lokið er að fúllu við stiíflluna. Stærð þeissarar virkjunar verð- ur 1200 kw og er það um tvöfalt það maign, sem núvenandi diesel- rafistöð á Höfin flramileiðir, en hún vierður látin stamda, sem vararafetöð. — Þ. Þ. Fundur um síld- arverðið í gær Yfimefnd verðlaigsráðs sjáv- arútvegBins situr nú dagieiga á fundum að ræða bræðslusíldar- verðið í sumar, og hófst síð- asti fundiur kl. 4 í gær. Sam- kvæmt reglugerð er nefndinni geirt skylt að ljúka störfum fyr- ir 10. júní. í nefndinmi eiga sæti tveir íulltrúar seljenda og tveir fuilltrúar kaupenda, og auk þeirira formaður nefndarinnar, Jónas Haralz, skipaður af rík- isstjóminni. BELGRAD 5/6 — Uppreismar- stúdentar í BeHgnad héldu þvi fram í dag að þeir hefðu tekið allar háskóladeildir til að leggja áherzlu á kröflu sína um aukið lýðræði inmam háskólans og mót- mæli gegn ruddalegri framkomu lögreglunnar. Stúdentar lýstu þvi yflir að margir prófessorar hefðu beðizt lausnar í samúðarskyni vlð stúdemta. I \ i 4. umferð Fiskemótsins \ r ■ ■ ■ Fjórða umferð Fiske-skákmótsins var tefld í gær- ■ , ■ kvöld. IJrsIit urðu sem hér segir: Byrne vann Addison, ■ Ostojic vann Ándrés, Taimanov vann Benóný, Bragi og ■ Guðmundur biðskák og liefur Bragi heldur betra tafl, : Freysteinn og Uhlmann biðskák og hefur Uhlmann betra. ■ Jóhann á jafnteflislega biðskák við Szabo, Friðrik og Ingi biðskák og hefur Friðrik peð yfir; Jón og Vasjúkov ; eiga biðskák með jafnteflismöguleikum. ■ ■ ■ ■ Biðskák Ostojic og Uhhnanns frá 1. umferð fór aft- : ■ ur í bið. ■ ■ ^ ■ Engmn er óhultur á götum stórborga Band aríkjanna, sízt af öllu sjáifur æðsti maður þeirra, Johnson forseti (hvítur hringur er um hann á myndinni) — fillir aðrir sem á myndinni sjást eru lögregluþjónar eða örygg isverðir forsetans. (Myndin úr „Der Spiegel") Það má til sanns vegair færa að hruin hins bandaríska heimsveldis hafi hafizt föstu- daginn 22. nóvember 1963 þegair John F. Kennedy vár myrtur í Dallas. Það var ekki aðeins sviplegt fráfall hins' un-ga forseta sem varð til að grafa undan því áhrifavaldi. og trúnaðartrausti sem Banda- ríkin höfðu aflað sér víða um heim, einnig meðal manna sem bæði saga og eðli hins bandaríska auðvaldsþjóðfé- lags hefðu átt að hafa kennt, að ekki var þar allt sem sýnd- isrt, heldur var það hinn Ijóti eftirieikuir, miorð grunaðs morðingja í höndum varða réttvísinnar og hinn fárán- legi og um leið hörmulegi skrípaileikúr sem þá tók við og lyktaði með grunsamleg- um dauða morðingja hins út- hrópaða morðingja áður en mál hans væri rannsakað og útkljáð fyrir dómstólum, yf- irklór Warren-nefndarinnar samkvæmt sérstakri pontun forsetaembættisins til að dylja ’ bandarísku þjóðina og reynd- ar almenning um allan heim þess sem raunverulega hafði gerzt, það samsæri . þagnar- inniar sem. jafnvel nánustu ættingjar hins myrta forseta töldu sér skylt vegna sæmd- ar þjóðar sinnar að taka þátt í — öll þessi afskræm- ing þeirra dyggða sem menn höfðu eignað hinu banda- ríska lýðveldi vegna upphafs þess varð til að opna augu flestra þeirra sem fram að þeim tíma höfðu talið það sjálfkjörið til forystu í „sam- tökum frjálsra þjóða“. Síðan hefur margt á dag- ana driíið, með þjóðar- morðinu í Vietnam hafa Bandaríkin fyrir fullt og allt fyrirgert því trausti, sem þau kunna enn að haía notið með- al heiðvirðra en afvegaleiddra manna, en engum sem fylgzt hafði með vexti og viðganigi hins bandaríska heimsveldis gat dulizt að morðið í Dallas fyrir hálfu fimmta ári m'ark- aði tímamót: Eftir það tók að halla undan fæti, og þurfti í sjálfu sér ekiki að koma neinum á óvart. Sagan þekk- ir mörg önnur dæmii þesis að ríkidæmi og herstyrkur hafa ekki nægt heimsveldum til viðhalds ef siðferðisstyrkur þeirra var þrotinn, éf trú þeirra á siðræna yfirburði sina var biluð. Morðið ó Kennedy forseta í Dallas hristi feysknar stoðir hins bandaríska lýðveldis, þær létu enn undan almenningsá- litinu í heiminum þegar Mart- in Luther King var myrtur í Memphis fyrir nokkrum vikum og aftur kom upp rök- studdur grunur um að morð- ið hefði verið framið með vit- und og vSja þeirra sem rétt- vísinnar áttu að gæta. Bana- tilræðið við Robert Kennedy í Los Angeles er af sama toga og mun hafa sömu áhrif, hver sem hin opinbera skýring verður á því og hver sem efit- irmálin verða. Því að eins og Vietnam- stríðið opinberaði mörg- um eðli hinnar bandarÍ9ku heimsvaldastefinu sem heíðu þó átt að vera búnir að upp- GeSveikir menn götva það fyrir löngu, hefur hin pólitíska morðöld í Bandaríkjunum síðustu miss- eri og ár aðeins svipt hul- unni af því helsjúka ofbeld- isskipulaigi sem þjóðfélag hins óhefta kapítalisma, hinna ein- ráðu gróðasjónarmiða hefur skapað í landi Jeffersons og Lincolns. Það kann að vera áróðurskeimur af þeim orð- uim eims fréttaskýrandans í Moskvuútvarpinu í gær að banatilræðið við Robert Ken- nedy væri „óraekur vottur um hið alræmda frelsi auð- valdsþjóðfélaganna: Frelsið •til að drepa“ — en virðing- arleysið fyrir mannslífinu er þó engu síður frumatriði þess skipulags sem setur söfnun veraldlegra verðmæta öllu of- ar og virðir engin siðalög- mál sem brjóta í bága við gróðahyggjuna. Það hafa ver- ið færð fyrir því óyggjandi röik að ekkert hafj reynzt auðvailds'þjóðfélaginu í Evr- ■ópu og Norður- Ameh’ku á uppvaxtarskeiði. þess jafn mikil lyftistöng og þau óskap- legu þjóðamorð sem voru út- rýming frumbyggja Ameríku og þeirra þræla sem fluttir voru í þeirra stað frá Afriku — og ógnvald'ar fyrri tíma blikna hjá ráðamönnum auð- valdsþjóðfélagsins á hnignun- arskeiði þess, hvort sem þeir völdu sér verksvið í Hiro- shirna eða Auschwitz. Og reyndar eru slíkar upprifjan- ir sögunnar, hversu lær- dóimsrikar sem þær geta ver- ið, óþarfar. Það þarf ekki annað en skyggnast svolítið um í Bandiaríkjunum. þessu höfuðvígi auðvaldsþjóðfélags- ins í dag. Meira ein fjórðung- ur allra Bandaríkjamanna, eða sem samsvarar nær öU-’ um fulltíða mönnum þar i landi, geymir riffil í skáp eða skammbyssu undir kodd- amim. Rúmlega þriðjungur þeirra kvaðst í skoðanakönn- un „National Opinion Re- search Center“ hafa skotvopn í fórum sínum „í sjálfsvam- arskyni“. Og reyndar er ekki ástæða til að vefengja ein- lægni orða þeirra: Á þeim árum sem liðin eru af þess- ari öld er talið að 750.000 Bamdaríkjamenn, konur sem karlar, ungbörn og öldung- ar, hafi fallið fyrir morð- vopnum. Það eru fleiri menn en Bandaríkin hafa misst í öUum þeim stríðum sem þau hafa háð til þessa. Á fyrra ári féllu fyrir morðingja- hendi heima í Bandaríkjim- um 10.920 menn; það var meira manntjón en bandaríski herinn hafði þá orðið fyrir í Viefcnam á tveimur árum. (Síðan hafa þau hlutföll að vísu breytzt — en það er ekki Band'aríkjamönnum sjálf- um að þakka). Á hverjum þremur sfcun.darfjórðunigum er að jafnaði , flramið morð í Bandaríkjunum — og þcrír af hverjum fimm falla fyrir byssuskotum. í stórbongum Bandaríkjanma er enginn ó- hiulfcur um líf sitt. Það kann að vena orð að sönnu þegar ambaissador Bandaríkjanna á íslandi kemst svo að orði í viðtali við íslenzkt blað: „Ástæðuna (fyrir endurteknum morðum og morðtilraunum á stjóm- málamönnum í Bandaríkjun- um). tel ég vera þá. að það hljóta alltaf að vera margir geðveikir menn í 200 milj- óna þjóð“. Sennilegri skýring felst þó í þessum orðum eins af samstarfsmönnum Roberts Kennedys, Charles Evers, sem hann mælti í gær í Los Ang- eles: „Sérhver sá sem talar máli bræðralagsins í þessu landi verður ráðinn af dög- um nema við breytum bjóð- skipan okkar“. Charles Evers er bróðir Medgars Evers. eins af forystumönnum blökku- manna, sem fyrir fimm árum féll óbættpr fyrir morðingja- hendi í Mississippi. Morðing- inn fannst að- vísu og sök bans var sönnuð, en enigum lögum hins sérstæða bamda- ríska réttarrikis varð yfir hann komið. Um helmingur alls þess fjölda sem myrtur er í Bandaríkjunum er af ættum blökkumanna, enda þótt þeir séu aðeins rúmur tíundi hiluti íbúanma. Margir falla fyrir vopnum kynbraáðra sinna, en haldi hvítur maður á morðvopninu er allt eins víst að. morðin.ginn sleppi ekki aðeins við refsinigu, held- ur vaxi í áliti þess samféla.gs sem ól hann. Þótt aðeins væru tekin slík dæmi frá allra síðustu árum myndu þau fylla marga dálka þessa blaðs og verða þau því ekki rakim hér, heldur vitnað í skýrslu sem gefin var út 17. okt. 1965 um starfsemi morð- félagsinis Ku Klux Klan í Alabama, en þar sa-gði að sannazt hefði að félagið hefði staðið fyxir 12 af 17 morðum á blökkumönnum í fylkinu sem upp hefði fcomizt um frá því í september 1963. Engum haíði verið refsað fyrir þessi morð. í annarri skýrslu sem gefin var út í Atlanta uin 35 morð á leiðtogum í mannrétt- indaibaráttu blökkumanna á árunum 1960-65 var sagt að aðeins einn refsidómur hefði verið kveðinn upp: Tíu ára fangelsisvist fyrir morð á blökkukonu. Dettur ekki ein- hverjum í hug dómainiir sem kveðnir haf a verið upp í Vest- ur-Þýzbalaridi á undanföm- um árum y|ijr stríðsglæpa- mönnum nazísta? Vissulega „hljóta ailtaf að vera margir geðveikir menn í 200 milj- óna þjöð“, en meðal þeirra þjóða sem íslendiriigar vilja telja til frændsemis og and- legs skyldleika við er leitazt við að gæta þeirra mianna d þartilgerðum stefnunum. Þeim er hvorki auðveldað sérstak- lega með lögum að verða sér úti um morðvopnin sem veita eðli þeirra útrás rié vísað til dómarasætis í sama skyni, svo að ekki séu nefnd r æðri embætti og virðingar- stöðuir. — ás ■■■•■«■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■<

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.