Þjóðviljinn - 08.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.07.1970, Blaðsíða 4
4 SfÐA — ÞJÓÐVTLJINN — Miðvfkudagur 8. júlí 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýSshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Útgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjóris Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrui: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavðrðust. 19. Siml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 10.00. íþróttahátíB yarí ér listahátíð lokið fyrr en íþróttahátíð he’fst, og er það ánægjulegt framtak og tilbreytni í þjóðlífinu. Hátíðir lista og íþrótta hefðu þó sett enn meiri svip á líf höfuðborgarinnar á þessu sumri, ef verkamenn og aðrir launþegar hefðu ekki neyðzt til að verja mörgum vikum af starfs- tíma sumarsins 'til að knýja fram eðlilegar og sjálfsagðar breytingar á kjarasamningum. Hefði margur launamaður átt þess betri kost að njóta þess sém á boðstóluim hefur verið af heimslist- inni ef þannig hefði ekki þrengt að afkomu heim- ilis' hans. |Jm listahátíðina hefur þegar verið margt rætt og ritað. Það var engu að síður viðeigandi og gott framtak að stofna til íþróttahátíðar í tilefni af 50. þingi íþróttasambands íslands, og virðist hún hafa tekizt vel það sem af er. Þátttaka milli 4000 og 5000 manna bendir til þess að mikill f jöldi íslendinga láti sig íþróttir nokkru varða, og er það vel að yfirstjórn íþróttamálanna er nú (að minnsta kosti í orði) tekin að boða þá stefnu að íþpóttir éigi að vera almenningsíþróttir, en ekki einungis til þess að rækta afburðamenn til keppni. íslenzka íþróttahreyfingin þarf tvímælalaust að léggja miklu meiri áherzlu í reynd á uppeldisgildi og heilsuræktargildi íþrótta, og sýna ungu fólki sam gengur í íþróttafélögin mun meiri alúð og um- önnun en víða gerist. Mörg ungmenni snúa von- svikin frá íþróttahreyfingunni og íþróttaiðkunum végna þess að þeim finnst áhuginn og starfið bein- ast einungis af þeim sem fljótt reynast tækir í keppnislið hlutaðeigandi félags, og einstaklingum sem fram úr skara. Þeim mun meiri ástæða er til að fagna því að nú virðast fjöldaíþróttir sem ná til eða geta náð til alls þorra ungs fólks og fullorð- inna vera í sókn, m.a. ein hin fegursta þeirra, fim- leikarnir. Afreksmenn geta varpað Ijóma á land sitt og íþrótt, en þeir þyrftu að koma fram sem éðlilegur árangur íþróttaiðkana er næðu ’til sem allra flestra þjóðfélagsþegna: ómissandi þáttur í uppeldismálum og heilsugæzlu þjóðarinnar. Reynslan afíhaldi og krötum jjegar ríkisstjórn Bjarna og Gylfa lætur blöð sín lofsyngja „frumkvæði“ núverandi ríkisstjóm- ar og vilja til að afstýra verðhækkanaöldu og verðbólgu er sá gallinn á, að landsfólkið hefur áratugsreynslu af samstjórn þeirra. Allir Islend- ingar vita að þeir hafa í áratug beitt valdi ríkis- stjórnarinnar og Alþingis til að ræna af launafólki áyinningnum sem verkalýðsfélögin hafa unnið í fórnfrekri baráttu. Það er því eins og skrítla að ympra á því að þessir ráðherrar eða flokkar þeirra hafi „frumkvæði“ eða hug á því að vernda kaup- mátt launa. Það eina er þá snertir í því sambandi er að losna þarf við stjórn þeirra, — og breyta um stjórnarstefnu. — s. geta aldrei komið í stað leikskóla sem Rætt við Margréti Sigurðardóttur um könnun, nú fer fram á vegum leikvallanefndar borgarinnar Við skipulagningu nýrra hverfa, ber að taka tillit til margs konar þarfa og þar eru gæzluvellir ofarlega á blaði. Þeim fcr stöðugt fjölgandi, sem notfæra sér þessa þjónustu borgarinnar, en hún er látin í té endurgjaldslaust. Hún er barnafjölskyldum til ómetanlegs hagræðis, þótt hún geti aldrei komið í stað leikskóla og barna- heimila, enda hefur það aldrei verið tilgangurinn. ★ Það er Leikvallanefnd Rvík- urborgair, sem sér um og skipu- fleira, sem okkur er gagnleiglt að vita. Okkur hafa aðeins borizt um 500 svör, sem við teljum of ófajllnaegjandi til að hægt sé að byggja ó, og við vonumst til þess, að foreldrar taki við sér og svari þessuim spurningum ekki síðar en í júlilok. — Hver er tilgangurinn með þ&ssairi könnun? — Meðal annars sá að ledta eftir áliti fóliks ó starfseminni og kanna, hvort það telji hana fullnæigja,ndi. Einnig þótti cikkur rétt að athuga, hvort þessi að- Frá gæzluvelli í borglnni. leggur starfsemina. Starf henn- ar hlýtur að verða æ umfangs- meira eftir því scm borgin stækkar og þörfin eykst, og nú er hún með I framkvæmd nokk- urskonar endurskoðun á því. Einn iiðurinn í þeirri endur- skoðun er skoðanakönnun með- aJl foreldra bama á aldrinum tveggja til 5 ára. I þcssu stutta spjalli segír frú Margrét Sig- urðardóttir, fulltrúi í leikvaila- nefnd, hvemig þessari könnun hefur verið háttað, tilgangi hcnnar og því, sem hún kann að leiða af scr. Við sendium út í maílok bréf tiil 2.200 nðiia, og það læt- ur nærri að könnunin nái til að- standenda 3. hvers bams í þess- um a;ldu,rsflokki. í brðfinu eru ýimsar spumingar m.a. um bað, hvort bömin á heimilinu sæki gae^iuvolli og þá hvaða völl, á hvaða tímium dags, og einnig er spurt um ástaeðu þess, hvers vegna bömin sæki eklki vellina. hvort þau eða foreldramir séu óánægð með aðþúnaðinn, hvaða breytinigar þau telji, að géra megi til úrbóta og ýmislegt gæzluvallanna eins og ledksikólla. Fólk tailair um, að hinn daigleigi starfstímd sé of stuttur, en vell- irnir eru opn,ir 4 stundir á dag á vetrum og 5 stundir á siumr- um. Þá finnst mörgium eðliilegt að á gæzluvöllum sé aðstaða til innileikja eins og á leiikslkólum. Það væri í sjálfu sér mijög gott, ef gæziluský'lin væru dálítið stærri en þau eru, og hægit væri að kippa bömunium inn til þess að venme þau, þegar kallt er í veðri, en ég er hrædd um, að það sé efcki hægt að sikaipa leikaðstöðu inni við, enda hefur aldrei verið ætlunin að háfa gaezluveiHina eins konar dag- heimili. Einmitt vegna þessa» teljum við m.jög hæpið að haiBa vellina opna lengur en gert er. Lítil börn þreytast mijög fljótt á að leika sér úti, og þaiu meiga alls ekfci fá það á tilfinninguna, að þau séu lókuð þaima inni eins og fé í rétt. Það skapar hjá þeim innilokunarkennd; í stað þess að leika sér írjáls og á- nægð eins og vera ber, verða þau leið og stúrin og fást oft ekki til þess að koma aftur á vellina. — En er ekki eitthvað um, að fólk noti gæzluvellina sem neyðarbrauð, t.d. ef móðirin vinnur úti og kemiur baminu hvorki á leikskóla né daighedm- ili? — Jú, það em diæirnd þess, enda er ekki hlaupið að þivd f.yrir fólk með venjulegar að- stæður að koma bami á daig- heimiili eða ledksikóla, en gæzlu- vellir geta alls ekki komið í stað þessara stofnaina. — Em ekki miiög miM'ar sveiflur í aðsókn að gæzluvöll- um? — Jú, þær eru nokikuð mdkl- ar og við viljum gjaiman diraga dálítið úr þeim. Ég held, að barn, sem kemur regluleiga á gæzluvö'l og verður aðili að þessu litla samfélaigd bama þar, sé ánægðara en annað bam, sem kemur aðeins endrum og eins og fellir sig ekki að að- stæðum. Þá er heppilegra vegina starfsstúlknanna, að aðsókn sé nokku.ð regluleg, en við verð- um að miða stúlknafjöfdann nokikuð við bamafjöldainn. Það hefur komiið fyrir að hátt á 2. hundrað böm hafi komið á einn og sama völlinn í einu. Þar voru fyrir þrjár stúlkur, sem gátu auðvitað eikki annað þessuim óskapar fjölda, en það stoð næðd til nægilega margra heimila, en ég hef orðið vör við, að þau börn, sem sækja leik- vellina mest, búa alveg í næsta nágrenini við þá, en minna er hinsvegar um böm, sem eiga lengra að sækja. — Má þá ef til vill vænta ein- hverra stórbreytinga á starf- samii leikvalllainna? — Það verða sjálfsagt engar stórbreytingar, en okfcur þótti rétt, að athuga hvar við stæð- um, og á grundvelli þessarar könnunar geta ef til vill orðið einhverjar breytingatr, sem of snemmt er að tala um núna. Enda þótt við séum ekki nógu ánægð með þátttökuna enn sem komið er, hef.ur hún verið gagn- leg fyrir margra hluta saigir og mörg sjónanmið hafa komið fram. Það hefur komið í ljós, að fólk gerir ekki greinarmun á gæziluvöllum og dagheimilum. Við spurningunni um, hvaða gæzluvelli börnin sæktu, bafa komið svör um, að þau sæktu leikskólann Drafnarborg t.d. Eins virðast suimir álíta, að þeir geti gert sömu kröfur til Margrét Sigurðardóttir er varla hægt að vísa bömum frá. Stundum er svo aðsóknin fremur lítil. — Hvað gieta gæzluvéllimir yfirfleitt tekið við mörgum börn- um í senn? — Það er nókkuð misjaifnt, en ég held að ein flóstra géti alls ekki annað fleiri bömum ém 30. Það er algert hámark. — Er skortur á gæzluvöllum í borginni? — í hver.ju borgarhverfi er a.m.k. einn völlur, en í þéim hverfum, þar sem börpin^e^u,,, flest, dugar það ekki. Það héf- ur eikki verið uninið að öðrum. gæzluveflli í Árbæjarhverfi, én framkvæmdir við hann' hafa dregizt óhóflega á lamginn, og margar kvartanir hatfa borfzt vegna þess. Það sýnir, hversu brýn þörfin er. 1 eldri borgar- hverfum eru venjuilega mdklu fæirri böm, svo að vellirnir nýt- ast síður. Það verður þó að starfrækja þá etftir sem áður. því að bamafólk er alveg í jafnimdMum vandræðum, ef ekki er gæzfluvöllur í hverfinu, þótt lítið sé um böm þar yfir- leitt. Annars væri rnjög héppi- legt, ef við gætum haft ein- hvers konar faeranlega leikvelli eða að minnsta kosti færanleg skýli og ef tiiTviH fáum við það í framtíðinni. En ég vil að loikum eindre'gið hvetja fóilk, sem hetfur féngið bréfið frá okkur til þess að svara því sem fyrst, hvort sem það færir sér gæzluvellina í nyt eða ékki. Því aðeins er hægt að byggja raunhæft á þessari könnun. að hún sé á sem breið- ustum girundvelli. — gþe Sovézkir og Breti h/utskarp- astir á Tjæko vskíkeppninni Alþjóðleg keppni tónldstar- manna, kennd við Tsjækovskí, var nú haldin í fjórða sinn, en í fyrsta sinn fór hún fram fyr- ir tóllf árum. Þessd keppni hefur notið alþjóðle'grar virðingar, enda hafa komdð fram á henni og hlotið verðlaun unigir tón- snillingar sem síðar hafa hlotið heimstfrægð. Keppnin fer fram í þrem um- ferðum og eru leikin fyrst og fremst verk eftir Tsjækovskí. Úrslit keppninnar að þessu sinni vom kunngerð 24. júní. I keppni píanóleikara voru veitt tvenn fyrstu verðlaun — John Lill frá Bretlandi og Vladimír Krænéf frá Sovétríkjunum, önnur verðlaun hlaut Bainda- ríkjamaðurinn Horatio Gutierr- es. Þriðju verðlaun hlutu Vikt- oría Postníkova flrá Sovétríkj- unum og Arturo Moreira-Lima frá Brasilíu, en fimmtu vérð- laun féllu í hlut James Tocco frá Bandaríkjunuim. Hlutskarpastuir fiðluleikara varð Gídon Kremer frá Sovét- ríkjunum, ein.kar fjölhæfur og efnilegur meistarf. önnur verð- laun hlutu þau Vladímír Spíva- kof frá Scvétríkjunum og Maj- úmií Fúdzíkava frá Japan, ung stúlka sem nú kom fyrst fram á alþjóðlegum vettvangi. Þriðju verðlaun hlaut Líana Isaikadze og fjórðu verðlaun þau Andrei Korsaikotf og Tatjana Gríndenko — öll frá S&vétríkjun,um. 5. verðlaun hlaut bandaríski fiðlu- leikarinn Glenn Di'kterof. Formenn dómmefnda voru þeir Ernil Gilels og Leonid Ko- gan (APN).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.