Þjóðviljinn - 11.07.1970, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 11.07.1970, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVTUTNN — Laugaffrfaglur íl. júJÍ 1970. — Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis — Útgefandi: Utgáfufélag ÞjóSviljans. Framkv.stjórl: Eiður Bergmann. Ritstjórar: Ivar H. Jónsson (áb.), Magnús Kjartansson Sigurður Guðmundsson Fréttaritstjóri: Sigurður V. Friðþjófsson Ritstj.fulltrúi: Svavar Gestsson. Auglýsingastj.: Olafur Jónsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðust. 19. Síml 17500 (5 linur). — Askriftarverð kr. 165.00 á mánuðl. — Lausasöluverð kr. 10.00. Slysið á Þingvöllum glysafréttir og óvænt manntjón vekja jafnan sam- úðarhug imeð þeim sem fyrir slysum verða og vandamönnum þeirra. Mönnum er gjarnt að setja sig í spor þeirra sem um sárt eiga að binda, og í fá- ménni íslenzks þjóðlífs er viðkynning manna svo almenn að furðu oft finnast einhver kunnugleika- éða frændsemistengsl við þá sem í slysum lenda. j^jlysið á Þingvöllum aðfaranótt föstudagsins er í öllum greinum svo hönmulegt að það hlýtur að koma sárt við alla íslendinga. Forsætisráðherra ís- lands, Bjarni Benediktsson, kona hans Sigríður Björnsdóttir og lítill dóttursonur þeirra Benedikt Vilmundarson fórust þar í eldsvoða, án þess að nokkurri hjálp yrði við komið. Þetta gerist í byggð og rétt við önnur hús, og án þess að þeir sem koma að logandi ráðherrabústaðnum viti hvort húsið er mannlaust eða ekki. Það er ótrúleg staðreynd sem fram kemur í fréttum af slysinu á Þingvöllum, þar sém auk heimabyggðar er stórt suimargistihús og þúsundir manna koma innlendir og erlendir sumar hvert, skuli enginn vísir vera að slökkviliði sem sétíð væri tiltækt. rKíAtrafi|R!«CVTis rrt gjami Benediktsson var einn umsvifamesti for- ystumaður Sjálfstæðisflokksins í þrjá undan- farna áratugi, og áhrifamikill og mjög umdeildur stjómmálamaður og ráðherra mestallan þann tíma. Um verk hans mun íslandssagan dæima, en aldur- tila hans, konu hans og barnungs niðja í ógnarslysi á Þingvöllum harma allir íslendingar. Þjóðviljinn vottar vandamönnum forsætisráðherrahjónanna og Benedikts litla einlæga samúð. Að forðast vinnuslysin Qftar en einu sinni á þeim skamma tíma sem ál- verksmiðjan í Straumsvík hefur starfað hafa orðið þar alvarleg slys á verkámönnum. Nú síðast hafa blöð flutt fregn um að starfsmenn þar hafi slasazt er svokallaður biðofn féll á tvo menn sem meiddust, annar þó imun meir, en hann klemmdist á báðum fótum og tók um klukkustund að losa hann úr klemmunni. Þegar slys verða hvað eftir annað á verkafólki á sama vinnustað, er b'rýn nauð- syn að þess verði vandlega gætt af hlutaðeigandi yfirvöldum að allar fyrirskipaðar öryggisráðstafan- ir samkvæmt íslenzkum lögum og reglugerðuim séu í heiðri hafðar, og finnist eitthvað athugavert ber hiklaust að krefjast þess að úr verði bætt. Reynslan hefur sýnt oftar en einu sinni að ekki er nóg að yfirvöld krefjist úrbóta, heldur verða þau að heita má að láta standa yfir því að skipun þeirra sá hlýtt. 'Jhl eftirlits á vinnustöðuim um slysavarnir og holl- ustuhætti er ekki nóg að eftirlitsmenn komi ein- stöku sinnum. Eftirlitið verður þá fyrst vakandi og virkt að verkamenn sjálfir hver á sínum vinnu- stað og trúnaðarmaður verkalýðsfélagsiris eða fé- laganna sé sívakandi yfir því að allt sé gert sem í mannlegu valdi stendur til að forðast vinnuslys. - s. t dag legigja þau Viktoría Halldórsdóttir, Beneddkt fr á Hofteigi og Tryggvi Emilsson Bæj arpóstinum til efni — og maettu gjama fleiri fara, að daemi þeinra og senda póst- inum línu. Fyrst er þá lengsta bréfið, ,frá Viktoríu og ber yfirskrift- ina „Hvenær er mælirinn fullur?“ Svohljóðandi: Á fremstu síðu Morgun- blaðsins 1. júlí si. stóð stór- leruð fyrirsögn: Árangursrík- um aðgerðum lokið. Víð sjálft lá að ætla að þessi stórfyrir- sögn væri fögnuður vegna þess að fólkið, sem færir rík- inu þær ofsaháu fjárhæðir sem þjóðin nýtur góðs af, hefði nú loksins fengið kjör sán bætt svo verðuigt væri og árangursríkt gæti talizt. En þegar lengra var lesdð kom annað í ljós. Blaðið var að fagna árangu-rsríkum aðgerð- um Band-aríkjastjómar í manndrápum og landeýðingu í Víetnam og Kambódíu. Blaðið birtir langa skýrslu um a-freikin. segir að sjálfur Nixon hafi birt 7 þúsund orða skýrslu í tilefni ]>ess að her Bandaríkjanna og ráðgjafar eru að flytjást heiin. Glæsi- legar tölu-r eru skráðar um afrek mann.a ' Nixons: 11.349 manns drepnir í hernaðarað- gerðum, en ekki eru tölur í blaðinu um börn og konur sem h-afa verið limlesf og líf- látin, brennd lifandi með bens- ínhlaupi og loftárásum á þorp, skól-a, sjúkrahús og týnt hafa lífi og limum í þessari hryll- ings yillimannlegu styrjöld. 2.328 hermenn handteknir og herfang glæsilegt, bæði vopn og matvæii6 þúsund-tonn af hrísgrjónum. — Ennfrem- ur segir í skýrslunni að Bandaríkin muni, að fengnu samþykki stjómar Kambódíu, halda áfram loftárásum á flutningaleiðir óvinanna, ef þeir geri tilraun til flutnings hergagna um Kambódiu. Bandaríkjastjórn lofar að senda Kambódíu létt vopn og Bandaríkjamenn gáfu þeim herfangið, er þeir tóku af óvinunum, segir í sjöþúsund- orða skýrslunni bans Nixons. Hvenær er mælirinn full- ur? Hversu lengi ætlar þjóð- in, sem telur sig kristna, að líða þá smán að fréttir af hryðjuverkum Bandaríkja- stjómar séu fluttar í blaði því sem styður íslenzka rík- isstjóm, án þess að minnsta tilraun sé gerð til að vita Hvenær er maélirinn fullur? — Göniul vísa sem ekki má gleymast — Listahátíðin og verkföllin þann djöfullega verknað sem framinn hefur verið árum saman? Ég spyr: Er fólk orð- ið svo hart og miskunnar- laust, að það vilji styðja í orði og verki fjársterka þjóð til glæpsamlegra verka gagn- vart fátækri smáþjóð? Ríkisstjórn íslands gengur æ lengra í aðdáun sinni á því fagra og frjósama samstarfi sem hún á við Bandarikja- stjóm NATO. Veizlur og fleðulæti vjð þessar yfir- drottnunarþjóðir er ' hreint hneyksli öllu .siðuðu fólki. fs- land er vopnlaust og ætti því að vera fyrirmynd friðar og réttlætis og gæ'ti með fullum rétti sagt skilið við þau her- veldi sem lugu sig inná reynslulitla menn í milli- rikjaprettum og svikum, — eða var það ekki saigt að NATO væri stofnað í þeim tilgangi að aðstoða smáþjóð- ir, er stórveldi réðist á þær eða sýndu yfirgang? Allt þetta var auðvitað prettir, og því er óverjandi allur sá sauðarháttur og glæpsamleg meðsekt sem hér á landi er látin viðgangast ár eftir ár. Þegar Mogginn birti 1. júlí aU-a 7 þúsund orða skýrslu Nixons var ekki eitt orð frá íslenzkum manni með þeirri viðbjóðsskýrslu, sem lýsti vanþóknun á því framferði að senda æskukj'ama Bandaríkj- anna í aðra heimsálfu til að deyða .og misþyrmia þjóð sem aldrei hafði gert neitt á hluta bandarísku þjóðarinnar. Þessi þjóð vildi vera sjálfstæð og hafðj víst aðrar ' Skoðanir á þjóðmálum en Bandiaríkja- forsetar, þeir er gert hafa sig að héimsfrægum mönnum af sama toga og Hitler, hinn illrærrrdi • brj álæðingur. Ég hef alltaf verið að vona að ég lifði það að sjá land mitt leyst frá berveldi því sem sveik sig inn í þennan helga reit og geymir hér um áratugi drápstæki, sem er smán þjóðinni er um aldir hefur verið vopnlaus og frið- elskandi. Sú herstöð sem hér er í óleyfi þjóðarinnar verður hennar banabiti, ef þeir striðsjálkar sem ráða rikjum í heiminum koma af stað heimsstyrjöld. Nú ætla ég enn einu sinni að vona að íslenzka þjóðin þekki betur og skilji að þörf er á breytingu þegar ábyrgir menn á íslándi telja árang- ursríkar aðgerðir vina sinna, að drepa saklaust fólk og auka þjáningar og hungur- dauða með því að leggja mannvirki i rúst, eitra og brenna gróður jarðar. Ég vona að lesendur Morgun- blaðsins,' fleiri en ég, báíi vedtt því athygli, að fsland er í hættu, bvað trú og sið- gæði snertir, þegar glæpastarf er talið til árangursríkra að- gerðá. 5. júlí 1970, Viktoría Halldórsdóttir frá Stokkseyri. Benedikt Gislason frá Hof- tédigi bafði samband við Bæj- arpóstinn á dögunum og bað fyrir eftirfarandi: f Þjóðviljanum er farið méð vísusamstððuha „Kviði ég fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna“, og sagt að sé gamall vísu- botn. Ég lærði ungur þéssa visu þannig: Kvíði ég fyrir Kaldadal, kvölda tekur núna. Herra guð í himnasal haltu mér við trúna. Kannski er vísan að gleym- ast. Það má ékki vérðá. Þess- végha bið ég Þjóðviljahn að birta hána héila. Benedikt Gíslason. Til ferðafólks Ertu óvanur ferðalögum? Skipulegðu ferðina vandlega. Spurðu vana ferðamenn ráða, hvers konar klæðnaður sé heppilegastur og hvað sé nauð- synlegt að taka með í ferðina. Gerðu ráðstafanir til að koma skilaboðum heim, ef ferðaáætl- unin breytist og dvöl fjarri mannabyggðum lengist. Hvert er ferðinni heitið? Það er mikilvægt öryggisatr- iði fyrir fjallgöngumenn að halda hópinn, en hlaupa ekki hver í sína áttina um lítt þekktar slóðir. Þeir, sem ætla að dvelja /ið ár og vötn, eru minntir & að fara með gát á bátkænum, gefa gaum að vindátt og veðri og vera f björgunarvesti. Lítið vel eftir börnum í grennd við ár og vötn. Tryggvi Emilsson héfur sént Póötinum eftirfarartdi kvséðj méð fyrirsögninni „Listahátíð eittnig vérkföll“. — Það ér svohá: t Listahátíð einnig verkföll Það fréttist að hátíð var haldin í ár, sem hérlendis reyndist sú fýrsta, og aldrei var himinn jafn héiður óg blár í hásölum vísdóms og lista. í fagnaðarvímunni felldu menn tár, svo fagurt var salina að gista. í blöðum var sagt hverjir nutu þess nú að nálgast þá háleitu þanka, í myndum var talað um forséta og frú og framámenn ríkis og banka, um fátæka giuðsþjóna géislandi af trú og gróðamenn auðuga og blanka. Frá hásölum listar til himins er stytzt og hér voru ei klungur né ögur, þeir urðu svo glaðir sem áttu þar vist, að annað eins hervna ekki sögur, og svo var þetta líka svo velheppnuð list. Og víst er hún háleit og fögur. Það veldur mér gleði og sorgar í sénn er sit ég í þögn minnar elli, að heyra hve ljúft er að leika sér enn á listanna fluighála svelli, er hljóm'arnir léku um þá háttsettu ménn sem halda þar tilreiddum vélli. Ég öfunda ei neinn þó hann fylki sér fréýhst og fegurstu tónana heyri, en aldrei að dyrunum alþýðan kémst, ef una bví fleiri og fleiri, hve smátt er og valt se’m í vérkföllum serriSt, unz verða þau stærri og meiri. Tryggvi Emilsson. . líM , I»'IVI» L Ætlarðu að búa í tjaldi? Farðu varlega með opinn eld í tjöldum, ekki sízt nylontjöld- um. Sofnið aldrei út frá logandi gasihitunartækjum. Sýnið snyrtímennsku við tjaldstæði og valdið ekki öðrum tjaldbúum óþarfa ónæði. Ætlarðu að aka sjálfur? Ef þú ekur eigin bíl, hafðu hann í eins góðu lagi og frekast er unnt. Taktu með í ferðina nauðsynlegustu varahluti og verklfæri. Ef þú ert óvanur akstri — eða ekur bii, sem þú ert ókunnugur, t. d. bílaleigu- bíl, farðu sérstaklega varlega meðan þú ert að venjast um- ferðinni og bílnum. Hagaðu akstri eftir ástandi vegarins >g öllum aðstæðum hverju sinni. Hvíldu þjg, ef þreyta sækir á. Aktu með jöfnum og þægileg- I um ferðahraða og forðastu óþarfa framúrakstur. Tíma- spamaður er sáralítill, þótt 'pú akir smákafla yfir löglegum hámarkshraða, aukning úr 70 í 80 km hraða, flýtir förinni að- eins um 66 sekúndur á 10 km vegalengd Getur þú eða einhver í hópnum veitt fyrstu hjálp ef slys ber að höndum? Verið viðbúin óhöppum og taikið najuðsynlegustu sára- umbúðir með í ferðina. Rifjið upp aðferðir við lífgun úr dauðadái og stöðvun blóðrásar. Það getur komið í þinn hlut að verða fyrstur á slysstað. Verið varkár, varizt slysin. (Frá Slysavamafélagi Islands). Hótel Villu Nóva Sauðárkróki. FERÐAFÓLK! — Höfum opnað Hótél Villa Nóva, Sauðárkróki. Tökum á móti gestum til 1. október. • Gisting, matur og aðrar véitingar. Hótsl Villa Nóva Sauðárkrókj. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.