Þjóðviljinn - 21.07.1970, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 21.07.1970, Blaðsíða 8
g SÍÐA — ÞJÓÐVTUTNN — Þriðjudaigur 21. júlí 1970. JULIUS BARK: 5EM LINDIN — Það var gaman að þú skyld- ir koma, sagði Óli. — Þegar maður býr á svona aískekktum stað, lærir maður að meta sam- félag við sálufélaga. Maður verð- ur einrænn, veltir og þvælir eig- in vandamálum og heldur að maður eigi þau aleinn. — Ég skil, sagði Peter. — Það kemur oft fyrir mig að samtai við einhvem getur leyst hugmynd úr læðingi, og allt í einu án þess að vita hvernig það má verða, er kominn full- mótuð skáldsaga í huga manns. Óli kinkaði kolli. Hann rak hendurnar niður í vasanaábrún- um, ópressuðum buxunum og vaggaði efri hluta líkamans. — Gelck ferðin vel? spurði hann eins og hann hefði elckert heyrt af því sem Peter sagði. — Já þakka þér fyrir. Auð- vitað varð ég að skipta þrisvar um lest, en það voru fáir með alla leiðina. — En þú hefur að lokum haft upp á þessum a0cima. — Hindrunarnes er orðinn landsfrægur staður. Óli svaraði ekki. Hann vissi hvers vegna Hindrunames var landsfrægur staður. Hann vissd lika hvers vegna Peter Ullman var allt í einu kominn í heim- sókn til hans. Svo góðir vinir j,V(jru þeir ekki að Peter kænai án þess að neitt byggi undir. En hann vildi ekki spyrja, ekki enn. Hann var gestgjafi, Það út- íiéimti eilitla háttvfsi, að minnsta kosti fyrst í stað. Hann vaggaði efri búknum og stikaði áfram. — Við emm bráðum komn- ir, sagði hann og benti á dá- lítinn afleggjara. Peter færði töskuna yfir íhina höndina. Það var engin umferð á veginum. Aðeins daufur niður í dráttarvél frá bóndabýli skammt HARGREIÐSLAN Hárgreiðslustofa Kópavogs Hrauntungu 31. Sími 42240. Hárgreiðsla — Snyrtingar. Snyrtivörur. Hárgreiðslu- og snyrtistofa Steinu og Dódó taugav. 188 IH. hæð (lyfta) Sími 24-6-lG. Perma Hárgreiðslu- og snyrtistofa Garðastræti 21. SÍMI 33-9-68. frá og marrandi, taktfast fóta- tak þeirra raulf kyrrð haustdags- ins. Peter Ullman var allmiklu iægri en Óli en talsvert þrekn- ari. Hann hafði farið að gildna síðustu árin, þegar farið vair að gefa leynilögreglusögur hans út í vasabrotsútgáfum. Við það hafði hann orðið makráðari, hann þurfti ekki lengur að leggja eins mikið að sér við brauðstritið, bók á ári var nóg, engar saná- sögur. engar blaðagreinar, engar brauðstritsskriftir. En Óli hafði horazt. Það sá Peter undir eins á brautarstöð- inni, brjóstið var orðið innfalln- ara þetta ár sem liðið var síð- an þeir hittust síðast. Réttarhöld- in? Ef til vill, og taugastríðið. — Skrifarðu eitthvað að ráði núna? spurði Peter. — Ég er að reyna, sagði Óli. Þeir voru komnir að afleggjar- anum, mjóum vegarslóða með hálfvisnu sumargrasi milli hjól- faranna. Steinar sem lágu á víð og dreif og holur með hálfblautri leirhimnu á botninum. Á annan veginn var kyrrlátur barrskógur með háum grenitrjám, á hina bylgjandi akur, gaddavírsgirðdntg handan við gróinn skurðinn. Þeir gengu begjandi upp lágan haOlla. Þar gflitti í tígulsitemslþak, dálítið af mosagrænu niildaði rauða litinn. Þetta hlaut að vera hjáleigan bústaður Óla Lindells. Á veginum voru mynztruð hjól- för, sama mynztur í öllum pall- unum, eftir Angliuna hans Óla. Hún hlaut að skrölta skelfilega á þessum óslétta vegi. Efst á bakkanum beygði vegurinn snöggt til vinstri, svo hallaði hann spölkorn niður að húsinu. Hjáleigan var byggð í vinkil. I öðrum arminum var íbúðarhús- ið, litlir gluggar með hvítum gluggalistum, blaðlaus vínviður teygði sig upp gaflinn. Hinn armurinn var hrörleg gripahús- bygging, op í miðju. Áður fyrr var heyinu ekið innum það op, nú var Óli vanur aö geyma Ang- liuna sína undir þakskegginu. Við vegginn stóðu tvö gömul bíldekk. — Já, þannig lítur út hér, sagði Óli. — Velkominn hingað, ætti ég víst að segja. — Þakka þér fyrir. Þú hefur fundið þér notalegan stað. — Hann er dálítið afskekktur. En sarnt er stutt niður í bæinn og þar er hægt að fá allt sem mann vantar. Gerðu svo vel að ganga í bæinn. Peter þurrkaði af skónum sín- um á óhreinu tuskuteppi sem lá fyrir innan undna útihurðina. Hann kom inn í anddyr; og uppi undir lofti var köngurlóarvefur. Hann setti frá sér töskuna. fór úr frakkanum og hengdi hann á nagla á dyrustafnum. — Eldbúsið til vinstri, stofan til hægri sagði Óli. Og fyrir innan eldhúsið hef ég svefn- herbergi og kompu til að skrifa í. Stærra er nú húsið ekki. — Það ætti að nægja, svaraði Peter og steig inn í stofuna. Hún var stór og á miðju gólfi stóð dúkað matiborð. Peter fann að bann var sársvangur. — Veizlumatur á borðum, sagði hann. — Þér tál heiðurs, sagðd Óli og hló. — Gerðu svo vel að fá þér sæti. Maturinn er tilbúinn rótt strax. Við borðum fyrst. — Fyrst? — Já, áður en við tölum uim Málið — Hefurðu kálað mörgum síð- an síðast, Peter? — Nei, því miður, þeir eru ekki sérlega margir. Ólj Lindell lyfti gl-asi sínu. í skininu frá viðareldinum var vínið svarrautt. Peter svaraði skál hans, drakk stóran teyg. Vínið hafði staðið uim stumd á matborðinu og var hæfilega vóLgt. Peter var farið að láða bet- ur. Hann var rólegri, ekki eins taugaspenntur, þurfti ekki leng- ur að vega hvert orð sem hann sagði. Það var eins og hversdiags- legar matborðsviðræður hefðu létt á þeirri spennu sem hann hafði fundið til síðan hann hitti Óla Lindell niðri á brautarstöð- inni og hann tók eftir spenn- unni og óróleikanum í fram- kcanu Óla. — Áttu við að þú sért ekiki kominn af stað með næstu haustbókina ennþá? spurði Óli. — Þú ætlar þó ekki að sleppa úr ári? — Ég hef huigimynd. — Hvernig er hún? — Það er adilt dállítið óLjóst enn. Óli skiidi að Peter var ekki á því að segja meira og gekk ekki á hann. Óli sjálfur hafði ekkert á móti því að tala um hugmyndir sínar og ráðagerðir. Peter var meLra fyrir að þegja. Ef hann vair að vinna að bók, viidi hann sem minnst um hana tala. Það var eins og honum fyndist sem allt færi úr sikorð- um við umtalið, ferskleikinn hyrfd og vinnugleðin um ieið. — Jæja, hvað um sjálfan þig? spurði hann Óla. Óii lauik við að tyggja kjúk- lingsbringuna og skolaði henni niður með vínsopa áður en hann svaraði. Hann þernaði burt vín- dropa úr miunnvikinu með munnþuirrkunni. Horfði alivair- lega á Peter. — Ég hef haft um ýmislegt annað að hugsa, eins og þú veizt, sagði hann. — Ég hélt ef til vill að þú hefðir átt sitthvað tilbúið þegar það gerðist. — Nei. Þeir snæddu stundarkorn þegj- andi. Kjúklingurinn bragðaðist vel. í einverunni hafði Óla tek- izt að verða fyrirtaks kokkur. Það fann Peter. — Þetta bragðast alveg ljóm- andi vel. sagði hann í viðurkenn- ingartón. — Þakka þér fyrir, það gleð- ur mig að heyra, sagði Óli. En Peter heyrði að hann var að hugsa um annað en matinn. Hnífurinn og ga-ffallinn hætitu að glaimra við disikinn. — Hvers vegna komstu hingað? spurði Óli og kom nú beint að efninu. Nú var hann búinn að vera gestgjafi nó'gu lengi til þess að geta leyft sér þessa spurninigu. — Mig langaði til að hitta þig, svaraði Peter eins rólega og hLutilaiust og honum var unnt. — Vildirðu sjá staðinn þar sem það gerðist? Óli reyndj ekki að dylja hæðni sína. — Fyrst og fremst hélt ég að það yrði gaman að sitja og spalla vdð þig. — Er það hugmyndin þín? Að skrifa bók umi það? Peter svaraði ekld. Óli hafði hitt á hið rétta. Vissulega hafðd Peter Ullman ekiki elcið fiimm hundruð kílómetra leið frá Stokkhólmi til þess eins að sitja og spjalla, Ekki á þessum tíma árs, þegar drögin að næstu bók hans voru enn aðeins óljós í huga hans. Og hversu vel þekkti h-ann Óla? Þeir höfðu hitzt öðru hverju, einkum á rithöfunda- þingum. Þeir áttu mörg sameig- inleg áhugamál, endaþótt Peter hefði snúið sér að því að skrifa um afbrot og lögregLuforingja en Óli fengist við að skrifa hug- leiðingair um einveru og dag- drauma. En eitthvað hafði orðið til þess að þeir náðu sambandi hvor við annan, og þvú sam- bandi hafði verið haldið við þótt funddmir væiru strjálir. urog skartgripir ■UNEIÍUS JÚNSSONI skálavördustig p □ SMURT BRAUÐ □ SNITTUR □ BRAUÐTERTUR BRAUDHUSIÐ éNACK BAR Laugavegi 126, við Hlemmtorg. Sími 24631. (Ú með carmen camnen Carmen töfrar lagningu í hár yðar á 10 mínútum. Hárið verðurfrísklegra og lagningin helzt betur með Carmen. Sendum í póstkröfu hvert á land sem er. 4AW£tci Klapparstíg 26, sími 19800, Rvk. I^júðin og Brekkugötu 9, Akureyri, sími 21630. P HARPIC er Ilmandi efni sem hreinsar salernisshnliii^ ng drepnr sýkla Húsráðendur! Geri við heita og kalda krana, WC og WC-kassa, leka á ofnum og hitaveituleiðslum. STILLI HITAVEITUKERFI. HILMAR J. H LUTHERSSON pípulagningameistari. Sími 17041 — til kl. 22 e.h. ‘liilllll!!ililiiíilliiilliilli!lllliliSllillillHililil!i|i;ll!íilli!illíiillili!!ii!ilil|!illíiliii!lliiiíiliiiiiiilillliiillilii;liiliillll mwm . .... .... ....... ...................... HEFUR TEPPIN SEM HENTA YÐUR TEPPAHUSIÐ * SUÐURLANDS- BRAUT 10 *■ SÍMI 83570 iniiiimimfiinniíiimmmii iiífijmmmmmimmmímmmmiimiiiiimiimmn!! BÍLASKOÐUN & STILLING Skúlagötu 32. KUi • MOTORSTILLINGAR HJOLASTILLINGAR L J Ú S A STILLIN G A R Látið stilla i tima. 4 Fljót og örugg þjónustá. I 13-100 Dömusíðbuxur — Ferða- og sportbuxur karlmanna Drengja- og unglingabuxur Ó.L. — T Æugavegi 71 — sími 20141. SÓLÓ-eldavélar Framleiði SÓLÓ-eldavélar af mörgum staerðum og gerðum. — Einkum hagkvæmar fyrir sveita- bæi, sumarbústaði og báta. V ARAHLUTAÞJÓNUSTA. Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla fyrir smærri báta og litla sumarbústaði. ELDAVÉLAVERKSTÆÐl JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR h.f. Kleppsvegi 62 - Simi 33069 Auglýsingasíminn er 17 500 ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.