Þjóðviljinn - 19.09.1971, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.09.1971, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN — 19. septemiber 1971. Otgefandl: Framkv.stjóri: Ritstjóri: Ritstj.fulltrúi: Fréttastjóri: Auglýsingastjóri: Útgáfufélag Þjóðviljans. Eiður Bergmann. Sigurður Guðmundsson. Svavar Gestsson (áb.). Sigurður V. Friðþjófsson. Heimir Ingimarsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar, prentsmiðja: Skólavörðustig 19. Simi 17500 (5 línur). fr- Áskriftarverð kr. 195,00 á mánuði. — Lausasöluverð kr. 12,00. Eitt en ekki tvö er að hefjast allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna. Eitt stærsta mál þess þings er aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum, og munu lyktir þess hafa varanleg áhrif á framtíðarþróun mála í heiminum. Eins og er og verið hefur, hefur Kína að vísu ver- ið talið eiga fulltrúa innan SÞ og í öryggisráðinu, en þar er um að ræða stjórn Sjang Kæ-Sjeks á Formósu, sem telur sig málsvara allra Kínverja, en á Formósu er aðeins brot íbúanna Kínverjar og það brot er brotabrot allra Kínverja- Meirihluti Kínverja er undir forustu Pekingstjórnarinnar, og það er sú stjóm sem á næsta allsherjarþingi Sam- einuðu þjóðanna á að fá rétt til þess að tala fyrir hönd Kínverja. gtundum hefur því verið fram haldið af þekking- arleysi eða ósvífni — nema hvorttveggja sé — að til væru tvö Kínaríki og spurningin um aðild Pékingstjórnarinnar f jallaði um útilokun einhvers kínversks ríkis. Slíkt er vissulega alls ekki á dag- skrá. Vilji hins vegar Sjang Kæ-Sjek breyta stjórn- arskrá sinni, eftir að Pekingstjórnin fær umboð Kína hjá SÞ getur aðild Formósumanna að sjálf- sögðu komið á dagskrá allsherjarþingsins. En hvað æm þvi líður: það er aðeins til eitt Kína. — sv. Menntun fullorðinna | viðtali við Jóhann S. Hannesson,- sem birt er í blaðinu í dag, er fjallað um merkilegt viðfangS- efni: að skipuleggja virkt og fjölþætt nám fyrir fullorðna. Það verður æ nauðsynlegra, að menn séu við því búnir að bæta starfsþekkingu sína eða tileinka sér nýja eftir því sem tæknivæðingu þjóð- félagsins fer fram — og það verður ekki siður nauðsynlegt, að menn geti aflað sér ýimissar ann- arrar þekkingar að lokinni skólagöngu, til að þeir geti verið í raun réttri virkir aðilar að mannlegu félagi. Þá er bæði átt við þá menntun tengda per_ sónulegum áhugamálum, sem auknar frístundir koma vonandi á dagskrá í auknum mæli, og svo pólitíska menntun í víðum skilningi, sem gerir fólk fært um að notfæra sér þá möguleika, sem það í raun og veru á kost á 'til þess að hafa áhrif á umhverfi sitt. pullorðinnamenntun er enn ekki orðin slík nauð- syn hér á landi sem í ýmsum iðnaðarþjóðfélög- um, en eins og Jóhann S. Hannesson bendir á, skiptir það miklu máli að við verðum fyrri til, ger- um nauðsynlegar ráðstafanir áður en vandinn kemst í ætt við stórslys. Og það er þörf á að hefja sem víðtækasta umræðu um þessi mál sem fyrst, því að lausn þeirra færist því aðeins nær, að sem flestir haldi á lofti skilningi á því, að imeiintun sé sjálfsagður þáttur í öllum æviferli manna. Án þrýstings neðan frá verður ekki af stað farið. — áb. Læknaþing er haldið í Domus Medica nú um helgina Læknaskorturinn geigvænlegur með tilliti til samgangnanna í landinu ■ Á fundí sem stjórn lækna- félags Islands boðaði til með blaðamönnum á miðvikudag kom margt fram merkilegt og sumt uggvænlegt, svo sem hinn geigvænlegi skortur sem er á heilbrigðisþjónustu víða um Iand. ■ Þar kom t.a.m. fram að verulegur læknaskortur er í landinu ef tekið er tillit til samgangna. Þó hafa allir landsmenn jafnan rétt til heilbrigðisþjónustu félags- lega séð. Blaðamaður spurði hvort margir íslenzkir Iækn- ar væru starfandi erlendis, en þeir munu vera um 180. — Þess ber að geta, að margir þessara lækna eru við eðlilegt sérnám ytra. ■ Það kom fram á fundinum, að það hafi Icngi verið i íslenzkum lögum, að lækn- ' um beri skykla til að afla sér viðhaldsmcnntunnar og voru Islendingar á undan mörgum menningarlöndum að setja þetta ákvæði í lög um lækna. Þá kom það fram á fundinum, að 7 til 9% þjóðartekna færu til heil- brigðismála og væri svo víðar. Til dæmis næmu hemaðarútgjöld stórveld- anna ekki jafn miklum upp- hæðum og útgjöld þeirra til hcilbrigðismála. Myndirnar eru frá Læknaþinginu, sem nú stendur yfir í Domus Medica. ■ Á læknaþingi því sem hald- ið er í Domus Medica þessa dagana fara fram um- ræður um tillögur að nýrri heilbrigðislögg.föf, sem nefnd á vegum ríkisstjórnarinnar hefur gert og einnig munu umræður snúast um fram- halds- cg viðhaldsmenntun lækna. Hér fer á eftir grcin- a.rgerð um starfsemi þings- ins. Dagana 17.—19. sept. fer fram í Domus Medica aðalfundur Læknafélags Islands og lækna- þing. Aðalfund sækja kjömir fulltrúar frá svæðafélögum úr öllum landsMutum, en lækna- þingið er opið öllum læknum og læíknastúdeintum. Á þessum fundum eru rædd annars veg- ar fræðileg eflnd og hins vegar félagsmál. Nýjungar í meðferð illkynja sjúkdóma Þau fræðilegu efni, sem þama verða tdkin fyrir. em fyrst og fremst nýjungar í meðferð ill- kynja sjúkdóma. Fyrirlesarar verða þæði innlendir og erlend- ir, þ.á.m. dr. Eva Wiltshaw frá Royal Mastem Hospital í I»n- don, en það er meðal þekkt- ustu sj úkrahúsa í Bretlandi og fæst við greindngu- og meðferð illkynja sjúkdöma. Mun dr. Wiltáhaw aðallega ræða um nýjustu lyf, sem notuð eru til þess að hemja frumuvöxt og skýra frá nýjasta árangri aí lyfjameðferð á illkynja sjúk- dómum. f*á mun Helgi Valdi- marsson, læknir, sem nú stund- ar nám við Hammersmith Hospital í London, flytja erindi um ónæmi og illkynja sjúk- dóma og skýra frá árangri af meðferð slíkra sjúkdóma með ónæmisaðgerðum. Að vísu er hér mest megnis um að ræða rannsióknir gerðar á dýrucm, en þær opna ný svið þekkingar, sem unnt er að nota f bar- áttunni við þessa sjúkdóma hjó mönnum, en raimar má segja, að slíkar lækningar hjá mönnum séu á byrjunarstigi. I>á munu læknamir Kolbeinn KristóTersson, Sigmundur Magn- ússon og G'uðmundur Jóhann- esson skýra frá aðferðum og árangri við meðferð slíkra sjúkdóma á Landspítalanum. Rannsóknaraðferð nieð hljóðbylgjutækni Á fundunum verður kynnt ný rannsóknaraðferð með hljóð- bylgjutækni (ultrazonic met- hod), en slíkar rannsólcnarað- ferðir hafa allmikið xutt sér til rúms erlendis á síðustu ár- um og geta í vissum tilfellum komið í stað röntgenrannsókna og stundum gefið nákvæmari og glaggri upplýsingar- en þær. Auk þess ihafa þessar rann- sófcnaraðferðir þann kost, að þær eru taldar hættulausar. Framhalds og við- haldsmenntun lækna Þá verður rætt um fram-<s> halds- og viðhaldsmeinntun læfcna. Munu þar einnig verða iirunlendir og erlendir fyrirles- arar. Meðal fyrirlesara verður dr. Jon Skatun, formaður norska læknafélagsins, en hann ræðir um fyrirkomulag þessara mála í Noregi. Segja má. að viðhaldsmenntun sé orðinn fastur liður í starfi lækna, og má nokikuð marka mikilvægi hennar, þegar þess er gætt, að talið er, að á 10—15 ára frestí tvöfaldist forði þeirrar þeldc- ingar, sem notuð er við grein- ingu og lækningu sjúkdóma. Viðhaldsmenntuninni er venju- lega skipt í tvo flokka, lestur tímarita og handbóka annars vegar og hins vegar skipuilögð framhaldsmenntun í forminám- skeiða og læknafunda. Verður aðallega rætt um hina síðari hlið á læknaþinginu. Talið er, að þar sem þessum málum er vel fyrir komið megi gera ráð fyrir, að lU vinnutíma lækna að meðaltali eigi að verja til framhaidismenntunar. TiIIögur að nýrri heilbrigðislöggjöf Þá verða ræddar tillögur að nýrri heilbrigðislöggjöf, sem samdar voru af neflnd á veguim ríkisstjórnatínnar, og miða að því að veita landsmönnum ætíð sem bezta heilbrigðisþjónustu og smám saman ráða bót á þeim vandræðum, sem gilda um heilbrigðisþjónustu í dreifbýli, þannig að íbúum landsins verði efcki mismunað, hvað læknis- þjónustu snertir, eftir búsetu. Segja má. að í tillögum þessum fcomi fram mjög yíðtæfcar breytingar á fyrirfcomulagi heil- brigðisþjónustunnar, og er hluti af þessum tillögum byggður á álitsgerðum, sem nefndir á veg- um læknafélaganna hafa sam- ið. Á þetta ednkum við læfcna- miðstöðvamar, sem nú verða kallaðar heilsugæzlustöðvar. Lögð verður vaxandi áherzla á samstari lækna og raunar allra heilbrigðisstarflsstétta. 1 sambandi við þessar um- ræður verða umræður um vandkvæði lækni sþj ónustu dreiflbýlisins, en eins og fyrr greiinir koma fram í hinni nýju löggjöf tillögur um framitíðar- lausn á því vandamáli. Hefur læknafélagið áður sett fram slíkar tillögur, sem fela í sér stotfnsetnin@u hejlsugæzlustöðva, en þær eru nú í undirbún- ingi á allmörgum stöðum á landinu., Eins og öUum- hetfur vetíð ljóst, leysa þær aðeins hluta af vandanum en ýmds skytndivandtovæði hljóta að koma upp, sem heilsugæzlu- stöðvar geta ekki annað að leysa. Til þess að mæta slík- um vanda hefur L. 1. gert tillögur um, að stotfnaðar verðd sérstakar stööur við Landspít- alann og aðrar heilbrigðisstofn- anir, sem tengdar Verði með sérstökum hætti við þjónustu- Framhald á 11. síðu. FYRIR Þótt upp rísi falsspámenn! „f sjálfstæðismáli íslendinga er engin málamiðlun hugsan- Ieg“, segir Þjóðviljinn 18. sept. fyrir 25 árum. „Enn dregur til átaka um sjálfstæði íslenzku þjóðarinnar. Átökin eru um það og það eitt, hvort íslend- ingar eigi einir að ráða landi sínu eða hvort erlent stórveldi eigi að fá hér íhlutunarrétt. Svo einfalt er þetta mál, og þannig hefur islenzk alþýða skilið það frá upphiafi. í þessu máli er engin málamiðlun hugs- anleg./Það er að vísu hægt að semja um mikla íWutan eða litla, margiar berstöðvar eða fáar og alls konar fríðindi í kaupbæti, en erlend íhlutun samrýmist ekki fullveldi ís- lenzku þjóðarinnar í hverri mynd sem hún svo birtist. Ef vér semjum við erlenda þjóð um íhlutunarrétt, semjum vér um leið af oss sjálfstæði vort. íslenzk þjóð mun aldrei missa sjónar á þessum óbrotnu mcg- inatriðum. Þótt upp rísi fals. spámenn á nýjan leik og reyni að véla um fyrir þjóðinni og gylla um fyrir henni ný tilboij. getur árangurinn aðeins orðið einn. Það er ekki hægt að blekkja þjóðina í þessu máli. Það má kalla íhlutunina fögr- um nöfnum. hún, veriiur e.t.v. aðeins nefnd lendingarréttur hemaðarflugvéla. en hvernig sem hún verður' dulbúin mun hún stranda á' óbilgjörnum vilja íslenzku þjóðarinnar“. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.