Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 11
Firnmtudaigur 7. október 1971 — ÞJÓÐVH-JINN — SlÐA ^ | E7 Gömul saga af Krúsjof Um Níkítu Krúsjof. sem áður var forsætisráðherra í Sovétrikjunum og nýlega er látinn voru sagðar margar sögur. Hér fer á eftir ein slík saga, svo sem í heiðurs- skyni við gamla manninn. Krúsjof var að aka um sveitir landsins á glæsibíl og sér hann bónda einn standa við veginn og veifa. Krúsjof lét bílstjóra sinn nema stað- ar og tók bónda upp í til sta’ðfestingar á sínu alþýð- lega háttemi Tófcu þeir tal saman. — Hvert ert þú að fara, laxi? spurði Krúsjof. — Ég, ja ég er að fara í bæinn að gera innkaup. — Og hvað vantar þig helzt? — Sjáðu nú til, sagði bóndi. Ekki svo að skilja að það sé ekki hægt að fá flest sem mann vantar í búðinni heima. en ég þarf að gera , meiriháttar innkaup. Vi'ð fengum okkur sjónvarp i fyrra, ég og kerlingin mín, i -Jg líkar það ágætlega. E.n það er eins og þú veizt með þess- ar kerlingar, þær eru aldrei tu. friðs. Og nú er ég send- Jt í bæinn til að kiaupa kæli- skáp. Við ættum vel að hafa ráð á þvi núna þegar upp- skeran er svo góð ... Krúsjof tekur vel undir þetta taL Én þegar líður á samtalið tekur bóndinn að horfia fast- ar á viðmælanda sinn — og loks er eins og það renni upp fyrir honum ljós. — Er það sem mér sýnist, segir hann, að þetta sért þú, Níkíta? Ég ætlaði bara ekki að þekkja þig eins fínn og þú ert orðinn í tauinu. Ég hélt þetta væri einhver af þess- um útlendingum. Nei, en satt að segja, sendi ketlingin mig í bæinn til að kaupa lúsaduft. Það hefur lengi verið veggjalúshjáokfc- ur, en nú ætlar hún okkur alveg lifandi að drepa. KRAFTEDJÓT EÐA KRAFTAEDJÓT Verjandi sagði. að stefn- anda og aðstoðaryfirlögreglu- • þjóninum kæmi ekki saman um þau ummæli sem Sigurð- ur viðhafði við aðstoðaryfir- lögregluþjóninn. Ber sá síð- amefndi að ritstjórinn hafi kallað sig kraftedjót, en stéfnandi segist haf'a kallað hann kraftaedjót. Stæði hér fullyrðing á móti fullyrðingu, en að sínu viti væri miklu meira meiðandi að vena kall- aður kraftedjót en kraftaed- jót og skildi þar mikið á milli. Gat verjandi þess, að stefnandi hefði ekki verið á- kærður fyrir þessi ummæli, en þau gátu me<ö meiru gef- ið lögreglunni rétt til að bandtaka hann. Tíminn. EFTIR MARIA — Og ég sem ætlaði að hafa allt svo sérlega gott og freist- andi fyrst Hákon á laugardags- fri aldrei þessu vant. Berit er samstundis reiðubúin til að koma með henni og leggja henni lið. Það er hætt að snjóa, og gangan yfir í Blikksmiðsgötu er reglulega hressandi. Þegar þær koma að húsinu eru þær rjóðar í kinmum og með. ljóm- andi augu'. En á borðinu milli svaladyr- anina liggur pappírsmiði sem rifinn hefur vérið úr vasabók. Eva Mari les það sem á hann er hripað og verður þungbúin á svip. — Fjandinn sjálfur. Fjandinn sjálfur! Af hverju í ósköpun- um þarf ég alltaf að lenda á karlmönnum í kolómögulegri at- vinnu. Annar sat við píanó eða seguiband frá morgni til kvölds og Hákon ... — Kemur hann ekki hcim? Berit virðist álífca vonsvifcin og vinkonan. — Nei, mikil ósköp. Nú er einn af þessum bannsettum bílstjóraræflum kominn með flensu. Og Hákon er vist farinn eitthvað norður í Finnmerkur- skóga. — Kem ekki heim fyrr en í íyrramáliði Hvað segirðu um þetta. ha? — Árans ólán. Og þú sem ert búin að kaiupa allan þennan mat. — Ojæja. Við verðurn að úða honum í pkkur sjálfar. Það er svei mér heppilegt að þú skulir vera hér. Annars hefði ég sezt niður og farið að skæla. — Nei, segir Berit dálítið þurrlega. — Þú ert efcki sú manngerð. Og meðan þaer tina í sam- einingu upp vínflöskur og mat- vörur kemur eitthvað henni til að segja: — Veiztu að Gillis Nilsson er í bænum? — Ha? Hver sagðirðu? Jæja Gil¥is. Röddfin er dæmaflaust kæiuleysisleg. Þá ætlar hann sjálfsagt að finna Óla. — En ... þú þelékir hann líka, er það ékfci? — Efcki svo náið að hann af- sali sér höfuðstaðarglaumnum til að heilsa upp á mig. Þessar nautaliundir líta stórkostlega út. Heyrðu, við sfculum hafa turn- bauta með hvítlaufcssmjöri, fynst Hákon er dkfci heima; hann refur ofnæmi fyrir hvítlauk. — Ég slefa bókstaflega við tilhugsunina. Og ég fresta mcgr- uninni fram i næstu viku. En Berit fær aidrei tumbaut- anin sinn með hvítlauknum. Hjá bréfakörfunni í eldhúshorniinu hefur Eva Mari komið auga á samianvöðlaO pappirssnifsi. í stað þess að fleygja því í körf- una fer hún af einihverjum á- stæðum að slétta úr því. Hafi hún orðið svipþung áðan þegar hún las boðin frá Hákoni, er það efcfcert á mióti viðbrögð- um heninar, þegar hún er búin að stauta sig fram úr krypluð- um bókstöfunum á þcssu blaði. Það er erfitt að ráða i hvort hún er reið hrædd eða skelfi- lega undrandi. Eitt er víst. Brúnu augun verða lcolsvört á svipstundu, hún starir fjarræn- um augum á girnilega samröðun eldhúsborðsins af tómötum, snittubrauði, rauðu nautakjöti, grænmeti gúrfcu, dimmrauðu bourgognevíni og gulum sítrón- um og á sama fjarræna háttinn starir hún á Berit sém stendur ráðvillt. — Mér þykir það leitt, tautar hún eins og við sjálfa sig. Ég verð að biðja þig að fara. Svo- leiðis er... að ég er vant við látin í kvöld. — Auðvitað. Ég skal fara undir eins. 12 — Það er fallegt af þér. Reglulega fallegt. — Alls efcki. Það er bara... ég á við... það er eitt sem mig langar að spyrja þig um fyrst. Bva Mari talar og • kemur fram eins og hún hefði breyzt í eins konar véltorúðu. — Já. segir Berit Edman festulega. — Ég hef ætlað að gera það síðan í gær, en ég veit að bæði skrifstofustjórinn og Lilly Rahlón yrðu vitlaus ef þau fréttu að ég gengi milli húsa og taiaði um bréfin sem kæmu í ráðihúsið. — Ráðhúsið? Hvað ... hvað í ósköpunum ertu að tala um? — Jú, nú skaitu heyra. Eva Mari, hvers vegna hefurðu sent umkvörtunarbréf þar sem þú lýsir andúð þinni á þeirri sam- þykkt bæjarráðs að endumýja húsnæðið fyrir nýja diskótekið sem þú hefur svo oft óskað eftir niðri við járnbrautarsporið? Loiks er eims og hún vakni af dvalanum. — Hvað þá? Á ég að hafa skrifað kvörtunarbréf? Um að ég vilji ekki fá þetta úrvals- diskótek? — Þú hefur að minnsta kosti skrifað nafnið þitt undir þess konar bréf. — Naflnáð mitt? Ég held að þú sért alveg búin að tapa glór- unni. Við verðum að ræða þetta — einhvem tíma seinna. Elsku bezta... — Já, ég þýt á augabrágði. Heim í pylsumár og sjónvarp- ið og Homið hans Hylands. Ef ég flýti mér get ég meira að segja séð alla fílana í barna- timanum. Bless ... Hún er ekki sú eina í bænum sem hverfur á vit laugar- dagsskemmtuinar sjónvarpsins. —• Er það satt? spyr Christer Wijk sem til þessa hefur komizt hjá þvi að hrífast með í þessu Hylandsæði. — Hafið þið setið og gónt á hvert einasta hom, föstudag jafnt sem laugardag, siðan níunda jianúar? Við skulum sjá, það verða tíu kvöld með kvöldinu í kvöld. Og samt eru átta eftir. Hvemig getið þið afborið þetta? Og hvernig hafið þið tíma til þess? — Svona nú, segir Alrni Graan, — lögreglufuiltrúinn ætti ekki að vera með nein merkilegheit við mig og hana móður sína, Þótt þú hafir fleiri og merkilegri tækifæri til að skemmta þér í höfuðstaðnum þarftu ekki að láta eins og þú sért búinn að gleyma því, hve vetrarmánuðirnir eru lang- ir og níðurdrepandi hjá okiour hér á þessum útkjálka. — Og auk þess, segir Helene Wijk gremjulega, ef þú ert einn af þessum nöldurskjóðum sem kumna efcki að meta þenn- an indæla og hugkvæma Lenn- art Hyland, þá skaitu bara hafa hljótt um þær skoðanir í stað þess að eyðilegga fyrir okkur Almi það sem er hápunktur vikunnar. — Ussu, sussu, nú þykir mér týra. Hann situr í makindum í leðursófanum, mettur eftir frá- bæra máltíð, með svart kaffi og svarta pípu á reykjarborð- inu og hamn er alitof ánægður með tilveruna til að nenna að stríða þeim. Brúna húsið niðri við vatnið er bernskuheimilið hans, snjóug ávaxtatrén í garðinum eru ögn hærri og fcræfclóttari en þau voru þá, útvarpið Fimmtudagur 7. október. 7,00 Morguinútvarp: Vedurfr. kl. 7,00, 8,30 og 10,10. Fréttir kl. 7,30, 8,30, 9,00 og 10,00. Morgumíbæn kl. 7,45. Morg- unstund bamanna kl. 8,45: Sigríður Schiöth les fram- hald sögumnar „Sumar í sveit” eftir Jennu og Hreiðar Stef- ámsson (7). Útdráttur úr for- ustuigreinum da^blaðanna kl , 9,05. Tilkynningar kl. 9,30. — Síöam leikim létt iög og einn- ig áður milli dagskrárliða. Við sjóinn kl. 10,25: Imgólfur Stefánsson ræðir við Auðun Auðunsson skipstjóra. Sjó- manmalög. Fréttir kl. 11,00. Frömsk tónlist: Italski kvart- ettinm leikur Strengjakvartett í g-moll op. 10 eftir Debussy. Fabienne Jacquimot og West- minster-hljómsveitin leika Pí- anókonsert nr. 5 í F-dúr op. 103 eftir Saimt-Saéns; Ana- tole Fistoulari stjómar. 12,00 Dagskráin. Tómleikar. Til- kynningar. 12,25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13,00 Á frívaktinmi. Eydis Ey- þórsdóttir kymmir óskalögsjó- mamma. 14,30 Síðdegissagan: „Hróii hött- ur í London laust fyrir seinna stríð“. Séra Bjöm O. Bjöms- son les fyrri hluta þýðingar simmar á sögu eftir Michai'.e Arlen. 15,00 Fréttir og tilfcymningar. 15.15 Bandarísk tónlist. Útvarps- hljómsveitin í Berlín ledkur tómverkið „Vor í Appalakíu- fjöllum“ eftir Aaron Cop- land; Arthur Rother stj. Leontyme Price symgur negra- sálma með kór og hljómsveit. Juilliard-kvartettinm leikur Stremgjakvartett nr. 1 eftir Charles Ives. 16.15 Veðurfregnir. — Létt lög. 17,00 Fréttir Tónleikar. 18,00 Fréttir á ensfcu 18,10 Tónleikar. Tilkynnimgar. 18,45 Veðurfregmir Dagskrá kvöldsins. 19,00 Fréttir. Tilfcymmingar. — 19,30 Leikrit: „Læfcnir í vanda“ eftir Georges Bemard Shaw: síðan hlutf. , Þýðamdi: Ánni Guðnason magister. Leikstjóri er Gísli Halldórsson. Persóm- ur og leikendur: Sir Ralph Bloomfield Boningtóm: Þor- steinn 0. Stephensen, SirCol- enso Ridgeom: Rúrik Har- aldsson, Sir Patrick CuMen: Valur Gíslason, Frú Dubedat: Edda Þórarinsdóttir, Louis Dubedat: Þórhallur Sigurðs- som, Cutler Walpole: Róbert Amfinmsson, Dr. Blenkinsop: Baldvim Halldórsson, Séhutz- macher: Steiindór Hjörleifs- son, Emma: Ipga Þórðardótt- ir, Rédpemny: Guðm. M agnús- son, Minna Tinwell: Ásdís Skúladóttir. 21,00 Fyrstu tómleikar Sinfón- íuhljómsveitar Islamds á nýju starfeári. Fyrri hiuta tómleifc- anma útvaæpað beint frá Há- skólabíói. Hljómsveitarstjóri: George Cleve frá Bandaríkj- unum. Einleikari á píanó: Jörg Demus fná Austumríki. a) „Rúslam og Lúðimila", for- leikur eftir Michael Glimka. b) Píanóikomsert mr. 21 í. C- dúr K-467 eftir W. A. Mozart. 21.40 FUndin ljóð. — Amdrés Bjömsson útvan-psstjóri les úr nýútkominmi bók Páls Ólafs- somar sfcálds. 22,00 Fréttir. 22,15 Veðurfregnir. — Frá Cey- lom. Magnús Á. Árnason list- rnálari segir frá (11). 22.40 Létt músik á 'síðtovöldi: Edmundo Ross, Jo Privat >g Tony Morena leika með hljómsvedtum sínum. 23,25 Fréttir í stuttif fdáiir* — Dagskrárlok. — glettan — Vér stúdentar teljum, að þér látið ískra í krítinni af ásettu ráði. Indversk undravéröld Ávallt mikið úrval af sérkennilegum aust- urlenzkum skraut og listmunum til tæki- færisgjafa. — Nýjar vörur komnar. m.a. Bali-styttur, útskorin borð, vegghillur. vörur úr messing og margt fleira. Eiiin- ig margar tegundir af reykelsi ‘og reyk- elsiskerjum. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér í JASMIN Snorrabr. 22. Volkswageneigendur Höfum fyrirliggjandi BRETTI — HURÐIR — VÉLALOK og GEYMSLULOK á Volkswagen í allflestum litum. Skiptum á einum degi með dagsfyrirvara fyrir áfcveðið verð. — REYNIÐ VTÐSKIFTIN. Bflasprautun Garðars Sigmundssonar, Skipholti 25. — Simi 19099 og 20988.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.