Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.10.1971, Blaðsíða 12
Margir Skozkir togarar hér? — Þar sem Skotar hafa gengið fram fyrir skjöldu og hótað okkur refsiaðgerðum vegna fyrirhugaðrar útfærslu landhelginnar langar mig að ^ita hve margir skozkir togarar eru hér á veiðum við landið. — Sjómaður. Við snénjm okikur til Ijand- h ei gLs gæzl un n.aa- með þessa spurningu. Þröstur Sigtryggsson, skipherra, sagdi, að þeir hefðu elaki nákviBemia skrá yfir skozka togara, en þeir vaeru sennilega urn fjórðungur hrezka togara- flotans að öllu jöfnu. Aðaiveiði- svseði þeirra er við Suðaiusfcur- landið og konga flestir frá Aber- deen Þeir leita mest eftir ýsu og þorski og koma líklega vest- ur á íirði þegar fer að hausta og von á kolanum út. Þetta eru yfirleitt írekar iítil skip, og ef vel gengur við Suðurlandið og á Færeyjarthryggnum þá eru þeir kominir heim aftur með verðmiikinn afla eftir 13—14 daga úthald. — Er flotinn þeirra aðstækka? — Ég veit það ekki, en alveg fram til þessa haifa þeir verið að smíða einn og einn lítinn tog- ara. þetta 300—400 rúmiestir. Þeir hafa farið á þessum skipum norður í Barentsihaf en eftir að þessi tími er kominn, get* þeir ekki siglt þangað vegna þess að tryggingafélögin nedta að taka ábyrgð á þeim vegna ísingar- hættu og þá fjölgar þeim hér. □ @g@DQ(a|Qfl[P Þessi mynd er tekin í gærdag ádur en HjálmarVilhjálmsson stígur um borð í m.s. Hafþór. (Lijósm. Þjóðv. G. M.). Vel hugsanlegt að síldin finnist nú Bsnkinn kallaði á lögregluna I gærmorgun var maður hand- tekinn i Iðnaðarbankanum í Lækjargötu í Reyikjavík fyrir meint ávísanafals. Var maður- inn með ávísun uppá 1600 kr., sem hann vildi fá innleysta. Þótti starfsfólki bankans mað- urirm grunsamlegur og lét lög- regluna vita. Þegar á lögreglu- stöðina kom kvaðst maðurinn hafa fengið þessa ávísun hjá kunningja sínum, en þetta er kurmur maður hjá lögreglumni. Þá var maður handtekirm fyr- ir meimt innbrot í Sælakaiffi í Reykjaiviik!. Hafði hann brotið rúðu í bakiliilið hússins og hand- tók lögreglím hann á staðnum. Hver fann 11 þúsund krónur? Oddný Jaíkobsdóttár fór með ellefu þúsund krónur út úr Bún- aðarbamkamum um hélfsexleytið á mámttdaig og beint inn á Hiemm. Þaðan tók hún leið nú- mer 3 og brá sér beint úr stræt- isvagninum inn í verzlunina Sujinubúð, Sörlaskjóid 42, — en þar komst hún að raun um að pehingarndr voru týndir. Ellefu þúsundin voru í hvítu émerktu umslagi og biður Oddný þann sem hefur fundið umslagið að snúa sér til lögreglunnar eða til hemnar sjálfrar, Nesveg 52 — Simi 24764. Þjóðhátíðar- dagur DDR í dag er þjóðhátíðardagur þýzka alþýðulýðveldisins. 1 þvi tilefni hefur Þýzk-íslenzka menningarfélagið boðað til sam- komu í átthagasal Hótel Sögu. Formaður félagsins, Sigurður Baldursson og verzlunarfu! ltrúi Þýzka al'þýðulýðveldisins flytja ávörp. Elísabet Erlingsdóttir sj"ngur einsöng. Erlingur Gísla- son, leikari og Þorsteinn Þor- steinsson menntaskólakennari, flytja dagskrá um Helen Weigel, konu Bertolds Brecht, en hún lézt fyrr á þessu ári. Að lokum verður dansað. Þrennt héðan í hárgreiðslukeppni A fímmtudag í næstu viku halda héðan á umglingakeppi Norðurlanda í hárgreiðslu þau Sigurður Benónýsson (sonur Binna í Gröf), Sigríður Gunn- arsdóttir og Erna Bragadóttir. Keppnin fer fram í Helsinfci á sunnudag, en þetta er í fyrsta skipti sem slík unglingakeppni er haldin á Norðurlöndum, þ.e. nema- og sveinafceppni. Leiðtogafundur KAIRO 6/10 — Eftir þriggja daga fund urðu leiðtogar Egyptalands, Sýrlands og Li- býu áséttir- um áætlun um hemaðarlega og stjórnmála samvinnu milli landanma |»riggja. Þeir hafa nú kosið I gær lagði m.s. Haf- þór upp í síldarleitar- leiðangur undir stjórn Hjálmars Vilhjálmsson- ar fiskifræðings, við Suður- og Vesturland. Verður leitað á svæð- inu frá Hornafirði vest- ur að Snæfellsnesi, og þá gert ráð fyrir að leið- angrinum Ijúki í októ- berlok. Við náðurn tali af IIjálm ari í gær áður en sikipið losaði lamd- festar við Ingóllflsgarð og spurð- um hann um útlitið. — Við byrjum að leita hér út af Faxaflóa, sagði Hjálmar. Það hefur orðið vart við síld á Bld- eyjaribamika. Br hugsanlegt, að síld sé farin að ganga þangað vestan úr hatfinu. Undainfarin haust hefur síld gengið venjulega í Jökuldjúp og Koltoál í október og nóvember. Hefur stundum orðið þar veru- leg veiði. Haustið 1069 fannst til dæmis verulegt síldrairmaign í ut- ainverðum Kolluál og djúpt vest- ur a£ Garðskaga, sagði Hjálmar. En þá var veður óhagstætt og síldin stóð djúpt svo að síldveiði varð lítil þá um haustið. I íyrra- haust fannst aldrei verulegt síld- airmagn á þessum slóðum og raunar hvergi við Suður- og Vesturland. Útilokað að síldin hafi verið veidd upp Það er útilokað að þessi síld hafi verið veidd upp, sagöi Hjélimar. Síldin var dreifð á þessum miðum í fyrrahaust. Néði hún aildrei að mynda torfur eins og oft áður. Þá hefur sildaraflinn ekki verið svo mikill undanifarin haust hór suðvestanlamds. Það er hugisanlegt, að síld finn- ist núna í haust, sagði H.jálmar. Tveir bátar veiddu fyrir nokkr- um dögum síld í rekniet í Kollu- ál. Þeir Haimar og Hafrún og höfðu þá tekið upp þessa gömlu vedðiaðferð á sfld hér syðra að haustinu. Hins vegar kemur vart annað veiðarfæri til greina en flot- vai-pa, ef veiða á sild á miklu dýpi, sagði Hjálmar. Bátar kasta ekki herpinót dýpra en á 50 til 60 faðma dýpi, og má þá síldin ekki vera stygg. 10—15 bátar reyna hér heima Aðallflot'inn er kominn á Norð- ursjávarmið núna í haust og eru eftir 10 til 15 bátar ,sem ætla að reyna við síldveiðar hér suðvest- anlands í haust. Mér finnst rétt að skipta flotanum svona milli veiðisvæða af því að síldarmagn á heimamiðum er minna en áður, sagði Hjálmar. Verulegur skortur er núna á beitusild og síld til niðua-laign- ingar fyrir Siglóisíld, Norður- stjömuna og aðrar niðurlagning- ai-verksmiiðjur svo að líka sé minnzt á saltsíld til útflutnings. M.s. Ami Friðriksson er nýfiar- in með síldarflotanum á veiðar í Norðursjó. Er Jakob Jakobsson, fiskifræðingur þar um boi-ð. Þeir ætla að leita á svæðinu norðvest- ur aif Bretlandseyjum núna í haust, en þar hefur oft orðið vart við síldarlóðningar undanfarið. Lítið hefur þó veiðzt þar í haust af því veður hefur verið slæmt síðustu daga, sagði Hjálmar. Ef um afla verður að ræða'hjá bátunum á þessum slóðum, þá er ekki lengra fyrir bátana að sigia með hann hingað heim heldur en fara með aflann til Dan- merkur og Þýzkalands og selja hann þar eins og gert hefur ver- ið. Loðnuleit í desember? Annars er Hjálmar þekktast- ur fyrir rannsóknir sínair á loðnugöngum og spyrjum við Hjálmar um fyririhugaða leið- angra. — Ef að mögulegt verður. þá mun m.s. Árni Friðriksson kanna loðnugöngur fyrir Norður- og Norðausturlandi í desember, væntanlega undir minni stjói-n. Skip verður þó að hafa til reiðu í rannsóknarleiðangur fyrstu dag- ana í janúar til þess að fylgjast með hrygningaigönigum loðpunnar út alf Noi-ðausturlandi á suður- leið. Þá er ætlunin að gera til- raunir með floitvörpu á Árna Friðrikssynii í janúar og febniar fyrir Austurlandi. A miðunum fyrir austan heldur loðnan sig það djúpt að ekki er hægt að veiða haina í nót. Hins vegar hef- ur oft fengizt ágætur afli í fllot- vörpu undanfama vetur. Snemma í Mai-z gengur svo loðnan upp að Suðurströnidinni og þá byrjar hin eiginlega loðnuvertíð. g.m. Flugskóli gjaldþrota Ftogskólinn Þytur hefur verið tekinn til gjaldþrotaskipta. — Hefur hann raunar ekki verið rekinn í þrjú ár og yfirtók flug- skóii Helga Jónssonar rekstur- inn á árinu 1969. Flugskóli Helga er ekki neitt viðriðinn þetta gjaldþrot. Er hér um inn- kallanir á gömlúm skuldum að ræða frá fyrrj tíð. Erlendar fréttír Jenkins fagnað BRIGHTON 6/10 — Roy Jen- kins, varaformaður brezka verkamannaflokksins sem er eini forystumaður flofcksins sem hlynntur er aðild Breta að BBE nú, hélt í dag ræðu á þingi flolvksins í Brighton. Þetta var fyrsta ræða hans í þinginu og var hennar beð- ið með nokkrum' spenningi vegna afstöðu hans til EBE. Hann forðaðist þó að nefna það mál en gagnrýndi þess í stað harðlega efnaihags- stefnu fhaldsflokiksiins og hlaut mjög góðar undirtekt- ir. Áður hafði verið sagt að undirtektir manna við ræðu hans myndi ráða miklu um það hvort han.n gæti haldið áfram sem varaformaður f-lokksins. Gert var skyndilegt hlé á þingi verkamannaflokksins í morgun vegna þess að lög- reglan hafði fengið nafnlausa upphringingu um að sprengju hefði verið komið fyrir í þingsalnum. Selassie í Kína PEKING 6/10 — Haile Sel- assie Eþíópíukeisari kom til Peking í dag í sex daga heimsókn til Kína, og tóku Sjú En-læ og aárir kínversk- ir ráðamenn á móti honum. Mao Tse-tung var ekki við móttöfcuna. Sélassie kom með fltogvél frá Kanton í Suður-Kína, þar sem hann dvaldist í sólar- hring í óopinberri heimsókn. I Peking mun hann ræða við Sjú En-læ um alþjóðamál. Tugir þúsunda Kínverja fögnuðu keisaranum, þegar hann ók í gegnum götur Peking. Við hlið hdns liimn- eska friðar voru risastórir borðar með vigorðinu „lifi eining þjóða Afrílcu og Asíu“. Haile Selassie var gestur Sjú En-læ í kvöldverðai'boði í kvöld. NATO foringi til Moskvu BRUSSEL 6/10 — Á fundi ríkja Atlanzhafsbandalagsins í Brussel var ákveðið að senda Manlió Brosio fyrrver- andi framkvæmdastjóra sam- takanna til Moskvu til að ræða við sovézk yfirvöld um skilyrði fyrir viðræðum milli ríkja Atlanzhafsbandalagsins og ríkja Varsjárband'alagsins um gagnkvæma afvopnun í Evrópu. f fylgd með honum verður nefnd sérfræðinga - um afvopnunarmál. Russi týndur BRUSSEL 6/10 — Biaðafiúi trúi sovézka sendiráðsins í Brussel skýrði frá því í dag að verztonarfulltrúi einn við sendiráðið, Anaiboli Tsjibot- aref, væri horfinn. Hann hefði ekki komið aftur úr bíl- ferð á sunnudaginn, og hefði sendiráðið tilkynnt lögregl- unni hvarf hans. Blaðafull- trúinn vildi ekkert segja um bann orðróm a'ð Tsjibotaref hefði beðizt hælis sem póli- tískur flóttamaður. Orfíróm- ur hefur gengið um að hvarf Tsjibotarefs kunni að standa í sambandi við flótta Oleg Ljanins í Englandi, en þær upplýsingar, sem hann gaf lögreglunni leiddu til þess að 105 sovézkum starfsmönnum var vísað úr landi Belgíska utanrikisráðu - neytið hefur skýrt frá því að Tsjibotairef hafi ekki beðizt hælis sem flóttamaður. Kissinger á leið tfl Peking WASHINGTON 6/10 — Nix- on Bandaríkj aforseti mun e.t.v. fara til Kína þegar í næsta mánuði ef Kissinger kemst að samkomulagi við gestgjafa sína þegar hann fer til Peking á næstunni, að sögn áreiðanlegra heimildar- manna í Washington. Til- kynnt var um ferðalag Kiss- ingers í gær bæði í Peking og Washington. Kissinger sagði í gær að það myndi verða ákveðið í ferð hans, hvenær Nixon færi til Peking, og ytði það tilkynnt strax á eftir. Hann mun fara til Peking seinna í þessum mánuði ásamt nokkrum ráðgjöfum og dvelj- ast þar í þrjá eða fjóra daga. 237íbúðir í Rvík eru undir hamrinum I síðasta Lögbirtingablaði, er kom út í gær, eru til- kynnt ekki færri en 237 nauðungaruppboð á íbúðum um alla borg . í hópi íbúðareigenda, sem eru að missa íbúðina undir hamarinn, eru tilgreindir prófessor. íhaldsþingmaður, forstjórar bílainnflytjandi, arkitekt. lögfræðingur stórkaupVnaður og jafnvel blaðamaðuv hjá Morgunblaðinu svo að eitthvað er nú málum bland- inn draumurinn um að hver maður sé fær um að eign- ast íbúð. Lögtök hafa verið gérð í öllum íbúðunum til lúkn- ingar á fasteignag'jöldum fyrir árið 1971 samkvæmt kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík og nema upphæð- irnar flestar innan við 10 þúsund kr. Verða íbúðirnar boðnar upp um nriðjan nóvember á vegum borgarfógetaembættisins í Reykjavík.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.