Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 7
MiAvikudagur 22. nóvember 1972 ÞJÖÐVILJINN — SIÐA 7. Endursögn af erindi Schjelderups í Norræna húsinu á vegum Landverndar síðastliöinn þriðjudag Á sunnudag og mánudag s.l. flutti Norðmaðurinn Thorleif Schjelderup tvo fyrirlestra hér í Reykjavik. Hinn fyrri var fluttur á fulltrúafundi Landverndar, en hinn síðari í Norræna húsinu. i tengslum við fyrirlestrana sýndi hann fjórar kvikmyndir, er hann hafði gert. í Norræna hús- inu var fullt út úr dyrum á fyrirlestrinum — og kannski var táknrænt, að þar sáust margir Land- verndarfulltrúar, er hlýddu á hann daginn áður. Hér er nefnilega á ferðinni frá- bærlega snjall fyrirlesari, örugglega einn hinn snjall- asti, sem hefir heimsótt (s- land á síðari árum. En hver er hann? Thorleif Schjelderup er fæddur og uppalinn T út- jaðri Oslóar, rétt við hina fræqu skíðastokkbraut í Holmenkollen Náfrændur hans eru hinir kunnu bræð- ur Harald, prófessor í sálarfræði, og Kristian, biskup á Hamri, sem á sinni tíð átti í allmiklum útistöðum við norsku kirkj- una. Thorleif er lögfræð- ingur að mennt, en varð strax ungur maður einn af fremstu og færustu skíða- stökksmönnum Norð- manna. Hann var i úrvals- liði þeirra í skíðastökki á árunum 1947—1953. Eftir að hann hætti keppni var hann nokkur ár landsþjálf- ari i skíðastökki, og siðar starfaði hann í samfleytt 3 ár sem skiðaþjálfari á italíu. Siðan hefur hann fengizt við kvikmynda- gerð, skrifað bækur og haldið fyrirlestra um um- hverfismál víða um lönd. Nú á næstunni kemur út eftir hann bók um um- hverf ismál. Erindi sin hér kallaði hann sameiginlega: Maöurinn, náttúran, tæknin. Verður hér endur- sagt nokkuð af þeim báð- um. Sú endursögn getur þó ekki orðið annað en dauft bergmál af erindum Thor- leif Sch jelderups, sem stóðu samtals nær 1 1/2 klukkutíma. —sibl. Thorleif Schjelderup Aðalatriöi náttúruverndar eru þau verömæti, sem ekki veröa mæld. Auðæfi Noröurlandabúa. Norðurlandabúar eru líkiega rikustu þjóðir heimsins á vorum dögum, af þvi að þær eiga gnægð þess, sem nú er mest um vert: Viðáttu. Lofts. Vatns. í þessum umhverfisþáttum fel- ast óhemjuleg verðmæti, vegna þess að þau eru undirstaða and- legrar og likamlegrar heilbrigði. Við getum gert okkur nokkra grein þess með þvi að skoða and- hverfu heilbrigðinnar: Vanheilsu og sjúkrahúsvist. í öllum vestrænum löndum eru útgjöld til heilbrigðismála ein- hver hin mestu einstakra opin- berra útgjalda. Þannig kostar eitt sjúkrarúm i Noregi um 1,8 milj. isl. kr. Af þvi sést, að það að losa eitt sjúkrarúm i eitt ár, táknar mikil fjárhagsleg verðmæti. Þvi meir sem hægt er að gefa fólki kost á að njóta náttúrlegs umhverfis, varðveitist heilbrigði betur með þvi að sú gerviveröld, sem mennirnir hafa skapað sér, hæfir þeim ekki. Þaö sem geimvísindin hafa sannað. Hreyfing er hverjum manni jafnnauðsynleg og andardráttur. Nútima geimvisindi hafa sannað, hvað það þýðir fyrir mannlegan likama að njóta ekki þeirrar áreynslu, sem likamsþjálfun veit- ir. Geimfararnir eru þrautþjálf- aðir, ungir og hraustir menn, þegar þeir stiga upp i geimförin. 1 likama þeirra er komið fyrir margvislegum mælitækjum. Þeir hafa fært okkur heim sanninn um það, að hrörnun hefst 48 klst. eftir að þeir hætta að hreyfa sig. Meðalaldur fólks á Vesturlöndum ætti að vera 80 ár, en hefur nú á siðustu árum lækk- að um 2 1/2 ár i USA og Vestur- Evrópu. Lifnaðarhættir okkar eru slikir, að við þolum þá ekki til lengdar. Þannig eru um 1/8 manna i iðn- aðarþjóðfélögum með skerta heyrn, án þess þeir geri sér það ljóst. Áður en Edison fann upp glóðarperuna sváfu menn i sam- ræmi við sólarganginn. Með raf- magnsljósinu förum við að vaka írameftir i miklu rikara mæli en áður. Við það breytast efnaskipti iikamans. Rafljós æsir taugar okkar á kvöldin með þvi að við vökum við þau og við þurfum svo likaminn er skapaður fyrir tré og stein. Reynt hefur verið að láta dýr hafast við i klefum, sem gerð- ir eru af eintómum gerviefnum. Eftir skamman tima deyja þau i sliku umhverfi, þótt þau séu ekki látin skorta neitt. Svokallaðir menningarsjúk- dómar aukast i hlutfalli við stærð borga. Eitthvert athyglisverðasta dæmið um misheppnað manna- verk er höfuðborg Brasiliu, sem ber sama nafn. Hún átti að vera dæmi um mannlega snilli og skipulagsgáfu, gerð af einum frægasta arkitekt vorra daga. En hún reyndist svo dauð og leiðin- leg, að fólkið sem flutt var þang- að, var þeirri stundu fegnast, þegar það gat flutt þaðan burt aftur. Sökin er mannsins, en ekki tækninnar. Með visindum og tækni nútim- ans ætti að vera hægt að skapa hamingjusaman heim. Samt hefur það ekki tekizt. Við megum þó ekki kenna tækninni um það, heldur okkur sjálfum, fyrir hitt hvernig við notum hana. Hrika- legasta dæmið um slika misnotk- un er einkabillinn i borgum heimsins. í stórborgum er hann framúr- skarandi óhentugt farartæki. Hann er lika geysilega dýrt tæki. i honum endurspeglast sú gegndarlausa hráefnissóun, sem mannkynið hefur gert sig sekt um. Þegar einn einasti maður sit- ur þarna i 1 tonni af stáli, sem iðulega að nota svefnlyf til þess að geta sofnað. í náttúrlegu umhverfi tekur það manninn raunverulega 2 klst. að sofna. Það gerist með þvi, að lik- amsstarfsemin hægist smátt og smátt, taugarnar róast eftir önn dagsins. Þetta finnur maður, sem hefur hreyft sig úti i náttúrunni og kemur heim i fjallakofann sinn og sezt að loknum kvöldverði við arineldinn. Þegar eldurinn er dvinaður, er hugur hans fallinn i ró og hann sofnar eðlilega og fyrirhafnarlaust. Gerviefni valda ofnæmi. Bandariskir visindamenn hafa með tilraum i sannað, að gervi- efni eru ok ir óeðlileg. Manns- VERÐMÆTI, SEM EKKI VERÐA MÆLD gengur fyrir 70 hestöflum tekur þetta ekki einasta geysilegt götu- pláss, heldur spýr eitri út i loftið, veldur heilsuspillandi hávaða og er lífshættulegt i umferðinni. Bilaumferðin i New York er sláandi dæmi: Þegar 2 miljónir manna reyna að komast út á Manhattan, mynda bilaraðirnar samfellda breiðu yfir götuna. Samt eru það ekki nema 7% af fólkinu, sem komast þessa leið með einkabilum. Hitt ferðast með neðanjarðarbrautunum. Þegar verkfallið var gert i benzinstöðv- unum i fyrra i New York, gerðist ekkert annað en það, að loftið yfir götunum varð hreint og þar rikti allt i einu þögn, en allir komust leiðar sinnar. Á neðanjarðar- brautinni gætti þess ekki, þótt 100% fólksf jöldans færi með henni i stað 93%) áður. Samt eru neðanjarðarbraut- irnar i New York ekki mjög vel skipulagðar, eins og t.d. i Stokk- hólmi, þar sem þær eru til fyrir- myndar. Hins vegar er billinn frábært farartæki i strjálbýli og þar sem menn þurfa að komast úr borgum til þess að njóta náttúr- unnar. Eyðing lifríkisins er jafngömul ,,menningunni" Gróðurrikið er undirstaða þess, að annað lif fói þrifizt á jörðinni, af þvi að einungis plönturnar geta framkallað svokölluð lifræn efni, sem menn og dýr lifa á. Ef gróð- urinn eyðist, deyr allt lif. Stærsti glæpur mannanna er, hvernig þeir hafa eyðilagt gróðurrikið og þá fyrst og fremst skógana. Á þcssari öld cinni hal'a eyði- mcrkur auki/.t að flatarmáli um 5(1%, ng á 25 árum aðeins cr búið að eyðileggja 25%, af gróðurmold jarðarinnar. Lifið á jörðinni er talið um 2 1/2 miljarða ára gamalt, en þar til lyrir um 8000 árum var engin gróðureyðing til. Rómverjar hinir lornu eru kannski einhverjir mestu skaðvaldar náttúrunnar, sem uppi hafa verið, og sannar- lega væri timi til kominn að um- skrifa sögu hvita mannsins á jörðinni. Á dögum Homers voru ein- hverjir stórkostlegustu skógar heimsins i Grikklandi. Nú er skógur aðeins á 2%, af flatarmáli þess. Spánverjar voru litlu betri. Þeír brenndu og eyðilögðu skóga og lendur einhverra mestu menn- ingarþjóða, sem uppi hafa verið á jörðinni, Inkanna i Perú. Heima á Spáni tættu þeir gróð- urlendi fósturjarðar sinnar sund- ur með ofbeit búfjár, svo að þetta fyrrum frjósama land er nú eitt hið harðast leikna i Evrópu. Hinn mikli herforingi Karþagó- manna, Hannibal, sótti fila sina i stórskógana, þar sem nú er Saharaeyðimörkin. Alla þessa skóga eyðilögðu Itómverjar á nokkrum öldum og þar eru nú að- eins fátækir Bedúinar. En i skóglendi Bandarikjanna, sem Indiánar höfðu varðveitt frá ómunatið, hefur hviti maðurinn skilið eftir sig sandauðnir. Olían: Gæíi veriö eggja- hvituforðabúr mannkyns- ins. Óskaplegasta dæmið um brjálæðislega sóun mannkynsins á auðæfum jarðar er oliubrennsl- an. Olian er eitthvert dýrmætasta efni, sem hnötturinn geymir, og til eru hlutir sem aðeins verða unnir úr henni. Frönskum visindamönnum hef- ur tekizt að breyta henni i eggja- hvitufæðu, sem likist kjötbollum. 1% af þvi oliumagni, sem nú cr brennt árlega, væri nægileg cggjahvitufæða fyrir allt mann- kynið á vorum dögum i eitt ár. Við eigum ennþá oliubirgðir, sem nægja myndu mannkyninu sem eggjahvitufæða i 2—3000 ár. Þetta vitum við sem sagt nú, en höldum samt áfram að brenna upp þessu stórkostlega efni, sem við vitum lika, að endist okkur Frh. á bls. 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.