Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.11.1972, Blaðsíða 15
Fimmtudagur 23. nóvember 1972 ÞJÓDVILJINN — SIÐA 15 Kélag einstæöra foreldra gefur út kort með þessari mynd. Teikninguna geröi 12 ára stúlka i Langholtsskóla. Þessa inynd gerði scx ára drengur i Hvassaleitisskóla. Hún prýöir eitt jólakortiö. JÓLAKORT MEÐ BARNATEIKJNINGUM Sundmót Framhald af bls. 11. Sami háttur verður hafður á þessu móti og tekið er fram, að nemendum úr unglingabekkjum vcrður ekki leyft að keppa i eldra flokki. þótt skólinn sendi ekki unglingaflokk. Er þetta gert til þess að forðast úrval hinna stóru skóla og hvetja til þess, að þátt- taka verði meiri. Keppt verður i þessum boð- sundum. Stúlkur yngri flokkur: 10x33 1/3 m. Piltar yngri flokkur: 20x33 1/3 m. — Eldri flokkur, stúlkur: 10x33 1/3 m. Piltar: 20x33 1/3 m. Hagskýrslur F'ramhald af 10. siðu. samyrkjubú og 15,5 þúsund rikis- bú. Ræktað land teygir sig yfir 210 miljónir hektara i hinum ýmsu héruðum, og þar af eru 122 milj'. ha. undir kornrækt. 2/3 hlutar akurlenda Sovétrikjanna liggja á þurrkasvæðum. Árið 1972 áttu sér stað miklir þurrkar á mikilvæg- um stöðum eins og Úkrainu, i héruðunum i nágrenni Volgu og Norður-Kákasus. Árið 1971 var heldur ekki mjög hagstætt fyrir sovézkan land- búnað. Samt sem áðrr var brúttó- kornuppskera a árunum 1966—1970. t Sovétrikjunum hefur mikið átak verið gert i jarðbóta- og áveituframkvæmdum, svo að uppskera væri ekki eins háð veðurskilyrðum. A árunum 1966—1970 voru teknir i notkun 6 miljón ha. nýræktar, og i áætlun er að'þurrka upp 5 miljón ha. lands fyrir 1975. Þar að auki verða teknir i notkun 3,2 milj. ha. áveitulands. Nú er helmingur þorpsbúa með miðskóla- og æðri menntun, en ári'ð 1940 voru það einungis 6% . Á undanförnum árum hafa 6 miljón fjölskyldur flutt i ný hús. AUKNING ÞJÓÐARTEKNANNA Á árunum 1950—1971 jukust þjóðartekjur Sovétrikjanna um 460 prósent, Bandarikjanna um 100 prósent, Englands um 70 prósent, Frakklands um 180 prósent og ttaliu um 190 prósent. Á 9. fimm ára áætluninni (1971—1975) verður lagður fram 501 miljaður rúblna til eflingar þjóðarbúskaparins, en það fer Okkur vaiitar fólk til að bera út blaðið Blaðburðarfólk óskast í eftirtalin hverfi: Hjarðarhaga Seltjarnarnes 1 Miðbæ Skúlagötu Höfðahverfi Vogahverfi 2 Sölheimar DIÚÐVILIINN "Simi 17500. fram úr öllum fjárframlögum á fyrstu 45 árum sovétskipulagsins. Hreinar meðaltekjur iðnaðar- og byggingaverkamanns hafa aukizt um 730% frá þvi fyrir byltingu og hjá samyrkjubændum hafa tekjurnar tólffaldazt. Á þessu timabili hefur framleiðsla neyzluvara rúmlega þritug- faldazt. Frá og með 1. sept. 1972 hækkuðu laun lækna, kennara og fóstra. Meðalmánaðarlaun hafa verið 126 rúblur frá þvi árið 1971. og með friðindum verða þau 170 rúblur. Opinberir almennings- sjóðir greiða fyrir læknishjálp, nám, kennslubækur, dvöl á hressingar- eða hvildarheimili, svo og eru eftir- og ellilaun greidd þaðan. Heilsuvernd hefur þróazt mjög ört i öllum lýðveldunum. Nú eru 28 læknar og 111 sjúkra- rúm á hverja 10 þúsund ibúa, en fyrir byltingu voru tæpir tveir læknar og 13 sjúkrarúm á sama fjölda, en i Mið-Asiu og Kazakhstan talsvert færri. Á hverju ári fá 11 miljónir manns nýjar ibúðir eða bætt húsnæði. Smásöluverzlun sextánfaldað- ist árið 1971 miðað við árið 1928 og er 676 rúblur á einstakling. einstakling. Yerðmæti, sem ekki verða mæld Framhald af bls. 7. ekki sem orkulind nema i fáeina áratugi. Við getum afsakað bruðl og náttúrueyðingu forfeðra vorra með þvi, að þeir vissu ekki, hvað þeir voru að gera. Við höfum enga afsökun, af þvi að við vitum betur. Ég reyni ekki að hugsa til þess, sem afkomendur okkar segja um okkur eftir 100 ár. Kjarni umhverfisvanda- málsins. Ég held, að mengun sé ekki alvarlegastaumhverfisvandamál- ið, þrátt fyrir allt mengunartalið. Tæknilega er mögulegt að vinna bug á menguninni. Kjarni umhverfisvandamál- anna og allrar náttúruvcrndar er að breyta hugarfari og taka upp nýtt mat á þvi, sem gildi hefur i lifi mannanna. llingað til liafa lifskjör fólks verið metin i pen- ingum. Nú verður að ineta til lifs- kjara þau verðmæti, sem fólgin eru i óspilltu og náttúrlegu um- hverfi. Tækni nútimans verður að nota til þess að gera lif mannanna auðugra i stað þess að kalla yfir það tortimingu. Y-Þjóðverjar Framhald af bls. 3. brotið siglingalögin, en það er þó ólöglegt að veiða innan land- helgismarkanna. Það er i sjálfu sér góðra gjalda vert aö Landhelgisgæzlan flytji iþróttafólk á milli staða, en okkur á sjónum finnst þetta nú samt ekki rétti timinn til slikra starfa. Ef svo heldur sem horfir með Gæziuna ér ekki um annað að ræða fyrir okkur en að fara i land og binda fast, sagði Auðunn að Öryggisráðstefna Framhald af bls. 16. kvæmd og málin væru þannig vaxin, að auðvelt ætti að vera fyrir okkur Islendinga að vera hinum Norðurlöndunum sam- ferða i þessu. Tillögur fyrir fundinn Hernaðarbandalögin tvö hafa hvorugt birt tillögur sinar fyrir fundinn i smáatriðum, en riki Austur-Evrópu ætla að leggja fram tillögu um öryggiskerfi i Evrópu, sem komi i veg fyrir árásarhernað, en Atlanzhafs- bandalagsrikin leggja i sinum til- lögum að sögn áherzlu á að draga úr spennu og togstreitu i Evrópu. Á fundi sem utanrikisráðherrar rikja Efnahagsbandalagsins héldu i Haag á mánudag náðist samkomulag um tillögur til að leggja fyrir ráðstefnuna i Helsinki. Segir i fréttum af fund- inum i Haag, að sameining hafi rikt um afstöðuna til ráðstefn- unnar, en rikin niu i Efnahags- bandalaginu muni þó ekki koma fram þar sem samsteypa. EB-löndin leggja til að öryggis- og samvinnuráðstefnan næsta ár fjalli um eftirfarandi fjóra mála- flokka. 1) Sambúð rikjanna, þ.á.m. ráðstafanir, sem aukið gætu gagnkvæmt traust, t.d. upplýs- ingaskipti um stærri herflutninga og gagnkvæm leyfi til að fylgjast með heræfingum. 2) Efnahagsleg, tæknileg og visindaleg samvinna. 3) Þróun persónulegra, mann- legra samskipta, aukin samvinna á sviði menningar og aukin upp- lýsingadreifing. 4) Umhverfismál. Fulltrúar ttaliu höfðu áður lagt til, að höfuðáherzla yrði lögð á mannleg samskipti, þannig að það yrði nærri ófrávikjandi skil- yrði fyrir samvinnu af hálfu EB, að landamæri Austur-Evrópu yrðu opnari. En Italir hnikuðu frá þessari kröfu á mánudag og náð- ist á samstaða. Ilernaðarmál sennilega litið rædd Liklegt þykir, að ekki verði lögð áherzla á umræður um hernaðar- leg málefni á öryggisráðstefn- unni. Er ráðgert að fjalla um þau sérstaklega innan ramma fyrir- hugaðrar ráðstefnu um afvopnun og gagnkvæma fækkun i herjum Evrópulanda. Múrarar Framhald af bls. 16. sins að ákveða um afstöðu félagsins til þingsins og sam- bandsins. Þessu næst voru kjörnar tvær nefndir, sem frestað hafði verið að kjósa við upphaf þingsins, þ.e. 15 manna fjárhagsnefnd og 11 manna laganefnd. Ölokið var kosningu kjörnefndar þegar gefið var kvöldmatarhlé. En að lokinni kosningu nefndanna hafði Eðvarð Sigurðsson, form. Dagsbrúnar, framsögu um kjara og atvinnu- mál, og siðan hófust um þau al- mennar umræður, sem gert var ráð fyrir aö héldu áfram eftir kvöldmatarhlé. Eftir kaffihlé á þinginu i gær heimsótti Lúðrasveit verka- lýðsins þingið og lék þrjú lög undir stjórn Ölafs L. Kristjánssonar. FÉLAGSLÍF Borgfirðingafélagið i Ileykjavik. Minnir á skemmtikvöldið næstkomandi laugardag 25. nóv. kl. 20.30, í Miðbæ, Háaleitisbraut 58-60. Góð skemmtiatriði. Dans. Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, kvenna- deild. Fundur verður að Háaleitis- braut 13 i kvöld kl. 8.30. Hildigard Þórhallss. kemur á fundinn og kynnir blóma- ræktun án moliar. Stjórnin. Félag einstæðra for- eldra hefur ákveðið að gefa út að þessu sinni jólakort með barna- teikningum. í fréttatilkynningu um aðalfund FEF er frá þvi greint, að Jóhanna Kristjónsdóttir hafi ver- ið endurkjörin formaður Félags einstæðra for- eldra. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: Á geysifjölmennum aðalfundi Félags einstæðra foreldra 16. nóv. s.l. rikti mikill samhugur um byggingaframkvæmdir þær, sem félagið hyggst fara út i og sagt hefur verið frá áður. Fjáröflunar- nefnd skipuleggur nú starf sitt og mun riða á vaðið með þvi að halda flóamarkað að Hallveigar- stöðum 3. desember n.k. Einnig hefur verið ákveðið að leita til fyrirtækja og einstaklinga um aö gerast styrktarfélagar, og fleira hefur nefndin á prjónunum. Geta má þess, að öll sala jólakorta rennur i byggingasjóð. Jólakortin eru fimm, öll með barnateikningum. Eru þrjár nýj- ar gerðir og tvær endurprentaðar siðan i fyrra. Auk þess hefur fé- lagið gefið út minningarspjald, einnig i fjórum litum. Kortin fást á skrifstofu félagsins i Traðar- kotssundi 6, og auk þess i Bóka- búð Blöndals i Vesturveri, Bóka- búðinni Glæsibæ, Bókabúð Máls og menningar og á Umferðarmið- stöðinni. A aðalfundinum kom fram i yfirliti formanns, að Samband isl. samvinnuféiaga færði FEF að gjöf kr. 30 þúsund á s.l. ári, og voru þvi færðar ágætar þakkir. 1 stjórn voru þessi kosin: J<5- hanna Kristjónsdóttir formaður, i aðalstjórn Jódis Jónsdóttir, Haukur Hannesson, Helga B. Yngvadóttir og I.igibjörg Jónas- dóttir. 1 varastjórn Guðriður Egilsdóttir, Hafsteinn Traustason og Þóra Stefánsdóttir. Endur- skoðendur voru kjörnar Adda Bára Sigfúsdóttir og Steinunn Bjarnason. 1 hús- og fjáröflunarnefnd eiga sæti: Haukur Hannesson, Björn Gislason, Helga B. Yngvadóttir, Ingibjörg Jónasdótir, Aslaug Sig- urðardóttir, Margrét Schram, Bergþóra Gústafsdóttir, Bryndis Gunnarsdóttir, Kristin Aðal- steinsdóttir og Jóhanna Kristjónsdóttir. Öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð og hluttekningu viö andlát og útför ciginmanns inins og sonar HENRYS A. HÁLFDÁNSSONAR, skrifstofustjóra, Kambsvegi 12, Reykjavik, færum við innilegustu þakkir og kveðjur. Einkum þökkum við stjórn og starfsfólki Slysavarnafélags islands fyrir sýnda virðingu við minningu hins látna og vinarhug i okkar garð. F.h. aðstandenda. Guðrún Þorsteinsdóttir, Þórkatla Þorkelsdóttir. Móðir okkar og tcngdamóðir RAGNHEIÐUR EGILSDÓTTIR lézt að Hrafnistu 21. þ.m. Egill Gestsson Arnleif Höskuldsdóttir Arni Gcstsson Ásta Jónsdóttir V élritunarstúlka óskast i skemmri eða lengri tima Skipaútgerð ríkisins Hjúkrimarkoniir Hjúkrunarkona óskast að barnadeild Heilsuverndarstöðvar Reykjavikur frá n.k. áramótum. Fullt starf. Frá sama tima óskast einnig hjúkrunar- kona til afleysinga i heimahjúkrun, tvo daga i viku. Forstöðukona veitir nánari upplýsingar i sima 22400. Heilsuverndarstöð Reykjavikur.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.