Þjóðviljinn - 10.12.1972, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 10.12.1972, Blaðsíða 7
Sunnudagur 10. desember 1972 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Silja Aðalsteinsdóttir skrifar um barnabœkur ,Margfaldarinn, er ekki svo?’ Augu gula skuggans Leyndardómiir Mayanna Ilöf.: Ilenri Vernés Þýft: Magnús Jochumsson Leiftur, 1972, 120 og 136 bls. Tvær bækur um Bob Moran hafa komið út i ár, þær 23. og 24. i bókaflokknum. Eins og segir i undirtitli eru þetta drengjasögur um afrek hetjunnar Bob Moran; ósennilegar ævintýrasögur og litt spennandi, þvi vullvist er orðið að ekkert bitur á Bob. 1 fyrri bókinni á Bob i erjum við fornan fjanda sinn, gula skugg- ann, sem býr til gefvimenn, finnur upp ógeðsleg morðtól, pinir visindamenn til að hjálpa sér við það og hatar mannkynið aldeilis óskaplega. Svo er vinur- inn ódrepandi, þvi um leið og hann deyr hér lifnar hann aftur þar. Er þetta ágætt dæmi um f j ö1dafram 1 eiðs 1 u - og margföldunarsniði á þessum bókum. Lýsingin á þessari margfeldni gula skuggans er þættir Jóns Axlaskipti á tunglinu nefnist bók eftir Jón Skagan sem Skarð h.f. gefur út. Séra Jón Skagan kemst svo að orði um bókina að hún geymi þætti sem að efni til eru minn- ingar úr eigin lifi og myndir úr sögu lands og þjóðar. Sumir þessara þátta hafa verið fluttir i útvarp en aðrir hafa ekki áður raunar eitt hryggilegasta dæmið, sem ég hef séð um vitleysuna sem börnum er boðið upp á gð lesa. 1 siðari bókinni segir frá férðalagi inn i frumskóga Mið-Ámeriku i leit að fjársjóðum Mayánna Heimur bókarinnar er heimur lögreglu og glæpons, hetju og skrúks. Engin aðalpersöna lifir venjulegu fjölskyldulífi, sizt Bob sjálfur sem virðist ekki eiga neina ættingja. Persónusköpun er engýi, hér eru eintómar stereó- týpur,staðlaðar manngerðir. Bob og félagar hans eru háir menn og myndarlegir, rammir að afli, snjallir og ó svo göfugir. Allt gera þeir i þágu friðar og menningar, jafnvel drepa menn og berja, sem i þeirra tilfelli heitir að leggja lif sitt i hættu. Andstæðingar þeirra eru auðvitað verstu þrjótar, og til dæmis upp á útlitið má taka þessa lýsingu úr siðari bókinni: ,, Hann var hár vexti að sjá og skrokkurinn eins og flaut innan i allt of viðum fötum úr gráu poplini. Hann hafði fá hár á höfði, magur i andliti með brotið nef, ljóseygur með nærri hvita augasteina og sorg- komið fyrir almennings heyrn eöa sjónir. ,,Sem útkjálka- barn”, segir höfundur”, var ég snemma hneigður fyrir sögu og opinn fyrir sérstæðum við- burðum. Það sögulega verður jafnan miklu sögulegra þar sem tilbreytingin er litil og fáir at- burðir gerasL*1 Bókin er 154 bls. mæddan munnsvi eins og hálf- lokað höggsár. Allt minnti útlitið á likamann (!) og svart háls- bindið fullkomnaði samlik inguna”. betta erusamvizkulausir morðingjar og menningaróvinir, en huglausir ef eitthvað fer úrskeiðis Athyglisvert er, að allir þrjótarnir i fyrri bókinni eru Asiubúar, og eru þeir sýndir sem gersamlega tilfinningalausar drápsvélar. Sömuleiðis kemur fram hefðbundin litillækkun á Indiánum i siðari bókinni, þeir tala ennþá sama bjagaða málið og i barnabókum, sem ég las ung: ,,Ég vita þú og vinir þinir ekki vilja ill. En Cham þekkir mann, konur.. okkar þjóð hata hvita menn...” Sömuleiðis má ennþá freista þeirra með speglum, ef einhver hefur áhuga á þvi! Mikið er um ofbeldi ibókunum, þótt sjálfsagt séu lýsingar ekki eins óhugnanlegar og i mörgum öðrum bókum af þessari gerð. t fyrri bókinni er lýst bardaga við gervimann: Rétt áður hafði þessi falski Gústaf Hems litiðriit eins og maður , nú var þessi gervináungi ekki annað en stjórn laust villidýr, blóðþyrst og aðeins til eyðileggingar. Hann réðst á einn dakóitann og lúbarði hann svo, að hann féll örendur og sundurtættur á gólfið” Bob sjálfur reiðist við óboðinn gest i siðari bókinnit ,,Á þröskuldinum reyndi Higgins að losa sig. Honum heppnaðist það, en hnefi Morans skall þá undir höku hans, svo að hann féll aftur á bak og lenti þvert yfir ganginn, þar sem hann sat flötum beinum upp við vegginn”. Svo brúkar Bob munn við mann- inn eftir þessa meðferð og segir: „Reynið bara að draga upp skammbyssu, Higgins, og ég skal þá næla yður fastan við vegginn eins og hvert annóláns (svo) fiðrildi...” betta kemur svo fram siðar, þegar Higgins er fórnað guðunum: ,, barna var Higgins negldur fastur með bakið að veggnum. Silfurstikillinn hafði stungizt gegnum likama hans og kom oddurinn út i hæð við magann. Limir hans héngu slapandi og höfuðið slútti fram með hökuna á bringunni.” Nú hef ég vonandi bent á ýmislegt, sem mælir gegn þess- um bókum. bó er það lang- lang- versta eftir það er málfarið Ekki veitég hvernig frumtextinn er, en mér sýnist hann alls staðar skina hrár i gegn. Setningaskipan og orðaröð er viða ákaflega óislenzk, og stundum er eins og þýðandi kunni alls ekki islenzku. Ég tek dæmi af handahófi: „Ætlið þið að hjálpa mér, er ekki svo?” „Úr ávölum kinnum hennar,lýta- lausum vörum, litlu nefi, eilitið uppbrettu, ljómandi svörtum augum i andliti, sem allt var umlukið dökku hári með lausum lokkum, og úr þessu andliti las Bob sem sagt ekkert annað en hreinskilni...” Maður er vanur þvi að ýmislegt sé lesið i augum fólks i sögum en ég hef fátt séð lesið úr kinnum og nefi hingað til. Oft koma fyrir ófullburða setningar á borð við þessa „bessi margfaldari, sem kost i samband við aðra stöð herra Mings og fæddi af sér nýjan Gula skugga, sem var að öllu leyti eins og maðurinn, sem var ný- dáinn.” Hið eina góða , sem bækur þessar hafa að geyma, ef til vill fyrir utan spennandi frásögn, er nokkur fræðsla, einkum i sérstök- um fræðsluköflum aftan við sögurnar. Er þar nánar greint frá efni, sem kemur fyrir i bókinni eða bókin fjallar um. Getur þetta bækur haft nokkurt gildi, ef lesandi hefur áhuga á slíku. betta er þegar orðið langt mál, en ég get ekki stillt mig um að bæta þvi við að ég er alveg hissa á þvi, hvað þessar bækur hafa gengið lengi. Helzt er ég á þvi að hér ráði mestu söfnunarnáttúra sú, sem ég minntist á i sambandi við Nancy- bækurnar. bað er ómögulegt að eiga ekki allar bækurnar, ef maður á eina. En bezt er að eignast aldrei þá fyrstu. Silja Aðalsteinsdóttir. Geirfugla saga með myndum Okkar einlægur Geir fugl - barnabók fyrir fullorðna, heilir kver, sem bókaútgáfa Jón Axel Egils helur látið frá sér fara. Hér mun um að ræða einskonar pólitiskt gaman i formi mynda- sögu og eru söguhetjur flestar fuglakyns. Kver þetta er röskar 40 siður og eru teikningar á hverri þeirra. Minningar og sagna- Skagans Nýtt hverf i - ný verzlun KRON VERZLUN Með þessari nýju verzlun við Norðurfell í Breiðholti, stækkar enn verzlunarsvæði KRON - og þjónustan nær til enn fleirri. KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR 0G NÁGRENNIS

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.