Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 22.12.1972, Blaðsíða 6
(i StDA — ÞJÓÐVILJINN Köstuda(»ur 22. desembcr l<(72 DWÐVIUINN MaLGAGN SÓSÍALISMA, VERKALÝDSHRE YFINGAR OG ÞJÓDFRELSIS Útj>efandi: Útgáfufélag t>jóöviljans Kramkva-mdastjóri: Kiftur Bergmann Kitsljnrar: Kjartan Ólafsson Svavar Oestsson (áb.) Auglýsingastjóri: lleimir Ingiinarsson Kitstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. I!(. Sinii 17500 (5 linur). Askriltarverð kr. 225.00 á mánuði. úausasöluverð kr. 15.00. Prentun: Blaðaprent b.f. OF STÓR, EÐA OF LÍTILL? Morgunblaðið hefur dylgjað um það undanfarna daga, að tillögur Alþýðu- bandalagsins innan rikisstjórnarinnar um lausn efnahagsvandamála hafi gengið út á það að skerða visitöluna við framkvæmd gengisfellingar. Ástæða er til að taka skýrt fram að þarna er farið með staðlausa stafi og er hér á ferð eitt dæmi af mörgum um fádæma óvandaðan málflutning Morgun- blaðsins þar sem ritstjórar þess leyfa sér að fullyrða, að eitt og annað liggi fyrir ,,skjalfest” án þess að færa rök að máli sinu eða sýna tilvitnanir i heimildir. Þeir sem fyrir örfáum árum felldu gengið svo að verð erlends gjaldeyris hækkaði i verði á einu ári um meira en 100% býsnast nú yfir þvi i blöðum og á alþingi, að 10,7% gengisfelling sé of litil, og leysi ekki vanda atvinnurekenda Þeir sem fyrir nokkrum dögum gerðu hróp að rikisstjórninni fyrir það, að nú ætti að rjúfa kjarasamninga og svipta launafólk visitölubótum á kaup, telja nú þá gengislækkun, sem ákveðin hefur verið, gagnslausa vegna þess að nú fær launafólk verðhækkanir mældar inn i kaupið i samræmi við samninga og 6% launahækkun þann 1. marz. Það er vissulega öllum ljóst að gengis- breytingin, sem nú hefur verið gerð, er engin langtimaráðstöfun og vinnur ekki gegn verðbólgunni. Hún leysir hins vegar ákveðinn vanda um nokkra hrið og verði þróun verðlags á útflutningsafurðum okkar svo hagstæð á næstu mánuðum eins og margt bendir til og afli sæmilegur, á at- vinnureksturinn i landinu að geta gengið, þrátt fyrir óskertan kaupmátt launa. Þeir sem hins vegar telja, að átt hefði að lækka gengi krónunnar meira, eru annað hvort að fara fram á óðaverðbólgu með enn frekari vixlhækkunum kaupgjalds og verðlags eða árás á launakjör verkafólks og samninga verkalýðsfélaganna. Vinstri stjórnarinnar biður hins vegar það verkefni, að undirbúa, áður en þessi gengislækkun hefur étið sig upp, ráð- stafanir, sem i raun miði að þvi að draga verulega úr verðbólgu svo að þvi marki verði náð, sem stjórnin setti sér, að verð- lag hækki hér ekki örar en i helztu við- skiptalöndum okkar. Á þvi hálfa öðru ári, sem stjórnin hefur setið, hefur þetta reyndar tekizt, sé t.d. miðað við Bretland. HAPPDRÆTTI ÞJÓÐVILJANS Á morgun, 23. desember, verður dregið i Happdrætti Þjóðviljans. Við teljum ástæðu til að þakka öllum þeim, sem lagt hafa Þjóðviljanum lið á þeim vettvangi bæði að þessu sinni og áður. Jafnframt viljum við beina tilmælum til allra, sem enn hafa ekki gert skil fyrir heimsendum miðum, að draga það ekki lengur. Þjóðviljinn hefur nú komið út i 36 ár og allan þann tima hefur blaðið átt tilveru sina að þakka velvild margra áhuga- samra stuðningsmanna og skilningi þeirra á gildi daglegs málgagns sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóð- frelsis, sem Þjóðviljanum hefur verið ætlað að vera allan þennan tima. Að sjálf- sögðu hefur i sögu blaðsins gengið á ýmsu um það, hvernig þvi hefur tekizt að rækja hlutverk sitt, en um hitt verður ekki deilt að i baráttu sósialiskrar verkalýðs- hreyfingar á Islandi undanfarna áratugi hefur gildi Þjóðviljans verið ómetanlegt. 1 trausti þess að svo muni enn verða leitum við með happdrætti þessa árs liðsinnis okkar fjölmörgu stuðningsmanna, svo að sigrazt verði á alvarlegum fjárhagsörðug- leikum nú sem fyrr. 10% á unnar vörur vegna væntanlegrar verðhœkkunar! Óleyfilegar hækkanir á timbri Völundur reynir að skara eld að sinni köku í < skjóli stjórnarráðstafana Timburverzlunin Völ- undur, „bróðurfyrirtæki" Morgunblaðsins, er uppvíst að þvi að ganga á undan með verðhækkanir i skjóli „væntanlegra hækkana" af völdum gengislækkunar. Athæfi verzlunarinnar er ósvifið og ólöglegt i hæsta máta. Þjóðviljinn vill vara almenning við þvi að láta ginnast til verzlunarvið- skipta af því tagi sem hér greinir. 1 gær kom til okkar maður og sagði sinar l'arir ekki sléttar i við- skiptum við ákveðna verzlun hér i borg. Hann hal'ði ætlað að kaupa smávegis af unnu timbri i fyrra- dag, en fékk ekki nema hann greiddi 10% framyfir venjulegt verð vörunnar. Sönnunargagnið — staðgreiðslunótu l'yrir vörunni — höfum við i höndum hér á bjóð- viijanum. Hér var um að ræða Timbur- verzlunina Völund við Klappar- stig i Reykjavik. 20. desember eru keyptir ,,10 stk. sóplistar eik breiðir” á 65 kr. stykkið, alls 650 krónur. Siðan stendur á nótunni: „Vegna væntanlegrar veröhækk- unar 10%’*65 kr., og ofan á þetta er að sjálfsögðu lagður sölu- skattur. Hér er á ferðinni gróft og ósvifið lögbrot, og er ekki hægt að kalla þetta annað en tilraun til auðgunar með gengislækkunina að yfirvarpi. Verzlunin hafði ekki heimild til að hækka vörur sinar hér er allt verðlag bundið, og það þarf leyfi réttra yfirvalda til verðhækkunar, og þá aðeins að framvisuðum réttum sönnunar- gögnum. Verzlunin mun bera þvi við, að birgðir hennar séu fengnar út i reikning erlendis, og hann sé ógreiddur. En það veitir enga heimild til hækkunar að eigin geðþótta. En auk þess er hér um unna vöru að ræða, og nema is- lenzku vinnulaunin i verðmæti hennar sennilega allt að 40%. Einni á þennan islenzka part — sem ekki er hægt að segja að sé vangreiddur erlendis — leyfir verzlunin sér að setja 10% hækkun. Og tekur siðan söluskatt af öllu saman! Verzlunin mun i sumum til- fellum hafa sagt við viðskipta- menn aö þeir mundu geta fengið þann hluta hækkunarinnar endur- greiddan siðar — gegn framvisun nótu — sem kann að verða fram yfir endanlega hækkun. betta er að sjáifsögðu algerlega óheimilt i nafnlausum staðgreiðsluviðskipt- um, og er i rauninni þvingun af hálfu verzlunarinnar við kaupanautinn. bjóðviljinn vill ekki láta undir höfuð leggjast að vekja athygli á þvi að mikil tengsl eru á milli Völ- undar hf. og Árvakurs hf„ hluta- félagsins sem gerir Ut Morgun- blaöið. beir Völundarbræður skipta þvi á milli sin að stjórna fyrirtæki föður sins og móður- skipi Morgunblaðsins. bjóðviljinn hefur fregnað að aðrar timburverzlanir hafi i ein- hverjum mæli hækkað verð á timbri án heimildar en tæpast verið eins stórtækar og Völundur, a.m.k. ekki farið að setja „gengisgróða” á islenzk vinnutaun. En vel á minnzt — vinnulaun! Hvað mundu atvinnurekendur, eins og þeir Völundarmenn, segja við þvi ef verkamenn settu nU allt i einu 10% ofan á launin sin vegna væntanlegrar verðhækkunar á nauðsynjum i kjölfar gengislækk- unar, já og orðinnar hækkunar á tóbaki og áfengi? Ný Skrudda kemur og Oscar Clausen Skuggsjá i Hafnarfirði gefur út tvær bækur um þjóðlegan fróð- leik: nýja útgáfu á Skruddu Ragnars Ásgeirssonar og bókina Sögn og sögu eftir Oscar Clausen. Skrudda er safn þjóðlegra fræða i bundnu og óbundnu máli. Höfundur hennar, Ragnar Ásgeirsson, er kunnur að ritfærni og fróðleik. A ferðum sinum um landið sem ráðunautur BUnaðar- félagsins hefur hann safnað miklu magni sagna, visna og fróðieiks ýmisskonar. Kom safn hans Ut i þrem bindum Skruddu á árunum 1957-59, og hefur a.m.k. það fyrsta verið uppselt um allmörg ár. Er þvi ráðizt i endurUtgáfu, sem er alimikið aukin og endurbætt. Efni er skipað eftir sýslum, og er i þessu fyrsta bindi byrjað á Gull- bringu- og Kjóasrsýslu og endað á Vestfjörðum. Sögn og saga eftir Oscar Clausen er safn þátta um ævikjör og aldarfar bar kennir margra grasa, eins og i fyrri söfnum Oscars. Af efni bókarinnar má nefna þátt um Daða elskhuga Ragnheiðar biskupsdóttur, Arnes Utileguþjóf, Dufferin lávarð og Is- lendinga, danska kaupmenn i Keflavik, skiptapa frá Kvia- bryggju árið 1868 og þar fram eftir götum. TIMBURVERZLUNIN VÖLUNDUR H.F. Móíaviðvt . - Smíðavíður - Plðtur • Hurðír - Gluggsr ' u ' /"■ r g O' ■ -yZxgooo« 9. 'Vfs-rcupw. ... - '/t? . " / W- ' 6&Z Nr. 3713 ly <-> sr 7/' 77 / ftf MCWINGUft ■ Sknfstofyr; Klappasrtgur \, Roykjavfk Afgreiðsía; Skeifan 19 Sfmar; 18430 36780 Pósthölíí 517 Símnefni: Vöiundur Nóta frá Völundi 20.12. s.l. ,,Vegna væntanlegra verðhækkana 10%’ Bankíj landsbankí IslarKÍs Ausfurslraatí 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.