Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 03.04.1973, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN briöjudagur 3. apríl 197:i. Kveðjuorð Olafur Júlíusson byggineafrœðingur F. 19.3. 1924 - D. 26.3. 1973 begar ég uppburðarlitill strákur að austan hafði tyllt mér i sæti og beið þess með ofurlitið kviðablandinni eftirvæntingu að hæfist hin fyrsta kennslustund min i Menntaskólanum á Akur- eyri, beindist athyglin fyrst að hávöxnum toginleitum og litiö eitt krangalegum unglingspilti, sem tvisteig uppi við kennaraborðið og beið þar, unz kennarinn var kominn til sætis og þeir höfðu skipzt á fáeinum orðum i hljóði. Innan skamms komst ég á snoðir um, að þetta var höfuð bekkjarins og heillavinur, Óli inspektor kallaður innan skólaveggja, en Óli Júl utan þeirra. Ekki var langt á vetur liðið, þegar þar var komið kunnings- skap okkar, að okkur fannst hvergi nærri nóg að sitja i sömu stofu nokkrar stundir á dag við misjafnlega virta þagnarskyldu, heldur urðum að framlengja dag- legar samvistir um marga tima, ja einatt fram á nótt, enda voru þá önnur efni á dagskrá, sem enginn þurfti að geispa yfir. Ólafur Júliusson varð snemma vinmargur. Menn löðuðust að honum ósjálfrátt, þvi að hann var að eðlisfari ljúfur i lund, hlýr og þóttalaus i viðmót, jafngeðja, gamansamur og fram úr skarandi hjálpfús. Mætti ég muna honum margan greiða á langri samleið og þann afdrifarikastan, þegar ég vegna illra atvika varð að ganga upp i skriflegri stærð- fræði á stúdentsprófi, án þess að hafa nokkurn tima séð sumar kennslubækurnar i þessari grundvallargrein stærðfræði- deildar. Daginn áður gerði Óli sér óbeðinn ferð niður i Jerúsalem, þó að hann hefði náttúrlega meira en nógu að sinna. Magnús Torfi hefur likiega flúið sviðið, þegar honum varð ljóst, að hér ætti að fara að fremja þann svarta- galdur, sem gengið gæti af filhraustum máladeild- armanni dauöum. Óli settist hjá mér við borð og byrjaði af einstakri þolinmæði að innvigja mig i óumræöilega skelfileg dæmi með ótal svigum inni i nokkru færri hornklofum vernduðum fáeinum slaufusvigum og aftan og ofan viö þessi tákn litlar tölur, sumar jafnvel i minus, muni ég rétt. Herdis min blessuö færði okkur kaffi til að örva heila- frumurnar. begar ég var alveg að bugast, rak Óli upp hressandi hlátur, sem fleytti mér áfram enn um nokkra stund. Þannig héldum viö áfram eilifðartima að mér fannst, um annað var ekki að ræða, sagði Óli, þvi að eitthvað þessu likt yrði áreiðanlega fyrir okkur lagt morguninn eftir og teldist eitt hið léttasta. Ójá, eitt hið léttasta. Hann átti kollgátuna, og fyrir bragðið fékk ég þó ekki minus 23 á þessu örlagarika rúna- þingi. Þegar það vitnaðist, urðu báðir kátir, klingdu glösum með ærslum, og sannaðist hér sem löngum, að sigur nemandans fær kennaranum dýpstrar gleði, þó að hinu gagnstæða heyrist einatt haldið fram. Þótt Óli væri á æskuárum alls ekki hraustlegur og liklega ekki mjög sterkbyggður fremur en margir aðrir, sem taka hratt út vöxt og verða hávaxnir ungir, var hann samt vasklegur i allri fram- göngu. Þegar farnar voru skiöa- ferðir i Útgarð, var hann öðrum þolnari að þramma brekkur, leikinn að svifa og sveigja með tvær fjalir undir fótum, svo að ekki leyndi sér, að hann var úti- vistum vanur og naut þeirra. Ég sé hann líka fyrir mér á mána- björtu kvöldi brunandi á skautum um skyggðan is á Akureyrarpolli og man, að mér þótti mikið til kunnáttu hans koma. Siðar á ævi hafði hann aö minnsta kosti um skeið yndi af að ganga með ám og huga að laxi. Ólafi Júliussyni var margt til lista lagt. t menntaskóla var hann fremsti myndasmiður bekkjarins og kannski sá eini, sem góðvinur okkar, Jónas Snæbjörnsson frá Hergilsey, gat af vænzt að léti réttmætar vonir hans um æðri árangur erfiðis sins rætast með verðugum hætti. Tónlistin átti rik itök i honum. Hann lék af fingrum fram lystilegustu lög á slaghörpu eöa gitar, og það var eins og gleöin gneistaði út frá manninum öllum og kveikti i nærstöddum, svo að jafnskjótt og Óli var setztur við hljóðfæri, dunaði allt af söng og gáska. Áttum við félagar marga ógleymanlega stund uppi á kvisti og siðar i litla herberginu hægra megin við inn- göngu niðri heima hjá Óla i Oddeyrargötu 24, þvi að vinir hans voru vinir heimilisins alls og alltaf velkomnir eins og heima- menn væru. Og svo einn góðan veðurdag var allt i einu komin kornung og gull- falleg stúlka i spilið. Það var svo sem auðvitað. Fastavinkonur eru ekki alltaf eins velkomnar og þær halda i hóp glaumgjarnra æsku- félaga, sem eru enn svo ungir, að hugsunin um að festa ráð sitt er þeim fjarlægari en sjöstjarnan. Hér fór þó allt á bezta veg: Óli hafði að visu án þess að spyrja okkur leyfis bætt nýjum félaga i hópinn, en valið af þeirri kost- gæfni, að á þrjátiu árum sem siðan eru liðin hafa þau Óli og Góa alltaf vakað saman i huga okkar og við nefnt þau i sömu andrá bæði. Það breytist tæplega þá stund sem við eigum eftir, þótt örlögin framfylgi sinum áskilda rétti til að afmæla okkur ævi- brautir mislangar og undarlega mislagðar, að manni finnst stund- um. A menntaskólaárunum lét ég mér helzt til hugar koma, að Ólafur legði á listamannsbraut að loknu stúdentsprófi. 1 þá átt bentu hæfileikar hans, og honum var sitthvað rikulega gefið, sem við þykjumst rekast oftar á hjá lista- mönnum en öðrum og köllum listamannsskap. Sú varð þó ekki raunin á. Getur margt hafa valdið ogkannski ekki hvað sizt, að fyrir þremur áratugum var jafnvel enn óbjörgulegra en nú að nema land i einyrkjasveit islenzkra lista: jafngilti nánast að segja sig til sveitar fyrir lifstið, og ungum fullhuga er að vonum flest annað geðfelldara. Hann innritaðist i Háskóla Islands haustið 1944 og stundaði þar nám i læknisfræði i tvö ár, en varö þá frá að hverfa vegna fjárskorts, hvarf út i at- vinnulifið til að afla sér tekna til nýrrar atlögu, var kennari við Gagnfræöaskólann á Siglufirði veturinn 1947-’48. Haustið 1948 tók hann þá stefnu, sem úrslitum réö um ævistarf hans: hann fór til Sviþjóðar, hóf nám i byggingafræði við Stock- holms Tekniska Institut og lauk þvi með sæmd á lágmarkstima. Hér lágu nú leiðir okkar saman á ný eftir nokkurra ára dorg á ýmsum miðum. Sem vænta mátti, var Óli ekki fyrr kominn tii Stokkhólms en hann var orðinn helzti forkólfur allrar félags- legrar athafnasemi i nýlendunni, formaður stúdentafélagsins og hrókur mánaðarlegs fagnaðar þess. Góa vann að ljósmynda- gerð, fyrst hjá tveimur ungum einkaljósmyndurum, Hans Malmberg og Sven Gilsáter, sem löngu eru frægir orðnir viða um lönd, en siðar réðst hún til starfa hjá stórblaðinu Dagens Nyheter, var valin úr hópi þrjátiu um- sækjenda og vann þar við annan mann hin vandasömustu störí fyrir heimspressuna. Þótt kaupið væri ef til vill ekki tiltakanlega hátt, nægði þaö til að allt bjargaðist i efnahagslegum sök- um. Reyndi ekki litið á Góu á Stokkhólmsárunum fremur en stundum endranær, þvi að heimili þeirra Óla varð vinsæll mótstaður margra islenzku stúdentanna i borginni. Hlaut ég oft að undrast. hvernig Óli gat fengið tima og næði til að rækja námið af þeirri alúð, sem hann gerði, og eins stillingu þeirra hjóna að reka ekki aðsteðjandi gestastóöið af hönd- um sér. En það var þá helzt hætta á þvi. Nei, hér var öllum vel tekið. og þau kunnu á þvi undralag, Óli og Góa, að breyta óviðbúin skyndifundum virkra daga i hátiðarstundir, sem manni var afskaplega tjúft að teygja úr langt fram yfir allt, sem góðum gestasiðum heyrir. Þannig stál um við lifi þeirra i smápörtum ai hjartanlegu samvizkuleysi og byrjuðum að hlakka til næstu inn rásar, um leið og við kvöddum Ólafur útskrifaðist sem byggingafræðingur vorið 1950 og vann eftir það i Sviþjóð um skeið til að afla sér starfsreynslu i grein sinni, fyrst hjá sænsku fyrirtæki, siðan hjá Stokkhólmsborg. Vorið 1951 sneri hann heim til starfa, vann hjá Laxárvirkjun um hrið, en réðst árið 1954 til Gisla Halldórssonar, arkitekts. Árið 1961 stofnuðu þeir Gisli ásamt Jósef Reynis sameignarfélagið Teiknistofuna sf. og þar vann Ólafur allt til hinztu stundar. Eftir að við komum heim og settumst að i Reykjavik fyrir réttum 20 árum, tókust að sjálf- sögðu tengsl með fjölskyldum okkar á ný, enda urðum við nágrannar um nokkurra ára skeið og samgangur þá hægur milli heimilanna. Árið 1955 urðu þau hjónin þeirrar gæfu aðnjótandi að eignast litla stúlku, Bergþóru Sif, yndislega fagurt skýrleiksbarn, sem óx og dafnaði við djúpa heimilishamingju. En skyndilega skyggði yfir. Aðeins sex ára að aldri veiktist Sif litla af sjúkdómi, sem mannlegur máttur fékk ekki sigrað. Missir einkabarns, sem lengi hefur verið beðið i þögulli þrá, er meiri mannraun en hægt sé að gera sér i hugarlund. En þau báru sorgina saman eins og hetjur, Óli og Góa, og aldrei var tign þeirra sem þá. Svo fer þeim, sem i mikla lifs- reynslu rata og eiga innri burði til að bera hana Ólafur Júliusson var ekki fæddur með silfurskeið i munnin- um. Þau Góa létu sér vel lynda að búa við sligaðan bekk, skældan stól og borð úr kassafjölum á frumbýlingsárunum, sem urðu býsna mörg vegna þess hve fundum þeirra bar snemma saman. Siðar höfðu þau rúm fjár- ráð og kunnu það vel að meta. Þá veittu þau sér ýmislegt sem hugurinn girntist, en heiðurs- fátæktin áður ieyfði ekki. Þau voru i rauninni alltaf að setja saman bú, og gaman var að fylgjast með af hvilikri hug- kvæmni og natni þau gerðu það. Bæði voru snillingar i höndunum, Góa ekki siður en hann, og gerðu sjálf eftir eigin höfði margt, sem við klaufar verðum að sækja til annarra eða láta ógert. Aldrei kom maður svo til þeirra, að ekki hefðu bætzt við einhverjir fallegir hlutir, sem þau höfðu búið til eða fundið á ferðum sinum innan lands og utan. Smám saman voru þau búin að eignast auk muna til heimilisprýði svo álitlegt safn af gömlum islenzkum gripum og erlendum grimum, að ég hygg óviða sé annað eins i einkaeigu hér á landi. Ólafur Gunnar Júliusson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur á Akureyri hinn 19. marz 1924, sonur hjónanna Júliusar Jóhannessonar og Bergþóru Bergvinsdóttur. Þau eignuðust þrjá syni, og var ólafur þeirra yngstur. Albræður hans báðir eru búsettir á Akureyri. Auk þess ólu þau Bergþóra og Július upp fósturdóttur, sem nú er látin. Móður sina missti Ólafur, þegar hann var um 18 ára aldur. Faðir hans giftist aftur og eignaðist i seinna hjónabandi fjögur börn, sem öll eru á lifi. ólafur fórst með flugvél Björns Pálssonar inni á hálendi tslands mánudaginn 26. marz s.l. Eftirlifandi kona hans er Sigurbjörg Kristfinnsdóttir, ljósmyndara á Siglufirði, Guðjónssonar. Heimili þeirra er að Reynimel 37. Lokið er fyrri umræðu um fjárhagsáætlun Kefla- víkurbæjar, en seinni umræða um hana hefur ekki enn farið fram. Niður- stöðutöiur áætlunarinnar eru 148 miljónir 660 þúsund, og er þá ekki gert ráð fyrir 10% aukaútsvari á gjaldendur vegna viðlaga- sjóðs. Niðurstöður fjárhagsáætlunar frá i fyrra, þá með 10% aukaút- svari og 11,5 miljón króna láni, voru 145 milj. 180 þúsund. 1 ár eru útsvör áætluð 85 miljónir, en voru áætluð, með Þótt Ólafur Júliusson hefði um tvitugsaldur hugsað sér annað lifsstarf en hann siðar valdi, veit ég ekki betur en hann yndi hlut- skipti sinu vel. Annars þekkti ég ekki innan frá þann heim, sem hann vann i virka daga: vettvang stofnana og stórathafnamanna, sem mikinn hlut ætla sér i verald- legu umstangi þjóðlifsins og byggja úr stáli og steini. Eðli starfsins haslaði honum völl, og hann veikst aldrei undan vandan- um. Hann var vikingur til verka og vann siðustu 20 árin óhóflega mikið, að mér fannst.þvi hann var ekki heill i baki og oft sárlega þjáður. En hann hló að þvi, enda tjóaði ekki að tauta. Teiknistofan hafði stór og mörg verkefni að annast um landið þvert og endi- langt. Þegar Ólafur sat ekki við teikniborðið, var hann i sifelldum ferðalögum við undirbúning verka eða eftirlit með fram- kvæmdum. Úr einni slikri ferð var hann að koma, þegar landið kallaði hann til sin fyrirvara- laust. Ég get. mér til, að örlögum sinum hafi hann mætt með gamanyrði á vör: nú ætti aldeilis að reyna i þeim karlmanns- lundina, og hlegið við til að hressa upp á samferðamennina. Að minnsta kosti hefði það verið svo likt honum, að mér finnst ég heyra bjartan hlátur hans i öræfakyrrðinni. Dauðinn er óumdeildasti veru- leiki lifsins og stærsta blekking. Það er fullkomin fjarstæða að hugsa sér þennan lifsglaða gæða- dreng látinn. Við erum að sönnu höggdofa og döpur á óvæntri kveðjustund, en vitum þó, að orðum hins heiðna skálds um ódauðleika orðstirsins góða verður aldrei hnekkt. Kæra Góa min. Hvað gæti ég sagt þér til harmléttis, sem þögnin segði ekki betur? Mér er ekki gefin trú á æðri máttarvöld. En mannssálir hef ég séð koma skirari úr eldraunum, sem margan hefðu bugað. Eg trúi þvi, að þær hafi átt og eigi ætlunarverk að vinna meðal mannanna á jörðinni. Ég dáist að, hve táp- mikil manneskja þú ert og stór i raun. Ég þakka ykkur Óla langa vináttu og tryggð og votta þér dýpstu samúð. Einar Bragi 10% aukaálagi, siðasta ár 78 miljónir. Aðstöðugjöld eru áætluð 10,2 milj., en voru 7,5 milj., fast- eignaskattur 17 milj., var 15 i fyrra, jöfnunarsjóðsframlag 19 miljónir 340 þúsund, var 18,2 milj., gatnagerðargjöld eru áætluð 6 miljónir en voru áætluð 5 miljónir. Helztu útgjaldaliðir áætlunarinnar eru: Til tækja- kaupa og verklegra framkvæmda 42 miljónir 371 þúsund krónur og á trúlega eftir að lækka um 5-10 miljónir vegna hækkaöra launa og annars tilkostnaðar. Til menntamála er áætlað að fari 24,545 miljónir og lif- trygginga og lýðhjálpar 14 miljónir 650 þúsund. —úþ. V örubilst jórafélagið Þróttur tilkynnir Framhaldsaðalfundur félagsins verður haldinn að Borgartúni 33 fimmtudaginn 5. april n.k. kl. 20.30 stundvislega. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Stjórnin I MATJURTAGARÐAR Leigjendum matjurtagarða I Hafnarfiröi tilkynnist hér með að þeim ber að greiða leiguna fyrirfram fyrir 1. mai n.k. Ella má búast við að garölöndin veröi leigö öörum. Vinsamlegast athugið aö framvisa númeri á garölandi yöar við greiöslu. Bæjarverkfræðingur FJÁRHAGSÁÆTLUN KEFLAVÍKURBÆJAR TIL 2. UMRÆÐU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.