Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.03.1974, Blaðsíða 7
‘•.Miðvi&udagiH' 13.“-nuf 1^1974. ÓÐVILJI'NN —’SÍDA 7 Herra ritstjóri, blaðamaður „hj”, aðrir vinstri jnenn. Tilefni bréfs mins er frétt i blaði ykkar er birtist s.l. sunnudag undir fyrir- sögninni „Forheimskunaráróður i barnastund sjónvarps”. Ég er sannfíerður um að margir les- enda blaðsins eru einlægir aðdá- endur Krists og einnig að margir þeirra, sem telja sig beinlinis vera fylgjendur hans, geta ekki annað en hrifist af þjóðfélags- gagnrýni þeirri, sem blað ykkar stundar. Einnig er þetta fólk ekki ósnortið af þvi, þegar málstað lit- ilmagnans er haldið fram i ýms- um tilvikum. Ýmsum mun þvi hafa þótt það heldur harkaleg sunnudagshug- vekja er þeir lásu á baksiðu Þjóð- viljans s.l. sunnudag. Ég fyrir mitt leyti kýs að ræða málið i ykkar eigin málgagni fremur en að hefja ófrjóar deilur úr meiri fjarska. Það er mjög athyglis- vert, að áhugi trúaðra kristinna manna og sósialista beinist að svipuðum svæðum á jörðinni og oft einnig að mjög likum vanda- málum innan vestrænna þjóðfé- laga. Leiðir okkar mætast þegar við viljum gjörbreyta þjóðfélag- inu og færa það til betri vegar. Ég þarf ekki að fræða þá, sem eru sæmilega að sér, að hér greinir á um leiðir. Meginástæðan er ólikur skilningur á eðli mannsins. Sósialistar byggja á fullkomleika mannsins en telja að fyrst og fremst þurfi að breyta þjóðfélag- inu, en trúaðir menn vita að mað- urinn er breyskur og ófullkominn og telja að einu raunhæfu varan- legu umbæturnar á þjóðfélaginu náist þegar einstaklingurinn nálgast skapara sinn og verður fyrir endurnýjung hugarfarsins. Þjóðviljinn hefur oft skýrt frá ýmsu þjóðfélagsranglæti, sem viðgengst i Eþiópiu, en ég get fullvissað ykkur um það að kristniboðarnir vita miklu gerr um það en þið getið gert ykkur i hugarlund. Þeir hafa fengið að þreifa á þvi árum saman. Þeir hafa lika unnið að miklu raunhæf- ari umbótum á þjóðfélaginu en öll venjuleg þróunarhjálp fær áork- að. Undirokaðir þjóðflokkar fá menntun og heilbrigðisþjónustu. í fyrsta sinn kynnast þeir fólki, sem hefur meiri menntun og að- stöðu, en umgengst þá þó eins og jafningja. Þeim er boðað að þeir séu dýrmætir i augum Guðs og að allir menn séu jafnir fyrir honum. Má benda á, að mat yfirvalda i þróunarrikjum á kristniboðum er oft mjög á sama veg og mat þeirra á sósialistum. Kristniboð- um er legið á hálsi fyrir að upp- fræða hina undirokuðu þjóðflokka og þar með vekja hjá þeim sjálfs- meðvitund og vitund um rétt þeirra sem einstaklinga i þjóðfé- laginu. Þessu eru hinar rikjandi stéttir litt hrifnar af og gera allt, sem i þeirra valdi stendur, til að hindra kristniboðana i starfi. Þessir kristniboðar fá harðan og óvægilegan dóm i umræddri grein. Eftirfarandi orðalisti sýnir það: Forheimskunaráróður, sál- ORÐIÐ ER FRJÁLST sýkisfullyrðingar, úrelt hvitra- manna-viðhorf, miðaldalegt kristniboðsefni, myrkraöfl! Þetta orðasafn vekur þó fyrst furðu þegar þess er gætt af hverju blaðamaðurinn hneykslast svo mjög. Það eru eftirfarandi um- mæli: „Meðan allt leikur i lyndi geta heiðingjarnir verið glaðir...” Ef ekki er annað lagt i þessu um- mæli en það sem i þeim stendur, þá er varla mikil ástæða til að hneykslast. Þetta eru almenn og mjög svo mannleg ummæli. Hvað ef ég segði t.d.: „Meðan allt leik- ur i lyndi geta Islendingar verið glaðir...” eða „Meðan loðna veið- ist geta íslendingar verið glað- ir...”? Þetta er einföld framsetn- ing á staðreyndum þannig að börn geta skilið hvað verið er að segja. Svipað er að segja um hina tilvitnunina: „Strax og eitthvað kemur fyrir leiðinlegt eða vont, þá eiga heiðingjarnir ákaflega bágt”. Ég leyfi mér að halda þvi fram, að frú Katrin Guðlaugs- dóttir sé ekki slæm kona,og tel þá raunar nokkuð blinda sem ekki sjá kærleikann að baki þessara orða. Hitt er annað mál að vel má skilja þessi ummæli svo að heið- inginn eigi erfiðara með að mæta mótlæti en við. Þetta treysti ég mér vel til að rökstyðja hér á eftir. t umræddri grein kemur ekki fram nein rökstudd gagnrýni á ummælum Katrinar. Hins vegar er farið mjög fögrum orðum um rökstuðning barna- timaráðs. Sá rökstuðningur kvað byggjast á skynsemi og menntun. Ég leyfi mér hins vegar að halda þvi fram að skilningur barna- timaráðs á nefndum ummælum lýsi fyrst og fremst lifsskoðun nefndarmanna. Þeir eru að þvi leyti ekki ósvipaðir okkur hinum. Eins og sjá má af upphafi máls mins þá gætir allmikillar van- þekkingar á grundvallaratriðum kristinna sjónarmiða i nefndri grein, en einnig gætir mikillar vanþekkingar á hugsunarhætti Sovésk-bandarisk viðskipti: Er jarðgassalan til USA í WASHINGTON 11/3. — Patolit- sjef, utanríkisverslunarráðherra Sovétrikjanna, hélt því fram i gær, að cf að bandariska þingið afnæmi ekki hömlur á viðskiptum milli landanna gæti það stefrit i hættu söiu á sovésku jarðgasi tii Bandarikjanna. Ráðherrann, sem hefur átt viðtal við timaritið US. News and World Report, segir, að þingið hættu? ætti að veita Sovétrikjunum bestu kjara stöðu i viðskiptum eins og Nixon leggur til, annars gæti litið orðið úr þeim möguleikum sem nú séu á viðskiptum rikjanna. Þingið hefur hikað við að veita Sovétrikjunum friðindi i viðskiptum og lánaaðstöðu vegna þess, að það vill i staðinn að létt verði á hömlum á þvi að sovét- borgarar flytji til annarra rikja — einkum Gyðingar til ísraels. Dóttir Hearsts ávítar foreldrana SAN FRANSISCO 11/3 — Pat- ricia Hearst, dóttir miljónamær- ingsins og blaðakóngsins Itand- olphs Hearsts yngri, hefur sakað foreldra sina um að þeir verði ckki við kröfum manna þeirra sem hafa rænt henni. Foreldrum stúlkunnar barst segulband, þar sem kona úr sam- tökunum SLA hélt þvi fram að fjölskyldan hefði ekki orðið við kröfum mannræningjanna um út- hlutun matvæla meðal fátækra. Þá heyrðist rödd Patriciu sem sagði að matur sá sem útdeilt hefði verið væri slæmur, og bað hún þess að auki að orðið yrði við kröfum SLA um frekari matar- gjafir fyrir fjórar miljónir dala, en þegar hefur verið úthlutað fyr- ir tvær miljónir. Stúlkan hefur verið i haldi i fimm vikur. kristniboða nútimans og fordóma i garð kristniboðsvina. Minnsti skerfur, sem hægt er að ætlast til að við leggjum til friðar i heimin- um i dag,er, að við reynum að skilja hvert annað, en það er jafn- framt einn sá mikilvægasti. Heið- ingjarnir, eða svo að ég sé ná- kvæmari, þjóðflokkar Suð- ur-Eþiópiu, eiga erfiðara með að mæta ýmsu mótlæti en við. Hvað efnislegu hliðina varðar er það öllum landslýð ljóst. Likamlegt þrek er minna vegna næringar- skorts, varaforði er enginn til að mæta óáran, þekking nær litið út fyrir hið daglega reynslusvið og samhjálp er mjög bundin við eig- inn þjóðflokk. Einnig tel ég um- mæli Katrinar rétt þegar þau eru meint andlega. Til að færa frekari sönnur á mál mitt leyfi ég mér að vikja að persónulegum kynnum af þessu fólki, er ég dvaldist með- al þess i 1 ár. A ferðum minum kynntist ég mismunandi þjóðflokkum. Það má aðgreina hirðingja og akur- yrkjumenn. Akuryrkjumennirnir eru þjáðir af mikilli hjátrú, ótta. við illa anda, fjötraðir af fórnar- kvöðum og öðrum hlutum, sem of langt mál yrði að gera grein fyrir. Þetta kannast þeir vel við, sem hafa lesið sig til um Konsó-þjóð- flokkinn. Hirðingjarnir eru ekki eins bundnir af hjátrú. Ég kynnt- ist Bórönum allnáið. Oft varð mér hugsað til þess að þeir væru likir forfeðrum okkar tslendinga. Æðrulausir, vinir vina sinna, grimmir óvinir óvina sinna, gest- risnir eftir formúlum en lög þjóð- félagsins óhagganleg og mörkuð heiðni með barnaútburði og manndrápum, einnig eftir for- múlum. Ég átti erfitt með að slita mig frá þessu fólki, það hafði vissa persónutöfra, en ég var jafnviss um að það þarfnaðist Drottins og átti rétt á þvi að heyra fagnaðarerindið um Krist. Hirð- ingjar eru á undanhaldi um allan heim. Ég óttast um framtið þess- ara vina minna. Ég er sannfærð- ur um að trúin og viss þekking geturgættþá sveigjanleika og að- lögunarhæfni til að standast breyttar aðstæður. Til þess að orð min verði ekki misskilin, vil ég taka fram, að hinn svokallaði siðmenntaði mað- ur þarf engu siður á styrk trúar- innar og Guðs náð að halda en heiðinginn. Það er enginn mannamunur. Rvik. 11. mars 1974 Gisli II. Friðgeirsson Greiðslur póstgíró- þjónustu á orlofsfé Orlofsmái voru tii umræðu á fundi efri deildar alþingis i fyrra- dag i sambandi við tillögu um að heimila skólafólki að taka allt orlof sitt utan orlofstimabilsins og fá orlof sitt greitt, er það óskar, á þvi orlofsári, er orlofsréttur myndast. Helgi Seljan beindi þeirri fyrir- spurn til Björns Jónssonar, félagsmálaráðherra, hvernig til hefði gengið með framkvæmd nýju orlofslaganna frá 1972, en með þeim var ákveðið að hætta við fyrra fyrirkomulag er byggðist á orlofsmerkjum. Sagðist Helgi hafa orðið var við margar kvartanir yfir þjónustu pósthúsa i sambandi við framkvæmd hinna nýju laga. Björn Jónsson,félagsmálaráð- herra,sagði, að gamla merkja- kerfið hefði gefist illa, sér- staklega vegna þess hve fáir virtu það. Meirihluti atvinnurekenda var farinn aö greiða orlofsféð jafnóðum með kaupi. Sem dæmi nefndi Björn, að i Vestmanna- eyjum komu t.d. aðeins fram merki fyrir krónur 50 þús. siðasta árið, sem gamla kerfið var I gildi. Orlofsféð var greitt með kaupinu, og flestir litu á það, sem hvern annan eyðslueyri, og þannig glataði það upphaflegum tilgangi sinum að gera mönnum kleift að hagnýta sér sumarleyfi. 1 samráði við verkalýðssamtökin var þessu þvi breytt árið 1972 með nýjum lögum. Reynslan af framkvæmd þeirra hefur að sumu leyti verið góð, en að öðru leyti slæm. sagði Björn. Nú er talið að um 700 miljónir króna verði i orlofssjóði i vor til greiðslu hjá póstgiró, en var innan við 200 miljónir hjá merkjakerfinu undir lokin. Hins vegar eru greinargerðir frá Póst- giróþjónustunni ekki nægilega fljótar að fara gegnum kerfið, og of erfiðlega gengur fyrir menn að fá upplýst, hvað þeir eiga inni. Einnig hafa komið fram veru- legar skekkjur, sem þurft hefur að leiðrétta. Ráðherrann kvaðst hafa rætt þessi mál itarlega við þá aðila hjá Pósti og sima, sem ábyrgð bera á framkvæmdinni, og væri talið, að hér væri um byrjunarörðugleika aö ræða, sem ráða mætti bót á. Það væri t.d. fyrst nú fyrír mjög skömmu siðan, að nauðsynlegar vélar væru fyrir hendi. Nýjustu pappírskiljur Máls og menningar Ódýrar- handhægar Hnmm • c=J=!kiuur Lrnst Rsdier cm listþörfina Mál og menning

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.