Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 1
UOmiUINN Laugardagur 13. júli 1974 — 39. árg. —122. tbl. IPOTEK OPIÐ GLL KVOLD TIL KL. 7, I NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SlMI 40102 Rar ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON Miljóna tjón hjá KEA Smábátaútgerðin á Akureyri er vin- } sælt tómstundagaman bæjarbúa. Á j ferð okkar um Akureyri fyrir } skömmu var komið við í Smábáta- | höfninni og Sandgerðisnót, en þar eru aðalbækistöðvar trillukarlanna. NÓTALINGUNUM Á AKUREYRI FJÖLGAR Akureyri var sótt heim af blaöamanni Þjóöviljans um siö- ustu heigi. t blaöinu i dag er aö finna myndir frá þeim aldna höfuöstaö Norölendinga, þar sem byggö blómstrar og velsæid eykst meö degi hverjum. A ferðinni eftir strandlengju kaupstaðarins var Jón Hall- dórsson bilstjóri tekinn tali, en hann var að dytta aö trillu sinni i smábátahöfninni. — Jú blessaður vertu, hér er allt fullt af smábátum og trill- um. Aðstaðan hér i smábáta- höfninni og i Sandgerðisnót er enda alveg stórgóð og virðast bæjarbúar kunna vel að meta ánægjuna af þvi að fást við eigin útgerð i fristundum. Ég sé ekki betur en að bátunum i Sand- gerðisnót sé að fjölga töluvert svo að það er greinilegt að það væsir ekki um nótalingana eins og við köllum bátaeigendurna þar. — Eru margir sem hafa at- vinnu af trilluútgerð? — Það eru sennilega allt að 8 manns, sem ekki gera annað en að róa út á fjörð og sækja Akur- eyringum i soðið. Það er tölu- vert af þorski út á firðinum og við veiðum hann þar á handfæri og línu. — Og þú ert bara með bátinn i slipp. — Já, ég ætla aðeins að snyrta útlitiö áður en ég legg aftur út á f jörð. Ég fór nokkrum sinnum út i vor, og ætli maður reyni ekki að bæta nokkrum ferðum við siðar i sumar. Það er alveg nauðsynlegt að draga að sér sjávarloftið svona við og við. —gsp þegar ketill sprakk i kjötiðnaðar «• stöðinni og braut niður veggi, glugga og karma auk þess sem matvœli og vélar stórskemmdust Miljóna- ef ekki tug- miljóna-tjón varð á kjöt- iðnaðarstöð KEA í fyrré- nótt, þegar stór vatnsketill sprakk í loft upp með þeim afleiðingum að innveggir brotnuðu, þak hússins skemmdist, gluggar og gluggakarmar þeyttust út, vélar í vinnslusalnum stór- skemmdust, auk einhvers af matvælum. Sprengingin varð á fimmta timanum i fyrrinótt. Að sjálf- sögðu var enginn maður við vinnu i húsinu, en vaktmaður var á staðnum og sakaði hann ekki. Fulltrúi kaupfélagsstjórans á Akureyri sagði Þjóðviljanum i gær að þarna hefði orðið margra miljóna tjón, og þegar reksturs- tapið er tekið inn i dæmið verður tjónið sennilega uppá tug miljóna. Að sögn fulltrúans tekur við- gerð margar vikur, og liggur þvi kjötiðnaðarframleiðsla KEA nið- úr á meðan. Að sögn lögreglunnar á Akur- eyri liggur ekki fyrir hvað olli sprengingunni, en vaktmaður hafði nýverið litið inn i ketilhúsið og þá einskis orðiö var. Ekki olli sprengingin neinu tjóni á nær- liggjandi húsum, en stöðin er á Oddeyrartanga. —S.dór Jón Snorri Þorleifsson um aðgerðir steypustöðvanna: MESTTIL AÐ SYNAST — Þessar aögeröir steypu- stöövanna eru mest til aö sýnast, geröar I þeim tilgangi aö þrýsta á rikisvaldiö, sagöi Jón Snorri Þor- leifsson formaöur Trésmiöafé- lags Reykjavikur er viö spuröum hann áiits á því hvort sú ákvöröun steypustöövanna aö loka fyrir öll lánaviöskipti myndi hafa sam- drátt I byggingariönaöinum i för meö sér. — Ef að steypustöðvarnar fara nákvæmlega eftir þeirri auglýs- ingu sem þær birtu, þ.e.a.s. engin lánaviðskipti, þá auðvitað hrynur byggingariðnaðurinn saman. Þess vegna er það min skoðun að þeim sé ekki stætt á þvi að gera þetta, og verður heldur ekki gert, um það er ég sannfærður. Þær stöðva aldrei lánaviðskipti til Framhald á bls. 13 Lúðvík Jósepsson bankamálaráðherra lýsir yfir andstöðu við vaxtahœkkunina „Vaxtahœkkunin er einhliða ákvörðun Seðki hai i kai i s' Þjóðviljinn hafði sam- band við viðskiptaráðherra Lúðvík Jósepsson í tilefni af tilkynningu Seðlabank- ans um vaxtahækkun, en sem kunnugt er fer við- skiptaráðherra með mál- efni bankanna. Lúðvik sagði: ,,Ég vil taka fram að hér er að- eins um einhliða ákvörðun Seðla- bankans að ræða. Stjórn Seðla- bankans hefur tvivegis áður leit- að til rikisstjórnarinnar til sam- ráðs um þessi mál, og vegna ein- dreginna tilmæla rikisstjórnar- innar hvarf stjórn Seðlabankans frá fyrri fyrirætlunum sinum. En nú telur hún, aö hún geti sam- kvæmt lögum tekið þessa ákvörð- un einhliða, þar sem nú sé aðeins um bráðabirgðarikisstjórn aö ræða og þvi sé eðlilegt að vilji bánkans eins ráði. Þessi ákvörð- un um hækkun vaxtanna er tekin algjörlega i andstöðu við mig sem bankamálaráðherra. Ég hef lýst haröri andstöðu við þessar fyrir- ætlanir og tel að þær séu hið mesta óráð, eins og nú háttar i okkar efnahagsmálum. Astæðurnar eru m.a. þær, að hækkun vaxta lendir alltaf út i verölagið, verslunin gerir kröfur til að velta þessu af sér út i verð- lagið, innlendur iðnaður gerir kröfur til að velta af sér hækkuð- um vaxtaútgjöldum út i verðlagn- inguna, og allur rekstur gerir hið sama. Nú, landbúnaðarvörurnar gera það jafnóðum og þetta kem- ur. Þvi er það, að hér er um að ræða ráðstöfun að minum dómi, sem þýðir óhjákvæmilega aukna dýrtið, og það er mjög hætt við þvi að þegar aukið er við það dýr- tiðarvandamál sem við er að glima að þá leiöi það fremur en ella til meiriháttar gengisfelling- ar. En gengislækkun er einmitt það versta sem getur komið fyrir sparifjáreigendur þvi það þýðir að með einu handbragöi er kaup- máttur sparifjár skorinn niður. Þessi ráðstöfun sem nú er gerö, er gerð gegn mlnum vilja og gegn vilja ríkisstjórnarinnar og er ein- hliða ákvörðun bankaráðs Seðla- bankans, og ég lýsi yfir algerri andstöðu minni við þessa fram- kvæmd.” VEXTIR HÆKKA UM 4% Seölabankinn ákvað i gær al- menna vaxtahækkun sem nemur almennt um fjórum próscntum. t greinargerö Seölabankans scgir aö tilgangurinn meö hækkuninni sé aö bæta sparifjáreigendum þaö tjón scm þeir hafa oröiö fyrir vegna veröbólgu og aö draga úr þvi jafnvægisleysi sem rikt hefur varöandi innlán og útlán bank- anna. Fyrstu fimm mánuði ársins hafi innlán verið um helmingi minni en á sama tima i fyrra. Á sama tima hafi sókn i lán stór- aukist og útlánin aukist um 60 prósent. Nú sé ætlunin að rétta að nokkru hlut sparifjáreigenda, þvi að lántakendur hafi stórlega hagnast á þeirra kostnað. Þessi stefna um sveigjanlega vexti, sem nú hafi veriö tekin upp, sé auðvitað sama eðlis og verð- trygging sparifjár, en oft hafi verið rætt um visitölubætur á sparifé. Seðlabankinn bendir á, að vext- ir hafi hækkað I mörgum Evrópu- löndum að undanförnu vegna verðbólgu þar, og séu þeir t.d. 13—18 prósent I Danmörku, Eng- landi og á ttaliu. Samkvæmt ákvörðun Seðla- bankans hækka almennir spari- sjóðsvextir úr 9% i 14%, vextir á eins árs bókum hækka úr 12% i 14% og vixlavextir hækka úr 12,5% i 16%. Seðlabankinn tók ákvörðun um hækkun vaxta án tilstuðlunar rik- isstjórnarinnar, enda hefur hann vald til þess lögum samkvæmt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.