Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 13.07.1974, Blaðsíða 4
4 SÍÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 13. júH 1974. Slðari helmingaskiptastjórnin undir forsæti ólafs Thors. Fyrsta vinstri stjórnin 1956—58 undir forsæti Hermanns Jónassonar. Erfið fœðing hjá helminga- skiptastjórn i fyrstu greininni um stjórnarmyndanir s.l. 30 ár var gerö grein fyrir utan- þingsstjórninni/ nýsköp- unarstjórninni og stjórn Stefáns Jóhanns. í þessari grein verður fjallaö um stjórnarmynd- anir eftir inngöngu íslands í Atlantshafsbandalagið og þá m.a. um hinar frægu helmingaskiptastjórnir i- halds og framsóknar sem sátu frá 1950—56. Rikisstjórn Stefáns Jóhanns sem kom til valda I febr. 1947 sat traust i sessi fram á árið 1949. Nokkur ágreiningur kom þá upp um stefnuna í efnahagsmálum og var Alþýðuflokkurinn á öndverð- um meiöi við Sjálfstæðisflokkinn og Framsóknarflokkinn. Haustið 1949 fóru fram alþingiskosningar, dagana 23.-25. okt. 1 þeim vann Framsóknarflokkurinn á, en bæði Alþýðuflokkurinn og Sósialista- flokkurinn töpuðu þingsætum. Sjálfstæðisflokkurinn hélt ó- breyttri þingmannatölu. Orslit kosninganna uröu þess valdandi að Stefán Jóhann baðst lausnar fyrir ráðuneyti sitt, en áður eða rétt fyrir kosningar höfðu ráð- herrar framsóknar beðist lausn- ar en aö ekki verið borið undir forseta fyrir kosningar. Stefánia fór þvi frá völdum 2. nóv. en gegndi störfum i mánaðartima eða þar til ný stjórn tók við völd- um. Ólafur Thors myndar minnihlutastjórn Litið var gert i þvi að mynda rikisstjórn fyrsta hálfa mánuðinn eða þar til þing kom saman 14. nóv. Þá hélt forsetinn ræðu og lagði þá áherslu á að mynda yrði þingræðisstjórn fyrir mánaðamót nóv./des. Hann fól fyrst Her manni Jónassyni formanni framsóknar að gera tilraun til stjórnarmyndunar, enda sá flokkur unnið mest á i kosningun- um. Þann 20. nóv. gafst Hermann upp við stjórnarmyndun vegna þess að undir þeim kringumstæð- um og eftir þessi „loðnu svör Al- þýðuflokksins og Sjálfstæðis- flokksins kom ekki til mála að eyða lengri tima til þessarar rannsóknar, þar sem von um ár- angur var íitil og helst enginn” segir i skýrslu Hermanns i Tim- anum 23. nóv. 1949. Forseti snéri sér þá til Ólafs Thors og fól honum að mynda stjórn. Eftir nokkra athugun myndaði hann minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, en hafði ekki tryggt sér hlutleysi eða stuðning frá öðrum flokkum og var þvi við- búið að fljótlega kæmi fram van- traust á stjórn hans. Hins vegar urðu þá þeir sem slikt vantraust fluttu að hafa tök á myndun nýrr- ar stjórnar. ólafia kom til valda 6. des. 1949 og sat aðeins til 14. mars 1950 eða i aðeins rúma þrjá mánuði. Þann 1. mars var sam- þykkt vantraust á stjórnina með 33 atkvæðum gegn 18 og var það i fyrsta sinn á alþingi siðan 1911 að vantrauststillaga á rikisstjórn eða ráðherra hlaut samþykki. Vantrauststillagan kom i kjölfar tillögu rikisstjórnarinnar um launabreytingar, gengislækkun, framleiðslugjöld og stóreigna- skatt, sem Framsóknarflokkur- inn gat ekki fallist á að Ólfia sæi um framkvæmd á. Fyrsta helmingaskiptastjórnin Eftir samþykkt vantraustsins ræddi forseti við formenn þing flokka og sneri sér siðan til Her- manns Jónassonar þar eð hann hafði haft frumkvæði að flutningi vantraustsstillögunnar. Hermann tók sér frest, en eftir viðræður við Sjálfstæðifslokkinn þá tilkynnti hann forseta 6. mars að hann sæi sér ekki fært að reyna stjórnar- myndun, þvi Sjálfstæðisflokkur- inn gæti ekki fallist á tillögur framsóknar i efnahagsmálum. Forseti sneri sér þá 7. mars til Vilhjálms Þórs forstjóra og bað hann að kanna möguleika á blandaðri stjórn skipaðri innan- og utanþingsmönnum. Þann 11. mars svaraði Vilhjálmur tilmæl- um forseta og lýsti sig reiðubúinn til að mynda stjórn, en stóru flokkarnir tveir hófu hins vegar fyrir alvöru samningaviðræður þegar hætta var á myndun utan- þingsstjórnar. Náðist samkomu- lag milli framsóknar og Sjálf stæöisflokksins aðkvöldi 12. mars og stjórn mynduð undir forsæti forseta Sameinaðs þings, Stein- grims Steinþórssonar, og voru þrír ráðherrar frá hvorum flokki i stjórninni, þar á meðal formenn beggja.Hermann og Ólafur. Þetta var sterk þingræðisstjórn, þvi hún hafði stuðning 36 þingmanna af 52. Ekki veitti heldur af, þvi i hönd fóru stórviðburöir eins og landganga Bandarikjahers I mai 1951. Stjórn Steingrims sat að völdum til haustsins 1953. Önnur helmingaskiptastjórn Sumarið 1953 fóru fram al- þingiskosningar og vann þá Sjálf- stæðisflokkurinn tvö þingsæti en framsókn tapaði einu. I júli þing- uöu framsóknarmenn um úrslit- in og ákváðu, að eðlilegt væri að stjórnin ætti að biðjast lausnar og semja skyldi siöan um nýja stjórn flokkanna tveggja. Þó voru uppi hugmyndir hjá framsóknar- mönnum að taka ætti kratana með i stjórn. 30. júli tilkynnti Steingrimur forsætisráðherra forseta Islands, Asgeiri Asgeirs- syni, að hann myndi innan skamms biðjast lausnar. Forseti fór fram á, aðstjórnin bæðist ekki lausnar fyrr en ný stjórn hefði verið mynduð og varð það úr. Sjálfstæðismenn reyndust alger- lega andvigir þvi að taka Alþýðu- flokkinn i samstarfið og varð þvi úr að ný helmingaskiptastjórn var mynduð undir forsæti ólafs Thors. Var þetta fjórða ráðuneyt- ið sem hann veitti forsæti. Þessi stjórn tók við völdum 11. sept. 1953 en skömmu áður sama dag hafði stjórn Steingrims Stein- þórssonar beðist lausnar. Þessi stjórn Ólafs Thors fór með völd fram til ársins 1956, en þá var komin upp deila innan hennar og framsókn farin að hugleiða að snúa sér til vinstri. t þá tið var Alþýðuflokkurinn vinstra megin við Framsókn og komu þar upp hugmyndir um, að rétt væri að koma á kosninga- bandalagi milli framsóknar og krata. Aður hafði verkalýðs- hreyfingin staðið i 6 vikna verk- falli 1955 og unniö mikinn sigur. Hafði stjórn ASl hvatt til sam- starfs milli verkalýðsflokkanna en kratabroddarnir svarað með þvi að reka Hannibal úr flokkn- um. A flokksþingi Framsóknar- flokksins I mars var ályktað að ekki væri hægt að leysa vanda efnahagsmálanna i samvinnu við Sjálfstæðisflokkinn og einnig samþykkt að beita sér fyrir endurskoðun „varnarsamnings- ins”. Lögðu kratar og fram- sóknarmenn fram tillögu þar að lútandi fyrir Alþingi og hún sam- þykkt þann 28. mars 1956. Daginn áður hafði Ólafur Thors lagt fram lausnarbeiðni fyrir stjórn sina. Var ákveðið að rjúfa þing og kosningar látnar fara fram 24. júni. Stjórnin sat hins vegar þar til vinstri stjórn var mynduð. Vinstri stjórnin 1956—58 t kosningunum 1956 var sér- staklega tekist á um herstöðva- málið. Hræðslubandalag fram- sóknar og krata reyndi að hag- nýta sér óréttl. kjördæmaskipan til að ná meirihluta á Alþingi með tæpum 40% atkvæða, en sú til- raun mistókst og þvi urðu þessir flokkar að leita til Alþýöubanda- lagsins til myndunar stjórnar. Fimm dögum eftir kosningar hóf- ust viðræður milli „Hræðslu- bandalagsins” og Alþýðubanda- lagsins um stjórnarmyndun. Fyrst var reynt að fá Alþýðu- bandalagið til að veita stjórn krata og framsóknar hlutleysi, en þvi hafnaði Alþýðubandalagið. Var mikil tregða af krata hálfu að taka „kommúnista” i stjórn, enda höfðu forystumenn flokksins m.a. Haraldur Guðmundsson,for- maður Alþýðuflokksins,lýst þvi yfir fyrir kosningar, að slikt myndi aldrei ske, það væri ekki hægt að vinna með „kommúnist- um”. Alþýðuflokkurinn leysti málið með þvi að gera Harald að sendiherra i Osló og fóru þeir Gylfi og Guðmundur l.sem ráð- herrar til samstarfs við „vonda kommúnista”. Náðist samkomu- lag milli flokkanna þriggja 21. júli og hafði Hermann Jónasson haft forgöngu um viðræður. Var hon- um falið að mynda stjórn og var stjórnin skipuð 24. júli eða mán- uði eftir alþingiskosningar. Þessi fyrsta vinstri stjórn var við völd þar til i desember 1958. Þá var kominn upp ágreiningur um lausn efnahagsmála. Forsætisráðherra Hermann Jónasson fór á ASl-þing biðjandi þar um kauplækkun, sem ekki var samþykkt af eðli- legum ástæðum,og þá hljóp Her- mann til og lýsti yfir eins og frægt er orðið,að ekkert samkomulag væri um úrræði og þvi yrði hann að biðjast lausnar. En ekki óraði framsókn fyrir þvi, að þessi krafa þeirra um kauplækkun ætti eftir að útiloka þá frá rikisstjórn i 12 löng ár. (Niðurlag næst) Þetta fór i áfengiskaup innanlands á fyrri hluta ársins tslendingar eyddu rúmlega 50 prósentum meira af fé I áfengis- kaup hér á landi á fyrra misseri þessa árs en á sama tima I fyrra. Þetta kemur fram I skýrslu Afengisvarnarráðs sem er svo- hljóðandi: Heildarsala: Reykjavik . kr. 577.681.747,00 Akureyri . kr. 74.874.950,00 Isafj .kr. 24.074.490,00 Siglufj . kr. 11.879.270,00 Seyðisfj . kr. 20.420.195,00 Keflavik . kr. 37.459.380,00 Vestm.eyjar .. . kr. 16.164.580,00 Kr. 762.554.612,00 Sömu mánuði 1973 var salan sem hér segir: Reykjavik . kr. 398.917.917,00 Akureyri . kr. 47.555.865,00 Isafj 15.246.375,00 Siglufj . kr. 6.374.285,00 Seyðisfj . kr. 12.099.460,00 Keflavik . kr. 27.733.935,00 Kr. 507.927.837,00 Söluaukning, miðað viö sama tima 1973, er 50,1%. Þess ber að geta, aö nokkrar verðhækkanir hafa orðið á áfengi. Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á þvi að gjalddagi söluskatts fyrir júni-mán- uð er 15. júli. Ber þá að skila skattinum til innheimtumanna rikissjóðs ásamt sölu- skattsskýrslu i þrirriti. Fjármálaráðuneytið 10. júli 1974. Hvernig hefur gengið að mynda ríkisstjórnir? ÖNNUR GREIN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.