Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 17.07.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. júll 1974. Minningarorð Svanberg Magnússon Á sumardaginn fyrsta lést að heimili slnu Mjósundi 2, Hafnar- firði Svanberg MagnUsson skip- stjóri. Ég veit aö væri hann staddur hér hér hjá mér sem lifandi per- sóna mundi hann segja: Ef þú skrifar um mig dauðan.Markús, vertu þá stuttorður. Ég ætla að reyna hvað ég má i þeim efnum. En þegar geta skal góðs vinar er hætta á að stfllinn geti orðið langur. Ég gekk i hús Svanbergs þennan dag eftir hádegi. Bankaði sem venja min er. Til dyra kemur kona Svan- bergs Guðrún Sigfúsdóttir að nafni. „Gleðilegt sumar, Guðrún, þakka þér fyrir veturinn,” — „Sömuleiðis”, er svarið. En til viðbótar segir Guðrún: „Hann Svanberg dó i morgun um sex- leytiö.” Mig setti hljóðan um stund, tók I hönd Guðrúnar i samúðarskyni. Svanberg hafði undan farin ár átt við vanheilsu að striða og var nýkominn af sjúkrahúsi. Hann hóf nú starf sitt að nýju hjá Kaupfélagi Hafnar- fjaröar, en þar vann hann sem starfsmaður eftir að hann varð að hætta sjómannsferli sinum, vegna vanheilsu hin siðari ár. Nokkru áður en Svanberg lést sá ég hann ganga skáhallt yfir Strandgötuna móts við Apótek Hafnarfjarðar. Þetta var hans daglega leið á vinnustaö. Ég þekkti ekki Svanberg I augna- blikinu, mér fannst hann að sjá eins og annar maður. Þegar svo er ástatt hjá mér, veit ég samkvæmt eigin reynslu, að sá er ég lit svona, á stutt ólifað. Nú gekk ég yfir götuna er ég þekkti Svanberg. Við hófum tal saman. Málefni sjómannadagsins bar á góma, þar með væntanlega byggingu á Dvalarheimili aldraðra hér i Hafnarfirði. Svan- berg var hvatamaður að þvi með setu I stjórn DAS, að hér á að hefjast handa I þvi máli. Hann var einnig hvatamaður og kom þvi til leiðar að mál þetta var upptekiö i bæjarstjórn Hafnar- fjarðar varðandi lóðaúthlutun fyrir dvalarheimili, að ég best veit. Þetta voru upplýsingar er hann veitti mér þarna á stuttum umræðufundi. Ég á ekki marga vini hér I Hafnarfirði.en þó nokkurn reiting af kunningjum, upp og ofan, sem manngerð. En þegar ég kom til Hafnarfjarðar alkominn frá vondu fólki vestra, þá er það Svanberg einn sá fyrsti hafnfirski sjómaður sem ég kynntist. Enda var hægt um vik, þar sem ég gat kallað af tröppum á húsi foreldra minna að dyrunum að Mjósundi 2. Það var lika oft gert af báðum aðilum. Ég fann strax til vinar, þar sem Svanberg var að hitta,og sú vinátta stóð til kveðjustundar og varir mér að eilifu. Svanberg Magnússon var fædd- ur aö Skarði i Skötufirði við ísa- fjarðardjúp hinn 9. janúar 1909. Foreldrar hans voru þau sæmd- arhjón Karitas Skarphéðinsdóttir og Magnús Guðmundsson. Svan- berg var elstur 10 systkina, svo snemma varö drengur að taka til hendi, enda byggðist framtið og afkoma heimilanna I þá daga á að samhjálp við foreldra hæfist svo fljótlega sem verða mátti til að létta undir og létta foreldrum sin- um þunga byrði, sem fjöldi barna skapaði þá. Þá var barneign ekki á rikisstyrk, svo sem I dag. Fyrstu árin elst Svanberg upp Svanberg Magnússon skipstjóri Hafnarfirði við Inndjúpiö sem kallað er, en fer svo til Hnifsdals með foreldr- um sinum, er þau flytja þangað, dvelur þar nokkur ár, en 1922 flyt- ur hann ásamt foreldrum sinum til tsafjarðar. Þar hóf hann sin ævistörf sem unglingur er hann gerist sjómaður hjá hálfbróður sinum Öskari, aðeins 17 ára að aldri. Þar fær hann sina fyrstu til- sögn á sjó. Hann vex nú úr grasi, gerist brátt fulltiða sjómaður, og vekur strax athygli fiskiskip- stjóra vestra, og er hann hefur lokið fiskiskipaprófi sem rétt- indamaður á hin minni fiskiskip sem stýrimaður, þá lendir hann hjá hinum landsþekkta skipstjóra Guðmundi Guðmundssyni skip- stjóra á m.b. Gunnbirni frá Isa- firði. Þetta dæmi talar sinu máli — hann er strax I áliti sem háseti og stýrimannsefni og skipstjórn- armaöur. Sjósókn Vestfirðinga er sú harðasta, er háð er við strend- ur landsins. Þaðan stunda ekki sjó, nema harðduglegir sjómenn, svo erfið er sjósókn þaðan, séri- lagi er vetur konungur þjónar sinu hlutverki I fullu veldi. En Svanberg var ekki aðeins afburða sjómaður I starfi, hann var einnig sérstakur afreksmaður á sviði fé- lagsmála er varðar alla sjómenn og starfsemi þeirra. Þar var hann tveggja manna maki, en svo kalla sjómenn þá menn er skera sig úr hópnum á einhverju sviði sér- staklega. Svanberg Magnússon hóf starf sitt i Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Kára I Hafnarfiröi 1945. Hann gerist þá þegar virkur og lifandi félagi, greindur vel. Störf þau sem hann gegnir á vegum fé- lagsins eru i stuttu máli þessi: gjaldkerastörf, ritarastörf, situr þing Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands sem fulltrúi, situr Slysavarnarþing fyrir hönd Kára, situr samningafundi I kaupdeilum yfirmanna i Kára við atvinnurekendur, situr I stjórn DAS, situr I sjómannadagsnefnd Hafnarfjarðar. Þessi upptalning sýnir i skiru ljósi hve mikilvirkur félagi var hér á ferð. Og frá 1968—1972 er hann formaður Skipstjóra- og stýrimannafélags- ins Kára. Hann biðst undan endurkjöri 1972 sem formaður vegna vanheilsu. Hann starfar I félaginu i tæp 30 ár sem virkur félagi. Þvi var það i góðum tilgangi gert er ég lagði til á fundi i Kára að Svanberg yrði gerður heiðursfélagi á sjómanna- daginn I fyrra og með þvi sýnd sú sæmd sem honum bar, þvi hann bar af öllum en þó ólöstuðum látnum félögum Kára I starfi. Ég vil einnig taka það fram að rit- leikni Svanbergs var með ágæt- um svo sem fundargerðarbók Kára er til merkis um. Skriftin er hrein snilíd og frágangur allur. Svo dræmar undirtektir fékk hugmynd min um heiðursveiting- una Svanbergi til handa, að henn- ar er ekki getið I fundargerðarbók Kára, nefndan fundardag. Hér hefði betur farið á annan veg,þvi Svanberg starfaði allt sitt lif I fé- laginu sem félagi, en sniögekk dans I kringum gullkálfinn og bitlinga, sem ýmsir aðrir félags- menn I dag virðast ganga fyrir, eins og nútlmablll fyrir bensini eða hráollu, svo ekki sé meira sagt. Svanberg heitinn var fyrst og fremst sannur og trúr I starfi sem Kárafélagi, fremri öllum öðrum sem ég hef kynnst hér i Hafnarfirði á þvi sviði. Tillögur hans voru sérlaga vandaðar, stuttorðar en hnitmiðaðar um málefnið sjálft. Svanberg var einnig fiskifræðingur á máli eldri sjómanna, sjálfmenntaður. Sagði mér margar sögur um áhrif veiö- arfæra á fiskistofnana og hvernig fara mundi fyrir þeim ef ekki væri að gáð I tima. 1960, þegar misvitrir alþingis- menn á sviði sjávarútvegsmála, með mislukkaða fiskifræðinga I fararbroddi, og nefni ég hér engin nöfn, en þeir taka það til sin sem eiga, samþykktu reglugerð um að opna Faxaflóa fyrir rányrkju- veiðarfærinu (snurvoð), þá sagð- i Svanberg orðrétt við mig: Markús, innan fárra ára verða þeir búnir með allt lif hér I Faxa- Rúna, skip þeirra mága. bugt úr þvi þeir leyfðu snurvoðina, þvi sllk rányrkjutæki eru hér á ferð sem þessir menn gera sér ekki grein fyrir, enda hafa þeir enga reynslu á þessu sviði, þó þeir séu allir með háskólapróf, hvort þeir sitja á alþingi eða sveittir við að telja þorskhrogn inni á rannsóknarstofu fiskiðnað- arins. Enda var svo komið fyrir Faxaflóa 1970, að loka varð flóan- um fyrir snurvoð. Svo þarna stendur Svanberg með hærri einkunn sem sjálfmenntaður fiskifræðingur en hinir þekking- arsnauðu alþingismenn á sviði verndunar fiskistofnanna og mis- lukkaöir fiskifræðingar, sumir hverjir með háskólapróf I hand- töskunni á þvl sviði, þvi lif verður að fæðast fyrir það sem tekið er. Svanberg Magnússon var ekki einn á ferð að öllu leyti, þvi árið 1938 kvæntist hann sæmdar- og heiöurskonu sinni Guðrúnu Sig- fúsdóttur. Það er enginn einn á ferð sem á sllkan samherja sem Guðrún er. Börn þeirra urðu tvö og lifa þau föður sinn. Kynning Guðrúnar og Svanbergs varð einnig til þess að hann eignaðist fyrir mág Sigurþór Sigfússon, sjómann. Milli þeirra var sllk vinátta, sem ekki verður lýst með orðum. Hann var á heimili þeirra hjóna alla tíð sem tryggur bróðir og mágur. Og það er árið 1956, sem þeir mágar láta byggja sér opinn bát, 7 tonn aö stærð, og var gefiö nafnið Rúna, gælunafn gæfuskips. Eftir það starfa þeir mágar saman I 15 ár á sjónum. Þetta happaskip og litla fley gera þeir út héðan frá Hafnarfirði I 15 ár með þeim ágætum,að oft á tfö- um var engan fisk að fá á borð hafnfirskra húsmæðra ef Rúna var ekki á sjó. Hér á þessu litla skipi komu fram hæfileikar Svan- bergs sem skipstjóra, sem kunn- áttumanns I starfi að sjó- mennsku. Hann lauk stærra fiski- mannaprófi frá Stýrimannaskól- anum 1950. Hann náði ætið heill til hafnar þótt sjór væri stundaður, vetur,sumar, vor og haust. Veöur aö vetrarlagi válynd. Ég vil svo segja frá þeim mágun, að þeir voru ekki aðeins góðir sjómenn. Þeir sýndu einnig skipi og veiðar- færum sllka viröingu að hér væri engin útgerð á rlkisstyrk, ef þeir hefðu verið ráðgjafar á vegum sjávarútvegsmála á sviði með- feröar og hirðingar veiðarfæra. öll nýtni og frágangur voru slik, að ég hef hvergi augum litið betra. 1970 selja þeir mágar happaskip sitt Rúnu, sem veitt haföi þeim sameiginlega margar ánægjustundir á sjó og við land, ekki hvað sist máginum Sigur- þóri. Mörg spor á hann með hjól sitt sér við hlið hér niður að Framhald á bls. 11 Of margt fólk A hverri einustu sekúndu fjölg- ar Ibúum heimsins um tvo. Þessi staöreynd á meðal annars sinn þátt I þvl, að Sameinuðu þjóðirn- ar hafa lýst þvi yfir aö árið 1974 skuli sérstaklega helgað mann- fjölgunarvandamálum. Það er of mikil fjölgun að tvær nýjar mannverur skuli bætast við á hverri einustu sekúndu. Ef við höldum útreikningunum áfram, þá eru þetta næstum sex miljón nýir einstaklingar á mánuöi, eða rúmlega 70 miljónir manna á heilu ári. Þessi öri vöxtur, — þótt vissu- lega sé hann ógnvekjandi, er samt ekki meginástæðan til þess að mannfjölgunarvandamálin valda mönnum nú verulegum áhyggjum. Það hefur ekki minni þýöingu hversu ójafnt fjölgunin skiptist niður á hina ýmsu heims- hluta. Mannfjölgunin er langsam- lega mest I þróunarlöndunum, þar sem aðstæður eru jafnverstar og llfskjörin að jafnaði lökust. Á ráðstefnu Sameinuöu þjóö- anna, sem haldin verður I Búkare'stfrá 19. ti! 30. ágúst næst- komandi verða mannfjölgunar- vandamálin tekin til ýtarlegrar umræðu og gaumgæfilegrar at- hugunar. Þar verða þessi mál rædd og skoðuð i efnahagslegu og félagslegu samhengi. Þar munu fulltrúar rikisstjórna velflestra landa I veröldinni meðal annars taka afstöðu til tillagna um úr- bætur sem sérfræðingar Samein- uðu þjóðanna hafa samiö og mót- að. ör f jölgun Enn kunna að eiga eftir að verða breytingar á þessum tillög- um, sem nú eru til umfjöllunar hjá rikisstjórnum aðildarrikja Sameinuðu þjóðanna, en tillögur sérfræöinganna hafa þegar veriö samþykktar I hinu svonefnda mannfjöldaráði samtakanna, en i þvi sitja fulltrúar sem tilnefndir eru af rikisstjórnum landa sinna. 1 inngangsorðum fyrrgreindra tillagna segir meðal annars að frá þvi i kringum 1950 hafi ibúum jarðarinnar fjölgað um um þaö bil 2% á ári. Ef þetta hlutfall ekki breytist er óhætt aö reikna meö að Ibúatala jarðarinnar tvöfaldist á 35 ára fresti. öldum saman fjölgaði Ibúum jarðarinnar afar hægt, — fjölgunarprósentan var rétt ofan við núllið. Höfuðástæðan fyrir hinni öru fjölgun undanfarin ár og raunar áratugi eru framfar- ir á sviði læknavlsinda og heilsu- gæslu. Eins og sagði hér að framan er mannfjölgunin langmest I þró- unarlöndunum. Þótt meðaltalið fyrir allan heiminn sé 2% er fjölg- unin I þróunarlöndunum vlða um og I kringum 3%, en I iönvæddu löndunum I Vestur-Evrópu, til dæmis á Norðurlöndunum er fjölgunin ekki nema um það bil 0,7%. Reynslan hefur sýnt og sannað svo ekki verður um villst að þar sem iðnvæðing og efnahagsleg þróun er komin vel á veg gætir þess fljótlega, aö fólk vill ekki eignast eins mörg börn og áður, þegar efnin voru minni. Nú er sem sé ekki lengur nauð- synlegt, að eignast sæg af börnum til að tryggja að einhver þeirra komist örugglega á legg og nái að fullorðnast. Þessarar þróunar gætir jafnt alls staðar þar sem efnahagsleg velmegun fer vax- andi — jafnt þótt það hafi áöur verið reglan ef svo mætti segja að hver hjón eignuöust mörg börn. Það er þess vegna ekki að ástæðulausu, að mannfjölgunar- málin tengjast almennum þró- unarmálum, og þess vegna er litiö á þetta ár, sem Sameinuðu þjóðirnar hafa helgaö mannfjölg- unarvandamálum sem nátengt þróunaráratugnum, þeim öörum I röðinni, sem nú er aö hefjast. 1 fyrrgreindum inngangsorðum segir meöal annars á þessa leiö: „Ef mannfjölgun, skipting og þjóöfélagsgerð er ekki samhæfð félagslegum, efnahagslegum og umhverfisþáttum, getur þaö haft i för með sér mjög alvarleg þró- unarvandamál”. Stefna sem hefur það markmið að hafa áhrif á ibúafjölgun getur ekki komið I stað stefnu I þróunarmálum, en hún getur vissulega gert það að verkum, að stefnan i þróunar- málum beri fyrr árangur og betri árangur en ella.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.